Eintak

Tölublað

Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 32

Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 32
FIMMTUPAGUR Viking-band frá Fsereyjum á Gauk á Stöng. Sannkallaðir íslandsvinir. KLASGÍK Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sin- fóníuhljómsveit íslands halda Vínartónleika í Háskólabíói kl. 20.00. Peter Guth stjómar sveit- inni og Strauss og félagar stemmningunni. Sígilt popp. IHKHJS Konur og stríð í Héðinshúsinu kl. 20.00. Leikgerð eftir Marek Kostrzewski og nemendur í Nem- endaleikhúsinu. Verkið er byggt á Fönikíumeyjum eftir Evripídes, Antigónu eftir Sófókles og Lysist- rötu eftir Aristófanes, sem allir voru nokkurs konar Oddar Bjöms- synir þeirra Grikkja í gamla daga. Þetta þykir bara skemmtileg sýn- ing enda þokkalegur árgangur úr Leiklistarskólanum þetta árið. Allir synir mínir eftir Arthur Mill- er á stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20.00. Undir lokin stelur einn sviðsmanna senunni með því að stilla sér upp í hvítum stutterma- bol frammi fyrir svörtum tjöldum til hliðar við leikmyndina. Fín leikræn tjáning þó hann hafi ekki lifað sig nógu vel inn í hlutverk sitt — sem sviðsmaður. UFPÁKCMJR Vídeólist ungra listamanna á efri hæðinni á Sólon íslandus í kvöld. Körfubolti. í kvöld eru þn'r leikir í Visa-deildinni. Á Akranesi mætast botnliðin í A-riðli, ÍA og Valur. Bæði lið þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda og verður baráttan eflaust í fyrirrúmi á Skaganum í kvöld. í Hafnarfirði mætast Haukar og Njarðvíkingar. Leikir þessara liða eru alltaf hin besta skemmtun. Bæði lið hafa að skipa fimasterk- um miðvörðum, þeim John Rho- des og Rondey Robinson og dagsform þeirra kemur til með að skipta miklu máli um hvort liðið nær að sigra. Þriðji ieikurinn í kvöld fer fram í Keflavík en þá fá heimamenn Snæfellinga í heim- sókn. Leikurinn á Skaganum hefst klukkan 20.30 en hinir tveir klukk- an 20.00. SJDNUWP RtKISSJÓNVARPIÐ. 17.50 Tákn- málsfréttir 18.00 Myndavélin. Ódýrt og vont frá finnska sjónvarp- inu. 18.25 Flauel. Steingrímur Dúi reynir enn að vera artí-smartí. 18.55 Fréttaskeyti. Fréttastofan með þátt í hæfilegri lengd miðað við getu. 19.00 Viðburðarrikið. Menningarskokk. 19.15 Dagsljós. Rúmum helmingi af fjárhag inn- lendrar dagskrárgerðar kastað á glæ. 20.00 Fréttir. Flestir sofna á þriðju frétt. 20.30 Veður. Vonandi gott. 20.40 Syrpan. Heimilislegir íþróttafréttamenn. 21.10 Allt sem hugurinn girnist. Vsetko co mám rád. Splunkuný slóvösk sjónvarps- mynd um fertugan mann sem — merkilegt nokk — stendur á kross- götum. 23.00 Ellefufréttir. Þeir sem sofnuðu í þriðju fréttinni fyrr um kvöldið hrökkva upp við skemmtilegt innslag úr atvinnulífi sveitanna. 23.15 Gull og grænir skógar. Gull og grönne skoger. Sending frá norska sjónvarpinu — en stutt. STÖÐ 2. 