Eintak - 27.01.1994, Qupperneq 20
bragi ólafsson er fyrrverandi Sykurmoli. Hann er sá sem stofnaði til
Jazzhljómsveitar Konráðs B. Og dró Bogomil Font fram í sviðsljósið þar sem
hann heíur verið síðan. Bragi er aðdáandi krúnera—raulara. Hér ræðir hann við
konung krúneranna á íslandi, Ragga Bjarna, sem er nýstiginn upp úr þre-
földum hörmungum; sprunginni skeilúgöm, ónýtri gallblöðru og fótbroti á sjálfri
Þoriáksmessu. Og kemst að því að Raggi heldur áfram ótrauður—og raulandi.
E hef alltaf haft sérstakt dálæti á hinum
svokölluðu krúnerum, þeirri tegund
söngvara sem ófáir kalla raulara og eru alla
sína tíð að syngja lög eftir aðra en þá sjálfa.
Sumir þessara söngvara eru jafnvel þekktir
fyrir eitt eða tvö lög sem þeir hafa samið
sjálfir en oftast er það þó rödd þeirra eða
persónuleiki sem gerir þá að þeim darlings
sem svo nauðsynlegar eru fyrir út-
varpstækin og skemmtistaðina. í orðabók-
um er talað um krúnera sem lágraddaða
söngvara sem syngja á tilfmningasaman
hátt, í útlöndum eru til menn eins og
Frank Sinatra, Julio Iglesias og Dean
Martin, og hér á klakanum, þar sem ekki er
síður þörf á tilfinningasömum söng, getum
við nefnt sem dæmi Alfreð Clausen,
Hauk Morthens eða Bogomil Font. En þá
erum við reyndar að gleyma einu nafni sem
mig grunar að sé í hugum margra dægur-
lagasöngvari íslands númeró únó. Það er
reyndar spurning hvort þessir íslensku
dægurlagasöngvarar sem ég nefndi geti
með réttu kallast tilfmningasamir, á sama
hátt og til dæmis Julio Iglesias, því oft er
sett samansemmerki milli tilfinningasemi
og væmni. En þá verðum við bara að teygja
örlítið úr hugtakinu krúner til að. koma
okkar mönnum undir sama hatt. Og ekki
bara þessum þremur sem ég nefndi hér að
ofan heldur líka Ragga Bjarna. Því ef það
er einhver einn maður sem með réttu getur
kallast lágraddaður söngvari með flottan
sjarma og stíl, er það Raggi.
Fyrstu kynni mín af Ragnari Bjarnasyni
voru af jólaplötu sem hann tók upp með
Ellý Vilhjálms. Foreldrar mínir áttu þá
plötu og spiluðu hana óspart á Telefunken
græjuna sína, sem ekki var aðeins plötu-
spilari og útvarp, heldur einnig plötuskáp-
ur sem innihélt Herb Albert, Dave Bru-
beck, Frankie Boy, litla plötu með Viva
Espana og svo þessa hátíðaplötu með
Ragga og Ellý. Þetta var á unglingsárunum
og þá þótti betur við hæfi að hlusta á jóla-
lög með ensku pöbbrokkurunum Slade eða
bara Gary Glitter. En ég man hvað mér
fannst þessi plata einstaklega hallærisleg Ég
fékk meira að segja svo mikla óbeit á einu
lagi hennar, Litla trommuleikaranum, að ég
hef aldrei tekið það í sátt síðan. Jafnvel þótt
Bing og Bowie hafi reynt að betrumbæta
það, svo og Sigga Beinteins um síðustu
jól. En sú var þó ekki raunin með önnur lög
sem ég heyrði stuttu síðar með þessum
söngvurum, Ragga og Ellý. Ég hafði mjög
laumulegt gaman af Sumaraukanum henn-
ar Ellý, „Gullfoss með glœstum brag,
o.s.frv...“, og Ragga tók ég í fulla sátt þegar
ég heyrði Vertu ekki að horfa svona alltaf á
mig.
Fyrsta skiptið sem ég sá Ragga berum
augum var inni á bílasölu í Faxafeni fyrir
nokkrum árum. Ég var að fara að hitta vin
trommuleikarinn og mig minnir endilega
að ég hafi komist í einhverja undurfurðu-
lega jólastemmningu sem ég reyndi af veik-
um mætti að ýta frá mér. Þetta var í febrúar
eða mars. En þarna var sem sagt Raggi, svo
afslappaður að sjá að ég gat ekki ímyndað
mér að það væri á hans valdi að selja þessa
hraðskreiðu bíla sem í kringum hann voru.
