Eintak

Útgáva

Eintak - 27.01.1994, Síða 26

Eintak - 27.01.1994, Síða 26
wmm lengist með hverju ári og hverri nös. Við rennum niður af Hellisheiðinni, niður eftir nefi Bob Dylans og niður á láglendið. Bubbi verður natúra-lýrískur þegar ströndin birtist. „Alltaf fundist svo fallegt hér við Þorlákshöfn, fjaran og melgresið, þetta minnir mig á Jótland. En ég var samt aldrei hérna á vertíð. Það fór illt orð af þessu fyrirtœki hér, Meitlinum, en Tolli bróðir var hérna.“ Gamli farand- verkamaðurinn fer síðan úr galla- jakkanum og lyftir upp skyrtu- erminni til að sýna okkur nýjasta tattúið sitt, „gamalt Azteka-munst- ur“ á upphandlegg. Síðasta tattúið. „Nú er ég hcettur. Ég cetla ekki að enda eins og lampaskermur.“ Ós- eyrarbrúin, Eyrarbakki, hvít jörð og „þarna er hann, Kastalinn.“ ALMENNA DEILDIN Von bráðar erum við stödd inn á ganginum í Almennu deildinni á út í maí sem nýr maður. Búinn að fara í „víkinginn“ (ákveðin tegund meðferðar) og staðráðinn í því að byrja nýtt líf þó öll ættin sé búin að snúa baki við honum. Bubbi spyr um ástandið á staðnum og hann svarar því til að móraliinn hafí stórlagast eftir uppþotið í haust. Andrúmsloftið hafi hreinsast. „Og égget sagt ykkurþað, að ídag eru allir edrú hérna. I fyrsta skipti í langan tíma.“ Meðferðarfundir og sálfræð- ingur með í ráðum. Bubbi fagnar þessu. „Þetta er eini sénsinti sem þið hafið strákar rnínir, það er AA. Því það vantaralveg eftirmeðferð eftir að þiðfarið út.“ Herbergið er lítið en vistlegt og hlýlegt, það geislar einhver ein- lægni og trú af hverjum hlut hér inni. Hvítur þykkur kross yfir höfðalaginu og á honum hvílir gamla Rimlarokks-albúmið. Göm- ul og sorrý kafftkanna kraumar í Litla Hrauni. (Nú, eftir uppþotið, eru deildirnar þrjár. Almenna deildin með um fjörutíu föngum og síðan tvær einangrunardeildir: A með sex föngum og B með fjórum.) Bubbi er mættur og var þó mættur fyrir. „Lífið er ljúft“ hljómar úr opnum klefa innst á ganginum og fangarnir fagna sínum manni, þeir eru flestir um tvítugt en einnig nokkrir eldri og einn þeirra faðmar Ásbjörn að sér. „Gaman að sjá þiggamli minn.“ Á meðan rithöfundarnir hita tunguna í kaffi fram á skrifstofu þar sem Einar spyr verðina hvers vepna „Banda- ríkjamanmnum“ sé ekki sleppt til að þjóðnýta nann í Sophiu Hansen-málið og fær svarið „nei, þao hefur bara sýnt sig að maðurinn er fúskari“, fyigi ég Bubba inn á herbergi hjá kunningja hans, gamalreyndum fanga sem nú er að komast á beinu brautina og stefnir horninu og samfangi kemur með dollu af smákökum og býður. Bubbi skreppur fram og þeir spyrja mig á meðan út í skáldin, hverjir séu mættir. Ég fer yfir listann og þeir kveikja þegar ég nefni Lindu. „Bíddu Linda, Linda hérna, eitthvað kannast ég við það. Linda Pé?“ Bubbi birtist affur og biður um penna. Ég lána honum pennann og á meðan hann áritar sitt Ljúfa líf fyrir strák úr næsta herbergi spyr hann: „Strákar, voru þið búnir að heyra um hann DoddaT „Já, alveg svakalegt maður. Okkur grunaði þetta nú reyndarjtrax þegar við lásum fréttina." Þeif ræðs sameiginlegan kunningja sem fór út fyrir tveimur árum en er nú aftur á leiðinni inn, til lífstíðar. Það er dramatískur tónn í rödd herbergis- ráðanda þegar hann horfir í augun á okkur og segir: „Og það 26 eina sem getur breytt því skal ég segja Íkkur, er forseta- un.