24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir minna í utanlandsferðir til þess að versla en við njótum góðs af því að fólk er farið að leita hagkvæmari leiða til að fljúga. Það er einhver aukning á því að fólk hætti við þær ferðir sem pantaðar hafa verið en ekki í miklum mæli. Auðvitað er hræðsla varðandi framhaldið.“ Þorsteinn Guðjónsson forstjóri hjá Úrvali-Útsýn tekur undir að hann finni fyrir minni eftirspurn eftir verslunarferðum og „þessar helgarferðir séu erfiðari í sölu en áður“. „Það er ekkert mikið um að fólk hætti við þær ferðir sem það hefur pantað. Síðasta vika reyndist svolít- ið erfið því fólk var bara í hálfgerðu losti. Það sem við hins vegar verð- um að treysta á er að þetta ástand sé ekki komið til að vera,“ segir hann. Aukning á sölu erlendis „Síðustu daga hefur að sjálf- sögðu eftirspurnin snardregist saman hér á Íslandi,“ segir Sigfús Ólafsson, framkvæmdastjóri Ice- landair. „Fólk vill skiljanlega bíða og sjá til hvað gerist. Það er reyndar lítið sem ekkert um afpantanir hjá okkur. Icelandair selur um þriðj- ung farseðlanna hér á landi – tveir þriðju eru seldir erlendis, og þar sjáum við reyndar aukningu í bók- unum – þar hefur gengisfallið þveröfug áhrif.“ Matthías hjá Iceland Express segir einnig að það sé fjölgun á er- lendum ferðamönnum hér á landi. „Ég er farinn að heyra það út und- an mér að fólk komi í verslunar- ferðir og sé hvatt til að koma hing- að til að versla fyrir jólin,“ segir hann. „Við erum farin að auglýsa næsta sumar og ég get ekki séð að það fari hægar af stað en á síðasta ári. Reyndar seljum við mikið af sætunum fyrirfram og þá eru það kaup erlendis frá.“ Finna fyrir hræðslu almennings Aðalbjörg Óladóttir, fram- leiðslustjóri hjá Vita, segir að þau hafi fundið fyrir minni eftirspurn en áður. „Það sem við finnum mest fyrir er hræðsla fólks um hækkanir. Hingað hringir fólk og spyr hvort að ferðir þeirra muni hækka og hvað gerist vilji það panta ferðir í dag. Það er ljóst að það er ekki leyfilegt að hækka ferðir sem fólk er búið að greiða til fulls. Upp úr mánudegi í síðstu viku fóru pant- anir að minnka,“ segir hún. Sævar Skaptason, framkvæmd- arstjóri Ferðaþjónustu bænda, seg- ir að ef gengið heldur svona áfram verður umtalsverð hækkun á utan- landsferðum á næsta ári. „Nú er bara spurningin hvernig framhald- ið verður. Við erum ekkert farin að auglýsa næsta sumar hjá okkur og bíðum bara átekta og sjáum hvern- ig næstu tvær þrjár vikur verða. Það segir sig sjálft að þurfi að hækka verðið mikið fari fólk í mun minna mæli í ferðir erlendis.“ Sólarströnd Ströndin á Algarve í Portúgal. Dregið hefur úr eftirspurn hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum eftir utanferðum Dregur úr framboði ferða Fátt hefur verið í um- ræðunni annað en efna- hagsástandið á Íslandi. Ferðaskrifstofur og flug- félög hræðast framhaldið haldi ástandið svona áfram. Minni ásókn er núna en áður og fór eft- irspurn að dragast mikið saman síðasta mánudag. ➤ Borið hefur á því að Íslend-ingar sækist minna eftir borg- arferðum en áður. ➤ Ferðaskrifstofur bíða átektaog vona að ástandið lagist sem fyrst. ➤ Erlendir ferðamenn sýnalandinu áhuga og sækjast eft- ir að koma hingað í versl- unarferðir. ➤ Helgarferðir seljast minna.Fólk leitar frekar í sólina. ➤ Borið hefur á hræðslu al-mennings varðandi hækkanir. UTANLANDSFERÐIR Til þess að fá góða yfirsýn yfir fjár- málin sín er gott að halda utan um hlutina með því að hafa gott heim- ilisbókhald. Sé bókhaldið gott er mun auðveldara að sjá hvar hægt er að skera niður og spara. Inni á vefnum fjölskylda.is/fjarmal er hægt að finna excel-skjal sem að- stoðar fólk við að setja upp sitt eig- ið bókhald á einfaldan hátt. kyg Heimilisbókhald Yfirsýn Norræna umhverfismerkið Svan- urinn er opinbert umhverfis- merki Norðurlandanna. Svan- urinn auðveldar neytendum að velja gæðavörur sem eru vist- vænni en flestar sambærilegar vörur á markaðnum. Svanurinn er settur á þær vörur sem upp- fylla ströngustu umhverfis- og gæðaskilyrði. Æ fleiri neytendur velja svansmerkt og æ fleiri fyr- irtæki svansmerkja vörur sína og þjónustu. Opinbert umhverfismerki Á síðu Neytendasamtakanna, ns.is, fagna Neytendasamtökin ummælum Jóhönnu Sigurð- ardóttur félags- og trygginga- málaráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar sagði Jóhanna að það kunni að vera nauðsynlegt að breyta reglum Íbúðalánasjóðs þannig að þeir sem nú skulda íbúðalán í bönkum geti leitað til Íbúðalána- sjóðs um endurfjármögnun. kyg Breyta á reglum Íbúðalánasjóðs LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Það er einhver aukning á því að fólk hætti við þær ferðir sem pantaðar hafa verið en ekki sérlega mikil. neytendur Samkvæmt könn- un sem Capacent gerði fyrir Úr- vinnslusjóð flokka tæplega 91% Íslendinga sorp til endur- vinnslu. Nær 19% segjast gera það alltaf og um 37% oft. Um 35% segjast flokka sorp stundum eða sjaldan. kyg 91 prósent flokka sorpið Eftir Kristínu Ýr Gunnarsd. kristing@24stundir.is „Það sem við gerðum var að draga úr framboði. Náðum að bregðast nógu snemma við um leið og fór að halla á,“ segir Matthías Imsland, forstjóri hjá Iceland Express. Gengi krónunar hefur verulega komið í bakið á Íslendingum síð- ustu misseri og þá ekki síst flug- félögunum og ferðaskrifstofum. Pundið er rúmlega tvö hundruð krónur og danska krónan komin yfir tuttugu krónur. Minna um verslunarferðir „Við hjá Iceland Express finnum klárlega fyrir því að fólk fer mun

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.