Aður en ég færi að hitta herra Bjarnason,
og núna í annað sinn, ákvað ég að verða
mér úti um bókina um hann sem kom út
um þarsíðustu jól. Því það var í rauninni
ekki margt umfram þetta ofannefnda sem
ég vissi um hann. Ég vissi þó að hann hafði
staðið ein fimmtán ár í stafni vinsælustu
skemmtiskútu landsins fyrr og síðar, Sum-
argleðinnar, og einhverra hluta vegna
tengdist nafn hans í huga mér Hótel Sögu,
eða nánar tiltekið Súlnasalnum. Ég rölti
daginn fyrir síðustu jól.
En hann ber sig vel og það
er ekki á honum að heyra
að þetta hafi beygt hann á
nokkurn hátt.
Þegar ég hef kennt sjálf-
um mér á upptökutækið
og virði fyrir mér í
leiðinni huggulega stof-
una hjá Ragnari, spyr ég
hann út í blendnar
viðtökur sem bókin hans
fékk hjá einum gagnrýn-
anda hér í bæ.
„Ja, einum gagnrýnanda
fannst vera of mikið af
fýlleríssögum í henni. En
það er nú ekki alveg rétt
hjá honum, ég var bara að
77/ að kóróna þetta tvennt braut hann á
sér fótinn daginn fyrir síðustu jól. En
hann ber sig vel og það er ekki á honum
að heyra að þetta hafi beygt hann á
nokkurn hátt.
niður á Borgarbókasafn til að spyrjast fyrir
um bókina en fékk þau svör hjá starfsfólk-
inu að það hefði aldrei þurft að raða þeirri
bók upp í hillurnar, hún hefði verið í útláni
allt frá því hún barst þeim, og ekki aðeins
frá aðalsafninu heldur öllum útibúum í
bænum. Þannig að ég varð að leita til útgef-
anda og hann var svo vænn að gefa mér
eintak.
Það er óþarfi að taka það fram að ég átti
ágætis stundir með þessari bók, í henni eru
margar skemmtilegar sögur frá ferli Ragn-
ars og ég held hún gefi nokkuð góða mynd
af íslenskum skemmtanabransa á árunum
1950 til 80, eða þar um bil. Að loknum lestri
hafði ég ekki ósvipaða tilfinningu gagnvart
hetju bókarinnar en ég hafði fengið þegar
ég rakst á hana á bílasölunni forðum;
Ragnar virðist vera afskaplega afslappaður
náungi, þótt pípan sé horfin úr hendi hans,
og það sem helst einkennir áralangt starf
hans í þessum grýtta og harða bransa er hve
gaman hann hefur af því að vinna með
öðru fólki. Það er þó langt frá því að bókin
lýsi einskærri hamingju og áfallalausri
gleði, hún bendir á ýmislegt sem betur
hefði mátt fara, en þegar upp er staðið stíg-
ur Ragnar upp af blaðsíðum hennar sem
heilsteyptur maður, og óbrotinn...
Það kemur mér því frekar á óvart, þegar
ég heimsæki hann, að hann tekur á móti
mér höktandi á hækjum! Hann hafði
brotið á sér fótinn á Þorláksmessu og hefur
síðan þá skakklappast á þessum tveimur
Það sem helst einkennir áraiangt starf hans í þess-
um grýtta og harða bransa er hve gaman hann hef-
ur af því að vinna með öðru fólki.
