Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 27.01.1994, Qupperneq 25

Eintak - 27.01.1994, Qupperneq 25
Sjálfsagt er erfitt að hugsa sér verri stað að hanga á um jól en fangelsi þrátt fyrir að þar sé nægur friður. Fanga vantar flest annað en frið alla daga ársins og eiga því bágt með að halda sérstaka hátíð fyrir hann. Á hverjum jólum undanfarin níu ár hefur BUBBI MORYHEHS haldið tónleika á Litla Hrauni á aðfangadag. Og tekið með sér skáld og rithöfunda til að lesa fyrir fangana. Hallgrh íiur HELGASOM, rithöfundur og myndlistarmaður, slóst í för með þessum miskunnsama-samverja-túr Bubba síðasta aðfangadag og skrifar hér skýrslu um ferðina. Aðfangadagsmorgunn klukkan tíu og Bubbi hringir bjöllunni stundvíslega, stendur úti á i tröppum með Malcolm X húfuna 'sína, segir „blessaður“ og er svo rokinn aftur út í bíl. Hann er staddur í miðri sögu, þaut upp tröppurnar í miðri setningu, og þeir bíða eftir botninum út í bíl, greiðabílstjórinn og Sjón. Þegar ég stíg inn skömmu síðar er Bubbi staddur í Moskvu, á hóteli sem var svo grand að „maður var klukku- tíma að labba úr lyftunni að her- bergishurðinni Bubbi Morthens er að leggja upp í sína árlegu tónleika- og upplestr- arferð á Litla Hraun. Þetta er í ní- unda sinn sem hann fer austur á aðfangadag, og að þessu sinni fylgja honum skáldin Linda Vilhjálms- dóttir, Sjón og Einar Kárason sem er að fara þangað í fjórða sinn. Auk þess bætist KK síðar í hópinn. Bubbi smalar skáldunum saman með greiðabíl, stekkur annað slagið út úr bílnum en stoppar ekki á milli við að segja okkur sögur. Sögur, sögur, sögur velta út úr Bubba eins og gullplötur. Rússland fyrir Glasnost. Stebbi Almanns Malagafangi. Vilhjálmur Svan í Kolaportinu. Valli bíó. Dolli bróðir Siggu djasspútu. Morð á Snorra- braut. Og við ekki enn komin upp á Miklubraut. Á meðan við bíðum á ljósunum rifjar hann upp nokkra snjalla söguþræði eftir Jón Óttar Ragnarsson. Skáldin sitja þögul undir þessu, hlusta vel og skjóta annað slagið inn greina- og kaflaskilum. Kára- son kemur þó inn annað slagið, greinilega best heima í þessum goð- sagnaheimi. „Valli bíó. Pabbi nans átti bíó í Hafnarfirði oa lét strákinn vera vio innganginn og rífa af. Þa kostaði kannski þrjúhundruðkall inn en Valli hleypti mönnum hins vegar miðalausum inn ef þeir borguðu honum tvöhundruðkall. Bíóið fór á hausinn en Valli fékk nafnið... “ stuttu síð- ar erum við stödd á Umferðar- miðstöðinni og færum okkur úr greiðabílnum yfir í KK-bílinn sem Bergur ekur. Bubbi kaupir kók á línuna („maður er orðinn hooked á þessu. Ein lítil kók. Hérna gjörið þið svo vet) og svo er lagt í hann. Frá kóki færist umræðan yfir í Pepsi og þaðan yfir í Michael Jackson og Bubbi nýbúinn að sjá hann sjúga ekkann í sjónvarpinu. „Að sjá hann, karlgreyið. Manni fannst hann vera að segja sannleikann, það var svo átakanlegt að sjá hann. Karlgreyið Og einhvern veginn finnst manni að Bubbi skilji hann. Hinn íslenski King of Pop. Michael Jackson, „karlgreyið", ljósmyndaður nakinn af kynlífslöggunni í Hollywood og ég reyni líka að smella af eins og hægt er, smella af Bubba, Lindu, Sjón og Kárasyni. Flassblossar í bílnum og Hellisheiðin snævi þakin, bjart jólaveður og brátt erum við í Þrengslum. Og Bubbi alltaf í fjórða gír. Þegar hann er búinn með Laureen Hutton, Bergþóru Árnadóttur og Einar Örn að horfa á spólu úr Boxmyndasafni Bubba Morthens verður Bubbi „more tense'. Er kominn í hringinn með Múhameð Ali, farinn að lýsa kröppum dansi árið 1969 í miðjum Þrengslum, þegar Ali fékk höggið í heilann og gat þá ekki lengur sagt sjónvarpsmönnum að vera tilbúnir með auglýsingarnar „quick, quick, be ready with the commercials, ’cause I’m gonna knock him dead right now.“ „Nelson Mandela segir að Ali hafi verið mikilvœgari í baráttunni en Martin Luther King.“ Sögur, sögur sögur, úr Morthensmunni. Áður en ég næ þessu niður í minnisblokkina erum við komin upp á efstu hæð í svítuna á Hótel Esju þar sem Bob Dylan vakir fimmtugustu nóttina í röð, með hettu yfir hausnum og starir á Esjuna („hann var ánœgður með útsýnið") og enginn snjór í henni, en hvítt fjall á borðinu fyrir framan hann. „Maðurinn var svo lyfjaður maður“ segir Bubbi með áherslu og svo réttir Dylan honum „hvíta loppuna“, heilsar sínum íslenska munnhörpukollega „hi, how are you, thank you for opening for me“ og biður hann að redda sér grasi. Bubbi nær að smala saman níu grömmum í Reykjavík, og Dylan verður að lokum svo „rosalega lyfjaður‘ að efri vörin vindur upp á sig og festist yfir framtönnunum áður en hann fer á svið í Laugardalshöll. Míkrófónninn dettur niður í hálsmálið á honum og fyrstu lögin hljóma dálítið einkennilega, þar til hann nær að losa vörina úr greipum gómsins. Þá blaktir hún á hak við dylanskt nef og „eftir það var hann góður og þetta varð dúndur konsert.“ Segir Bubbi og lýkur sögunni með myndrænni lýsingu á þessu niðurlúta nefi meistarans sem —y FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1994 25

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.