24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 32
24stundir ? Þegar orðið „kreppa“ kom inn í um-ræðuna fyrir nokkrum mánuðum bjóstég ekki við að ástandið yrði jafn hektísktog það er í dag. Matvörukeðjur hvetjafólk til að hamstra mat, olíufyrirtækinsegjast ekki geta séð fólki fyrir eldsneytimikið lengur, múgurinn hópast í bank-ana að taka út verðbólginn sparnaðinn og svo er ógeðslegt veður í þokkabót. Fjölmiðlar eru með á nótunum og halda kreppuumræðunni á lofti. Þó það sé ekkert fyndið við það sem er að gerast, þá er hægt að hlæja að vandmálunum sem eru yfirfærð á kreppuna. Henni er kennt um allt sem misferst í þjóðfélag- inu – eins og allt hafi verið í himnalagi á þessu guðsvolaða skeri áður en krónan féll og Glitnir var þjóðnýttur. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því á sunnudag að 15 líkamsárásir hefðu verið kærðar í Reykjavík um helgina (sem þykir mikið) og ungir menn voru hand- teknir fyrir að stela sófa og leikföngum. Ógæfa þessara manna þótti gefa til kynna að eitthvað lá í loftinu því ekki var tunglið fullt. Niðurstaða fréttarinnar var sú að þjóðin væri haldin svokölluðu „kreppu- æði“. Mannfræðingur sem rætt var við staðfesti það og tókst að réttlæta gjörðir ógæfufólksins með því að telja upp ýmsa hegðunarbresti sem hrjá fólk þegar það vantar peninga. Fréttin var fín, en Stöð 2 gleymdi að taka inn í jöfnuna þá stað- reynd að hvort sem það er kreppa eða ekki, þá verða alltaf til fávitar sem hætta ekki að lumbra á fólki þó að krónan jafni sig. „Kreppuæði“ Atli Fannar Bjarkason skrifar um vandamál. YFIR STRIKIÐ Er allt kreppunni að kenna? 24 LÍFIÐ Gagnrýnandi segir Reykjavík- Rotterdam vera vel heppnaða ís- lenska glæpasögu. Gefur þrjár og hálfa stjörnu. Reykjavík-Rotter- dam fær góða dóma »26 Dr. Gunni og Jónsi eru á meðal þekktra andlita er koma fram í hughreystandi skila- boðum til þjóðarinnar. Skjár 1 gerir jákvæð- ar auglýsingar »30 Vinir Amy Winehouse óttast um að söngkonan fremji sjálfsvíg en hún virðist staðráðin í að deyja ung. Amy Winehouse vill deyja ung »27 ● Ekkert bensín „Vonda veðrið er aðallega fyrir utan gluggann,“ segir Sesselja Trausta- dóttir, varafor- maður Lands- samtaka hjólreiðamanna. Íslenski fjallahjólaklúbburinn býð- ur upp á leiðsögn um hjólreiðar á veturna frá og með næsta fimmtu- degi. „Hjólin þurfa ekkert bensín og maður hefur gott af því að fá smávegis roða í kinnarnar á vet- urna. Maður finnur líka lítið fyrir kulda þegar maður hjólar,“ segir Sesselja. Nánari upplýsingar eru á ifhk.is og skráning á sessy@alfto.is. ● Elskumst í efnahagsrúst- unum „Það er orðið erfitt að fá styrki fyrir inn- lendum tónleika- ferðum en við fengum styrk frá Kraum áður en allt fór til fjandans,“ segir Benedikt Reynisson úr Skátum er leggur af stað í tónleikaferðina Elskumst í efnahagsrústunum ásamt Blo- odgroup á morgun. Ferðin er hluti af Innrás, verkefni Kraums, styrkt- arsjóðs, er býður nú landsbyggðinni upp á íslenska tóna úr höfuðborg- inni í kreppunni. Stoppað verður á Egilsstöðum, Borgarfirði, Ísafirði, Akureyri, Hafnarfirði og Keflavík. ● Smáhvíld „Síð- ast hafði ég áhyggjur af því að enginn myndi koma því þetta var sama kvöld og stefnuræða forsætisráðherra. En þá sögðu margir: Það var nú einmitt þess vegna sem ég kom. Fólkið vildi bara fá smáhvíld frá áhyggj- unum,“ segir sr. Þórhallur Heimisson, sem stendur fyrir ókeypis fræðslukvöldum í Hafn- arfjarðarkirkju. „Hér mættu 100 manns á fimmtudaginn var.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.