minn sem starfaði í sömu byggingu, ég var
ekki alveg viss um hvar hann væri að finna
og til að komast að því gekk ég til tveggja
manna sem sátu við skrifborð umkringdir
glansandi bifreiðum sem biðu eftir að
komast í réttar hendur. Ég vatt mér að
öðrum þeirra og spurði til vegar. Á meðan
ég hlustaði á útskýringar mannsins varð
mér litið á hinn. Sá hallaði sér aftur í stóln-
um sínum, hélt á pípu og leit einna helst út
fyrir að hafa ekki áhyggjur af að selja fleiri
bíla þann daginn. Það tók mig smástund að
átta mig á hver þetta var en um leið og það
gerðist tók að hljóma í höfði mér Litli
misfljótu hjálparpinnum. Á meðan ég kem
mér fyrir í sófanum hjá honum fer hann að
grínast með að nú hljóti örlögin að fara að
hlífa sér, að allt sé þegar þrennt er, þetta sé
þriðja óhappið sem hann lendi í á tiltölu-
lega stuttum tíma. Fyrir tæpum tveimur ár-
um lenti hann í því í New York að skeifu-
görnin sprakk, frá nafla upp að þind, og
það var aðeins fyrir hina mestu mildi að
ekki fór á versta veg. Því lýsir hann eftir-
minnilega í bókinni. Á síðasta ári var svo
fjarlægð úr honum gallblaðran og það ferli
allt kostaði hann heila tvo mánuði. Til að
kóróna þetta tvennt braut hann á sér fótinn
segja frá bransanum eins
og hann var. Mig langaði
nú helst að hafa þetta í
léttari kantinum og
skemmtilegt, og þá urðu
þessar vitleysingasögur að
fylgja með. Það er þó ekki
rétt að þetta séu endalaus-
ar drykkjusögur. En
andrúmsloftið í þessum
bransa í gamla daga var
bara öðruvísi en það er í
dag. Það þótti sjálfsagt að
menn fengju sér einn
laufléttan áður en þeir
stigu upp á svið. Og í
þessu ólst maður upp og
var á kafi í þessu öllu sam-
an og þess vegna er ekkert
skrýtið þó maður segi frá
þessu. Ha? En svo voru
náttúrlega margir sem
aldrei smökkuðu vín,
menn eins og Haukur
Morthens, Ómar Ragn-
arsson, Svavar Gests
og svo auðvitað pabbi
minn, Bjarni Böðvars-
son. Pabbi var stórt nafn í
þessum bransa og fór í
gegnum þetta algerlega án
þess að smakka það. Og
svo voru náttúrlega menn
í þessu líka sem gátu
fengið sér í glas án þess að
sæist nokkurn tíma á
þeim. Annars er eitt í
þessu sem má ekki gleym-
ast, og það er að við vor-
um að vinna oft sex eða
sjö kvöld í viku og áttum
aldrei nokkurn tíma frí.
Og ef menn vildu
skemmta sér þá var helfet
að þeir gætu það á árs-
hátíð Hljóðfæraleikar-
aféiagsins, annars vorum
við sjálfir að spila kannski
350 daga á ári. Þannig að ef
við vildum gera okkur
glaðan dag, þá varð það að
vera í vinnunni, helst þeg-
ar tók að líða á seinni
hluta balls og síðan eftir
vinnu. En þetta er nú að
mestu leyti breytt í dag,
vinnuálagið minna og ef
„Ef við vildum gera okkur glaðan dag, þá varð
hluta balls og síðan eftir vinnu.“
til vill heilbrigðari viðhorf.
Svo er líka skemmtanalífið
breytt frá því hvernig það
var, ég held það sé mun
minni drykkjuskapur og læti
í dag.“
Wið það að Ragnar fer að
rifja upp þessa veröld sem
var á skemmtistöðum lands-
ins fyrir innflutning bjórsins
og svo framvegis, gerum við
okkur grein fyrir að það er
kannski ekkert svo sniðugt
að tala um það sem var, enda
stendur það allt í bókinni,
þeirri sem stöðugt er í útláni.
Þannig að strax í upphafi
þessa viðtals gjóum við aug-
um hver til annars, með
sömu spurn í augum: Er viðtalið þá búið?
Nei nei, ég minntist nú bara á bókina og
gagnrýnina sem hún fékk vegna þess að
hún var svo fersk í minninu. Enda lauk ég
við að lesa hana kvöldið áður en ég heim-
sótti Ragnar.
Nei, viðtalið er ekki búið. Ég velti því fýrir
mér hvort ég eigi að segja honum frá fælni
minni í garð Litla trommuleikarans, en
finnst það ekki viðeigandi svona strax. Þá
rifjast upp fyrir mér að Ragnar hóf opin-
beran tónlistarferil sinn með trommuleik.
Rétt eins og annar þekktur lágraddarsöngv-
ari, Sigtryggur Baldursson alias Bogomil
Font. Og þar með er ég kominn með
spurningu: Hvað finnst Ragnari um Bog-
omil og hina efnuðu fylgisveina hans?
„Það eru skemmtilegir gaurar. Ég söng ein-
mitt með þeim uppi í Mosfellssveit um
daginn. Með því að vera að spila lög eins og
20
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994