24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Þrátt fyrir að ástand efnahagsmála á Íslandi sé svart er ljós í myrkrinu. Fyrirtækið Preggioni er um þessar mundir að landa samningi við stóra dreifingaraðila í Bretlandi og Írlandi á nýrri vöru sem kallast Magneat. Um er að ræða mjög ein- falda lausn á vandamáli sem plagar marga þá sem nota heyrnartól til að hlusta á tónlist eða tala í síma – vandamálið með snúrur sem þvæl- ast fyrir fólki. Einföld lausn á vandamáli Ísak Winther, einn af eigendum fyrirtækisins, segir að hugmyndin hafi komið til sín eftir að hann hafði verið að ergja sig árum saman á snúrum. „Ég hef verið að hlusta á músík með heyrnartólum síðan „walk-men“ kom til. Þetta hefur alltaf pirrað mig. Ég var búinn að leita mikið að lausn sem hentaði mér en fann ekkert. Svo laust þess- ari hugmynd niður hjá mér og við höfum unnið að henni síðan.“ Lausnin sem Ísak talar um er lít- ill hlutur sem upp er byggður úr tveimur einingum og með sterkum segli. Segullinn er til þess fallinn að hægt sé að smella hlutnum, sem heitir Magneat, á föt og vinda síðan upp á hann snúrur sem fólk notar með tónlistarspilurum eða símum. Semja við stórfyrirtæki Preggioni er nú með á borðinu tilboð frá tveimur stórum fyrir- tækjum í Bretlandi og Írlandi sem bítast um að fá að selja vöruna. „Við göngum frá samningum við annan hvorn þennan aðila innan tveggja vikna“ segir Daði Agnars- son en hann á fyrirtækið ásamt þeim Ísak og Pétri Guðmundssyni. Aðspurður segist hann ekki geta gefið upp hversu háar upphæðir sé um að ræða í samningnum en þær séu stórar. „Þessi markaður er svo bara byrjunin. Við erum komnir langt á veg með samninga við dreifingaraðila í Danmörku og í Þýskalandi og það eru þau mark- aðssvæði sem við horfum á næst. Til að gefa dæmi um stærðargráð- urnar sem við erum að tala um núna seldust á síðasta ári 700 millj- ónir af tónlistarspilurum. Við ætl- um okkur að vera búnir að ná í markaðshlutdeild upp á hálft til eitt prósent af þeim markaði fyrir lok næsta árs.“ Komnir á kortið Gríðarleg vinna og fjármunir hafa farið í þróun á Magneat hjá fyrirtækinu. Þeir félagar segja að þróunarvinnan hafi tekið um eitt og hálft ár og skjóta á að þeir séu búnir að eyða um tvö hundruð milljónum í vinnuna. En verða þeir ríkir á uppfinningu sinni. „Nei, kannski ekki ríkir en þessi vara skýtur styrkum stoðum undir framtíð fyrirtækisins, bæði fjár- hagslega og líka bara sem horn- steinn fyrir framtíðarvinnu hjá okkur. Við erum komnir á kortið“ segir Daði. Hönnunarfyrirtækið Preggioni í útrás  Hönnuðu lausn á snúruflækjum sem fylgja heyrnartólum  Landa stórsamningi í Bretlandi og Írlandi Preggioni Þeir Ísak, Daði og Pétur urðu leiðir á snúru- flækjum og eru nú að selja hugmynd sína úr landi. ➤ Magneat er farinn í sölu á Ís-landi og er Hátækni umboðs- aðili fyrir vöruna. Einnig er varan seld á netinu á síðunni magneat.com ➤ Þeir félagar kalla Magneat„lágtæknilausn á há- tæknivandamáli“. Magneat má fá fyrir 1.590 krónur. MAGNEAT Magneat Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning laust upp úr há- degi í gær frá fiskibátnum Dagnýju SU 129 um að báturinn væri vél- arvana með einn mann um borð fyrir utan Hólmanes í Reyðarfirði. Björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Eskifirði og Reyð- arfirði ásamt hafsögubátnum Vetti frá Reyðarfirði voru kallaðir út, þyrla Landhelgisgæslunnar sett í viðbragðsstöðu og haft var sam- band við aðra báta á svæðinu og héldu þeir á staðinn. Dagný SU 129 er 9 metra langur fiskibátur frá Reyðarfirði. Hafn- sögubáturinn Vöttur dró bátinn til hafnar á Reyðarfirði. mbl.is Vélarvana bátur í Reyðarfirði Dreginn í land Ekki mun koma til þess að eignir lífeyrissjóðanna verði nýttar til þess að bjarga fjármálakerfinu. Fulltrú- ar lífeyrissjóðanna áttu fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins í fjármálaráðueytinu klukkan 11 í gærmorgun til þess halda áfram að ræða möguleikann á því að lífeyrissjóðirnir flyttu stóran hluta erlendra eigna sinna til lands- ins. Arnar Sigmundsson, formaður Landssamtaka sparisjóðanna, segir að þrátt fyrir að það hafi ekki kom- ið skýrt fram á fundinum hafi verið ljóst að eitthvað alvarlegt hafi legið í loftinu á fundinum. „Við fundum að það var ekkert að gerast, menn virtust vita í hvað stefndi,“ segir Arnar sem telur að menn hafa áttað sig á því hvað þetta var umfangsmikið og að að- koma þeirr hefði þá engu máli skipt. „Þetta voru bara viðræður sem fóru í gang og við settum fram aðgerðaráætlun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Við sögð- umst vera tilbúin að skoða þetta ef aðrir kæmu með. Svörin voru ekki nema fyrir hluta af þeim aðgerðum sem við töluðum um,“ segir Arnar og bætir við: „Við fundum að þetta var bara búið. Þannig að þá var þeim viðræðum bara lokið. Þegar við fórum út af fundinum þá viss- um við að það var eitthvað allt annað að gerast sem við visum ekk- ert um.“ Gunnar Páll Pálsson, stjórnar- formaður Lífeyrissjóðs verslunar- manna, tekur undir með Arnari að allur þungi hafi verið farinn úr málinu á fundinum. „Við vissum að eitthvað annað var að gerast.“ elias@24stundir.is Lífeyrissjóðirnir verða óhreyfðir Viðræðum lokið Lífeyrissjóðir óhreyfðir Arnar Sigmundsson. Hótel Saga (Ársalur) Miðvikud. 8. okt. kl. 8. Fundarstjóri: Bendedikt Jóhannesson Boðið verður upp á morgunverð

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.