24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 4
VARKÁRNI Í FJÁRMÁLUM Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Fáir voru á ferli í verslunum í mið- bænum í gær, í roki, rigningu og kreppu. Nokkrir útlendingar handléku vörur í Rammagerðinni í Hafnarstræti. Bryndís Sigurðar- dóttir verslunarstjóri segir stemn- inguna í sinni verslun líka því sem er í venjulegu árferði, en ástandið í verslunargeiranum almennt telur hún alvarlegt. Kaupa meðan eitthvað fæst „Þótt fólk hafi flykkst í nýju verslunarmiðstöðina í Grafarvogi um helgina segir það ekkert um eftirspurn í vetur, “ segir Bryndís. „Ég man vel eftir óðaverðbólg- unni í gamla daga, þegar allir flýttu sér að nota peningana strax til að fá eitthvað fyrir þá. Fólk er farið að sýna sömu hegðun núna.“ Bryndís telur ekkert vit í að opna verslunar- miðstöð í því ástandi sem nú ríkir í efnahagslífinu. Það geti ekki annað en endað með skelfingu og gjald- þroti í vetur. Sjálf segist Bryndís anda tiltölulega rólega miðað við marga, bæði í einkalífi og vinnu. Hún sé komin yfir skuldaaldurinn og ekki hafi verslunin safnað skuldum heldur. Hvað Ramma- gerðina varðar er ferðamannaver- tíðin að róast. „Nú höfum við ráð- rúm til að sjá hvað setur áður en við ákveðum vöruinnkaup fyrir næsta háannatíma – hver þau verða og hvernig. Það er nokkuð sem fáar verslanir geta leyft sér á þessum árstíma,“ segir verslunarstjórinn. Flestir kaupmenn eru þessa dagana að fylla lagerinn af vörum fyrir jólavertíðina og taka ákvarðanir sem geta verið afdrifaríkar ef sala dettur niður. Fyrir ferðamanna- verslun eins og Rammagerðina ætti hrun krónunnar að verða til þess að útlendingar geti leyft sér hressi- legri innkaup án þess að velta hverri krónu. Íslendingar og nýríkir Rússar Bryndís segir að Norður- landabúar taki vel eftir þeirri kjara- bót fyrir þá sem felst í lágu gengi krónunnar. „En þeir eru ekkert mikið að hafa orð á því.“ Sleppa erlendir ferðamenn sér þá í stórinnkaupum, nú frekar en áður? „Nei, þeir eru ekkert að því. Er- lendir ferðamenn eru yfirleitt frek- ar ákveðnir í því hvað og hvort þeir ætla að kaupa eitthvað. Þeir eru miklu síður eins og Íslendingar sem haga sér alltaf eins og þeir séu ríkir, það eru kannski helst nýríkir Rússar sem líkjast okkur,“ segir Bryndís. Hún segir aðgerðir og aðgerða- leysi stjórnvalda síðustu daga og vikur ekki traustvekjandi. „Menn hafa verið óábyrgir og maður getur ekki verið bjartsýnn í bili fyrir hönd unga fólksins á Íslandi. Að- hald og eftirlit var ekkert, en með því værum við kannski ekki í þess- um sporum nú. Það sem gerðist varð að gerast og nú er bara að vona það besta, “ segir Bryndís Sig- urðardóttir. Hefur litla trú á verslun í vetur  Óðs manns æði að opna verslunarmiðstöð nú  Fólk er farið að sýna verðbólguhegðun  Ábyrgðarleysi og skortur á eftirliti og aðhaldi kom Íslandi í koll Man síðustu óða- verðbólgu Bryndís Sigurðardóttir versl- unarstjóri Rammagerð- arinnar í Hafnarstræti. ➤ Óvisst virði krónunnar hvet-ur ekki til innkaupa nú. ➤ Erlendir ferðamenn missa sigsjaldan í kaupæði. ➤ Rússar og Íslendingar sýnasvipaða kauphegðun 4 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Það má segja að við séum með lágmarksstarfsemi, en erum tilbún- ir til allra neyðarverka,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunar (LHG), um starf- semi stofnunarinnar. Landhelgisgæslan á eina af þremur þyrlum sem hún hefur til umráða en leigir hinar tvær. Fyrir þyrlurnar er greitt í evrum og doll- urum og gjalddagi er í upphafi hvers mánaðar. Íslenska krónan féll um tæp tólf prósent í gær. Með falli hennar undanfarna daga hefur leiguverð þeirra því rokið upp. Vill bíða og sjá Georg segir að greitt hafi verið fyrir leiguna á síðasta gjalddaga um liðin mánaðamót en segir ekki rétt að segja neitt um stöðuna til lengdar heldur bíða og sjá. Engin viðbót- arfjárveiting hefur verið til LHG vegna þessara aðstæðna en hagrætt hefur verið í rekstri og áherslum breytt. Georg segir að dregið hafi verulega úr allri starfsemi. „En við höldum sjó og getum sinnt öllum björgunar- og neyðaraðgerðum sem upp kunna að koma.“ Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra hefur sam- starfssamning við dómsmálaráð- herra Noregs um sameiginlegt útboð vegna kaupa á björgunarþyrl- um. Það samkomulag felur í sér að þyrlurnar áttu að vera komnar hing- að til lands á árunum 2012 til 2015. LHG hefur að undanförnu einn- ig reynt að sigla minna og bundið skip við bryggju. Leiga fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar er greidd í dollurum og evrum Lágmarksstarfsemi en tilbúin til neyðarverka ➤ Landhelgisgæslan leigir tværaf þremur þyrlum sínum. ➤ Leigan er greidd í evrum ogdollurum. ➤ Íslenska krónan hefur hríð-fallið síðustu daga og leigu- verðið því hækkað mikið. ÞYRLUR GÆSLUNNAR TF-GNA Forstjórinn segir LHG geta sinnt björgunar- og neyðaraðgerðum. Biskup Íslands, Karl Sigur- björnsson, hvetur presta og djákna Þjóðkirkjunnar til að vera vakandi fyrir andlegri líðan fólks sem lendir í efnahagslegum þrengingum. Jafn- framt hvetur hann söfnuði lands- ins til að bregðast við með and- legum stuðningi og sálgæslu. Þetta kemur fram í pistli biskups sem birtist á vefnum Trúin og lífið og ber yfirskriftina „Samstaða og umhyggja“. Biskup segir að veðra- gnýr fjármálakreppunnar skelfi margan, sem óttast að grunnstoð- irnar séu að bresta. Angist og kvíði sé hlutskipti margra um þessar mundir. Þá sé ljóst að þröngt geti orðið í búi hjá einstaklingum og fjölskyldum á næstu mánuðum. Við slíka erfiðleika reyni á sam- stöðu og umhyggju allra. Biskup segir að við höfum sem þjóð áður glímt við hamfarir og hörmungar. Aldrei höfum við verið betur stödd til að takast á við afleiðingar og vinna okkur úr vanda. Biskup Íslands Hugum að andlegri líðan í þrengingum Fréttamenn frá tugum erlendrafjölmiðla eru nú staddir hér á landi vegna fjármálakreppunnar sem fer um heiminn. Erlendu miðlarnir telja áhugavert að fylgj- ast með því hvernig litlu hagkerfi og lítilli mynt reiðir af í efnahags- fárviðrinu. Ríkisstjórnin hafði sérstakan viðbúnað vegna komu fjöl- miðlanna. Utanríkisráðuneytið og fjármálaráðuneytið unnu saman og settu upp sér-símanúmer til að sinna óskum erlendu fréttamiðl- anna. Mikið er fjallað um íslensku kreppuna í fjölmiðlum um allan heim upp á síðkastið og ólíklegt að það breytist í bráð. „Hinn mikli áhugi fjölmiðla á íslenskum efnahagsmálum endurspeglar í raun stöðuna eins og hún er um víða veröld. Ísland er dæmi um það sem er að gerast,“ sagði Krist- rún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sem ásamt Urði Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, sinntu erlendum fjölmiðlum í þinghúsinu. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt í gærkvöld fréttamannafund á ensku í þinghúsinu eftir að hafa rætt við íslenska fjölmiðla. beva@24stundir.is Fylgst með Íslandi sem litlu dæmi um hvað getur gerst Vakta íslensku kollsteypuna Í eldlínunni Geir H. Haarde hafði nóg að gera við að svara spurningum frétta- manna Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær tvítugan mann í mánaðar skilorðsbundið fang- elsi fyrir að ráðast á mann fyr- ir utan Draugabarinn á Stokkseyri og slá hann hnefa- höggi í andlit. Tönn í efri gómi fórnarlambsins brotnaði við höggið. Árásarmaðurinn játaði brot sitt en sagðist fyrir dómi hafa verið að verja sig. Héraðsdómi þótti með vísan til ungs aldurs og hreins sakavottorðs árás- armannsins, rétt að skilorðs- binda refsinguna í 2 ár. þe Héraðsdómur Suðurlands Skilorð fyrir kjaftshögg Tveir tæknilegir ráðgjafar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum voru staddir hérlendis í gær. 24 stundir hafa fengið það staðfest að þeir hafi hitt full- trúa Seðlabanka Íslands. Ráðgjafarnir tveir eru sér- hæfðir ráðgjafar um fjár- málastöðugleika og hafa báðir komið til Íslands áður til að taka saman skýrslu um ís- lenskt fjármálakerfi. þsj Alþjóðagjaldeyrissjóður Tveir ráðgjafar staddir hér

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.