Eintak

Tölublað

Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 19

Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 19
með það í greiðslustöðvun og semja um greiðslur án þess að ég þekki nægilega vel til. Flokkurinn hefur staðið við allar þær skuld- bindingar sem á hann hafa fallið út af blaðaútgáfu í gegnum tíðina. Staða Sambandsins kemur út af fyrir sig Framsóknarflokknum ekki beint við. Það eru náttúrlega marg- ar orsakir að baki hruni þess en að að halda því fram að það verði allt gjaldþrota sem Framsóknarflokk- urinn kemur nálægt er út í hött. Það er fullt af framsóknarmönnum um allt land sem standa í atvinnu- rekstri og hafa staðið sig vel. Ég veit ekki betur en framsóknarmönnum gangi alveg jafn vel og öðrum, ef ekki betur, að halda utan um sín Ijármál. Ég hef að minnsta kosti aldrei talið menn álykta svo að það fari eftir pólitískum skoðunum hvernig mönnum gangi í fjármál- um. Þannig að þetta er kenning sem andstæðingar okkar eru að reyna að henda á lofti í málefna- fátækt sinni.“ Hvað segirðu um það að Jónas Kristjánsson sé farinn að gefa út Tímann? „Jónas Kristjánsson? Jónas Kristjánsson er að sjálfsögðu ekki að gefa út Tímann heldur þeir aðil- ar sem eiga Frjálsa fjölmiðlun, þeir Sveinn Eyjólfsson og Hörður Éin- arsson. Jónas Kristjánsson kemur þar hvergi nálægt.“ En samt sem áður eru yfirlýstir sjálfstæðismenn að stjórna fram- sóknarblaðinu. „Ég skal ekkert segja um þeirra pólitísku skoðanir en ég hef talað heilmikið við þessa menn undan- farna daga og mér hefur líkað það vel. Mér finnst þeir vera traustvekj- andi, það stendur það sem þeir segja og þeir ætla sér að standa í þessari útgáfu með myndarlegum hætti. Ég er mjög ánægður með öll samskipti við þá og hef fullt traust á þeim í framhaldinu. Að öðru leyti þekki ég ekki til þeirra." Hver verður þáttur Framsókn- arflokksins í þessum „DV Tíma“? „Þáttur Framsóknarflokksins er sá að Tíminn kemur áfram út og rödd hans mun áfram heyrast. Hann hefur komið út í sjötíu ár og það er það sem skiptir okkur máli.“ Heldurðu að blaðið haldi eðli sínu og verði áfram hliðhollt Framsóknarflokknum? „Já, ég geng út frá því. Það liggur alveg ljóst fyrir að Morgunblaðið er hliðhollt Sjálfstæðisflokknum og það verður ekkert reynt að fela það að Tíminn verður hliðhollur Fram- sóknarflokknum í pólitískum skrif- um, en það verður hins vegar opið öllum skoðunum og það verður með hlutlægar fréttir. Ég held að það sé af hinu góða að til séu blöð á markaðnum sem takast á við blað eins og Morgunblaðið og þær pólit- ísku skoðanir sem það stendur fyr- ir.“ Óttastu samt ekki að blaðið þróist í eitthvað annað en að vera framsóknarblað? „Ég hef engar áhyggjur af því. Auðvitað er það svo að Framsókn- arflokkurinn er ekkert heilagur og hann verður að þola gagnrýni eins og aðrir. Það má vel vera að flokk- urinn muni fá einhverja gagnrýni á sig frá þessu blaði, það verður bara að koma í ljós. Við höfum gert samning við þessa aðila um það að ritstjóri blaðsins verði ráðinn með samkomulagi Tímamóta hf. sem er dótturfyrirtæki Frjálsrar fjölmiðl- unar, og formanns Framsóknar- flokksins á hverjum tíma. Það er al- veg nægilegt af okkar hálfu.“ Er mikil sátt um þessa lendingu Tímans í þingflokki Framsóknar- flokksins? „Já, það er alger samstaða um þetta mál í þingflokknum og ég hef ekki orðið var við annað en ánægju með þessa niðurstöðu meðal al- mennra flokksmanna." Nú kom upp vandamál hjá Tím- anum í lok janúar, en um það leyti var Steingrímur í Rússlandi. Málið var ekki leyst fyrr en þú komst að þvi. Má segja að þetta hafi verið skilaboð til formanns- ins, að hann væri ekki ómissandi? „Menn eru alltof mikið að velta því fyrir sér hver geri hvað í stjórn- málum. Það er ekkert hægt að gera nema í samvinnu við marga menn og það er eins með þetta Tímamál eins og öll önnur mál að það hafa mjög margir komið að því og lagt þar fram sinn skerf. Aðalatriðið er niðurstaðan, en hvernig þetta gerðist er að mínu mati algert aukaatriði og engin ástæða til þess að vera í raun að fjalla um það.