24 stundir - 07.10.2008, Page 27

24 stundir - 07.10.2008, Page 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 27 BÆJARLIND S: 544-5514 PLAYERS BOLTINN Í BEINNI FJÖLBREYTT HÁDEGIS- TILBOÐ HÁDEGIS- MATUR ALLA VIRKA DAGA Bermúda Föstudags- kvöld Zonet Laugardags- kvöld Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Ef útsendingar frá ensku knatt- spyrnunni væru máltíð er það bókað mál að FIFA-fótboltaleik- irnir myndu flokkast sem eft- irrétturinn. Nú er hægt að skella á sig smekknum því FIFA 09 er kominn í verslanir og veislan get- ur hafist. Grafík leiksins hefur fengið ágætis yfirhalningu frá síðustu út- gáfu og hafa allar hreyfingar leik- manna verið bættar. Leikmenn detta nú býsna raunverulega ef þeir eru tæklaðir og ef þeir eru ítalskir er allt eins líklegt að þeir liggi á vellinum dágóða stund. Hvað fótboltaleiki varðar þýða breytingar á grafík afskaplega lít- ið. Það sem skiptir meginmáli er hvort að knattspyrnan sem boðið er upp á sé raunveruleg og hvað það varðar veldur FIFA 09 ekki vonbrigðum. Flæði leiksins er mun betra heldur en í fyrri út- gáfum og öll spilun leiksins er mun raunverulegri. Ein af skemmtilegri nýjungum FIFA 09 er Be A Pro spil- unarmöguleikinn. Þar geta leik- menn búið til sína eigin knatt- spyrnuhetja, komið henni síðan fyrir í sínu uppáhaldsfélagsliði og spilað í fjögur keppnistímabil. Þetta er fín viðbót en það er synd og skömm að einungis einn leik- maður geti spilað í gegnum öll tímabilin ólíkt UEFA Euro 2008 þar sem fjórir félagar gátu spilað saman. FIFA leikirnir hafa þróast með hverju árinu. FIFA 09 er stórt stökk fram á við frá síðasta leik seríunnar og ætti ekki að valda neinni boltabullu vonbrigðum. Með aðra hönd á bikarnum Býsna góður Helstu stjörnur fótboltans fá að skína á vell- inum í nýjustu útgáfu FIFA. Michael Lohan, faðir Lindsay Lohan, hefur ákveðið að leggja góðu málefni lið með því að láta berja sig í hnefaleikahringnum. Lohan hafði áður skorað á slúð- urbloggarann Perez Hilton en þegar lítið varð úr þeim bardaga ákvað Lohan að finna andstæðing sinn með uppboði. Hæstbjóðandi mun vinna sér inn réttinn á að berjast þrjár lotur við stjörnu- pabbann á hinu árlega Long Is- land Fight For Charity kvöldi, en allur ágóði þess kvölds rennur beint til góðgerðarmála. Það mun þó ekki hver sem er fá að hjóla í Lohan því sett hafa ver- ið ákveðin hæðar- og þyngd- artakmörk fyrir andstæðingana. Þar að auki munu barsmíðarnar ekki verða ókeypis en lágmarks- boð er 5.000 dollarar. vij Barinn í góð- gerðarskyni Erlenda slúðurpressan var hissa að sjá í hversu góðu formi leik- konan Angelina Jolie var þegar hún mætti á frumsýningu mynd- ar sinnar The Changeling er Clint Eastwood leikstýrir. Spurð hvernig hún hefði náð gamla forminu sínu aðeins þrem- ur mánuðum eftir að hún eign- aðist tvíburanna Knox og Vivi- enne með Brad Pitt sagði hún að ástæðurnar væru tvær. Að hún væri að gefa brjóst og að hún væri frá náttúrunnar hendi með mjög hraða brennslu. Angelina viðurkenndi að hún væri örmagna en hún er í dag sex barna móðir og fær ekki mikinn svefn. Á vinstri hönd sína hefur hún látið húðflúra hnit fyrir fæð- ingarstað allra barna sinna. bös Angelina komin aftur í form Glöggur lesandi og aðdáandi Stjörnustríðsbálksins sendi tölvu- póst á blaðið og benti á hliðstæðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra í Star Wars-myndunum. Það er eng- inn annar en Boss Nass, yfirmaður Gunganna í Episode 1: Phantom Menace. Það er ekki bara svipað kæruleysislegt bros er þeir bera á andlitinu þegar illa stendur á, heldur eru þeir báðir þekktir fyrir aðgerðaleysi þegar mikil ógn steðj- ar að ríki þeirra. Boss Nass neitaði í fyrstu að ástandið á Naboo væri orðið það slæmt að hann þyrfti eitthvað að aðhafast í því en til allrar lukku varð hann hluti af lausninni í lokin. Vonandi verður eins með Geir. Sendið tvífaraá- bendingar á 24@24stundir.is. Ekki vera meyr, Geir en … „Hún er uppfull af þessum Sid Vicious-hugsunarhætti um að deyja ung. Hún óttast það ekkert og telur það vera örlög sín,“ sagði ónefndur heimildarmaður breska blaðsins Daily Star um söngkon- una Amy Winehouse en nánustu vinir hennar skiptast nú á að fylgj- ast með söngkonunni en þeir ótt- ast að hún muni fremja sjálfsmorð. Á dögunum mun söngkonan hafa gripið hníf og hótað því að reka hann á kaf í brjóst sitt en ekk- ert varð úr þeirri hótun. „Vinir hennar náðu hnífnum frá henni en standa nú sólarhringsvaktir yfir henni af ótta við að hún fremji sjálfsmorð,“ hélt heimildarmað- urinn áfram. „Amy er með dauða- ósk. Tilfinningar hennar eru svo ýktar. Hún er annaðhvort í vímu allan daginn eða, þegar hún heyrir eitthvað sem henni líkar ekki, í sjálfsmorðshugleiðingum.“ Winehouse, sem er 25 ára, hefur undanfarið ár hreinlega rotnað fyrir augum heimsbyggðarinnar en mikil fíkniefnaneysla hefur svo gott sem eyðilagt líf og feril þess- arar efnilegu söngkonu. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur eiginmaður hennar, Blake Fielder-Civil, sent föður Amy, Mitch Winehouse, býsna grimmi- leg bréf þar sem hann hótar tengdaföður sínum lífláti. „Blake lýsti grófum atriðum úr hryllings- mynd, þar sem Mitch var fórn- arlambið,“ sagði heimildarmaður dagblaðsins Sun. Heimildir herma að þetta bréf hafi sett enn meira álag á hina hrjáðu söngkonu. vij Söngkona sett á sjálfsvígsvakt Amy er ákveðin í að deyja ung Drekkur ekki kóla- drykk Winehouse þykir býsna stórtæk í drykkjunni. Söngkonan efnilega Amy Winehouse er nú undir ströngu eftirliti vina sinna eftir að hún hótaði að fremja sjálfsmorð. Hún mun vera viss um að hún deyi ung. TVÍFARINN Grafík: 89% Ending: 83% Spilun: 91% Hljóð: 79% FIFA 09 PS3, XBOX 360 o.fl. | 3+ NIÐURSTAÐA: 86%

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.