24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 13
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2008 13 Bláir baugar, náföl andlit ogþreytudrættir kringummunn og augu voru samræmt útlit forystumanna íslensku þjóð- arinnar eftir gíf- urleg fundahöld helgarinnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra færði þjóðinni enga pakkalausn á kreppunni, en engir aðrir gátu bent á hana heldur. Meðan svipur ráðherranna lýsti þreytu og von- leysi, lýsti svipur stjórnarand- stæðinga vonleysi og smámóðgun yfir því að hafa ekki fengið að vera með í ráðum um helgina. Guðjóni Arnari Kristjánssyni fannst makalaust að ríkisstjórnin skyldi ekki ráðfæra sig við stjórn- arandstöðu og Frjálslynda. Hálfgert hernaðarástandvar á Alþingi fyrir há-degi í gær, þar sem fjöl- miðlar margra þjóða höfðu knúið dyra í von um að ná tali af Geir H. Haarde forsætis- ráðherra og öðrum leiðtogum þjóðar- innar. Í þinghúsinu var brugðið á það ráð að takmarka aðgengi frétta- manna innanhúss í þinginu og bláir kaðlar heftu för alls staðar nema um anddyrið í skála þings- ins. Erlenda pressan vildi ræða við „The Prime Minister “ en sáu helst staka þingmenn og Einar Má Sigurðarsson og Bjarna Harðarson o.fl. skjótast hjá tal- andi í gsm-síma. Erlendu fjöl- miðlamennirnir sögðu íslenska ástandið krísudæmi sem hefði sterka skírskotun til umheimsins. Spjallþættir og ekki fréttirhafa farið með himin-skautum alla helgina. Þjóð- in beið nötrandi eftir niðurstöðu stjórnvalda, en fékk í staðinn fróðleik um kengúruhopp Björgúlfs Thors Björgólfssonar upp tröppur og hugsan- lega blöðrubólgu fréttamanna sem biðu úti. Magn- að tómahljóð var í Silfri Egils, þar sem jakkaklæddir sérfræðingar reykspóluðu í ruglinu. Helsta innlegg Egils sjálfs var að hrósa Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur sjónvarpskonu fyrir hvað hún væri dugleg. En hún norpaði fyrir utan Ráðherrabústaðinn eða tappaði innihaldsleysinu af ráða- mönnum sem nú hafa upplýst þjóðina um stöðuna. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Efnahagsmál eru mál málanna í dag. Nú ríður á að horfa fram á veg og vinna sig út úr vandanum til langs tíma litið. Hlúa þarf að undirstöðuatvinnugreinunum s.s. sjávarútvegi, stóriðju og ferða- þjónustu á sama tíma og skapa þarf ný tækifæri. Tryggja þarf að við Íslendingar getum selt fisk- afurðir okkar á sem bestu verði og að markaðsaðgengi okkar verði gott. Nokkrar blikur eru á lofti hvað markaðsaðgengið varðar. Er það sökum þess að æ fleiri neyt- endur gera kröfu um að matvaran sem þeir leggja sér til munns standist umhverfiskröfur, þ.e. að hennar sé aflað, eða hún unnin í sem mestri sátt við umhverfið og beri merki því til staðfestingar. Mikilvægir söluaðilar íslenskra sjávarafurða hafa fyrir löngu orð- ið varir við þessar nýju og breyttu kröfur og óskað eftir því að fisk- afurðir frá Íslandi verði umhverf- isvottaðar. Enn langt í land Í leiðara dagblaðs síðla sumars sem bar yfirskriftina „Kemur vott- un of seint?“ er þeirri spurningu velt upp hvort við Íslendingar er- um of sein á okkur í þessum efn- um. Þar kemur fram að íslenskur þorskur hafi horfið úr hillum svissneskra stórmarkaða, nánast eins og hendi væri veifað, eftir áralangt markaðsstarf. Ástæðan sé sú að fiskurinn hafi enga vottun um að hann sé veiddur með sjálf- bærum hætti. Íslenska sölufyrir- tækið hafði reynt að þrýsta á ís- lensk stjórnvöld og hagsmunaaðila um árabil að fá vottun á vöruna, án árangurs. Af þessum ástæðum tapaðist dýr- mætur markaður í hendur ann- arra sem bjóða upp á umhverf- ismerktar vörur því svissneski markaðurinn borgar vel fyrir ís- lenskan þorsk. En hvaða stefnu höfum við Íslendingar tekið í þessum efnum? Jú, við getum val- ið um tvær leiðir. Þær eru að taka upp umhverfisvottun sem er nú þegar til staðar s.s. vottun MSC (Marine Stewartship Council) og Friend of the sea eða byggja upp okkar eigið vottunarmerki. Hags- munaaðilar í