Eintak

Tölublað

Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 23

Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 23
Eftir að Mál og menning keypti bókaútgáfuna ísafold af Leó LöVE fóru af stað sögusagnir um að forlagýð stæði einnig í við- ræðum við ORLYG HáLFDÁN- arson um kaup á Erni og Örlygi. Ástæða þessara sagna er fyrst og fremst sú að útgáfa Alfræðiorða- bókar Arnar og Örlygs varð aldrei sú gullnáma sem Ensk-íslenska orðabókin var. Mál og menning keypti sem kunnugt er Bókaútgáfu Menningarsjóðs fyrir fáeinum miss- erum og hafði þar áður gleypt For- lagið ásamt einhverjum smærri útgáfum. Fyrirtækið er að verða of- vaxinn risi á bókamarkaðnum með nokkra litla og vanmáttuga keppi- nauta. Útgáfustefna Halldórs Gudmundssonar í Máli og menningu stjórnar í raun flestu á ís- lenskum bókamarkaði ... Orn og Örlygur er ekki eina bókaforlagið sem hefur átt við erfiðan rekstur að stríða. AB Friðriks Friðrikssonar sagði til dæmis flestum starfs- mönnum sínum upp um áramótin. Ástæðan mun fyrst og fremst vera slæmt gengi Matarklúbbs AB en Vaka/Helgafell vann matarklúbba- stríðið sem háð var fyrr á árinu. Þá hefur EINTAK heyrt að helsta skrautfjöður AB, Einar Már Guðmundsson, sé að hugsa sér til hreyfings eftir margra ára veru Q Steingrímur seldi sama líkið tvisvar... Q Mál & menning að gleypa bókamarkaðinn ... Q Einar Már að yfirgefa AB ... hjá forlaginu og þá helst til Máls og menningar... STEINGRÍMUR HERMANNS- SON og framsóknarmenn seldu sem kunnugt er áskrif- endalista Tímans tvisvar sinnum í fyrra. Fyrst til Mótvægis hf. og síðan til Tímamóta þeirra Sveins R. Eyjólfssonar og Harðar Einarssonará DV. Hinn sundurleiti hópur sem stóð að Mótvægi gekk fölskvalaust að kaupunum en refirnir Sveinn og Hörður voru ekki alveg tilbúnir að treysta Steingrími og fram- sókn. Þeir létu starfsmenn DV hringja í þá 3.700 áskrif- endur sem framsókn seldi þeim til að kanna hversu skotheldur áskrifendalistinn væri. Niðurstaðan varð sú að um þúsund áskrifendur höfðu ýmist reynt árangurs- laust í mörg ár að segja blaðinu upp eða voru einfald- lega látnir. Sá sem hafði legið lengst í gröf sinni var Vest- mannaeyingur sem lést fyrir tæpum fimm árum. Það hafði hins vegar ekki aftrað Stein- grími og framsókn frá að selja líkið af honum tvisvar... Höggdeyfar Givarahlutir Hamarshöfða 1 simi 67 - 67 - 44 ENSKA ER OKKAR MAL SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR • LIFANDI NÁMSKEIÐ ★ Enska íyrir börn, 4-12 ára ★ Stuðningskennsla fyrir unglinga ★ Fihlhrevtt námskeið fvrir fullorðna Marie Enskuskólinn TÚNGATA 5 • SÍMI 25330 Lagersala Seljum lítillega dtlitsgölluð húsgögn aí lager okkar með verulegum afslætti GP - húsgögn Bæjarhrauni 12 Hafnarfirði Sími 651234 — — Líkamsrækt Júdó Jiu-jitsu Sjálfsvörn Þjálfarar Michal Vachun 6. dan Bjarni Friðriksson 6.dan Elín Þórðardóttir l.kyu Fitubrennsla Þrekstigar Ljósabekkir Sauna Opnunartími mán. - föstud. kl. 08-22 Laugardaga 11-16 Sunnudaga kl. 12-15 Júdó GYM FIMMTUDAGUR 20, JANÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.