Eintak

Tölublað

Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 29

Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 29
Því minna sem konur og karlar líkjast dýrum, þeim mnn fallegari virðast þan okkur. Bataille Hin óspillta fegnrð Allt sem tengist kynmökum felur í sér hættulegan galdur og víðast hafa þjóðirnar fundið sér leiðir til að verjast þessari hættu. Einkum mun hafa þótt varhugavert að menga trúarat- hafnir þessum galdri, og því var víða notast við hreinar meyjar og sveina við slík tækifæri. Þannig fengu aðeins stúlkur á milli sex og tíu ára aldurs að vera vestumeyjar í Róm og kirkjuþingið í Trent úrskurðaði að sá færi til helvítis sem héldi því fram að samræði kynjanna bæri að taka fram yfir skírlífi og meydóm. Það hefur líka víða verið talið ráðlegt að bruggarar séu skírlífir meðan lögurinn er að gerjast. Ætt ar Þegar Afródíta, gyðja fegurðarinnar, lá með Dýonísosi, guði losta og hamsleysis, gátu þau Príapus, en hann var Ijótt barn með gríðarstór kynfæri; hann varð seinna garðyrkjumaður. Þannig kenna dæmin okkur að þegar hið fagra mengast losta saurgast það og getur af sér Ijótleika og van- skapnað. Myndir hórunnar og saur- lífsseggsins eru víti til varnaðar, en hið fagra er ávallt jafnframt sterkt og hreint, hafið yfir hamsleysi lostans, hafið yfir allar dýrsleg- ar kenndir. Hugmyndin um tæra og óspillta fegurð kann reyndar að vekja með okkur losta, en hún fær ekki fullnægt honum, því markmið lostans er einmitt hið dýrslega — hinir hárugu hlutar líkamans, þeir leyndu staðir sem siðprýðin hylur. Hvort sem það er fyrir innrætingu siðanna eða af dýpri rótum sprottið, þá er það víst að þeir þykja Ijótir, enda heitir það „að gera ljótt“ manni verður fegurðin aðeins tál eða loforð um eitthvað sem kveikir með okkur munúð. Þannig getur næmni okkar fyrir því sem hreint er og fallegt orðið nátengd myrkustu hvöt- unum og ruglast saman við það sem fær aðeins spillt hinni hreinu fegurð. Því fegurri sem manneskjan er, þeim mun meira mun hún saurgast og þeim mun meiri losta mun hún vekja. O ©EIÐUR SNORRI & EINAR SNORRI UMSJÓN ARi ALEXANDER OG JÓN PROPPÉ FYRIRSÆTUR ANDREA RÓBERTS, BERGLIND JÓNSDÓTTIR OG HLÍN MOGENSENDÓTTIR LJÓSMYNDIR EIÐUR SNORRI OG EINAR SNORRI FÖT SAUTJÁN í UMSJÁ SIGRÚNAR GUÐNÝ FÖRÐUN ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR FRÁ FÖRÐUNARMEISTARANUM HÁR ARI ALEXANDER 1 - r- 1; c? I ‘1 T-i V l^fl n I í\ I )11f Friedrich Nietzsche, um elskhugann þegar þeim er beitt. Jafnvel framsýnir hugsuðir hafa tekið undir þetta og Leon- ardo da Vinci skrifaði einu sinni hjá sér að „kynmökin og líffærin sem þau taka til eru svo Ijót að ef ekki væri fyrir fegurð andlitsins, skrautið sem fólk ber og ákafann sem í því kvikn- ar, dæi mannfólkið út.“ Þegar lostinn nær taki á Elísabet Jökulsdóttir Ef ég hugsa um samband fegurðar og losta sé ég fyrir mér mynd: Ég er að elskast ofan í eldfjalli með fallegum manni. Þetta er útkulnað eldfjall, en þó veit maður aldrei með eldfjöll. Og orkan sem leystist úr læðingi í síðasta eldgosi ríkir þar enn. En ég og maðurinn erum ofan í eldgtgnum og ef ég má velja búninga, þá er ég í brúðarkjól og hann er í kjólfötum. Tónlistin er eftir Jón Leifs. Og það er sólskin og blíða og á ákveðnu augnabliki flýgur haförn yfir. Svo flýgur kannski flugvél yfir með erlenda ferðamenn í útsýnis- flugi og við heyrum ekki í flugvélinni, skilurðu, til dæmis út af tón- listinni. Mér finnst losti vera meira en bara girnd og frygð. Þegar ég hugsa um kærleika Guðs finnst mér vera losti í kærleikanum. Halldór Laxness orti líka um himneskan losta. Lostinn er sterk ástríða, kannski einhver grunntónn eða grunnlitur. Lostinn er í öll- um tilfinningum og magnar þær upp. Svo er til hreinn og klár losti, sem er flottur, svona losti sem er orðlaus og lætur mann bara segja: Ohhh ... Fegurðin gerir mig líka orðlausa. En ég held hins vegar ekki að losti fái menn til að gráta. Ég græt stundum yfir feg- urðinni og þá finn ég líka fyrir svo miklu þakklæti. Franskur heim- spekingur sagði að fegurðin veitti manni vellíðan. Mér finnst varla hægt að tala um fegurðina. Hún er svolítið eins og Guð. En það er eins og að skilja útlensku að skynja fegurð. Losti tengist ekki bara kynlífi eða kynhvöt. Ég get fundið fyrir losta þegar ég er að skrifa. í allri sköpun er losti. Kynhvötin er sterk. Hún er eins og eldur. Hún er kyndiklefi fyrir sköpun. Orkan sem myndast er óbeisluð en ef manni tekst að beina henni t far- veg verður hún skapandi. Stundum finnst mér það örva sköpun mína að lifa skírlífi. Ekki segja samt neinum frá því. En svo aftur á móti finnst mér inspírerandi að vera ástfangin eða skotin í ein- hverjum. í kristinni trú hefur fólki verið kennt að hafa skömm á þessari orku, en mér finnst að við ættum að líta á hana sem gjöf. Við hljótum að eiga að njóta lífsins. Ég veit samt að þetta er ekk- ert einfalt. Ég var búin að vera lengi að pæla í því hvað rafmagn væri. Mér skilst að enginn viti hvað rafmagn er í raun og veru þótt við notum það daglega. En kannski verður rafmagn til þegar fegurð kveikir losta og losti kveikir fegurð. Segjum bara að fegurð plús losti sé rafmagn. Viltu segja eðlisfræðingunum frá því? Einu sinni varð ég skotin í rafeindavirkja og sumir urðu voða hneykslaðir og spurðu hvað það ætti að þýða. Ég sagði að þannig gæti ég uppgötvað eitthvað um rafmagn. Þá var bara hlegið og mér sagt að fara upp í Iðnskóla ef ég vildi vita eitthvað um rafmagn. Ég er að vísu að skilja þetta betur núna með rafmagnið. En það er einmitt þetta sem er svo fallegt. Ef ég er skotin í tónlistarmanni öðlast ég dýpri skiining á tónlist. Ef ég er skotin í lífinu öðlast ég dýpri og innilegri skilning á lífinu. 00 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 29

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.