Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 26
Við ættum ekki að skammast
okkar fyrir að nefna það sem
Guð skammaðist sín ekki fyrir
að skapa.
Clement frá Alexandríu, kirkjufaðir
Reynsla okkar af fegurð er
bundin undarlegri tvöfeldni í
eðli okkar. Við heillumst af fal-
legu fólki og hugmyndir okkar
um fegurð eru tengdar tilfinn-
ingu okkar fyrir hinu hreina og
sanna, en engu að síður kveikir
þessi fegurð með okkur kennd-
ir til einhvers annars, einhvers
sem er hvorki hreint né satt,
einhvers sem er gróft og dýrs-
legt — þegar fallegt fólk verður
á vegi okkar er lostinn aldrei
langt undan.
En fegurðin er margbrotið
fyrirbæri, ekki síst fegurð fal-
legra karla og kvenna. Þetta
efni hefur verið á vörum fólks
frá því í árdaga og hugmyndir
okkar um fegurðina og þær
myndir sem við gerum okkur af
henni eru svo samofnar öllum
arfi okkar og sögu að á stund-
um kann að virðast að þær séu
burðarás mannlífsins. Hvort
sem við lyftum okkur í hæðir og
dásömum óspjallaða fegurð
Meyjarinnar eða veltum okkur
upp úr saurugum hugarburði
klámhöfundanna fetum við
þröngan stíg milli dyggða og
lasta, milli hins hreina og hins
óhreina, milli fegurðar og Ijót-
leika.
• •
Osknbnska
Sagan af Öskubusku er
þekktasta þjóðsaga í heimi. Af-
brigði af henni er að finna
meðal nær allra þjóða, frá Evr-
ópu til Indónesíu. í Evrópu einni
eru til fleiri en fimmhundruð af-
brigði og á íslandi er að finna
hliðstæðu í sögunni af Mjað-
veigu Mánadóttur. Sagan
hefur auðvitað öll einkenni lygi-
sögu, en samt hafa menn talið
að í henni væri að finna eitt-
hvað sannleikskorn eða í það
minnsta fallegan boðskap, ein-
hvern uppbyggilegan móral
eða hughreystingu fyrir þá sem
eru smáðir og niðurlægðir.
Fallega stúlkan í sögunni
reyndist vera sú sem allir höfðu
forsmáð, fyrirlitið og hætt, en
aðeins einn ungur prins leit
öðrum augum, sá fegurð henn-
ar og opinberaði hana svo að
nú sáu allir hvað stúlkan var fal-
leg. Engum duidist lengur að
þessi stúlka bar af öllum
öðrum. Það voru haldin böll út
um allt, allar fallegu konurnar
beygðu sig fyrir fegurð Ösku-
busku og fólkið í konungsríkinu
hlýtur að hafa hrópað: „Hvernig
gátum við verið svona blind?
Það er Ijóst að hugmyndir okk-
ar um kvenlega fegurð hafa
verið alrangar. Við höfum upp-
hafið Ijótar eða bara dálítið
sætar stúlkur, en létum feg-
urðardísina liggja eftir í ösku-
stónni. Þökkum Guði fyrir að
hafa gefið okkur prins sem hef-
ur svo velþroskað fegurðar-
skynl"
Nú er það altalað að hug-
myndir fólks um fegurð — og
þá einkum um fegurð karla og
kvenna — hafa tekið tölu-
verðum breytingum í aldanna
rás, og því er ekkert sem mælir
gegn því að við tökum þessi
skyndilegu sinnaskipti fólksins í
sögunni trúanleg. Tískan kennir
okkur að sjá fegurðina í því
sem við hefðum áður ekki litið
við og hún blindar okkur á
óskiljanlegan hátt fyrir því sem
okkur þótti fallegast fyrir
stundu. Þó er engan veginn víst
að okkur beri fyrir þær sakir að
líta niður á tískufyrirbærin —
fegurðin hlýtur að vera breyt-
ingum undirorpin líkt og allt
annað í sögu okkar, og líkt og
alla hluti aðra getur þurft að
endurmeta hana við og við.