“ Vigdís Finnboga- dóttir hangir innrömmuð á vegg fram á sal þar sem upplestrar- tónleikarnir fara fram. Billjardborð og fótboltaspil og óvenju gervilegt gervijólatré. Nokkrir strákar á jogg- ingbuxum og töflum raða stólum á meðan Bergur og Bubbi koma söngkerfmu fýrir. Andrúmsloftið er afslappað og maður furðar sig á því að hafa ekki þurft að ganga í gegn- um nokkur rafmagnshlið og leitar- tæki. Allt í einu er maður kominn inn í herbergi og áttar sig ekki á því strax hverjir eru fangar og hverjir starfsmenn. Þetta gæti verið á heimavist. Heimavist með slag- brenndum stálhurðum og rimlum fyrir gluggum. Drengurinn með röntgenaugun, Sjón, kemur auga á tattú sem glittir í undir skyrtuermi eins fangans: ís- land á röngunni. Negatívan af landinu. ísland séð neðan frá, úr undirheimunum. Fyrsta prógrammið. 1 Almennu deildinni. Bubbi byrjar. Syngur þrjú lög fyrir kassagítar, munnhörpu og rödd. Ef sál mín hefði vængi væri hún flogin fyrirlöngu frjils undan oki þessara gulu veggja. Og veggirnir eru gulir. Drengirnir sitja alvarlegir og hlusta. Klappa án þess að æsa sig. Allir með svipaða klippingu. Fanga- vörður færir einum þeirra jólakort, þeim sem bauð okkur kaffið inn á herbergi hjá sér. Hann horfir vantrúaður á kortið með svipnum „þetta getur ekki verið til min“ og stendur upp til að skila því. Að söng loknum messar Bubbi yfir strák- unum. „Eins og eldprestur“ segir Einar Kárason sem er næstur og les létt ritskoðaðan kafla úr „Fyrir- heitna landinu" um það þegar Baddi fór á Hraunið og svo til beint út aftur. Og ég bara, ha?! Er ég ekki hérna inni for good? Neinei, það er komin hérna tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu. Og ég fæ umslag og það eru peningar og allt. Svo ég fór bara þarna út á veg og tók Greyhound beint í bæinn. Einar er að lesa hér í fjórða sinn og er greinilega vanur. „En þetta er í fyrsta sinn sem ég les kaflann um Hraunið.“ Það léttir aðeins yfir salnum við lesturinn og strákarnir hlæja á réttum stöðum. Kannast greinilega við þennan sagnamóral og kunna vel að meta gælunöfn eins og Tóti tussusnúður. Síðan kemur Linda og skelfur dálítið eins og skáld á rauðum sokkabuxum. Hún er í „upplestrarbúningnum“ sínum, þeim sama sem hún var í á ljóðakvöldinu í París fyrr í haust. „Ég er mjög vön að lesa upp, en nú er ég dálítið stressuð“ byrjar skáldkonan en strákarnir taka henni firnavel og klappa eftir hvert ljóð. Seinna spyr ég hana hvernig það hafi verið að vera eina konan á staðnum.„Þeir voru óvenju kurteisir og Jþakklátir áhorf- ur, dálítið feimnir kannski. Eg vissi fyrirfram að ég yrði þarna ekki bara sem skáld, heldur líka kona. Óg þess vegna var ég i jolakjól og rauðum sokkum.“ Síðastur er Sjón og les ævintýri innan úr nýrri skáldsögu: Gargan- túískan kafla um Berserkinn og hænuungann sem kveikir glott um salinn og út í horni er hvíslað; tveir góðir bæta í söguna, hún kveikir í þeim og þeir verða rauðir í framan af innibyrgðum hlátri á meðan Sjón lýsir því hvernig Berserkurinn útvíkkaði hænurnar sínar með því að sjúga sífellt úr þeim eggin. „Jœja strákar mínir, gleðilegjól og vonandi að ég sjái ykkur ekki hér aft- ur um nœstu jól, þakka ykkur fyrir.“ Slúttar Bubbi og þá er það næsta deild. EINANGRUNARDEILD A Við færum okkur yfir í nokkuð nýlega viðbótarálmu sem var „reist utan um einn mann, Sarvar Ciez- elski." Segir Bubbi inn eftir köldum gangi sem tengir byggingarnar. Límmiði á vegg: Hreint loft, hrein samviska. Og við hlið hans tölvu- prentuð tilkynning um auka- heimsóknardag, jóladag 25. des- ember. Fangarnir geti þannig feng- ið heimsókn tvo daga í röð „en þó ekki þannig að um sömu gesti sé að rœða í bœði skiptin.