16.45 Nágrannar 17.30 Með afa 19.19 19.19 Sambland af lókalbröndurum og fréttum sem byggja meira á ókurteisi en þekk- ingu 20.15 Eirikur. Orðinn fullmjúkur á manninn enda gefa viðmælendurnir flestir ekki tilefni til annars en hæfilega áhugalausrar kurteisi 20.35 Vöm fyrir böm. Eins konar mannúðar- hystería þar sem Stöð tvö krækir sér í góðvild en skilur áhorfendur eftir flemtri slegna yfir því helvíti sem þeir hafa búið börnum sínum 21.30 Sekt eða sakleysi. Líklega sakleysi í þetta sinn. 22.20 Laumuspil. The Heart ofJustice Vincent Price í smáu hlutverki. Annað misómerkilegt. 23.50 Auðmýking Söru McDavid. The Violation of Sarah McDavid. Nauðgunarmynd þar sem nauðgar- inn og handritshöfundurinn eru vondu mennimir. 01.25 Eftirför Danger Zone II: Reapers Revenge. Mótorhjólin eru best. FÖSTUDACUR PCFP Andrea Gylfadóttir syngur á Bar- rokk sem er að færast i sitt fyrra horf með nýjum eigendum. Það er til bóta. Sjálfsagt til mestra bóta fyrir bömin sem sofa hinum megin við þilið. Sigtryggur dyravörður með dúndrandi rokk á Tveimur vinum og vill engan aðgangseyri. The Commitments-hópurínn úr Fjölbraut í Breiðholti syngur lög úr samnefndri kvikmynd á Gauk á Stöng. KLASGk Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sin- fóníuhljómsveít íslands með Vínartónleika í Háskólabíói kl. 20.00. Lög eftir konunga poppsins fyrir síðustu aldamót. Peter Guth á tónsprotanum. LQKHJS Blóðbrullaup eftir Federico Garcia Lorca í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins kl 20.30. Fmm- sýning. Leikritið samdi Lorca út frá frétt í blaði þar sem sagt var frá því að maður nokkur hefði fundist myrtur eftir að hafa flúið með fyrrverandi unnustu sinni því hún átti að giftast öðmm manni. Eftir það yrti brúðguminn tilvon- andi aldrei á brúði sína. Hún bjó ein og var fordæmd af öðm fólki þartil hún lést í hárri elli árið 1987. Leikarar hafa fengið tilsögn í fla- mencodansi hjá spænskri dansmær til að vera betur undir stykkið búnir. Æsilegasta atvikið á æfingatímanum var þó þegar Ing- var Sigurðsson helsærðist á hægri helming annarrar augabrúnar eftir að Baltasar Kormákur lagði til hans með bitlausum hníf. Hugsan- lega hápunktur þessarar uppsetn- ingar. Meðal annarra leikara: Edda Arnljótsdóttir, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir og Bríet Héðinsdóttir. Allir synir mínir eftir Arthur Mill- er á stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20.00. Gamalt og gott. Kristbjörg Kjeld og Róbert Amfinnsson em stórfín í hlutverkum Joe og Kate Keller. Eva Luna á stóra sviði Borgar- leikhússins kl. 20.00. Suður- am- eriskur sagnaandi í meðförum Kjartans Ragnarssonar og Egils Ólafssonar. Stóra tromp Borgar- leikhússins á seinni helming leik- ársins. Seiður skugganna eftir Lars Norén á litla sviði Þjóðleikhússins kl. 20.00. Leikritið er um síðustu æviár bandaríska leikskáldsins Eugene O’Neill. Leikarahjónin Helgi og Helga leika herra og frú O’Neill. Súsanna hélt ekki vatni yf- ir sýningunni. Þeir sem einhvem tímann eru sammála henni geta farið á leikritið. Hinir sitja heima. IFFKKCMJR Vídeólist ungra listamanna á efri hæðinni á Sólon fslandus i kvöld. Magnús Scheving sýnir eróbikk- atriðið sem hann ætlar að verða Norðuriandameistari með á Casa- blanca um kvöldið. PRjTFR Körfubolti. í kvöld verður einn leikur í B-riðli þegar KR-ingar mæta Tindastólsmönnum í íþróttahúsinu á Seltjarnamesi. Ef KR- ingar ætla að komast í úrslit verða þeir að vinna. Blak. Digranesskóli: HK - Þróttur Neskaupstað kl. 20.00 32 „Við erum ekkert á leiðinni að springa.