Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 11
PUNC/AVIC/T
Fólkið á
bak við
EINTAK
Það mun alls konar fólk skrifa
og skaffa efni í EINTAK í fram-
tíðinni, alveg eins og þegar blaðið
var í tímaritsformi. Ein af hug-
myndunum á bak við blaðið er
einmitt að fá sem breiðastan hóp
utan ritstjórnarinnar sjálfrar til að
skrifa í EINTAK. Nokkur dæmi þess
má sjá í þessu fyrsta eintaki af
EINTAKI í vikublaðsformi. Jón
Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra skrifar til dæmis pistil
hér til hliðar þessa vikuna og þá
næstu mun Ól-
afur Ragnar
Grímsson
skrifa á sama
stað. Og síðan
fleiri slíkir
kappar.
Fólk sem
skrifaði í tíma-
ritið EINTAK
mun halda
áfram að skrifa
í það. Sigurður Pálsson skáld
mun skrifa viðtöl og sömuleiðis
Bragi Ólafsson kollegi hans.
Guðmundur Andri Thorsson rit-
höfundur mun skrifa greinar,
einnig Þóra Kristín Ástgeirs-
dóttir blaðakona og líka Einar
Örn Benediktsson Sykurmoli. I
þennan hóp bætast Ari Alexander
Magnússon myndlistar- og hár-
greiðslumaður, Jón Proppé og
Hrafn Jökulsson rithöfundur og
blaðamaður.
Halldór Björn
Runólfsson
listfræðingur
mun skrifa og
Elisabet Jök-
ulsdóttir skáld
mun taka viðtöl.
Hallgrímur
Helgason rit-
höfundur og
myndlist-
armaður mun
bæði skrifa fast-
an dálk og ein-
stakar greinar
og Þorvaldur
Þorsteinsson
myndlist-
armaður og
leikskáld mun
halda úti dálkn-
um Æskan og
landið. Ingólfur Margeirsson
blaðamaður og rithöfundur mun
koma við sögu og einnig Magnea
J. Matthíasdóttir rithöfundur.
EINTAK mun leggja mikið upp úr
hvers konar gagnrýni. Meðal gagn-
rýnenda blaðsins má nefha að
Friðrik Þór Friðriksson kvik-
myndagerðarmaður mun skrifa
um leikhús, Guðjón Bjarnason
arkitekt um arkitektúr, Sigurjón
Kjartansson í Ham um sjónvarp
og Kristín Jóhannesdóttir kvik-
myndagerðarmaður mun verða
gagnrýnandi gagnrýnendanna. Ari
Matthíasson leikari mun skrifa
íþróttagagnrýni, Júlíus Kemp
kvikmyndagerðarmaður um bíó,
Óttarr Proppé urn popp og Davíð
Alexander 9 ára, mun skrifa um
þrjú-bíó og barnaefni í sjónvarpi.
Og fleiri gagnrýnendur munu
mæta til leiks.
Og það sama á við um aðra
þætti blaðsins. I þessu eintaki eiga
nokkrir ljósmyndarar efni; Bonni,
Haukur Snorrason, Eiður Snorri
og Einar Snorri, Einar Ólason,
Jói Dungal og fleiri. 1 framtíðinni
mun alls konar fólk einnig bregða
sér í blaðamannahlutverk eins og
það gerði þegar EINTAK var tímarit.
Hugmyndin er sú að halda
gæðum tímaritsins í texta og
myndum en fá hraðann og ijörið
frá vikublaðinu. Framtíðin mun
skera úr um hvernig til tekst, en ef
illa fer verður það engum ofan-
greindra að kenna. Það þarf mikið
til að klúðra blaði sem þetta fólk
leggur lið.
Ritstj.
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON
UTANRÍKISRÁÐHERRA
SKRIFAR
Það síðasta sem okkur
vantar er afturgöngur
hugsjónamanna af
því tagi sem mestrar
lýðhylli hafa notið á
okkar öld. Þarfara
fremstir íflokki Stalín
og Hitler, afkasta-
mestufjölda-
morðingjar tuttug-
ustu aldar, en löng
lest minni spámanna
fer í halarófu á eftir
þeim.
sungu lygina og réttlættu ranglætið
- allt í nafni „hugsjóna"! Þeir
hæddu og smánuðu ærlega stjórn-
málamenn, sem höfðu þá einu
hugsjón að bæta hversdagsleg lífs-
skilyrði fólks, án þess að svipta það
frumburðarrétti frelsisins.
