24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 21
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 21 ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 43 75 4 09 /0 8 • Ráðstefnan er öllum opin – nánari upplýsingar á vefsíðu OR Að taka náttúruna með í reikninginn Ráðstefna á Háskólatorgi við Háskóla Íslands föstu-daginn 10. október 2008 frá kl. 8:30-17:00 Orkuveita Reykjavíkur, ásamt samstarfsaðilum, boðar til ráðstefnu um endurheimt staðargróðurs og frágang á gróðri og landslagi eftir rask vegna framkvæmda. Ráðstefnan er hugsuð sem vettvangur fyrir framkvæmdaraðila, sérfræðinga og eftirlitsaðila til þess að ræða lausnir á þessu sviði. Hún er þáttur í undirbúningi fyrir gerð verklagsreglna um umgengni og frágang vegna rasks við framkvæmdir, sem vonandi geta nýst sem flestum aðilum. Markmið ráðstefnunnar er að: • auka meðvitund um mikilvægi þess að taka tillit til náttúru og landslags allt frá hönnun til framkvæmdaloka. • stuðla að því að útfærsla og staðsetning mannvirkja séu með þeim hætti að áhrif þeirra á vistkerfi og landslag verði sem minnst. • finna leiðir til að lágmarka rask meðan á framkvæmdum stendur og haga frágangi þannig að hægt verði að endurheimta staðar- gróður á röskuðum svæðum og bæta virkni skemmdra vistkerfa svo fljótt sem kostur er. Þátttökugjald er 5.000 kr. Hádegisverður innifalinn. Háskólastúdentar greiða 1.500 kr. gegn framvísun skírteinis. www.or.is Nokkur íslensk skáld heiðra starfsbróður sinn Sigurð Pálsson á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg í kvöld kl. 21. Til- efnið er útgáfa bókarinnar Ljóð- námusafn eftir Sigurð en í henni er þremur af eldri bókum hans safnað saman í eina. Bækurnar eru Ljóð námu land, Ljóð námu menn og Ljóð námu völd sem komu fyrst út á árunum 1985- 1990. Ljóðnámusafn er annað ljóðasafn Sigurðar en áður hefur komið út bókin Ljóðvegasafn. Til að fagna útgáfunni les fjöldi annarra skálda ljóð eftir Sigurð að eigin vali. Meðal lesara verða Thor Vilhjálmsson, Þorsteinn frá Hamri, Guðrún Eva Mínervu- dóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Sigtryggur Magnason, Kristín Svava Tómasdóttir, Linda Vil- hjálmsdóttir og Pétur Gunnars- son. Henrik Björnsson, söngvari hljómsveitarinnar Singapore Sling, lýkur kvöldinu með tón- listaratriði. ej Skáld heiðra Sigurð Pálsson Nemendaleikhúsið frumsýndi fyrsta verk vetrarins, Gangverk- ið, á Litla sviði Borgarleikhússins á föstudag. Gangverkið er verk sem er unnið og samið á átta vikum. Það er algerlega unnið upp úr spuna, textum og hlutum sem leikhópurinn hefur safnað sjálfur í skoðun og rannsókn á vinnuumhverfi sínu, leiksviðinu. Leikstjóri er Kristín Eysteins- dóttir og aðstoðarleikstjórar Hlynur Páll Pálsson og Friðgeir Einarsson. Sýnt er fjórum sinnum í viku og fer síðasta sýning fram sunnu- daginn 19. október. Miðasala fer fram í miðasölu Borgarleikhúss- ins og er almennt miðaverð 1.500 kr. en nemendaverð 1.000 kr. ej Gangverkið sýnt á Litla sviðinu Kvikmyndasafnið sýnir kvik- myndina Goya en Burdeos í leik- stjórn Carlos Saura í kvöld kl. 20. Myndin lýsir síðustu ævidögum hins fræga spænska málara, Francisco Goya, þar sem hann dvelur í sjálfskipaðri útlegð í borginni Bordeaux í Frakklandi. Hann er bæði veikur og heyrn- ardaufur. Hann býr þar ásamt konu sinni sem er mun yngri en hann og dótturinni Rosario. Miðaverð er 500 kr. og miðasala verður opnuð hálftíma fyrir sýn- ingu. ej Síðustu dagar Francisco Goya persónum meira orð í munn en gert er í Snorra-Eddu og set þetta upp í auðskilið og svolítið léttara frásagnarform. Þetta er gert þann- ig að krakkar hafi vonandi gaman af því að lesa þessar sögur,“ segir Ingunn og bendir á að Íslendingar séu tiltölulega nýfarnir að vinna á þennan hátt með goðafræðina og fornbókmenntirnar. „Við Íslendingar höfum lengi verið feimnir við að hrófla við þessum arfi okkar. Það er eins og hann eigi að vera ósnertanlegur en Danir eru til dæmis fyrir fjöl- mörgum árum búnir að gera al- veg dásamlega teiknimyndaseríu upp úr goðafræðinni.“ Kristín Ragna gerir myndir og hannar útlit bókarinnar. „Við vinnum þetta saman þannig að það er ekki þannig að hún mynd- skreyti það sem ég skrifa heldur er þetta samvinna. Myndirnar og textinn flæða saman á síðunum og verða að heild á hverri opnu.“ Kenningum laumað í textann Ingunn og Kristín Ragna hafa báðar fengist við norræna goða- fræði í verkum sínum, Kristín í áðurnefndri endurgerð Völuspár og Ingunn í bókinni Frigg og Freyja sem fjallar um norrænar gyðjur. Þessa sér stað í Örlögum guðanna. „Kristín stingur alls konar myndlistarlegum pælingum í myndirnar sem fólk áttar sig kannski ekki á í fljótu bragði. Ég er búin að vera að rannsaka goða- fræðina og hef skemmt mér við að stinga fræðilegum kenningum og hugmyndum inn í textann hér og þar án þess að mikið beri á,“ segir Ingunn Ásdísardóttir að lok- um. Færa menningararfinn í nýjan búning Leika sér með goðafræðina Vinna með goðafræðina Ingunn Ás- dísardóttir og Kristín Ragna Gunn- arsdóttir færa norræna goðafræði í nýjan búning í bókinni Örlög guðanna. 24stundir/G.Rúnar Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Ingunn Ásdísardóttir og Kristín Ragna Gunnarsdóttir færa nor- ræna goðafræði í nýjan búning í bókinni Örlög guðanna sem er ný- komin út hjá JPV. Ingunn segir að hugmyndin hafi sprottið út frá endurgerð Völuspár sem Kristín Ragna og Þórarinn Eldjárn gáfu út fyrir fáeinum árum. „Í fram- haldi af því kom upp sú hugmynd að gera eitthvað fleira við efnið úr Eddukvæðunum og Snorra-Eddu. Við vildum gera aðgengilega út- gáfu fyrir börn og unglinga með nútímalegum myndum og nú- tíma- legri framsetningu,“ segir Ing- unn. Auðskilið og léttara „Ég endursegi sögurnar, legg

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.