“ SegirDavíð Magnússon gítarleikari Bubbleflies sem kom inn í islenska poppheiminn með óvenju miklum stæl. Hvemig ætla þeirað standa undirþeim væntingum sem gerðareru tilþeirm? Ævintýri Bubbleflies hófst síðasta sumar með einu lagi á safndisknum Núll og nix . Uppátækið var ffekar til gamans gert en af alvöru en lagið var gott og Kidda kanínu í Hljómalind datt í hug að fá Bubblefliesstrákana til að gera eitthvað meira og dreif þá í hljóðver með það í huga að setja saman smáskífu. En strákarnir gátu ekki hætt að búa til lög og platan óx og óx og varð að full- vaxta breiðskífu. Ög þá tóku hjólin að snúast fyrir alvöra. Eftir upp- tökurnar tók hljóm- sveitin stökkbreytingum og breyttist á skömmum tíma úr fjögurra manna stúdíóbandi í sjö manna tónleikaband. Og ævin- týrið hélt áfram. Heilt íþróttahús var tekið á leigu undir útgáfutón- leika hljómsveitarinnar og frá Bretlandi komu góðir gestir; sveitin Freaky Realistic ásamt fulltrúum bresku músíkpressunn- ar. Tónleikarnir lukkuðust vel og hljómsveitin herjaði víða og spil- aðist sífellt betur saman. Platan fékk góða dóma og umfram allt, seldist vel fyrir jólin. Og Bubbleflies var hampað sem björtustu voninni, jafnvel sem bjargvættum íslenska poppsins. En skyldu viðtökurnar hafa komið strákunum á óvart? Einn sjöundi hljómsveitarinnar, Davíð Magnússon gítarleikari, svarar því. Já, þetta kom okkur rosalega á óvart, við erum ekki alveg búnir að átta okkur á þessu. Þegar við fórum út í að búa til þessa plötu vorum við að vonast til að hún seldist í fimmhundruð eintökum þannig að við myndum ná inn fyrir kostnaði og ekki verða að athlægi. En svo fórum við, öllum að óvörum og sjálfsagt okkur sjálfum hvað mest, í rúmlega tvö þúsund eintökum. Þurftuð þið að vera undrandi á þessu, þið voruð jú svo til þeir einu sem voruð að búa til eitthvað sem passaði inn i tónlistina sem er að gerast úti í heimi og stór hluti af krökkunum hér á landi hlustar á? Mér finnst íslensk tónlist hafa verið í megindráttum mjög stöðnuð síðustu ár, alls ekki öll þó, og það er al- veg rétt að á vissan hátt hittum við í Bubbleflies á tómarúm í íslenskri tónlist. En það er fullt af teknó- böndum á fslandi, þau eru bara öll neðanjarðar enn þá. Við erum þeir fyrstu sem náum upp á yfir- borðið. Verður ekki erfitt að standa undir öllum þess- um væntingum: bjartasta vonin, bjargvættir ís- lenska poppsins og ég veit ekki hvað? Áður en platan kom út og áður en nolckur heyrði í okkur liggur við, var búið að „hæpa“ okkur rosalega upp. Við sýndum það í Valsheimilinu á útgáfutónleikun- um að við stóðum undir þeim væntingum. En ég veit að margir segja að Bubbleflies sé bara sáp- ukúla sem eigi eftir að springa, ekki síst þeir sem eru eldri í bransanum. Þegar við gerðum plötuna vorum við ekki tilbúnir í svo stórt dæmi. Það gelck samt upp og núna erum við miklu sterkari en þá, þannig að við erum langt því frá á leiðinni með að leysast upp. Hvað er svo framundan hjá Bubbleflies? Við erum í ffíi núna frá allri spilamennsku. Tveir era í útlönd- um og svo má segja að við séum hver í sínu horni að semja og spá í hlutina. Síðan ætlum við að koma saman upp úr mánaðamótum, byrja æfingar af fullum krafti og setja saman prógramm með ein- hverju nýju efni.