Þeir blekktu tvær kynslóðir til
fylgilags við málstað lyginnar, en
hafa aldrei sýnt þá lágmarks
mannasiði að biðjast afsökunar.
Þvert á móti. I hálfa öld börðu þeir
sér á brjóst eins og farisearnir
forðum og þökkuðu fyrir að þeir
væru ekki eins og aðrir (hugsjóna-
leysingjar); og vændu aðra í síbylju
um hugsjónabrigð og landráð. Þeir
voru og eru öfugmælasmiðir aldar-
innar. Og enn er Halldór að í nafni
máls og menningar.
Afturgöngur
„Hvað er orðið af hugsjóna-
mönnunum!" spurði stjórnandi
málskrafsþáttar í sjónvarpi við-
mælendur sína. Hann gekk út ffá
því að þetta væri tegund í útrým-
ingarhættu - og sat þó Ögmundur
andspænis honum og hélt til streitu
vitlausum skoðunum á flestu, sem
um var spurt.
Vitlausar skoðanir eru þær sem
hvorki standast dóm staðreynda né
rökhugsunar, en eru við lýði af því
að þær höfða til einhvers annars, til
dæmis þjóðernishyggju, hóp-
kenndar, öfundar, illgirni eða ann-
arra hvata, sem hræra menn til at-
hafna en masse. Vitlausar skoðanir
hefur aldrei skort fýlgjendur, enda
hafa næg tilefni boðist til að kynda
elda tilfinninganna á okkar öld.
Af neistanum kviknar bálið,
sagði Lenfn. Heimurinn hefur
reyndar staðið í björtu báli í tvígang
á okkar öld af völdum brennuvarga
með „hugsjónir“. Og enn logar
glatt á víð og dreif um heims-
byggðina, enda slökkvilið skynsem-
innar fáliðað og vanbúið gagnvart
ofurefli „hugsjónamanna", sem
vilja brenna allt til kaldra kola; og
skilja ævinlega eftir sig sviðna jörð.
Fulltrúi mannfýrirlitningarinnar
í umræddum sjónvarpsþætti, Jón-
as Kristjánsson, útgefandi Tím-
ans, hitti reyndar naglann á höf-
uðið þegar hann lýsti þeirri skoðun
sinni, að heimurinn yrði ólíkt
friðsamlegra pláss ef færri „hug-
sjónamenn“ væru þar á ferli.
Það síðasta sem okkur vantar er
afturgöngur hugsjónamanna af því
tagi sem mestrar lýðhylli hafa notið
á okkar öld. Þar fara fremstir í
flokki Stalín og Hitler, afkasta-
mestu fjöldamorðingjar tuttugustu
aldar, en löng lest minni spámanna
fer í halarófu á eftir þeim. Einn
efnilegur arftaki er þessi misserin
að skríða út úr púbu popúlismans
austur í Rússía og heitir Shjérin-
ovski. Við eigum kannski eftir að
heyra meira af honum innan tíðar.
Það væri synd að segja að þessa
kyndilbera hugsjónanna um hið
stéttlausa þjóðfélag og hið hrein-
ræktaða aríska kyn hafí skort inn-
blásna spámenn og loftungur í
röðum „andans manna“ á Vestur-
löndum, meira að segja á hinum
friðsælu Norðurlöndum. Dæmi
um slíka menn eru Halldór Lax-
ness (lofsöngvari sovétsins í aldar-
fjórðung) og Hamsun hinn norski,
sem þáði lof og prís nasistahyskis-
ins þýska.
