24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 9
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 9 Hæstaréttardómararnir Gunn- laugur Claessen og Markús Sigur- björnsson hvetja ríkissaksóknara til að verða við beiðni um opinbera rannsókn á Hafskipsmálinu svo- kallaða. Þetta kemur fram í bréfi sem Garðar Garðarsson hrl. hefur sent ríkissaksóknara fyrir hönd umbjóðenda sinna, þ.e. Gunnlaugs þáverandi ríkislögmanns og Mark- úsar þáverandi borgarfógeta í Reykjavík. Ríkissaksóknara barst í síðustu viku beiðni um opinbera rannsókn málsins frá Ragnari Aðalsteinssyni hrl. fyrir hönd fyrrverandi stjórn- enda Hafskips með Björgólf Guð- mundsson í broddi fylkingar. Garðar segist þegar hafa óskað eftir afriti af bréfi með kröfu um rann- sókn Hafskipsmálsins. Í bréfi Garðars til ríkissaksókn- ara segir m.a. að krafa rannsókn- arbeiðenda sé um mjög víðtæka rannsókn á mörgum þáttum um- rædds máls, jafnt á huglægum þátt- um sem efnislegum, en erfitt sé að henda reiður á mörgum atriðum í bréfinu. „Þar eru umbjóðendur mínir, þeir Gunnlaugur Claessen, þáverandi ríkislögmaður, og Mark- ús Sigurbjörnsson, þáverandi borg- arfógeti í Reykjavík, meðal margra annarra, bornir ýmsum sökum og fundið að vinnubrögðum þeirra í málinu. Þar dregin upp mjög vill- andi lýsing af atvikum máls og ályktanir settar fram um huglæga afstöðu umbjóðenda minna við störf þeirra, sem eiga sér enga stoð,“ segir í bréfi Garðars. Hann segir ennfremur að það sé í þágu tvímenninganna að umbeðin rannsókn fari fram. mbl.is Hafskipsmál til ríkissaksóknara Hvetja til rannsóknar „Hvar varst þú þegar allt fór á hliðina á Íslandi?“ mun eflaust verða jafn lífseig spurning í framtíðinni eins og: „Hvar varst þú 11. september.“ Ljósmyndari 24 stunda var á ferðinni í gær, í veðri sem hæfði tilefninu, og sá ýmislegt gegn- um linsuna. Meðal annars varð hann vitni að því að fólk hamstraði mat í Bónus, þegar fólk hætti sér út í óveðrið til þess að taka peninga út úr hraðbanka og þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra útskýrði hvaða skilboð fælust í sjónvarpsávarpi forsætisráðherra. Hvar varst þú 6. október? Þegar allt fór á hliðina á Íslandi Viðeigandi veður Veðrið var í samræmi við ástand efnahagslífsins. Hugsað til framtíðar Nokkuð bar á því að fólk hamstraði mat í kjörbúðum í gær af ótta við að verslanir geti ekki tryggt vöruframboð. Fréttaskýring Þorgeður Katrín útskýrir sjóvarpsávarp forsætisráðherra. Eftir Herdísi Sigurgrímsdóttur herdis@24stundir.is Með því að ábyrgjast öll innlend innlán í íslensku bönkunum gekkst ríkið í ábyrgð fyrir um 1.400 millj- örðum íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Ís- lands. Það er um 100 milljörðum meira en verg landsframleiðsla Ís- lands á síðasta ári. Fari íslenskir viðskiptabankar í þrot munu tæp 99 prósent íslenskra innlána lenda beint á ríkissjóði, þar sem fjármun- ir tryggingasjóðs hrökkva ekki fyrir nema 1,35 prósentum innlána. Ábyrgjast öll innlán Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra sagði íslenska spari- fjáreigendur ekki þurfa að efast um að sparifé þeirra væri tryggt. „Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ríkið ábyrgist öll innlán allra Ís- lendinga í öllum íslenskum bönk- um. Þá er mikilvæg breyting falin í lagafrumvarpinu að innlán spari- fjáreigenda verði forgangskröfur komi til gjaldþrots.“ Hann vildi ekki samþykkja að það yrði of stór biti fyrir íslenska ríkið, heldur benti á að ríkissjóður yrði á móti einn helsti kröfuhafi í þrotabú banka, ef til gjaldþrotaskipta kæmi. „Við megum ekki gleyma því að bankarnir eiga talsverðar eignir, þrátt fyrir lausafjárkreppuna sem þeir eru í núna. Innlánaábyrgð rík- isins væri því ekki algjörlega tapað fé.