© í öllum bœnum segðu ekkert, finndufrekar hendur mínar tala, og smátt og smátt, hverfum við ofan í vatnið, heitt heitt, og þá þurfum við aldreiframar að koma upp, til að anda Svona endar ljóðið sem þessa dagana er af öllum stöðum að finna und vatnsborði Laugardalslaugarinnar; nánar tiltekið límt á öll tuttugu og fimm kýraugun í lauginni. Maður þarf að draga andann djúpt og vera með sundgleraugu til að lesa það. Af hverju í sundlauginni, Þorsteinn J, Vilhjálmsson? „Ég myndi ekki segja að þetta væri frumleg hugmynd heldur frekar fa leg hugmynd. Það er að segja, konseptið vinnur með aðstæðunum í sun( laugunum. í samhengi með ljóðinu virkar þetta afskaplega vel. Að kafa niður, lesa það, þurfa svo að koma aftur upp, en ljóðið er þarna enn þá alsælan eilíf.“ Þú varst sem sagt eingöngu að hugsa um að þetta rímaði vel saman < ekki að þetta myndi vekja athygli og ljóðið fengi meiri útbreiðslu fyri vikið? „Nei, alls ekld. Ég var búinn að hugsa lengi um hvar ég ætti að setja þ; þegar mér datt Laugardalslaugin í hug. Og ég er mjög ánægður með hvernig það kemur út.“ Þér hefur ekki dottið í hug að sýna eitt ljóð í hverjum glugga? „Það væri kannski fullmikið af því góða. EÍ ég færi að sýna ljóð sem ættu ekki heima við þessar aðstæðu yrði þetta orðið hálf tilgerðarlegt. Ljóðið er á tuttugu og fimm stöðun og ég er eiginlega á því að fólk verði að fara niður tuttugu og fimm sinn- um til þess að komast í almennilega snertingu við það.“ Þú gafst út ljóð á kassettu fyrir tveimur árum. Er meira af slíku á leiðinni? „Annars vegar er ég að hugsa um að gera eitthvað svipað, það er ljóð versus tónlist eða umhverfishljóð, nema í þetta skiptið á geisladisk, eða að halda jafhvel ljóðsýningu í galleríi.“ Af hverju ekki hvoru tveggja, gefa út geisladisk og sýna ljóðin jafnffamt? „Þetta er góð hugmynd. Ég geri bæði.“© Fimm vinsælustu erlendu blöðin samkvæmt IB blaðadrei- fingu 1. HELLO 2. VOGUE enska 3. HUSTLER 4. VOGUE ameríska 5. BYTE 6. PC Algengustu skóviðgerðir (upplýsingar frá Skóvinnustofu Hafþórs) 1. Setja nýjar hælplötur 2. Skór sólaðir 3. Saumar lagaðir 4. Bætursettará 5. Skórvíkkaðir 6. Litun FUNDR Áhríf HlV-lyfja á visnuveiru- sýkingar in vitro og in vivo heitir fyririestur Halldórs Þormar prófessors sem hann heldur í stofu G-5 á Grensásvegi. Fyrirlest- urinn hefst kl. 12.15. SJDNVÁFP RÍKISSJÓNVARPIÐ. 17.50 Tákn- málsfréttir 18.00 Bernskubrek Tomma og Jenna 19.25 Úr ríki náttúrunnar 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Poppheimurinn. Dóra Takefusa birtist á ný og nú án Gall- ups 19.30 Vistaskipti 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Herra Bean 21.10 Pílagrímamir í Kitty Hawk. Einu mennirnir sem höfðu áhuga á 90 ára afmæli flugsins í Kitty Hawk voru nokkrir íslenskir flugáhugamenn — og svo frétta- stofa Ríkissjónvarpsins 21.40 Lögverðir. Síðasti þáttur 22.35 Milena. Fyrri hluti myndar um örlög konu sem lést í fangabúðum nas- ista 00.05 David Bowie. Gamla brýnið flytur lög af Black Tie White Noise-plötunni og talar um sjálfan sig á milli laga. STÖÐ 2. 