Eintak

Issue

Eintak - 27.01.1994, Page 9

Eintak - 27.01.1994, Page 9
Nefnd á vegum fjármálaráðun- eytisins mun á næstunni skila af sér tillögum um breytingar á inn- heimtu skatta hérlendis. Meðal róttækustu hugmynda sem þar eru settar fram er að sameina inn- heimtu skatta á höfuðborg- arsvæðinu á einn stað. I núverandi fyrirkomulagi eru tveir aðilar sem aðallega innheimta skatta í borg- inni, gjaldheimtan og tollstjóra- embættið. I öðrum tiilögum nefnd- arinnar er lagt til að þessir tveir aðilar hafi með sér samstarf og samvinnu við innheimtu skatta í mismiklum mæli. Talið er að breyt- ingar á núverandi fyrirkomulagi geti leitt af sér töluverða hagræðingu fyrir stjórnsýsluna og er unnið að úttekt á því dæmi. Hvorki tollgæslustjóra né gjald- heimtustjóra var kunnugt um þetta mál er EINTAK hafði samband við þá í gærdag. Embættin tvö eru nokkuð ólík að því leyti að tollgæslan innheimtir um 40 ólík gjöld, þar með talinn virðisaukaskatt, fyrir ríkissjóð og skapar þannig um helming af tekj- um sjóðsins eða um það bil 40 milljarða á síðasta ári, en gjald- heimtan sér nær eingöngu um inn- heimtu á staðgreiðslu skatta, þar með talið útsvar. Snorri Olsen deildarstjóri í fjár- málaráðuneytinu, og formaður nefndarinnar, segir að upphaflega þegar nefndin var skipuð í nóv- ember í fyrra hafi legið til grund- vallar að sameina átti sýslumanns- embættin í Hafnarfirði og Kópa- vogi við embættið í Reykjavík fyrir áramót. Það er meginregla að sýslu- mannsembættin utan Reykjavíkur sjái um innheimtu allra skatta. „Við vorum því meðal annars að athuga með hvaða hætti innheimta sýslu- mannsembættanna í Hafnarfirði og Kópavogi kæmi inn í kerfið og hvort hún yrði flutt til gjaldheimt- unnar eða tollgæslunnar“, segir Snorri. „Síðan var hætt við þau áf- orm að sameina sýslumanns- embættin en nefndin hefur haldið áffam að kanna hvort ekki megi samtvinna eða sameina þessi tvö innheimtukerfi sem til staðar eru í Reykjavík." Niðurstöður í febrúariok Snorri Olsen segir að væntanlega muni nefndin skila af sér í lok febrúar en ýmislegt eigi eftir að kanna betur. „Við erum núna að afla okkur ýmissa gagna um rekstur þessara embætta svo sem fjölda starfsmanna og annað“, segir Snorri. „Annað atriði sem athuga þarf er ólík eignaraðild að embættunum þar sem tollgæslan er alfarið í eigu ríkissjóðs en gjald- heimtan að hluta í eigu Reykjavík- urborgar, enda eru starfsmenn hennar borgarstarfsmenn." Steingrímur Ari Arason aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir að ljóst sé að aukin samvinna eða sameining á innheimtuþætti þessara tveggja stofnana geti skilað hagræðingu í rekstri þeirra til hags- bóta fyrir ríkissjóð. Þess vegna hafi verið ákveðið að nefndin héldi áff- am störfum. „Það er engin spurn- ing að hægt er að sjá bæði fjárhags- legan og skipulagslegan ávinning af aukinni samvinnu eða sameiningu á þessu sviði og að með þessu megi bæta bæði þjónustu og virkni inn- heimtunnar", segir Steingrímur Ari. Lítt kunnugt um málið Er eintak hafði samband við Björn Hermannsson tollgæslu- stjóra og Þorvald Lúðvíksson gjaldheimtustjóra vegna þessa máls kom fram hjá báðum að þeim var lítt eða ekki kunnugt um fýrr- greinda nefnd eða vinnu hennar. Björn Hermannsson segir að hann hafi að vísu heyrt af þessum hugmyndum en ekki séð eða heyrt neinar útfærslur á þeim þannig að hann geti tjáð sig um málið. Aðspurður um hvernig honum lít- ist á hugmyndina sem slíka, svarar Björn að þetta megi eflaust athuga en ekki sé um nýjung að ræða því öll opinber innheimta hafi verið á einni hendi í borginni ffam til árs- ins 1960 þegar gjaldheimtan var stofnuð. „Eg tel þetta ekki fráleita hugmynd og hún gæti lukkast ef vel er haldið á spilunum“, segir Björn. Þorvaldur Lúðvíksson segir að hann hafi ekkert heyrt af þessu máli og geti því ekki né vilji tjá sig um það að svo stöddu. © Foreldrar fermingarbarna ættu að taka til í póstkössum sín- um er páskarnir nálgast á þessu ári því hafin er sala á límmiðabúntum með nöfnum þeirra. Kaupendur límmiðalistanna eru ýmsir á fermingarmarkaðinum; seljendur gjafavara, veisluþjónust- ur og þess háttar, sem hug hafa á að senda viðkomandi upplýsingar um þjónustu sína í pósti. Hvert límmiðabúnt kostar á bilinu 20- 30.000 krónur og hið eina sem kaupandinn þarf að gera er að setja miðana á umslög og henda þeim í póst. Eftir upplýsingum um