íslenskum sjávarút- vegi hafa nokkurn fyrirvara á MSC-merkinu og álíta að það hafi óskýra staðla, sé of nátengt vott- unarfyrirtækjunum sínum og að umhverfisverndarsamtök hafi of sterk ítök í merkinu. Hér á landi hefur því seinni leiðin verið álitin vænleg. Hefur hópur á vegum Fiskifélagsins verið að undirbúa séríslenskt merki. Starf það hefur dregist talsvert því Einar K. Guð- finnsson, landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðherra, sagði á sínum tíma að vottunin gæti komist af stað fyrir árslok 2007. Sá tími er löngu liðinn og enn er langt í land. Nágrannar velja aðra leið Síðasta föstudag afhjúpaði ráð- herrann útlit íslenska umhverfis- merkisins á kynningarfundi á sjávarútvegssýningunni. Merkið er snoturt og stílhreint. Hins veg- ar fylgdi með í kynningunni að ekkert er enn á bak við merkið, þ.e. innihald þess er ekkert því enginn vottunaraðili stendur á bak við það. Til að skapa íslenska umhverfismerkinu trúverðugleika er grundvallaratriði að tryggja að þriðji aðili, þ.e. vottunaraðili á borð við Moody Marine eða Bu- reau Veritas, votti merkið. Er nú unnið að því að fá slíka vottun þ.a. merkið megi nota síðla á næsta ári. Skynsamlegra hefði ver- ið að vera komin lengra með vott- un þriðja aðila áður en merkið er kynnt því markaður hefur lítið að gera með merki án vottunar. Á sama tíma og við Íslendingar er- um að undirbúa okkar eigið um- hverfismerki og huga að því hvernig við kynnum það á erlend- um vettvangi í framhaldinu fara nágrannaþjóðir okkar allt aðra leið. Fyrirtæki á Norðurlöndun- um ákváðu að bæta samkeppn- isstöðu sína með því að byggja ekki upp eigin merki á umhverf- isvottaðar sjávarafurðir heldur velja nú þegar þekkta vottun. Völdu þeir vottun MSC. Á hnatt- ræna vísu velja æ fleiri fyrirtæki sömu leið. Hlýtur þessi staða að vekja okkur til umhugsunar. Höfundur er alþingismaður Umhverfisvottun í sókn VIÐHORF aSiv Friðleifsdóttir „Fyrirtæki á Norðurlönd- unum ákváðu að bæta sam- keppn- isstöðu sína með því að byggja ekki upp eigin merki á um- hverfisvottaðar sjávaraf- urðir heldur velja nú þeg- ar þekkta vottun“ eða „Sá tími er löngu liðinn og enn er langt í land.“ Tilboð á myndatökum til 18. október. Mynd - Ljósmyndastofa í 25 ár Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2008 Skilafrestur vegna kynninga og auglýsinga í Bókatíðindum 2008 er til 20. október næstkomandi. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2008 er til 20. október næstkomandi. Allar upplýsingar á skrifstofu félagsins, Barónsstíg 5, sími 511 8020. Netfang: baekur@simnet.is ————————————— ————————————— FÉLAG ÍSLENSKRABÓKAÚTGEFENDA BT hugsar um budduna ! Herjólfsstígur 16 Grímsnes Frábær staðsetning Stærð: 91,5 fm Fjöldi herbergja: 4 Byggingarár: 2006 Brunabótamat: 0 Bílskúr: Nei Verð: ca. 13. Fallegur 91,5 fm sumarbústaður á 8.927 fm eignarlóð í Grímsnes- og Grafningshreppi með flottu útsýni. Húsið er innflutt frá Lettlandi. Húsið er fullbúið að utan, að innan er búið að einangra, milliveggir komnir, panill kominn á veggi, panill til að klæða loftin fylgir með ásamt innihurðum frá Parka. Gert er ráð fyrir hita í plötunni sem er steypt. Innri flötur glugga er tré en ytri flötur er plast. Hita- og rafmagnsinntök vantar. Húsið selst í núverandi ástandi. Leiðarlýsing: Farið er framhjá Þrastarlundi síðan er beygt til vinstri inn á Þingvallaveg. Þegar komið er að Búrfellsvegi nr. 351 þar sem hitaveituhúsið er þá skal keyra áfram að næsta afleggjara og beygja þar upp til hægri þá er Freyjustígur á vinstri hönd en Herjólfstígur til hægri. Allar frekari upplýsingar veitir Vernharð í síma 699 7372 og/eða tölvupósti venni@remax.is S Kristján Ólafsson Lögg. fasteignasali Vernharð Sölufulltrúi senter@remax.is venni@remax.is Fæst gegn yfirtöku lána og söluþókn. RE/MAX Senter - Skútuvogur 11a - 104 Reykjavík - Sími: 4144700 - www.remax.is 414 4700 699 7372

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.