Ferðalangar segja okkur líka
að ólíkar þjóðir hafi afar ólíkar
skoðanir á þessum efnum, það
sem hér þyki fínt og til prýði
þyki lýti í næsta dal, og jafnvel
vanskapnaður í löndunum
handan við hafið. Hér er fallegt
að hafa stórt nef, þar lítið —
hér blá augu, þar græn — hér
sítt hár, þar ekkert...
Þannig þykir hverjum sinn
fugl fagur og allar tilraunir til að
setja fastar viðmiðunarreglur
um fegurðina hljóta að mistak-
ast. „Fegurðin er ekki einn af
eiginleikum hlutanna," sagði
Hume. „Hún er aðeins til í
huga þess sem greinir þá.“
Sönn fegurð
Rétt er það að þegar við
segjum að einhver sé fallegur
vísum við ekki til neins eigin-
leika hans — fullkominnar sam-
svörunar líkamshlutanna, svo
dæmi sé nefnt — en engu að
síður er þetta meira en bara
matsatriði, meira en augna-
blikstilfinning túlkuð í hrifning-
arhjali eins manns. Fegurð fer
©EIÐUR SNORRI & EINAR SNORRI
Kynmökin og líffærin sem þan
taka til ern svo ljót að ef ekki væri
fyrir fegnrð andlitsins, skrantið
sem fólk ber og ákafann sem í þvl
kviknar, dæi mannfólkið nt.
Thor Vilhjálmsson
Laðast ekki íslendingur annars vegar að ítölskum
bel canto af því hann er svo framandi, og að slav-
nesku þunglyndi hins vegar af þvf það er svo nálægt
honum? Hann leggur upp með slavneskt þunglyndi
og þetta írska hamsleysi og ölvunar-intelligens. Svo
heldur hann langt í suður með þennan farangur, fer
dagfari og náttfari, en álpast út úr lestinni á miðri
leið og ráfar í mörg dægur um söfn í einhverri borg
sem honum kemur ekkert við. En hann kemst ekki
út því það er alltaf einhver risi við dyrnar sem heldur
honum föstum, þessum strák frá íslandi sem ber
þennan ægilega farangur. Þar er kannski Rem-
brandt eða Tiziano eða Diirer. Hann hrekkur kannski
undan þeim út í garð þar sem einhverjir strákar eru
að jóðla eins og hálfvitar, en honum finnst það Ijúft
af því að honum tókst að sleppa frá þessum andlegu
risum. Hann situr þar og fær ægilega stóra könnu
fulla af bjór til að sljóvga sig svo hann springi ekki í
tætlur.
Þetta getur gerst þegar hann heldur þessa leið yfir
Alpana í slóð Hannibals sem kom sunnan úr sinni
afrísku eyðimörk þar sem ekkert gat þrifist í sólinni,
en íslendingurinn er kominn norðan úr sinni auðn
þar sem eldurinn brennir ekki utan frá heldur er inni
í fjöllunum. Svo lendir hann loks suður á Ítalíu og
heyrir þennan yndislega söng sem kemur beint frá
hjartanu eins og það sé ekkert ósæmilegt að opna
hjarta sitt svona. Hann verður svo hrifinn af þessu
að hann fer að syngja líka: „Amore mio, lo ti volgo
bene ...“ Og hann syngur daginn út. Hann byrjar
strax á morgnana „Amore mio ...“ og syngur fram á
nóttina og syngur svo upp úr svefninum „Ég elska
þig ...“ til stúlkunnar sem hann kom auga á í glugg-
anum á sporvagninum sem fór framhjá.
Það verður að komast undan öllúm þessum stóru
samsærum um að staðla það hvað fegurð sé, eða
mæla hana með einhverjum tækjum eða málbönd-
um eins og þeir notuðu í Haraldarbúð í gamla daga.
Hún er eitthvað sem ekki verður komið orðum að.
Menn reyna það í ijóðum, en bestu Ijóðin eru þau
sem ekki koma í veg fyrir að lesandinn geti beitt sín-
um eigin skilningi. Það má aldrei láta taka frá sér
drauminn um stúlkuna í sporvagninum sem maður
sá og söng um á Ítalíu. Það getur þurft nokkuð at-
gervi til að láta ekki taka það frá sér.
Leonardo da Vinci
26
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994