24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 24stundir Frambjóðendur í bandarísku forsetakosningunum saka hverjir aðra um að hafa undanfarna daga brugðið fyrir sig harðari baráttuaðferðum en áður. Hófst orra- hríðin um helgina, þegar varaforsetaefni repúblikana, Sarah Palin, sagði Barack Obama hafa umgengist hryðjuverkamenn á sínum yngri árum. Var Palin þar að vísa til vinskapar Obama og Willi- ams Ayers, sem mótmælti Víetnamstríðinu harðlega fyrir fjórum áratugum. Síðan hefur Ayers gerst gildur og gegn þjóðfélagsþegn, þar sem hann er prófessor í kennslufræði við Illinoisháskóla í Chicago. Palin segir af og frá að of langt sé liðið til að sam- band Ayers og Obama skipti máli. Ayers hafi skipulagt fjáröflunarkvöldverð fyrir Obama árið 1995. „Ég held að megi með góðu móti segja að stjórnmálaferill Bar- acks Obama hafi farið af stað í stofu þessa manns,“ segir Palin. Viðbrögð herbúðar Obama voru að líta ögn lengra til fortíðar. Í auglýsingu sem birtist á netinu er rifjað upp fjármálahneyksli sem forsetaframbjóðandi repú- blikana, John McCain, blandaðist í við byrjun níunda áratugarins. Siðanefnd Bandaríkjaþings úrskurðaði ár- ið 1991 að hlutur McCains í málinu hafi verið afar lítill og hann helst sekur um dómgreindarskort. aij Forsetakosningar nálgast óðfluga í Bandaríkjunum Höggin þyngjast vestanhafs Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ríkisstjórn Skotlands gengur treg- lega að skera upp herör gegn of- drykkju, sem Alex Salmond, for- sætisráðherra og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins hefur einsett sér að gera. Hugmyndir Salmonds hafa mætt andstöðu á þingi, auk þess sem líkur eru til að nýjar reglur geti opnað fyrir málaferli á hendur stjórnvöldum. Hærri aldri hafnað á þingi Eitt helsta atriði áætlunar Sal- monds var breyting á lágmarks- aldri til áfengiskaupa. Sem stendur getur 18 ára fólk keypt áfengi í verslunum, en Salmond telur að vænlegra sé að miða við 21 ár. Salmond bendir á, máli sínu til stuðnings, að óspektir á almanna- færi hefðu minnkað um 40% á hálfu ári í Stenhousemuir, þar sem 21 árs aldurstakmarkið hefur verið innleitt til prufu. Þar hefur líkams- árásum fækkað um 30% á sama tíma. Verkamannaflokkurinn lagðist gegn þessari breytingu við at- kvæðagreiðslu á Skotlandsþingi og hafði betur. Iain Gray, leiðtogi Verkamannaflokksins, benti meðal annars á að undarlegt væri að 18 ára fólk mætti starfa í vínbúðum, en ekki kaupa vöruna sem það seldi. „Ungu fólki þykir hugmyndin ósanngjörn, óframkvæmanleg, óskilvirk og hreint út sagt bjána- leg,“ sagði Gray. Telur Gray að betra væri að herða eftirlit með gildandi lögum, þannig að tryggt sé að börn undir 18 ára aldri geti ekki orðið sér úti um áfengi. Lagaflækjur við lágmarksverð Skoski þjóðarflokkurinn hefur horn í síðu lágs verðs á áfengi, sem Salmond segir að hafi sérstaklega áhrif á neyslu þeirra sem yngri eru. Til að draga úr ofneyslu ungmenna hljóða tillögurnar upp á að sett verði lágmarksútsöluverð á áfengi. Lagt er til að óheimilt verði að selja drykki ódýrar en fyrir 35 pens á hverja áfengiseiningu – sem jafn- gildir um 200 krónum fyrir hvern hálfs lítra bjór. Óttast lögfræðingar að hug- myndir um lágmarksverð geti stangast á við fjölda laga sem gilda á Skotlandi. Þannig geti reglur um lágmarksverð stangast á við sam- keppnisreglur Evrópusambands- ins, þar sem erlendum framleið- endum verður gert erfiðara um vik á Skotlandsmarkaði. Salmond reynir að vinna gegn sprútti  Skoski þjóðarflokkurinn vill sporna við ofdrykkju, sérstaklega meðal yngra fólks  Hefur mætt mótstöðu á þingi og gæti flækt stjórnvöldum í málaferli Salmond Vill ekki að sopinn þyki of góður.