Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 28
Ekkert er ljótt. Þegar ég var ungur gat ég ekki gert
mynd af konu nema mér þætti hún falleg. Nú gæti ég
gert mynd af hvaða konu sem er og hún yrði falleg.
Rodin
veltur á og aðeins í spegli get-
um við séð okkur sjálf eins og
aðrir sjá okkur. Spegillinn segir
sannleikann um okkur — það
sem aðrir sjá þegar þeir líta á
okkur — enda var því lengi
trúað að sálin manns byggi í
spegilmyndinni.
Speglar eru líka nátengdir
fegurð og hreinleika í sögnum
og er skemmst að minnast
sögunnar af Zayn al-Asnam
úr Þúsund og einni nótt. Al-
Asnam var ungur prins og
ógefinn, en hann þráði að eign-
ast konu og vildi að sjálfsögðu
vanda valið. Konungur and-
anna gaf al-Asnam spegil sem
hann gat notað við að velja sér
konuefni; ef meyjan var hrein
þá var spegilmyndin tær, en
óskýr ef stúlkan var spjölluð.
Spegla má einnig nota til að
leggja ýmis álög á aðra og þeir
virðast hafa gegnt nokkru hlut-
verki í ástargaldri.
Narkissos
Speglum fylgir líka nokkur
hætta, eins og dæmin sanna.
Narkissos hét ungur piltur
sem getið er (grískum sögnum.
Hann var svo fallegur að skóg-
ardísin Ekkó varð heilluð af
honum, en hann leit ekki við
henni heldur settist við ána,
varð ástfanginn af sinni eigin
spegilmynd í vatninu og dó á
árbakkanum eins og Lati-Geir.
Af líkama hans spratt seinna hí-
asintan, en blöð og rætur þeirr-
ar jurtar hafa sefjandi áhrif sé
þeirra neytt.
Narkissos hefur fylgt okkur
gegnum aldirnar. Calderon
skrifaði um hann og Rousseau
samdi um hann leikrit. Endur-
óma má síðan greina í ýmsum
verkum, til að mynda í Paradís-
armissi Miltons þar sem Eva
gleymir sér um stund við að
skoða spegilmynd sína í tjörn,
og í sögu Oscars Wilde af
Dorian Gray. í seinni tíð hefur
nafn hans þó tíðast verið haft
um vissar tilhneigingar sem sál-
greiningarfræðin hafa aðgreint.
Það var ítalinn Nicefero sem
fyrstur lýsti tilfellum af sjúkleg-
um narcissisma árið 1897, en
Moll í Þýskalandi og
Fére í Frakklandi
fylgdu fast á hæla hon-
um. En það var ekki
fyrr en Otto Rank birti
grein í Árbók sálgrein-
ingarfræðanna árið
1911 að narcissisminn
fékk það freudíska
form sem við þekkjum
nú. Hann er eins konar fram-
lenging á sjálfhverfingu smá-
barnsins og leiðir til ótrúlegra
vandræða í kynlífi eins og
sannaðist á ítalska drengnum
sem Nicefero sagði frá, en
hann gat ekki notið ásta nema
hann sæi á sér fæturna.
meira að segja hestarnir sem
att var til að troða hana undir
hrifust af fegurð hennar og
vildu ekki gera henni mein.
Burton taldi fegurð beinlínis
geta orsakað ást, líkt og við
skiljum nú að það eru bakteríur
sem orsaka berkla, og það var
ekki að ástæðulausu að kenni-
menn miðalda töldu að ástin og
lostinn streymdu inn í líkamann
í gegnum augun, fremur en eftir
öðrum leiðum.
Fallegar konur hafa öðrum
fremur verið teknar til dæmis í
þessum efnum — þær falleg-
ustu. Þeir sem líta fegurð þeirra
verða hugfangnir, og til eru
sagnir af konum sem voru svo
Töfrar
fegurðar-
innar
Það sem mestu varðar
um fallegt fólk er verkun
þess á aðra. Jafnvel
guðirnir missa stundum
stjórn á sér þegar þeir sjá
fallegt andlit og sagan
geymir ótal dæmi um það
að afdrif heilla þjóða hafi
ráðist af slíkri hrifningu.
Drottningin Sinalda sem
Saxo greinir frá í Sögu
Dananna var svo falleg að
fagrar að menn máttu ekki
heyra þeirra getið eða lesa um
þær án þess að verða ást-
fangnir. Þannig var það um
írsku sagnahetjuna Findabair
sem heillaðist af Fraech eftir
að hafa heyrt nafn hennar eða,
að því er sumir segja, etir að
hafa aðeins heyrt nafn hennar
nefnt. í Indónesíu er meira að
segja til saga af ungum manni
sem varð ástfanginn af konu
eftir að hafa séð förin eftir tenn-
ur hennar í ávexti sem hún
hafði bitið í!
Karl sem verður hugfanginn
af konu er frá sér numinn. Feg-
urð konunnar verkar á hann
eins og töfrar. Hann finnur
alla veröld sína þyrlast upp
og taka á sig mynd þessarar
konu; allar ástríður hans sam-
einast í eina, og það er löng-
unin til þessarar konu. í and-
liti hennar og líkama greinir
hann von um fullkomna lausn
frá sjálfum sér — fullkomna
saðningu hungursins sem
hann hefur fundið til alla ævi.