“ Stemmningin er öllu rimlaðri hér. Andrúmsloftið þyngra. Eins og katli, tréborð til að matast við og svart sófasett í sjónvarps- horni. Sama jólatréð, með snúru i sambandi- Eins og raftæki. A vegg í horni við vaskinn hangir mynd eftir einlæga stúlkuhönd: Blómamunstur utan um mannsnafn og, fyrir neðan það: Eg elska Þig- Ástin sigrar er fremsta bókin í stafla sem stend- ur á steypusyllu. Aðrir titlar: Rétt- lceti - ekki hefnd, Minn hlátur er sorg og Einmana en aldrei einn. Einn reykskynjari á mann og fangarnir hver með sína sígarettu- tegund, hálf ólundarlegir. Einn þeirra lætur ekki sjá sig. Bubbi reynir að hressa þá við. „Ætlið þið ekki að fá ykkur sceti strákar mínir, svona komið hérna niður i sófann. Það er ómögulegt að frarnan þá í sófanum og er að stilla þegar einn þeirra tekur út úr sér sígarettu og spyr með lítið notaðri rödd: „Ertu ekki til í að taka lagið um konuna þína?‘ „ Viltu að ég taki það?' Og vottar fyrir efa í spurningarmerkinu. „Á.“ Það er svo gott að elska, það er svo gott að elska, það er svo gott að elska, konu eins og þig. Syngur Bubbi af hugrakkri ein- lægni frammi fýrir fimm dæmdum mönnum í einangrun. Sá sem bað um lagið lygnir aftur augum og tek- ur undir með vörunum. Hinir hlusta hlutlausir, slá af sígarettum, einn leggur forláta pípu á borðið, hún er með silfurlitu loki og getur staðið sjálf, og sá yngsti þeirra horf- ir út undir sér á trúbadorinn með frosið þjáningarglott á vörum. Svo les Linda ljóðin sín og það verður ákveðið móment í því síð- asta. KJÓLFÖT Eitthvert haustið gifti ég mig á hvítum kjól í lítilli kirkju á landnámsjörð svo keyrum við hringveginn ég og maðurinn á amerískum bíl og ég verð íkjólnum á meðan. hurðirnar fyrir klefunum sex, mosagrænar að lit. Flestar opnar. Hér á einangrunardeildinni eru klefarnir öllu klefalegri, klósettskál og beddi, skápur og gluggi. Allir hlið við hlið og reykskynjari fyrir framan hvern. Og klefaveggirnir eru þaktir plakötum, fánum og myndum. Einn þeirra er heilskreyttur stórgerðu múrsteina- munstri og áletrun yfír: Pink Floyd. TheWaii. Aðrir veggir eru hvítir og auðir. Fyrir framan klefana, niður stuttar tröppur, er sameiginlegt íverusvæði, eldhúsbekkur með opnum kornfleks- pakka og hraðsuðu- spila fyrirykkur út um allt." Þeir þjr ' appa ser saman i sinn nvorn sófann, þrír og tveir. Félagar. Kollegar. Samfangar. Langtímafangar. Strokufangar. ^,Uppreisnarseggir“ a hvitum sokkum og berfættir, í klossum og á sundlaugar- toflum. Langnærðir. Fölir. Út um glugga hátt á veggnum gegnt klefaveggnum sér út á útivistarsvæði með rækilega rimluðu þaki. Kannski þrjúhundr- uð fermetrar í allt, klefar, stofa og garður. Þeirra einangraði heimur með æfmgabekk á miðju gólfi. Bubbi stendur á gólfinu fýrir Þeir horfa á skáldkonuna, sauma á hana kjólinn með augunum, í huganum komnir undir stýri á þeim ameríska. Klossi lyffist aðeins, eins og hann hafi stigið á kúplingu. Glottið á vörum þeirra samt enn bara 0.035 prósent. Einn þeirra stendur síðan upp og gengur að hraðsuðukatlinum á eld- húsborðinu, fýllir hann af vatni og stingur í samband. Fangavörður á blárri skyrtu með bindi hallar sér fram yfir steinvegginn yfir vask- inum og fylgist gaumgæfilega með athöfnum fangans. Likt og hann ætli að flýja út um innstunguna. Einar kynnir annan kafla um Badda „sem átti sér fyrirmynd: Bóbó á Holtinu. Hann dó í vetur." Undir lestrinum birtast þeir KK með der- húfu og Þorleifur bassaleikari. Klukkan er orðin vel yfir tólf og Kommi enn sofandi úr sér Þorláks- messuna heima á Lindargötunni. Að loknum lestrinum sest KK á sjónvarpið og byrjar að glefsa með nöglinni. „Eigum við að pikka?' Hrópar Morthens alltaf jafn energískur og grípur gítarinn úr Bergshöndum. „Hvað ertu með, E?' Já, það er E og KK og tveir fyrr- um utangarðsmenn á Þjóðvegi númer 66 inn í sófahorni á Litla Hrauni á aðfangadegi númer 1993. Til eru fjöll sem alltaf eru blá, draumar sem rætast, trúðu á þá. Sundtöflurnar tifa í takt og það FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.