➤ Lágmarksaldur til áfeng-iskaupa verði hækkaður úr 18 árum í 21 ár. ➤ Lágmarksverð verði sett ááfengi. ➤ Aðskilin áfengissvæði í versl-unum. ➤ Verslunum meinað að seljaáfengistegundir með tapi til að laða að viðskiptavini. ➤ „Samfélagslegt ábyrgð-argjald“ lagt á til að greiða fyrir afleiðingar áfengis- misnotkunar. ➤ Áfengisauglýsingum í búð-argluggum settar þröngar skorður. HUGMYNDIR SALMONDS Nærri einni af hverjum fjórum spendýrategundum jarðar er hætt við útrýmingu, samkvæmt nýrri ársskýrslu Alþjóðanáttúruverndar- samtakanna IUCN. Telja samtökin að 1.141 af þeim 5.487 spendýra- tegundum sem þekktar eru í heim- inum standi höllum fæti um þessar mundir. Af þeim telja samtökin að 188 tegundir séu í bráðri útrým- ingarhættu. Jan Schipper, sem ritstýrði skýrslunni, hvetur þjóðir heims til að bregðast við og vernda dýrateg- undir innan landamæra sinna. „Sem manneskjur ættum við að tryggja að við völdum ekki útdauða annarra tegunda,“ segir hann. Mark Wright, vísindastjóri al- þjóðlega dýraverndunarsjóðsins WWF, tekur í sama streng. „Við erum að verða allt of vön því að sjá skýrslur þar sem örlög plánetunnar og hlutskipti dýra eru hörmuð. Ég óttast að við séum orðin dofin fyrir svona upplýsing- um og hunsum þær sjálfkrafa, án þess að velta virkilega fyrir okkur afleiðingunum,“ segir Wright. „Skýrsla IUCN sýnir að með óvar- legri umgengni um jörðina og auð- lindir hennar stefnum við villtu dýralífi og náttúru í voða, þannig að börn okkar munu ekki hafa tækifæri til að upplifa það sem við höfum upplifað.“ andresingi@24stundir.is Alþjóðanáttúruverndarsamtökin telja útlitið svart hjá spendýrum Fjórðungi hætt við útrýmingu Sögur af dauða Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, eru orðum auknar, ef marka má frásögn ríkisfréttastofu lands- ins. Segir fréttastofan að Kim hafi um helgina fylgst með fótboltaleik sem haldinn var til að fagna afmæli stærsta há- skóla Norður-Kóreu. Að leik loknum „óskaði hann leikmönnum til hamingju með góðan árangur,“ segir fréttstofan. „Hann fagnaði því að listir og íþróttir lægju fyrir byltingarsinnuðum stúd- entum landsins, um leið og þeir leggja kapp við að nema vísindi, þjóðinni til hagsbóta.“ aij Tórir leiðtogi N-Kóreu? Kim Jong-il á almannafæri Það eru ekki aðeins tilheyr- endur sem gleðjast við fagran fuglasöng, heldur líka söngfugl- arnir sjálf- ir. Þessu hafa vís- indamenn við RI- KEN- heilarannsóknarstofnunina í Japan komist að. Þegar karl- fuglar söngluðu til að stíga í vænginn við kvenfugla reynd- ust ánægjustöðvar heila þeirra örvast. aij Fuglarannsóknir Söngelskir gleðja sig Evrópusambandið hyggst opna miðstöð í Afríkuríkinu Malí, þar sem hægt verður að sækja sér upp- lýsingar um löglegar leiðir til að flytjast til sambandsins. Er mið- stöðinni ætlað að stemma stigu við ólöglegum innflutningi Afríkubúa til Evrópu, en fjöldi manna deyr á leiðinni ár hvert. Segir fram- kvæmdastjórn ESB að skrifstof- unni sé meðal annars ætlað að upplýsa fólk um hætturnar sem fel- ast í ferðinni til Evrópu. Malí er eitt fátækasta ríki heims. Sökum staðsetningar sinnar í vest- urhluta Afríku fer fjöldi manna frá ríkjum á borð við Gana og Nígeríu um landið á leið til strandríkjanna Senegal og Máritaníu. Þaðan reyna þeir að sigla til Kanaríeyjanna, sem heyra undir Spán. aij ESB gegn ólöglegum innflytjendum Opna vinnumála- skrifstofu í Malí

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.