“ Hverju eru sjómenn að mótmæla? I dag stendur yfir allsherjar- verkfall sjómanna og þeir mótmæla kvótakerfinu sem þú ert helsti höfundur að. Kanntu ein- hver ráð til að leysa þetta mál? „Hverju er verið að mótmæla? Ég er ekki viss um að sjómenn viti það sjálfir. Sjómennirnir eru mótfallnir framsali aflaheimilda sem er þó undirstaða fyrir hagræðingu í greininni. Ég skal taka dæmi: 1 haust veiddi einn bátur átta þúsund og fimm hundruð tonn af síld fyrir Hornafjörð en viðkomandi bátur mátti sjálfur veiða eitt þúsund tonn. Hann var aðallega að veiða aflaheimildir annarra báta. Ef þetta hefði ekki verið hægt þá hefði verið mikið atvinnuleysi á Höfn í Horna- firði í allt haust og erfitt ástand. Þannig hefur þetta framsal líka sín- ar björtu hliðar en það hefur í sum- um tilvikum verið misnotað eins og alltaf vill verða. Eins hefúr kvóta- kerfið valdið togstreitu milli sjó- manna og útvegsmanna vegna skiptingu kvótans. Ég er þeirrar skoðunar að hægt sé að ná bærilegu samkomulagi um það, en vegna þess hve þetta hefur tekið langan tíma þá er málið komið í slæman farveg. Það er jafnvel svo að þeir sem í þessum deilum standa í dag eru ekki alveg klárir á því um hvað er verið að deila. Vestfirðingar neita að vera með en hafa þó sýnt þessu kerfi mestu andstöðuna ...“ Vegna þess að þeir hafa ekki efni á því að fara í verkfall. „Það er ekkert öðruvísi en með aðra, það er ekkert betra ástand á Austurlandi eða í Vestmannaeyj- um. Öll þessi fyrirtæki eru þannig stödd að þau þola ekki stöðvun framleiðslunnar. Það er engin sérstaða með það á Vestfjörðum. Það er mjög undarlegt að þeir sem mest hafa verið á móti kvótakerfinu og sá forystumaður sjómanna sem hefur látið hæst í málinu, Guðjón A. Kristjánsson og hans félagar á Vestjörðum, skuli ekki standa með sjómönnum annars staðar. Þetta er hins vegar mjög mismunandi meðal sjómanna, sumir vilja brjóta niður kerfið, en líklega vilja flestir þeirra fá vissar lagfæringar á kerf- inu. Ég vona að þeir sem vilja brjóta kerfið niður nái ekki yfirhöndinni, en í þeim hópi er meðal annars formaður Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Hans vilji má ekki ná fram í þessu máli. Hér er því um mjög alvarlega deilu að ræða sem getur haft ófýrirsjáanleg- ar afleiðingar.“ Þú viðurkennir að brestir séu á þessu kerfi, hvernig viltu leysa málið? „Ja, ég spyr þessa ágætu menn, allt í lagi, þið viljið brjóta niður kerfið, hvað ætlið þið að gera á morgun? Svarið við því er yfirleitt ekki neitt annað en að það byrjar einhver að ræða um auðlindaskatt sem eitthvert lausnarorð. Auðlindaskattur er ekkert annað en nýtt aðstöðugjald og það að leggja aðstöðugjald á atvinnugrein sem er að berjast í bökkum er hugmynda- ffæði og hagfræði sem ég fæ engan botn í. Þeir sein mæla með auðlindaskatti eru kannski menn- irnir sem halda því ffarn að ýmsir hafi orðið gjaldþrota vegna rangrar stefnu, en telja á sama tíma að hægt sé að leggja auðlindaskatt á fyr- irtæki sem er á barmi gjaldþrots. Þetta er eitt mesta rugl sem komið hefúr upp á yfirborðið í pólitík hér lengi. Verkefnin í íslenskum sjáv- arútvegi núna eru fyrst og ffemst tvö; í fyrsta lagi að byggja upp fiski- stofnana og í öðru lagi að borga niður skuldir sjávarútvegsins. Þegar það er komið langt á veg, þá geta menn farið að röfla út af því að sjávarútvegurinn hafi alltof mikinn hagnað. Það verður mjög skemmti- legt að taka á því vandamáli. Því miður er langt í að við stöndum frammi fyrir því.