24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 17
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 17 „Ég er farin að sofa aðeins leng- ur, vakna núna á þriggja til fjög- urra tíma fresti,“ segir Ísfold Kristjánsdóttir sem gekk fimm hvolpum í móðurstað og 24 stundir sögðu frá fyrir nokkru. Hún viðurkennir að það sé lýj- andi að gefa þeim svona ört en segir það fyllilega þess virði. „Það náttúrlega kom á óvart að þurfa að fara að sjá um hvolpana. En ég er búin að vera að gúgla og lesa mér til á netinu um uppeld- ið,“ segir hún. Auk þess að gefa þeim að drekka þarf Ísfold að sjá um að þeir hafi hægðir. Það gerir hún með því að strjúka blautum pappír um rassinn á þeim og kyn- færin, öðruvísi hafa þeir ekki hægðir. Hún segir fullmikið að segja að þeir líti á hana sem mömmu. „En það er fyndið hvað þeir þekkja mig frá öðrum. Þeir koma til mín ef ég rétti höndina til þeirra eða kalla á þá. Ég er alla vega í uppá- haldi,“ segir hún. fifa@24stundir.is Les sér til um uppeldið á netinu Hvolparnir halda upp á fóstru sína a Það er fyndið hvað þeir þekkja mig frá öðrum. Þeir koma til mín ef ég rétti höndina til þeirra eða kalla á þá. Ég er alla vega í uppáhaldi. Í GEGNUM LINSUNA ● Samviskufangi Málþing Am- nesty International í Norræna húsinu til heiðurs rússneska blaðamanninum og umhverf- issinnanum Grigory Pasko og til minningar um samstarfs- konu Paskos í blaðamennsku, Önnu Politkovskaju, en hún var myrt þann 7. október fyrir tveimur árum. Málþingið er öllum opið og hefst klukkan 8:30 og lýkur klukkan 10:30. ● Trúarbrögð og mannrétt- indi Októberhitt Femínista- félags Íslands verður haldið klukkan 20 á annarri hæð á Sólon. Framsögu halda Hildur Björg Hörpudóttir guðfræði- nemi sem spyr: Eru áhrif trúar- bragða á líf og aðstæður kvenna vanmetin? Og Guðrún D. Guð- mundsdóttir, framkvæmda- stjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, verður með erindið: Trú, konur og mannréttindi. ● Goya Kvikmyndasafnið sýnir myndina Goya en Burdeos í leikstjórn Carlos Saura kl. 20 í Bæjarbíói. Hafnarfirði, miða- verð 500. ● MFÍK Opinn fé- lagsfundur MFÍK kl. 19 í Friðarhúsinu á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Þar munu Anna Sig- ríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigur- björnsdóttir segja frá European Social Forum sem haldið var í Málm- ey dagana 17.–21. september 2008. Í upphafi fundar verður seldur léttur matur sem kostar kr. 1000. Fundurinn er öllum opinn. ● Fornleifafræði Vala Björg Garðarsdóttir, doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Ís- lands, flytur fyrirlestur um rannsóknarverkefni sitt: Stein- setningar á Íslandi og hlutverk þeirra. Fyrirlesturinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu og hefst hann klukkan 16. ● Handfrjáls brjóstagjöf Kynning á brjóstagjöf í burð- arpoka klukkan 18 í húsi Björg- unarsveitarinnar Ársæls að Suðurströnd 7, Seltjarnarnesi. Hægt verður að prófa ýmsa burðarpoka og burðarsjöl og leiðsögn í boði. ● Fornt og nýtt Hádegisleið- sögn um sýninguna Ekvador að fornu og nýju í Gerðarsafni í Kópavogi kl. 12. Yfirlitssýning listmuna og málverka frá 4000 f. Kr. til okkar daga. ● Löggjöf og gegnsæi Fyrir- lestur Ágústs Þórs Árnasonar um atburði und- anfarinnar viku í fjármálaheim- inum og Transp- arency Inter- national, samtök sem berjast gegn spillingu. Kl. 12 L 201 Sólborg v/ Norðurslóð á Ak- ureyri. FRAMUNDAN 07.10 HREYFILAND ER 5 ÁRA! Við höldum upp á afmælið föstudaginn 10.október. Hjá okkur gefur afmælisbarnið gjafirnar: Í tilefni dagsins gefum við 5+15% afslátt af 8 vikna námskeiðum í • Mæðrafimi® • Fit-Kid® • Salsa-leikfimi Með námskeiðunum fylgir gjöf frá dr. Fischer. Nánari upplýsingar á vefsíðu okkar www.HREYFILAND.is | 577 2555 Þessi ungi drengur, nýklipptur og fínn, beið þolinmóður eftir móður sinni meðan hún fékk hársnyrtingu í gær. Sem betur fer gerði sá stutti sér ekki grein fyrir bankakreppunni í heiminum, enda engin ástæða til að ungviðið taki þátt í slíkum hörmungum. Í börnunum felst framtíðin og allir þurfa að taka sig saman um að hlífa þeim við þeim ósköpum sem nú gengur yfir. Góð heilsa er öllu öðru mikilvægari og öll verðmæti heimsins eru smámál miðað við það að eiga heilbrigð börn. Skemmum ekki geðheilsuna með neikvæðni og óábyrgu tali. Áhyggjur heimsins víðs fjarri Beðið eftir mömmu í hárgreiðslu 24stundir/Frikki

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.