Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 20
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
„Halldór er ótvírætt leiðtoga-
efni, mér hefur ekki dottið annað
í hug.
Ég veit að það kemur að því að
Framsóknarflokkurinn skiptir um
formann eins og aðrir flokkar. Ég
var ekki einn af þessum þrjátíu
fulltrúum sem studdu Halldór á
síðasta flokksþingi, heldur studdi
ég Steingrím. Svo kemur að því
að ég fer að hugsa eitthvað nýtt
en ég mun ekki fara í neinar
óeirðir. Hann er búinn að vera
svo sterkur leiðtogi að það vill
enginn gera honum grikk.“
Hefur þú orðiö vör við að stirt sé
á milli Steingríms og Halldórs?
„Ég veit bara að þeir voru í
miklu sambandi fyrir jólin þegar
umræðan um skattamálin stóð
sem hæst. Þingmenn annarra
flokka voru að reyna að telja
fóiki trú um að við hefðum
kúvent í því máli án þess að tala
við Steingrím en það var
auðvitað alger vitleysa. Hann var
alltaf með á nótunum og upplýst-
ur um allt sem við gerðum. Svo
fylgdist hann náttúrlega með
þessu í sjónvarpinu heima hjá
sér, enda var hann veikur. Þannig
að það er ekki rétt að Halldór og
Steingrímur talist ekki við og það
var mikil samstaða á milli þeirra í
Tímamótamálinu."
Finnst þér að Steingrímur hafi
dregið sig mikið til baka frá því
Framsóknarflokkurínn komst í
stjórnarandstöðu og að hann beiti
sér minna en áður?
„Það eru náttúrlega mikil
viðbrigði fyrir mann á þessum
aldri að hætta að vera ráðherra
og aðalpersónan í þjóðfélaginu, í
það að vera bara óbreyttur
stjórnarandstöðuþingmaður. Það
fer honum ekkert sérstaklega vel
að vera nöldrandi og flytja ein-
hverjar úrtöluræður. Hann hefur
ekki fundið sig í þessari stjórnar-
andstöðu."
Framsókn alltaf stutt
einkaframtakið
Framsóknarflokkurinn hefur
lengi verið álitinn hinn pólitíski
armur SÍS. Hverjar eru afleiðingar
hruns SÍS íyrir flokkinn?
„Framsóknarflokkurinn hefur
ekki haft það hlutverk að gæta SÍS,
það er pólitísk lumma, upprunnin
hjá andstæðingunum. Það er að
mínu mati mjög slæmt að Sam-
band íslenskra samvinnufélaga tapi
megninu af sínu eigin fé líkt og við
megum ekki við því að önnur at-
vinnufyrirtæki tapi sínu fjármagni.
§ Okkur veitir ekkert af því að hafa
=§ hér sterkt atvinnulíf. Hins vegar er
^ það mikill misskilningur að það sé
0 ekkert eftir af starfi samvinnu-
manna í landinu. Það eru all víða
sterk félög en þeim hefur hins vegar
farið fækkandi og það hefur orðið
mikil breyting í atvinnulífinu. Pól-
itískt hlutverk Framsóknarflokks-
ins hefur ekkert að gera með það
hvort SÍS hafi verið lagt niður. Það
eru að vísu mörg félög enn starf-
andi eins og íslenskar sjávarafurðir,
Samskip og hvað þau öll heita sem
voru tengd Sambandinu hér áður
fyrr. En það breytir engu í okkar
starfi. Það voru engin slík nákomin
tengsl þarna á milli að við í Fram-
sóknarflokknum upplifum veru-
leikann eitthvað allt öðruvísi eftir
hvarf SÍS.“
Er sýnt að samvinnuhugsjónin
gangi ekki upp?
„Samvinnuhugsjónin? Ég ætla að
hún lifi alltaf, það er sú hugsjón að
menn verði að starfa saman afýms-
um verkefnum og það verða menn
auðvitað að gera eftir því hvernig
samfélagið breytist á hverjum tíma.
Samvinnumenn hafa líka notað
hlutafélagsformið í sínum atvinnu-
rekstri alveg eins og einkaaðilar.