Mynd hennar er sem greypt í
huga hans.
Þessu fylgir nokkurs konar
æði sem elskhuginn fær ekki
hamið, því eins og Seneca
segir er það sjálfum Júpiter
um megn að elska og vera vitur
í senn.
Elskhuginn
Elskhuganum finnst öll ver-
öldin breytt og allt talar til hans
með annarri tungu. Jafnvel
væmin popplög hljóma í eyrum
hans líkt og þau hafi verið sam-
in sérstaklega fyrir hans munn.
Leirskáld inspírerast til stór-
verka því allur heimurinn hefur
fengið Ijóðrænni svip og hvert
blóm, hver sólargeisli og hver
steinvala tala til hans. „Þessu
hamingjusama fífli vaxa
vængir," segir Nietzsche,
„hann getur allt sem honum var
áður um megn, og jafnvel dyr
listarinnar opnast honum.“ Ni-
etzsche virðist hafa talið að
einhvers konar lýrík leiddi alltaf
af ást, og víst er að ástin er al-
gengasta temað í þjóðsöngv-
um, jafnt í söngvum
frumstæðra þjóða sem í
þjóðsöngvum nútímans —
poppinu.
En ef ástinni er meinað að
blómstra verður elskhuginn
sjúkur. Hann horast og verður
fölur, en þetta taldi Jason Pra-
tensis vera vegna þess „að við
slíkt hugarangur nær lifrin ekki
að gegna hlutverki sínu svo
limirnir verða magrir og drjúpa
líkt og blómin í garðinum mín-
um nú í þessari þurrkatíð."
Elskhuginn þráir sína heitt-
elskuðu í vöku og svefni. Ást
hans verður eins og mein sem
vex inni í honum og getur að
lokum bugað hann. „Ást mín,“
sagði Shakespeare, „er eins
og sótt sem sífellt þráir það
sem veldur henni.“
Þegar hér er komið sögu get-
ur elskhuginn brugðist við á
ýmsa vegu. ívar Hlújárn hverf-
ur til Palestínu til að herða ást
sína í blóði. Heinrich, vinur
Werthers, drepur mótbiðil
sinn, sturlast og fer að tína
blóm. Paz höfuðsmaður lýgur
á sig ástkonu til að fela ást sína
til eiginkonu vinar síns.
Ef hin elskaða geldur bónorði
ekki jáyrði má grípa til ýmissa
ráða til að vekja með henni ást
og löngun til elskhugans. Kre-
ólar í Louisiana steikja fugls-
hjörtu, mylja þau í duft og strá
yfir stúlkuna. í Ástralíu nota ást-
fangnir ungir menn eistu
kengúrunnar í sama tilgangi, og
í Nýfundnalandi tíðkaðist það
að stinga örsmá göt á epli,
bera það í handakrikanum
nokkurn tíma og gefa síðan
hinni elskuðu að eta. Hér á
íslandi þótti duga best að rista
nokkrar rúnir með blóði í lófa
sinn, taka í hönd stúlkunnar og
hafa yfir þulu á borð við þessa:
„Eg lít á þig, en þú legg á mig
ást og elsku af öllum hug. Sit
þú hvergi, þol þú hvergi, nema
þú unnir mér. Þess bið eg Óðin
og alla þá sem kvennrúnir
kunnu að ráða að þú í heimi
hvergi þolir né þrífist nema þú
elskir mig af öllum hug. Svo
skal þér í beinum sem þú
brennir öll, en í holdi hálfu
verra. Hljót þú ógiftu nema þú
unnir mér, á fætur skaltu
frjósa, hljóttu aldrei sæmd né
sælu. Sit þú brennandi, rotna
þú hári, rifni þín kiæði, nema
auðgöngul viljir eiga mig.“
Sannur elskhugi gefur ást-
ina aldrei upp á bátinn.
Hvernig
löstinn
kviknar
í bók sinni De linea amoris
sem Burton vitnar til greinir
Kornmannus fimm stig af
losta og einkennir þau sem Vis-
us, Colloquium, Convictus,
Oscula og Tactus (sjón,
samræður, samveru, kossa-
flens og snertingu.) Þótt bæði
Kornmannus og Burton ræði
þessi stig all-ýtarlega í löngu
máli sér glöggur lesandi á
augabragði að hér er um það
sama að ræða og foreldrar enn
í dag eru sífellt að vara börn sín
við: Að eitt leiðir af öðru og
þegar á annað borð er komið
yfir i kossaflensið (Oscula) get-
ur verið erfitt að hætta.
Þannig kviknar lostinn af sak-
lausu samræði, en
verður að báli sem eng-
inn fær slökkt. Einföld
aðdáun á fegurð annars
breytist í hamslausan
ofsa sem rýfur töfra hins
fagra og göfuga og tælir
elskendurna út í dýrsleg
mök.
Tíska tilheyrir þeim flokki fyrirbæra sem
falla undir nýjungaæði, en það hefnr
líklega fyrst komið fram í menningu
okkar nm sama leyti og kapítalisminn.
Roland Barthes
28
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994