Eintak

Tölublað

Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 39

Eintak - 20.01.1994, Blaðsíða 39
AFHVERJU ERTU ALLTAF Í VtÐTÖLUM? Ul^óttir „Sem fjölmiðla- manneskja er ég í þeirri stöðu að vera alltaf að biðja annað fólk um að koma til mín í viðtöl. Þá ætlast ég tilafþví að vera opið og einlægt og tala um mál sem okkur finnst skipta máli. Mér finnst fáránlegt að skorast undan þegar til mín er leitað ef ég get miðlað einhverju sem mér finnst áhugavert að ræða, og stundum jafnvel opna umræðu um viðkvæm mál. Fyrir nokkrum árum hneykslaði ýmislegt sem finnst sjálfsagt að ræða í dag og íslendingar eru sem betur fer að verða opnari." Bubbi Morthens “Starf mitt byggist að stórum hluta á því að vera í viðtolum. Revndar var aðeins eitt stórt viðtal haft við mig á síðasta ári, enda reyni ég að takmarka þau. Hins vegar er oít skrifað eitthvað smálegt um mig og ef til vill er það þess vegna sem sumum finnst ég alltaf vera í viðtölum. Það sýnir bara hvað ég stend mig vel í að markaðsetja mig.“ Egill Ólafsson „Ég er ekki alltaf í viðtölum. Þau eru aðeins höíð við mig þegar ég er að vinna að einhverju ákveðnu verkefni. Þið blaðamenn verðið að halda úti blaði og þá verðið þið að hafa viðtöl við einhverja. Við erum náttúrlega ekki nema 250.000 í þessu landi.“ Baltasar Kormákur “Það er alltaf verið að biðja mig um viðtöl og kynna einhver leikrit. Ég held liins vegar að fáir geri sér grein fyrir því hvað ég neita mörgum viðtölum.“ ÆSKAN 0 G LANDIfl EFTIR ÞORVALD ÞORSTEINSSON Oi<3H<§ýrrjí- ÉQ BIÐ AÐ H E I LS A ... Alltgott í Koben og Odense Kaupmannahöfn 17. janúar 1994 Kœri vinur! Hvað tíminn æðir áfram! Fyrir nokkrum dögum var Strikið eitt jólaljós, hátíð í hverjum glugga og pósturinn kom til mín “Ég reyni að vera sem minnst í viðtölum. Égget ekki verið gáfuleg- ur í þeim. Þess í stað reyni ég að semja tónlist og vera gáfulegur í henni." rauðklæddur með hangikjötið frá þér. Þúsund þakkir, þú veist að mér þykir heimaslátrað best. Nema hvað, nú er ekkert hátíðarljós en allt grátt og blautt og vindurinn blæs alveg dýrvitlaus að sunnan. Búinn að blása yfir alla Evrópu þegar hann kemur hingað og er þá fullur af alls konar óþverra; sprengjugný frá ex-Júgóslavíu og saxafónleik Clintons í Prag. Þetta fær maður yfir sig hérna í turna- borginni. Hjá mér er annars allt í lukk- unnar velstandi. Ég er þó enn dauðsvekktur eftir eitt núll tapið gegn Spánverjum fyrir tveimur mánuðum. Var svo fúll eftir leik- inn að ég bara henti Brian Lau- drup handklæðinu mínu. Og eins | og ósigurinn hafi ekki verið nógu erfiður, þá tók drottningin upp á því að týna hundinum sínurn! Hefur þú nokkuð séð hann? Þetta er svona lítill, ljótur hund- ur með stuttar lappir og löng laf- andi eyru. Þú mátt annars eiga kvikindið ef þú hefur hnotið um það. Þjóðin gaf Margréti nefnilega nýjan hund. Þessi nýi er nákvæm- lega eins og sá gamli, nema hvað hann er ekki týndur. Þú spyrð um dönskuna hjá mér. Jú, ég reyni og get nú skammlaust sagt „for fan- den“, en maður kemst aldrei alla leið. ITvernig er líka hægt að tala þetta mál? Stundum er eins og fólk hér í Kaupmannahöfn sé að hrækja, en ekki að tala. Nei, sama hvernig ég læt, ég bara næ ekki þessum hljóðum. „Angist lífsins er / í munninum á mér“ sagði nep- alska skáldið Keki Arun Das, að vísu við annað tækifæri en á þó vel við hér. Heyrðu, hér er frétt. Jónas fót- brotnaði í stiganum í nótt. Ég heimsótti hann í morgun og þá lá gaurinn bara bakk uppi í rúmi með opið beinbrot og alveg hreint djöfullega timbraður. Ég rauk náttúrlega beint í símann og hringdi á sjúkrabíl. Hvernig líður þér elsku vinurinn minn, spurði ég og forðaðist að líta á fótinn. En hvað heldur þú að vinurinn hafi sagt? Hann benti mér á að koma alveg upp að sér og hvíslaði síðan í hægra eyrað mitt: „Hvort viltu alsælu eða nokkra bjóra?“ Ég rétti snögglega úr mér og sagði í ein- hverju fáti: Ja, ég myndi nú þiggja einn Tuborg Classic. Þá glotti maðurinn djöfullega og sagði að það væri bjór í ísskápnum. Síðan kom sjúkrabíllinn og ég sat eftir með bjórinn. Hvernig fattar maður svona karla? Ég drakk nú til öryggis nokkra Classic, aldrei að vita nema hann yrði annars fúll og labbaði svo hingað heim. Þá var Tyrkinn á neðri hæðinni að flytja og ég varð svo glaður að ég hrein- lega brosti til hans. Ég meina, þetta er bilaður gaur. Það brást ekki, að eftir klukkan þrjú á laugardögum var hann byrjaður að spila þessa músík sína alveg í hvínandi botni, þú veist, svona músík eins og það ef... ... Drottinn allsherjar ynni í anda nýju stjórn- sýslulaganna hefði hann aldrei komist upp með að senda son sinn til jarðar. Hann hefði þurft að senda einhvern sér fjarskyldari. Til dæmis Lúsífer. Þá hefði heimur- inn orðið annar en hann er. ... Þorbergur Aðalsteins- son landsliðsþjálfari verður álíka langt frá takmarki sínu i prófkjöri sjálfstæðismanna eins og hann var frá því að sigra Finna með 27 mörkum, lendir hann ekki í sjötta sæti listans heldur í því tuttugasta og áttunda. væri verið að skera lappirnar af lif- andi ketti. Nú, og á sunnudögum reifst hann við konuna sína, garg- andi á bjagaðri ensku: „hóra - mella - þú hefur eyðilagt líf mitt! „ En nú er hann farinn og vonandi er konan farin frá honum. Jæja, elsku vinur, ég fer að hætta þessu. Heilsaðu vinur minn, þeim sem enn þá lifa og vilja þekkja mig. Ég skrifa betur með seinni skipun- um. Þinti Jón Stefánsson íþennan dálk, Ég bið að lieilsa, munu íslendingar íútlöndum skrifa bréfsín til okkar sem heima sitjum; segjafréttir af sjálfum sér, fjarlœgum sem nálœgari þjóðum og heimþránni í sjálfum sér. Jón Stefánsson er bókmenntafrœð- itigur og skáld og dvelst meðal Datia. FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 39

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.