Framsóknarflokkurinn hefur alltaf
stutt einkaframtakið í landinu,
hann hefur hins vegar verið á móti
sósíalismanum og þjóðnýtingar-
stefnu. Þess vegna barðist flokkur-
inn alltaf bæði gegn Alþýðuflokkn-
um og Kommúnistaflokknum.
Þessar hugsjónir eru alveg jafn
þarfar og þær voru fyrir áratugum
síðan, þó að vísu þurfi að beita
þeim í allt öðru þjóðfélagsástandi.“
Er nokkur flokkur sem kennir
sig við sósíalisma eða þjóðnýtingu
hérlendis nú á dögum?
„Ja, Alþýðuflokkurinn og Al-
þýðubandalagið kenna sig nú við
sósíalisma. Ég veit ekki betur. Það
er að vísu eitthvað að hverfa, en þá
spyr maður líka: Er einhver þörf
fyrír þá flokka sem eru stofnaðir til
að berjast fyrir sósíalisma og
þjóðnýtingu þegar sýnt er að þetta
tvennt gengur ekki upp? Hefði ekki
HELGI pétursson
„Ég hef ekki enn fundið skýr merki þess að Steingrímur ætti að
hætta sem formaður, nema því aðeins að hann vilji snúa sér að ein-
hverju öðru. Ég fæ ekki séð að Steingrímur sé orðinn elliær eða veik-
ur. Hvenær hætta menn að vera hæfir sem stjórnmálamenn? Ég veit
ekki til að Steingrímur hafi gert neitt af sér og hann hefur ekki sést
hiaupa allsber niður götur eða svoleiðis. Þess vegna finnst mér ekki
vera skýrar forsendur fyrir því að hann ætti að hætta. Hins vegar ef
hann vill hætta, þá finnst mér alveg sjálfsagt að hann geri það. Það er
ekkert vandamál fyrir okkur að biðja Halldór Ásgrímsson að taka við,
allir framsóknarmenn geta gengið fyrir aftan hann í hans breiða
skugga.
Óumdeilt hefur Halldór gríðarlega þekkingu á þeim málum sem
hann hefur verið að koma að undanfarið. Það er fullkomlega eðlilegt
að hann sé tekinn til skrafs og ráðagerða um öll þessi mál. Mér fannst
skrítið að Stöð tvö var eini fjölmiðillinn sem var fyrir utan fund Davíðs
og Halldórs um daginn. Ég veit ekki hver hringdi í Stöð tvö, ég held að
það hafi ekki verið Halldór.
Halldór getur átt það til að vera afundinn en það tel ég vera að hluta
til feimni. Eg hef verið með honum á stundum þar sem hann fer á
kostum með bröndurum og ég hef líka rekist á hann í fýlu.“
fjármálaráðherra ætti að segja af
sér?
„Fjármálaráðherra sem lætur
hafa sig út í svona vitleysu á ekki að
stjórna fjármálum ríkisins lengur.
Þetta eru slík afglöp að það á eng-
inn ábyrgur fjármálaráðherra að
láta hafa sig út í svona rugl.“
verið rétt að leggja þessa flokka
niður? Framsóknarflokkurinn hef-
ur aldrei haft þörf fyrir það að
skipta um línu í þessum efnum.“
Samvinnuhreyfingin er dauð,
bændur eru orðnir að minnihluta-
hópi í íslensku samfélagi og ekki
þarf lengur að berjast gegn sósíal-
isma og þjóðnýtingarstefnu. Er
einhver þörf fyrir Framsóknar-
flokkinn lengur, fer ekki best á því
að hann verði lagður niður?
