Eintak

Tölublað

Eintak - 27.01.1994, Blaðsíða 18

Eintak - 27.01.1994, Blaðsíða 18
Mannkynið hefur gatað sig og skreytt sig með hringjum eða öðrum skrauti frá ör- ófi alda. Og þótt hringir í eyru hafi verið það eina sem sést hafi að ráði á vesturlöndum fram til þessa hefur alltaf eitt- hvað verið um til- komumeira skraut. Á síðustu árum hafa gatanir hins vegar orðið útbreiddari á Vesturlöndum. Sú tíska á rætur sínar að rekja til neðan- jarðarkúltúrs sem byggir á afturhvarfi til „frumstæðari“ gilda. Genesis og Paula P-Orridge íslandsvinirnir mikli úr Psychic TV. Til hvers að vera ífötum ef þú getur klætt þig með hringj- um. Eru núna á flóta undan yfir- völdum. Götun mannslíkamans hefur þekkst frá örófi alda. Til dæmis notuðu frumþjóðflokkar Indlands og Nýju Gíneu líkamsgötun til skrauts og ekki síst sem stöðutákn. Bein eru og voru sett í gegnum brjóskið milli nasanna og þungir hringir í eyrun. Mandan-ind- íánaættbálkurinn við Missouri-ána í Bandaríkjunum haíði þann sið að setja hringi í bakið eða á brjóstið á ungum mönnum innan ættbálks- ins og hengja þá svo upp í 10-20 mínútur. Þessum sið var lýst á dramatískan hátt af leikaranum Sir Richard Harris í kvikmyndinni A Man Called Horse og í leikritinu Indíánum eftir Arthur Kopit sem var fyrsta leiksýning sem hafði ald- urstakmark í Þjóðleikhúsinu. Meðal hinna fornu Egypta var hringur þræddur í gegnum ytra byrði naflans sem konunglegt tákn. Lífverðir Rómarkeisara notuðu hins vegar hringi í gegnum geirvör- turnar til að sýna hughreysti sitt. Á hinu siðvanda Viktoríutíma- Sailor Sid Diller Einn ótrúiegasti gatari samtím- ans. Eftir að hann komst á eftir- laun finnst honum ekkert skemmmtilegra að ferðast. Ekki sjóleiðina heldur flugleiðina. Og þá sérstaklega að fara í gegn- um vopnaleit. biii voru hringir hafðir í hávegum. Stúlkum þótti rétt að nota þá til að bæta lögun geirvartanna. Prins Al- bert er hringur sem ber nafn sitt af eiginmanni Viktoríu. Hann fer í gegnum þvagrásarop og út að neð- an á lim karlmanna og tíðkaðist meðal hefðarmanna. Þá voru í tísku svo þröngar buxur að nauðsynlegt þótti að hafa slíkan hring til að sjá til þess að typpið væri annað hvort hægra eða vinstra megin. I dag er Prins Albert enn álitinn toppurinn á tilverunni meðal þeirra, sem til þekkja. Það er þó ekki nema á færi hörðustu aðdáenda gatana að hafa þennan hring í sér en nautnin ku vera þeim mun meiri. Á okkar tímum hefur verið al- gengast að konur hefðu göt í gegn- um eyrnasneplana til að hengja í rándýr djásn. Ekki fengu þær að sitja lengi einar að þessu stöðutákni því rokkurum þótti við hæfi að bjóða viðteknum venjum byrginn með því taka þennan sið upp. Það leið 'ekki á löngu þar til hippar bættust í hóp gatara til að sýna og sanna jöfnun milli kynjanna. Hommar og lesbíur hafa alla tíð notað eyrnagötun sem leynileg skilaboð um hvers kyns er. Að vísu hafa „streitarar“ eyðilagt það merkjakerfi að miklum hluta með sívaxandi áhuga á hvers kyns göt- un. Pönkarar komu líka auga á notagildi götunar. öryggisnælan öðlaðist nýtt notagildi í munnvik- Fakir Musafar Sennilega mesti gatari allra tíma. Hann hefur prófað flestar gatanir heimsins einhverntima á lífs leiðinni. Indíána Sólardans- ins er nokkuð tilkomumikill í hans framkvæmd. um pönkaranna. Ekki sem bleyju- festing en greinilegt merki um að æskan hafði vaxið úr grasi. Við- brögðin létu ekki á sér standa: „Uppreisnarlýður!