“ En hefur kvótakerfið ekki brugðist kröfum um hagkvæmni, að skipastóll sé aðlagaður afrakst- ursgetu fiskistofnanna? „Nei. Menn hafa leitað í annað. Það hefúr verið sótt í rækjuna sem ekki hefði verið ef kvótakerfið hefði ekki verið tekið upp. Ég er sannfærður um það. Menn hafa sótt í úthafskarfann, í Smuguna, það hefúr sem sagt verið reynt að leita eftir nýjum verkefnum fyrir skipin og síðan hefur afli verið ffamseldur yfir á önnur skip. Það er alveg rétt að minnkun fiskiskipa- flotans hefur ekki gengið nægilega vel, en það er líka vegna þess að reglurnar um úreldingu eru búnar að vera í óvissu í tvö, þrjú ár. Ég veit um fjölmörg dæmi þess að menn hafi ákveðið að úrelda ekki fiskiskip vegna óvissunnar um framtíð kerfisins. Er eðlilegt að menn sem eiga skip í dag og verða þess varir að margir eru að reyna að brjóta kerfið niður, rjúki til og ú- reldi þegar svona er staðið að mál- um? Leikreglurnar eru ekki nógu vissar og öruggar fyrir ffamtíðina, þess vegna gengur þetta hægar. Það er nú líka staðreynd að ís- lenskur sjávarútvegur hefur alltaf verið mjög sveigjanlegur. Menn hafa getað farið úr þorskveiðum yf- ir í loðnuveiðar, úr loðnuveiðum yfir í rækjuveiðar og svo framvegis. Sama gildir um vinnslufyrirtæki okkar. Þessi sveigjanleiki býður upp á að það verður að vera nokkur umffam- afkastageta í sjávarútveg- inum. Ef við ætlum hins vegar að leggja niður þennan sveigjanleika þá getum við stórlega minnkað af- kastagetu. Ég held að þessi sveigj- anleiki sé mikilvægur þáttur í gang- verki sjávarútvegsins.“ BJÖRN Bjarnason Ohaukur „HaJldór Asgrímsson vill vera málefnalegur stjórnmálamaður. Hann er um þessar mundir eins konar akkeri innan Framsóknar- flokksins þar sem allt virðist á hverfanda hveii eins og dæmin sanna og kemur meðal annars fram í því að flokkurinn virðist ekki treysta sér til að bjóða fram í Reykjavík. Mér þótti Halldór að vísu fipast dálítið í málflutningi á síðustu dögum fyrir jólaleyfi þingmanna, þegar hann lagði meiri áherslu á kerfiskarlasjón- armið við ákvarðanir í skattamál- um en lausnir sem miðuðu að því að tryggja vinnufrið á erfiðum tímum. Ég er sannfærður um það, að það yrði meiri festa í Framsókn- arflokknum undir forystu Hall- dórs heldur en ríkir þar nú ... Framsóknarflokkurinn er kominn að tímamótum með yfiríýsingum Steingríms varðandi framtíð hans í stjórnmálum. Þegar menn fara að leita eftir samstarfsaðila, þá hljóta þeir að vilja gera það á þeim grundvelli að festa sé í for- ystunni. Festu virðist vanta núna hjá forystu Framsóknarflokksins eftir þessar yfirlýsingar Stein- gríms.“ EINVARÐSSON „Það lýsir kannski Halldórí best það sem einn góður maður á þinginu sagði þegar Halldór var fjarverandi vegna veikinda. Menn voru að gantast með það hvort eitthvað alvariegt værí að hon- um, þá sagði þessi ágæti maður: „Nei, nei, það er ekkert alvaríegt, það tók sig upp hjá honum gam- alt bros.“ Halldór þykir kannski fullalvarlegur og stundum heldur þver. Hann er ekki galopinn fyrir öllum. í dag er hann almennt viður- kenndur sem krónprinsinn. Auðvitað er það alltaf matsatriði á hverjum tíma hvort menn hafi beðið of lengi eftir að þeirra tími komi. Maður er orðinn leiður á krónprinsunum í útlandinu sumstaðar. Þetta er ekki sagt á niðrandi hátt um Steingrím en eins og staðan er í dag er Halldór ótvíræður krónpríns. Hann hefur hins vegar ekki nema ákveðinn biðtíma." 00 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 -jg

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.