„Ég tel að stefna Framsóknar-
flokksins hafi lifað í gegnum ára-
tugina. Við höfum verið miðju-
flokkur í íslenskri pólitík og stutt
vestræna samvinnu; inngönguna
og veruna í NATO. Þessi stefna hef-
ur í gegnum tíðina reynst vel. Hitt
er svo annað mál að flokkar eins og
Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið hafa verið að koma
meira inn á miðjuna þar sem við
vorum fyrir. Ég er hér að tala um
langan tíma. Alþýðubandalagið
hefur nýlega komið inn á miðjuna
og við misstum marga stuðnings-
menn yfir í Alþýðubandalagið
vegna afstöðu okkar tii NATO. Nú
eru þeir farnir að tala um það að
rétt sé að vera í NATO, en í flokkn-
um eru þó ýmsir sem ekki breyta
um skoðun í þeim efnum. Því er
ijóst að Alþýðubandalagið á í mik-
illi tilvistarkreppu í dag vegna af-
stöðunnar til NATO.“
Vill ríkissfjóm með
Kvennalisfa og allaböllum
Haft hefur verið eftir þér að þú
kjósir heist ríkisstjórnarsamstarf
Framsóknarflokks, Alþýðubanda-
lags og Kvennalista. Er það þinn
vilji í dag?
„Já, ég hef sagt það. Ég var mjög
ákveðinn fylgismaður þess að
Framsóknarflokkurinn reyndi að
nálgast Alþýðuflokkinn og vann að
því hér á árum áður. Ég hef orðið
fyrir vonbrigðum. Flokkarnir hafa
fjarlægst mjög að nýju. Við áttum
mjög gott samstarf í síðustu ríkis-
stjórn en ég sé ekki betur en að for-
ystumenn Alþýðuflokksins hafi
verið búnir að ákveða að mynda
núverandi ríkisstjórn áður en við
vorum búnir að slíta hinni. Það
hefur komið frarn með einum eða
öðrum hætti. Þetta hlýtur að hafa
nokkur áhrif á samstarf þessara
flokka og það er afar lítili áhugi fyr-
ir því í Framsóknarflokknum í dag
að vinna með Alþýðuflokknum.“
Hér gildir því ekki hið hefð-
bundna pólitíska skammtíma-
minni, þið ætlið að erfa þetta við
Alþýðuflokkinn?
„Jú, menn eru ekkert að erfa
hlutina í pólitík og ég er ekkert að
ræða rnálið út frá persónum, en
það var pólitísk ákvörðun Alþýðu-
flokksins að nálgast Sjálfstæðis-
flokkinn með þessum hætti. Ég
minni á að Alþýðuflokkur, Fram-
sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokk-
ur unnu saman í ríkisstjórn þar á
undan og í ríkisstjórninni sem sat
1983-87 lögðum við framsóknar-
menn mikla áherslu á að Alþýðu-
flokkurinn yrði líka með. Alþýðu-
flokkurinn hafnaði því að vísu þá
en upp frá því var all mikil pólitísk
nálgun milli þessara flokka.“
Hafnaði Alþýðuflokkurinn ekki
meðal annars samstarfi við Fram-
sóknarflokkinn við síðustu stjórn-
armyndun, vegna þeirrar and-
stöðu sem Steingrímur Her-
mannsson og aðrir framsóknar-
menn sýndu EES málinu í kosn-
ingabaráttunni?
„Það var nú ekki EES málið. Ég
held að þessi pólitíska ákvörðun
Alþýðuflokksins hafi fyrst og fremst
verið tekin út af fiskveiðistefnu, þvi
þeir töldu sig geta fengið aðra
niðurstöðu í því máli en þeir töldu
að unnt væri með okkur. Én hver er
niðurstaðan í því? Það var engin
mótþrói gegn EES eða áimálinu í
Framsóknarflokknum og ég held
að Alþýðubandalagið hefði ekki
látið steyta á því. Það hefði ekki
verið um annað að ræða en að klára
það.“
Undanfarið hefur þú tekið af-
stöðu í tveimur stórum málum;
EES málinu og virðisaukaskatts-
málinu, og samkvæmt afstöðu
þinni virðist ekki ýkja mikið gap
milli þín og Alþýðuflokksins.
„Þetta virðisaukaskattsmái ér
dæmi um eitt allsherjar klúður. Það
er miklu dýrari Ieið heldur en hægt
hefði verið að fara, því hún er
óhagstæð verkafólki, hún mun
stórauka hér skattsvik og verður
dýr í framkvæmd. Þetta er eitt
mesta klúður sem stjórnvöld
hérlendis hafa farið út í í langan
tíma. Það á hins vegar eftir að koma
mikið betur í ljós á næstunni.“
Meintirðu það heilshugar að
Framsóknarmann í Seðla-
bankann
Finnst þér að auglýsa eigi
bankastjórastörf í Seðlabankan-
um sem nú eru að losna, eða á
Framsóknarflokkurinn rétt á
næsta stól samkvæmt samtrygg-
ingarkerfi flokkanna?