“ Hann sagði það mikilvægt að almenningur týndi ekki tiltrú á ís- lensku bankana, því það versta sem gæti gerst væri að almennir spari- fjáreigendur hópuðust í bankana til að taka út spariféð sitt. Munu bjarga bönkunum Björgvin segir nú róið að því öll- um árum að það komi ekki til gjaldþrots neinna af viðskipta- bönkunum. „Ef í ljós kemur að einhver bankanna sé nærri kominn í þrot, þá munum við fara í það strax, ef lögin verða samþykkt, að koma honum aftur í starfhæft ástand sem allra fyrst, helst þannig að það verði búið áður en bank- arnir verða opnaðir aftur á morgun [í dag]. Og það mun okkur takast,“ sagði viðskiptaráðherra brattur. Stór biti fyrir ríkissjóð  Innlánatrygging ríkisins er hærri upphæð en landsframleiðsla  Mest um vert að almenningur treysti bönkum fyrir sparifé sínu Viðskiptaráðherra „Ábyrgjumst öll inn- lán allra Íslendinga í öllum íslenskum bönkum.“ ➤ Íslenska ríkið væri 13 mánuðiað afla andvirðis innlánaá- byrgðarinnar. ➤ Íslenska ríkið ábyrgist ekkiinnlán erlendra viðskiptavina í íslenskum bönkum. ÁBYRGÐ Á INNLÁNUM „Mér líst afar illa á ástandið og ég hef hrein- lega ekki trú á að það takist að ná tökum á ástandinu. Fréttir gærdags- ins um að ekki stæði til að fara í neinar björg- unaraðgerðir ollu því að maður missti hökuna niður á hné. Ég ekki miklar áhyggjur af mér en ég hef verulegar áhyggjur af ýmsum öðrum í þjóðfélaginu.“ Rúnar Sigurðsson Hef ekki trú á að þetta gangi „Ég vona að ástandið bitni ekki verulega á mér, ég er búinn að gera ráðstaf- anir sem koma í veg fyrir að illa fari. Slæmu tíð- indin eru auð- vitað þau að lánin manns eru að hækka gríðarlega. Ég var að spá í það fyrir ári síðan að breyta lánunum mínum í er- lend lán en sem betur fer gerði ég það ekki.“ Kristbjörn Harðarson Búinn að gera ráðstafanir „Ég er í banka vegna fjár- málakrísunnar. Ég er að ganga frá hlutum sem eru svona í lausu lofti. Ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af þessu ástandi en ef flytja á fjármagn lífeyrissjóðanna heim þá er það frumskilyrði að það verði tryggt svo ekki þurfi að efast um að hagsmunir lífeyr- iseigenda verði tryggðir.“ Kristinn Sigurjónsson Tryggja þarf lífeyrissjóðina „Ég hef ekki áhyggjur af þessu ástandi. Þetta er engin kreppa og bara óvirðing við eldri kynslóðir að kalla það slíkt. Þetta krepputal er komið niður í grunnskóla og leikskóla og börnin farin að fleipra um þessa hluti án þess að vita hvað þeir þýða. Það má ekki láta ger- ast, það er ábyrgðarleysi.“ Margrét Thors Krepputal óvirðing „Mér líst bara mjög illa á þetta ástand í efna- hagslífinu. Mér finnst algjörlega ótækt að við skulum ekki fá nein skýr svör um hvað stjórn- völd eru að gera til að bregðast við vandanum. Stjórnvöld bera ábyrgðina á ástandinu og ættu að sjá sóma sinn í því að svara spurningum almennings.“ Guðni J. Brynjarsson Ótækt að fá ekki skýr svör „Þetta ástand kemur auðvitað illa við mig sem aðra. Allt verð- lag er að hækka og það mun auðvitað hafa áhrif. Að sumu leyti held ég samt að þjóðin hafi gott af þessu ef tekst að snúa málum við því við erum bara búin að vera á eyðslufylleríi og það er ekki hægt að taka allt að láni.“ Katrín Sveinsdóttir Kemur illa við mig sem aðra Ástandið í efnahagslífinu var efst í huga fólks sem blaðamaður 24 stunda ræddi við í útibúum Glitnis, Kaupþings og Byrs í gær- dag. Margir voru all-uggandi um sinn hag sem og þjóðarbúsins í heild sinni. Þegar þjónustufulltrúi í einum bankanum spurði viðskiptavin hvort hún ætti ekki að kippa vandamáli sem hann var að glíma við í liðinn svaraði viðkomandi að bragði: „Þú kippir nú eiginlega engu í liðinn í dag.“ Almennt virtist fólk ugg- andi og margir voru óánægðir með litlar upplýsingar sem stjórnvöld hefðu veitt fram að því. freyr@24stundir.is Almenningur ugg- andi um framhaldið

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.