16.45 Nágrannar 17.30 Sesam opnast þú 18.00 Úrvals- deildin 18.30 NBA-tilþrif 19.19 19.19 20.15 Eirikur. Hann vinnur líka á föstudögum öfugt við BSRB- fólkið í Dagsljósi. 20.30 Ferðast um tímann 21.20 Glæsivagna- leigan. Bretar reyna að selja restina af húmornum sínum. 22.15 Lög- regluforinginn Jack Frost. A Touch ofFrost 4. Bresk löggu- mynd 00.00 Allt á fullu í Beveriy Hills. Less Than Zero. Amerísk mynd sem á að vekja fólk til um- hugsunar frá þeim tíma að Robert Downey Jr. og James Spader voru ungir, efnilegir og næstum því eins frægir og í dag. 01.35 lllur ásetn- ingur. Tabloid Crime. Ástir, völd og glæpir í fremur vondum kokkteil. 03.05 Hinir vanhelgu. The Un- holy. Bærileg hrollvekja fyrir svefn- inn. LAUGARDAGUR FCFP The Commitments-hópurinn úr Breiðholti heldur áfram að syngja lögin úc myndinni á Gauknum. Sigtryggur dyravörður heldur sig einnig við sinn keip á Tveimur vinum. Og Andrea Gylfadóttir syngur fyrir gesti Barrokks. Djass á Sólon íslandus. Bæði eig- endur og gestir staðarins spila. KLASGK Diddú og Sinfónían með síðustu Vínartónleikana að þessu sinni í Háskólabíói kl. 20.00. LEKHJS Seiður skugganna á litla sviði Þjóðleikhússins kl. 20.00. Helgi Skúlason leikur Eugene O’Neill á síðustu æviárunum og Helga Bachmann leikur konu hans. Konur og stríð Nemendaleik- hússins í Héðinshúsinu kl. 20.00. Sýningin er byggð á þremur grísk- um gleðileikjum. Spanskflugan eftir Arnold og Bach í Borgarieikhúsinu kl. 20.00. Það hafa víst 15 þúsund manns séð þessa sýningu — ef það segir einhverjum eitthvað. Kjaftagangur eftir Neil Simon á stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20.00. Gamanleikur um þau vandræði sem skapast þegar fólk reynir að koma sér út úr vandraeðum. Þórarinn Eldjárn þýðir verkið dæmalaust vel. PRCTTR Frjálsar. Meistaramót íslands í fjölþrautum innanhúss hefst í Baldurshaga kl. 11.00. Keppt verður í karia- og kvennaflokkum í fimmtíu metra hlaupi, langstökki, hástökki og kúluvarpi. Framhald daginn eftir. OFNANR Samsýning í Hafnarborg þar sem Bragi Ásgeirsson, Kjartan Guðjónsson, Elías B. Halldórsson, Guðmunda Andrésdóttir og fleiri af kynslóð þessa fólks sýna. Eyjólfur Einarsson opnar sýn- ingu sína á olíumálverkum á efri hæðinni á Sólon. PRCTTIR Blak. Hagaskóli: ÍS - Þróttur Nes- kaupstað kl. 18.00. FJM3IR RASK-ráðstefnan, ráðstefna íslenska málfræðifélagsins, hefst í Odda kl. 10.25. Þar ætla níu ís- lenskir fræðimenn og einn erlend- ur að flytja fyririestra um ýmis atriði íslenskrar málfræði. Hvert er hlutverk háskóla- kennarans? Tímabær spuming sem reynt verður að svara á mál- þingi á vegum kennslumálanefnd- ar Háskólans kl. 13.00 í Norræna húsinu. SJDNVÁHP RíÍKISSJÓNVARPlÐ. 09.00 Morg- unsjónvarp barnanna 11.00 Vam- ir íslands. Endursýndur fréttaskýr- FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.