Báðir voru þessir menn innblás-
in skáld en um leið dómgreindar-
lausir fáráðlingar í pólitískri hugs-
un, blindaðir á samtíð sína af
banvænni ranghugsjón. Norðmenn
hafa tekið ofan myndina af Hams-
un. Þeir taka nefnilega mark á sín-
um skáldum. Myndin af HKL
hangir þó vonandi enn fýrir ofan
hausinn á Halldóri Guðmunds-
syni, útgáfustjóra Máls og menn-
ingar, til að minna hann á að „svik
hinna skriflærðu" geta endað með
skelfmgu - jafnvel í útrýming-
arbúðum.
Hugsjónahreyfmgin sem kenndi
sig við Rauða penna og höndlar nú
með arfmn í máli og menningu er
sek ffammi fyrir sögunni. Þeir lof-
PALL JONSSON I H O LT I
Bjargvœtturinn nýi, Guðmundur G.
Ég las í Morgunblaðinu mínu á
sunnudaginn að nú ættu að verða
kosningar í haust. Ég hef lagt það í
vana minn að trúa alltaf öllu sem
Agnes Bragadóttir skrifar, sér-
staklega ef Styrmir hefur lesið það
fyrst, og hef ákveðið að trúa þessu
líka.
Trúgirnin styðst þótt ekki væri
nema við það að þeim Agnesi og
Styrmi hefur rétt einu sinni tekist
að verða aðal-umræðuefnið alls
staðar þar sem hinir launuðu
fulltrúar fólksins koma saman í
hóp. Eini munurinn er sá að hjá
stjórnarandstöðunni eru haust-
kosningarnar sérstakur dag-
skrárliður á þingflokksfundum.
Stjórnarþingmennirnir hvísla-
hins vegar tveir og tveir sín á milli,
eins og um mannsmorð væri að
ræða eða ný slúðursaga af einhverj-
um ráðherranum.
Um haustkosningar hefur raunar
verið rætt í þröngum hópum allt
frá því í haust, í gluggakistum
þingsins og í símtölum ráðherra,
löngu áður en nokkrum datt í hug
að trúa því að smáflokkunum í
Reykjavík tækist að koma saman
framboðslista. Orsök alls þessa tals
um kosningar fyrir tímann er
leiðinn í samstarfi Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks. Nú í haust og vet-
ur reyndi all-verulega á málefha-
samstöðu stjórnarflokkanna, og
hvað varðar trúnað einstakra for-
ystumanna var boginn spenntur
nokkuð frarn yfir hið ítrasta. Það á
einkum við um formennina tvo,
sem nú eru hættir að ræðast við á
annan hátt en eins og tveir skák-
menn yfir tafli á erfiðu móti.
Það eru einkum sjálfstæðismenn
sem hafa áhuga á haustkosningum
og telja sig að þeim loknum geta
valið um samstarfsaðila. Er það
einkum hinn þrengsti hópur um-
hverfis forsætisráðherra sem hefur
rætt aðrar leiðir, svo sem þeir
Björn Bjarnason, Jón Steinar
Gunnlaugsson og Kjartan Gunn-
arsson. Davfð Oddsson telur
réttilega að völd sín í flokknum og
ffamtíð sín í pólitík sé undir því
komin að ná að minnsta kosti öðru
samfelldu kjörtímabili. I hans hóp
hafa menn haft af því áhyggjur
nokkra hríð að skoðanakannanir
koma illa út þegar miðað er við
reglulegar kosningar þar sem kosið
yrði milli núverandi stjórnar og
stjórnarandstöðu.
Fréttirnar um sameiginlegt ffam-
boð í Reykjavík undir forystu Ingi-
bjargar Sólrúnar Gfsladóttur
hafa síðan styrkt þær hugmyndir
sem lágt fóru áður um stjórnarslit á
þessu ári. Raunar hefur af því tilefni
kviknað ný hugmynd sent þegar er
komin á flökt, að knýja fram kosn-
ingar í vor, til dæmis í apríl. Með
því móti féllu sveitarstjórnarkosn-
ingarnar í skuggann af landskjör-
inu. Þá rnyndi samkeppni flokk-
anna veikja mjög einhug innan
Reykjavíkurlistans. Þessa hugmynd
ber þó ekki að taka mjög alvarlega,
enda hefur Agnes ekki niikla trú á
henni. Til þess að slíta stjórnarsam-
starfí þarf opinberar átyllur. Slíkar
átyllur skapast einna best síðsum-
ars og að hausti, við fjárlaga-
gerðina. Slit að vori eru helst hugs-
anleg vegna stórfellds ágreinings í
efnahagsmálum. Davíð Oddsson
hefur nýverið fullyrt hvað eftir
annað að þau séu að komast í dá-
gott lag. Honum gæti reynst hættu-
legt að snúa af þeirri áróðursbraut.