söluna að dæma má búast við að hvert foreldri fái að meðaltali 10- 15 bréf í póstkassann fyrir þessa páska... Kosningar verða í Asatrúar- söfnuðinum í ár og ekki talið líklegt að margir gefi kost á sér í sæti allsherjargoðans. Vitað er að Jörmundur Ingi Reykjavíkurgoði sækist eftir embættinu, en auk hans hafa þeir Reynir Harðarson og Þorsteinn Guðjónsson verið orðaðir sem hugsanlegir fram- bjóðendur. Frestur til að skila inn framboðum rennur út í næsta mánuði en síðan munu meðlimir safnaðarins fá í hendur atkvæðaseðla. Sjálfu kjörinu verður síðan lýst á allsherjarþingi á Þingvöllum sem fram fer á Þórs- degi í 10. viku sumars... Fyrsta EINTAKI vel tek0 FyrsfcTeintakinu af EINTAKI sem vikublaði var vel tekið og sala þess var framar vonum. Móttökurnar benda til að það hafi verið rétt mat að þörf væri fyrir blað eins og EINTAK og gefa tilefni til mikillar bjartsýni um framhaldið. \ tilefni af þessum móttökum birtum við hér mynd af Arnari Má Jónssyni, sem kalla má guðföður viku- blaðsins EINTAKS. Hann kom inn á ritstjórn blaðsins, sem þá var mánaðarrit, daginn fyrir Þorláksmessu og spurði Gunnar Smára Egilsson ritstjóra hvers vegna hann færi ekki að gefa út vikublað, Pressan hefði selst svo vel þegar hann hefði verið ritstjóri þar. Þegar aðstandendur Nokkurra íslendinga hf., útgáfufélags EIN- TAKS, höfðu velt þessari hugmynd fyrir sór yfir jólasteikunum var ákveðið að hrinda henni í framkvæmd milli jóla og nýárs. Arnar Már var sá fyrsti sem skráði sig sem sölubarn og seldi grimmt í síðustu viku. Meira en stærstu stórmarkaðir Hagkaupa, svo dæmi sé tekið. En hvað ætlar maður sem er á við stórmarkað á unga aldri að verða þegar hann er orðinn stór? „Bóndi", segir Arnar. Hann ætlar að kaupa sér bústofn fyrir sölulaunin. Albert Guðmundsson segir að það væri heiður fyrir sig og gaman að því ef honum yrði boðið heiðurssætið á lista sjálfstæðismanna. Albert Guð- mundsson í heiðurssæti þjá sjálfstæð- ísmönnum? Sameiginlegt frantboð minni- hlutaflokkanna hefur valdið tölu- verðum taugatitringi innan herbúða sjálfstæðismanna. Sömu- leiðis hafa yfirlýsingar Alberts Guðmundssonar um að hann gæti vel hugsað sér að bjóða fram eigin lista, valdið sjálfstæðismönnum nokkrum áhyggjum. Nú hefur það heyrst að sjálfstæðismenn íhugi af mikilli alvöru að bjóða Alberti heiðurssæti á lista sínum og koma þar með í veg fyrir að hann fari í sérframboð. Þegar EINTAK bar þetta undir Albert sagði hann: „Það væri heiður og gaman að því ef þeir gerðu það en þeir hafa ekkert við mig talað.“ Kratar beita gæludýrum fýrir sig í deilunum um innflutning búvara Kjöt flutt inn tyrir mál- leysingja en ekki menn Heyrst hefur að valið standi á milli þeirra STEINUNNAR ÓSKARSDÓTTUR og Margrétar Sæmundsdóttur í eitt af sætum Kvennalistans á sameiginlega listanum. Steinunn er þekkt úr stúdentapólitikinni og er hún aðallega studd af yngri konunum í flokknum. Margrét er aftur á móti talin reyndari en hún hefur verið varaborgarfulltrúi... Kratar hafa gripið til óvenjulegr- ar röksemdafærslu í deilum sínum við Halldór Blöndal, land- búnaðaráðherra, um rýmkun á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þeir hafa bent á að kjötinnflutning- ur tíðkist í stórum stíl í formi hunda- og kattafóðurs og þar með sé komið ákveðið fordæmi. Gælu- dýrafóður er skilgreint sem landbúnaðarafurð og heyrir þessi innflutningur undir landbúnaðar- ráðuneytið samkvæmt tollskrá. Halldóri Blöndal er ekki skemmt yfir þessum málflutningi. „Lögin eru þannig að heimilt er að flytja inn ýrnsar búvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi, enda stangist það ekki á við heil- brigðisreglur. lnnflutningur á gæludýrafóðri hefur verið heimill á þessum forsendum“, sagði Halldór í samtali við EINTAK. „Á sama hátt hefur verið heimilt að flytja inn ost á pizzur og McDonaldshamborgara svo dæmi séu tekin. En ég get tekið undir það með krötum að það væri æskilegt að gæludýrafóður væri framleitt hér á landi.“ Þrátt fýrir þetta nýjasta útspil kratanna í landbúnaðarmálum, sem Halldóri finnst sjálfsagt vera í ætt við hundalógík, þurfa gælu- dýraeigendur varla að óttast að deilan verði til þess að lokað verði fýrir innflutning á fóðri ofan í mál- leysingjana. FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 - á.-• ;-»• -••-••• ••' : ' • • <

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.