“ Fyrir nokkru var farið að auglýsa í Reykjavík: „Gerum göt í eyru“. Allir sem voru eitthvað fengu sér gat. Flestir drengjanna fengu sér gat í annað eyrað en stúlkurnar yfirleitt í bæði. Götunarölduna lægði nokk- uð hjá drengjum þegar sýnt þótti að þeir sem væru með gatið í vinstra eyra væru hommar. Nú á tímum, eftir fall pönksins og upprisu grænu byltingarinnar, þykir það aftur orðið smart og réttþenkjandi að gata líkamann. En nú leitast fólk við að finna nýja staði. Þetta er réttlætt sem afturhvarf til forfeðranna og staðfesting þess að nútímamaðurinn sé hinn nýi frumbyggi vestræns þjóðfélags og sýni uppruna sínum og náttúru virðingu með því að setja eitt gat í nasavænginn eða þrjú í eyrað eða eitt í augabrúnina. Víkingar nútím- ans — verðir framtíðar. Það sem kannski færri vita er að það þykir ekki lengur neitt tiltöku- mál út í hinum stóra heimi að gata þá staði sem helst má ekki nefna. Sumir álíta gatanir hluta af sínum lífsstíl en á fslandi er þetta þó ekki alveg eins almennt. Hinn bandaríski Fakir Musafar er frumkvöðull þeirra líkams- skreytinga sem þekktar eru í dag sem lífsstíllinn „modern primi- tive“. Frá því hann varð vitni að húðflúri, aðeins sex ára að aldri, þráði hann að fá að skreyta líkama sinn. Strax sem ungur maður fór hann til dæmis að reyra á sér mittið að hætti miðaldakvenna, lengja lim sinn og gata á sér líkamann. Hann setti króka í götin í geirvörtunum og hengdi sig svo upp í tré. Hann tók líka upp afríska hálslengingu. Hann er nú 64 ára. Dagsdaglega er hann bindisklæddur auglýsinga- maður en áhugamálin greina hann þó frá kollegunum. Helstu boðberar annarlegs lík- amsskrauts í Bretlandi eru íslands- vinirnir í hljómsveitinni Psychic TV þau Genesis P- Orridge og kona hans Paula Klúbbur þeirra Temple of Psychic Youth hefur að nokkru leyti orðið til þess að götun hætti að vera einungis hommamenning og breiddist út meðal „streitara“. Ge- nesis og Paula hafa hreinlega gatað allt sem gatað verður. Samanlagt eru þau með yfir 20 göt. Kunnugur segir að þau hafi miklu fleiri, enda eru þau þekkt meðal íslenskra vina sinna sem Penesis og Gála. Þau skreyta sig líka með húðflúri og hannaði Hilmar Örn Hilmarsson nokkur þeirra en hann lék með Ge- nesis og Paulu í Psychic TV áður en slettist upp á vinskapinn. Nú hafa hjónin verið útlæg ger úr heima- landi sínu því lögreglan komst yfir myndbönd í þeirra eigu þar sem sýnt var frá ýmsum athöfnum þeirra við götun og skreytingar. Á- lyktaði lögreglan sem svo að hér væri við öfuguggaklámhring að etja. Þó Genesis og Paula haldi statt og stöðugt fram sakleysi sínu geng- ur erfiðlega að sannfæra yfirvaldið. Uppreisnarhugur hefur komið götunarbylgjunni af stað. Einstak- lingurinn vill sýna að hann vilji eitthvað nýtt, vera öðruvísi og sýna að hann þori. Göt í gegnum líkamann gætu verið til að sýna að allt er enn þá mögulegt. Göt í gegnum kynfæri sýna þá fram á getuleysi hlutanna? „Gat fýrir frið“ því kalda stríðinu er lokið og því þurfum við að gata okkur til að minnast upprunans! Kannski er götunin bara yfirlýs- ing um að líkaminn sé gagnslaus. Og því ekki bara að gata á sér heil- ann með byssukúlu?© Einar Örn Benediktsson og Gerður Kristný 18 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 -j-

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.