Sjónir sjálfstæðismanna beinast
að sinni fyrst og fremst að Fram-
sóknarflokknum. Átakapunktarnir
við Alþýðuflokk frá því í sumar
hafa allir verið á þann veg að Fram-
sóknarflokkurinn hefur verið
þeirra megin í deilunum. Nú síðast
lýsti Halldór Ásgrímsson stuð-
ningi við lög á verkfall sjómanna,
sem Alþýðuflokkurinn var mjög
tregur til. Á leið Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks í eina sæng er
hár þröskuldur. Hann heitir Stein-
grímur Hermannsson. Her-
mannssonur mun ófús að setjast í
annars manns ráðuneyti, og ekki
Davíðs Oddssonar, sem mjög hefur
storkað Steingrími fyrr og síðar.
Slíkar hindranir er hins vegar ekki
að finna hjá Halldóri Ásgrímssyni.
Því er nú lagt kapp á að hraða for-
ystubreytingum hjá Framsóknar-
flokki og hefur Davíð því boðið
Steingrími aðra af lausu stöðunum
í bankastjórn Seðlabankans. Hefur
Steingrímur nú eftir all-langa íhug-
un ákveðið að draga sig í þann
helga stein og skeyta litlu um fram-
haldið í pólitfkinni. Það verður
væntanlega opinskátt á næstu dög-
um eða vikum.
Þá væri allt klappað og klárt, ef
Steingrímur væri ekki sjálfur þegar
búinn að lofa öðrum umræddri
stöðu Framsóknarflokksins í Seðla-
banka. Vonbiðillinn er gamall
framsóknar“jóker“, Guðmundur
G. Þórarinsson, sem lengi hefur
talið sig eiga inni hjá forystunni eft-
ir átökin við Finn Ingólfsson fyrir
síðustu kosningar. Steingrímur er
nú í vanda. Hann vill ekki ganga á
bak orða sinna, enda væri það illt
afspurnar í flokki sem samloðun
byggir á von hvers og eins í aðstöðu
og bitlinga. Til að bjarga sér úr
klípunni hafa framsóknarmenn
farið á fjörur við Alþýðuflokkinn
um að hann geri framsókn þann
greiða að neita með öllu Guð-
mundi G. Þórarinssyni í banka-
stjórastólinn. Þá væri Steingrímur
frír af loforði sínu gagnvart Guð-
mundi og gæti tekið stólinn sjálfur.
Innan Alþýðuflokksins er þessari
bón tekið með semingi, og þykjast
helstu menn sjá hvað undir býr.
Þeir eru því þessa dagana að íhuga
að spilla málum með því að leggjast
á sveif með Guðmundi G. ef hann
sækir um stöðuna áður en frestur
rennur út. Það herbragð' myndi af
hálfu kratanna stuðla að því að
Steingrímur héldist inni, og
minnka líkur á umsöðlun hjá
Sjálfstæðisflokki. Það rnyndi jafn-
framt draga úr hættu á því að
Reykjavíkurlistinn biði hnekki af
kapphlaupi litlu flokkanna um hylli
Sjálfstæðisflokksins á þingi.
Því er útlit fyrir að líf ríkisstjórn-
arinnar velti í raun, líkt og Ágnes
kollegi segir, á gengi sameiginlega
framboðsins í Reykjavík. Tapi Ingi-
björg Sólrún og það fólk, þá magn-
ast áætlanir sjálfstæðismanna um
skjót úrslit. Vinni nýi listinn er
Davíð Oddsson í sárum. Hann
mun þá eiga framhaldsgengi stjórn-
ar sinnar undir vilja Alþýðuflokks-
ins og þróuninni milli aðildar-
flokka Reykjavíkurlistans.
Höfundur er fréttamaður
í Reykjavík
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994
11