Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 16
Islenskur karlmaður
eftir þríggja ára
ástríka sambúð:
Margrét Pála Ólafsdóttir
„Samkynhneigdir skýra hvorki fjölskyldu né vinum fagnandi frá því
að þeir séu komnir úr felum. “
góHinu“
Undanfarinn áratug hefurmikið verið fjallað um sjátfsmynd homma og lesbía; baráttu þeirra
við að viðurkenna kynhneigð sína fyrirsjálfum sérogöðrum. Það hefureinnig verið fjallað
um hvemig foreldrar læra að sætta sig við samkynhneigð bama sinna. Minna hefurhins
vegar farið fyrir því fólki sem hefur upplifað það að maki þess hefuryfirgefið það og hneigst
að eigin kyni. Gerður Kristný ræðirhér við karia og konursem hafa mátthorfa á eftirmaka
sínum yfir til hins kynsins.
„Eitt kvöld kom ég fyrr heim úr
vinnunni en ég átti vanda til og
kom að kærustunni minni ásamt
bestu vinkonu sinni í ástarleik á
stofugólfinu. Við vorum bæði 22
ára og höfðum verið saman í þrjú
ár. Hún var fyrsta ástin í lífi mínu.
Þetta var rosalegt kjaftshögg og við
slitum strax samvistum. Eina skýr-
ingin sem kærastan gaf mér var sú,
að hún hefði heilfast svo af þessari
vinkonu sinni. Þær höfðu byrjað
saman í utanlandsferð með sauma-
klúbbnum. Ég tók þetta mjög nærri
mér og það leið langur tími þar til
ég gat talað um þetta“, segir fertug-
ur karlmaður sem ekki vill láta nafn
sitt koma fram.
Reynsla hans er ekkert einsdæmi.
Af og til berast manni fréttir til
eyrna af hinunt eða þessum fjöl-
skylduföðurnum sem flutt hefur
inn með manninum á móti, eða
einhverri húsmóðurinni sem fund-
ið hefur ástina í hárgreiðsludöm-
unni. Þótt mikið hafi verið skrifað
um málefni homma og lesbía á
síðustu áratugum og rit jafnvel ver-
ið samin til að auka skilning for-
eldra þeirra á samkynhneigð, virð-
ast makar þeirra sem koma úr fel-
um hafa „gleymst“.
Einn þeirra, ung kona sem ekki
vill láta nafn síns getið, segist hafa
reynt að leita sér upplýsinga erlend-
is sem innanlands um fólk í sömu
stöðu og hún, en ekkert orðið
ágengt. Hún hafði því litla mögu-
leika á því að spegla tilfinningar
sínar í tilfinningum annarra og
fannst hún vera ein í heiminum
með þessa reynslu að baki.
Hvernig bregst fólk við þegar
makinn segist hafa snúist til eigin
kyns, og hvernig er það fyrir hinn
samkynhneigða að þurfa að segja
frá slíku? Finnst þeim þetta kannski
eins og hver annar skilnaður? Ekki
rímar það við reynslu allra þeirra
sem hér er rætt við, frekar en að all-
,ir þori að segja mökum sínum frá
því hvernig komið er.
Varð ástfangin af konu
eftir átta ára hjónaband
Jón Ingi Cæsarsson frétti það
hjá kunningjum sínum að fyrrver-
andi eiginkona hans, Margrét
Pála Ólafsdóttir, væri í tygjum við
aðra konu. Þá voru liðnir nokkrir
mánuðir frá því að þau skildu.
„Ég var 26 ára og hafði verið í
hjónabandi í átta ár þegar ég varð
ástfangin af annarri konu. Það
gerði útslagið. Ég gat ekki hugsað
mér að snúa aftur til þess lífs sem ég
hafði lifað. Ég kom mér heldur eng-
an veginn að þvt að segja eigin-
manni mínum frá hinni raunveru-
legu ástæðu fyrir því að ég bað um
skilnað“, segir Margrét Pála sem
verið hefur ötull talsmaður homma
og lesbía síðustu árin. „Samkyn-
hneigðir skýra hvorki fjölskyldu
sinni né vinum fagnandi ffá því að
þeir séu komnir úr felum. Fyrst
verða þeir að vinna bug á sinni eig-
in fyrirlitningu á samkynhneigð
sem þeir hafa lært af þjóðfélaginu.
Þögnin er því það fyrsta sem þeir
beita. Samkynhneigðir hafa heldur
engar fyrirmyndir í þjóðfélaginu.
Ég var orðin tvítug þegar ég heyrði
af lesbíum í fyrsta sinn, enda man
ég ekki eftir því að mikið hafi verið
skrifað um homma og lesbíur í
Tímann og Bœndablaðið Frcy þegar
ég var að alast upp“.
Hótaði að nota samkyn-
hneigð í forræðismáli
Séu börn komin í spilið fara þau
ekki varhluta af þeim breytingum
sem verða á heimilunum eftir að
annað foreldrið kemur úr felum.
Margrét Pála og Jón Ingi áttu átta
ára dóttur þegar þau skildu.
„Eiginmaður minn hótaði mér
og lögfræðingi mínum því að ef ég
sækti um forræði yfir henni ætti ég
á hættu að samkynhneigð mín yrði
notuð gegn mér svo ég lét það eiga
sig. Seinna sá ég mikið eftir því að
hafa ekki látið reyna á það. Dóttir
mín varð því eftir hjá föður sínum
og það þótti mér að sjálfsögðu
mjög sárt“, segir Margrét Pála. „Ég
þorði ekki að segja henni frá því að
ég væri samkynhneigð fyrr en
tveimur árum eftir skilnaðinn. Það
kom mér reyndar ekki mjög á óvart
hvað hún brást harkalega við, því
óbeit þjóðfélagsins á samkynhneigð
síast fljótt inn. Það leið dálítill tími
þar til hún tók mig aftur í sátt. Nú
er hún ein af mínum helstu stuðn-
ingskonum".
Jón Ingi segist aldrei hafa grunað
meðan á hjónabandinu stóð að eig-
inkona sín ætti eftir að koma úr fel-
um síðar meir og aldrei hafi neitt
bent til þess í fari hennar.
„Það kom okkur eflaust báðum
jafn mikið á óvart að hún væri sam-
kynhneigð. I raun og veru skipti
það mig þó litlu, enda vorum við
búin að slíta nær öllu sambandi. Ef
ekki hefði verið vegna dóttur okk-
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994
16