„Mér fmnst að minnsta kosti
rangt að auglýsa starfið ef á annað
borð er búið að ákveða hver á að fá
það. Ég hef alitaf verið á móti því.
Ég er þeirrar skoðunar að það hafi
gefist vel að vera með þrjá banka-
stjóra í Seðlabankanum og ég er
þeirrar skoðunar að svo eigi að vera
áfrarn."
Það skal vera framsókn-
armaður?
„Það er núna einn bankastjóri í
Seðlabankanum og hann er
sjálfstæðismaður. Ég á frekar von á
því að Alþýðuflokkurinn ætli sér að
setja þarna inn mann og þá er eðli-
legt að sá þriðji sé framsókn-
armaður.“
Síðastliðið sumar gagnrýndu
margir framsóknarmenn það
harkalega að Alþýðuflokkurinn
skyldi tryggja Jóni Sigurðssyni
bankastjórastól í Seðlabankanum.
„Einhverjir gagnrýndu það nú,
en það sem fyrst og fremst var
gagnrýnt var að starfið væri auglýst
þegar menn vissu það að Jón Sig-
urðsson ætti að verða bankastjóri.
Að mínu mati var Jón Sigurðsson
mjög vel hæfur til þess að verða
bankastjóri Seðlabankans og ekkert
við það að athuga. Það átti hins
vegar að ganga beint til verks og
ráða manninn sem bankastjóra án
þess að auglýsa það, því það var
bara sýndarmennska. Þeim mun
meiri sýndarmennska sem er í
5 kringum siíka hluti þeim mun
verra.“
Verðir þú formaður Framsókn-
arflokksins, hvort sem það gerist
þannig að Steingrímur fari í Seðla-
bankann eða með öðrum hætti,
myndi stefna flokksins breytast
svo merkjanlegt væri?
„Það er nú ekkert á dagskrá að ég
verði formaður Framsóknarflokks-
ins þannig að það er heldur ekki á
dagskrá að ég skýri stefnu flokksins
miðað við það. Ég held að stefna
flokksins sé nokkuð skýr og engin
ástæða til að hafa sérstakar áhyggj-
ur af henni.“©
SVAVAR GESTSSON ohaukur
„Halldór er í efnahagsmálum, sjávarútvegsmálum, kvótamálum,
skattamálum og þessu dóti, en þegar kemur að hinni hliðinni á mann-
lífinu er hann ekki áberandi.
Mér finnst Halldór stundum seinn, ekki nógu sveigjanlegur og ekki
nærri eins laginn og Steingrímur í samstarfi en það er ágætt að vinna
með honum, hann er hreinskiptinn.
Formennska Halldórs myndi ekki gera samstarf vinstri flokkanna
auðveldara. Við Alþýðubandalagsmenn yrðum að sumu leyti fegnir ef
Halldór yrði formaður, vegna þess að það er fullt af vinstri mönnum
sem hafa verið að styðja Steingrím. Framsóknarflokkurinn yrði að
mínu mati ekkert betri stjórnmálaflokkur því Steingrímur hefur
markað Framsóknarflokknum vinstri sinnaða áherslu síðustu árin eftir
að hann losnaði úr þessari hryllingsstjórn sem lauk störfum 1987.
Mér finnst það liggja í augum uppi að þessir flokkar (Framsóknar-
flokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti) hljóti að stefna að myndun
stjórnar vegna þess að þeir eru nú í minnihluta. Mér líst auðvitað vel á
það, hundrað sinnum betur en þá stjórn sem nú er. Hins vegar þurfum
við sérstaklega laginn og lipran mann til að stýra slíkri stjórn ... Til
dæmis eins og Steingrím. Það er hins vegar ekkert sjálfgefið að Fram-
sóknarflokkurinn leiði slíka stjórn."
20
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR Í994