Eintak - 27.01.1994, Page 30
sem pæsturinn frá Akureyri varð fyrir af þessari
Götulíf í Chicago
„Að ferðast um götur Chicagó er all-ískyggilegt fyrir ókunnuga,
þótt vanir séu stórborgum. Hefi jeg hvergi séð eins hrikalega og
óða umferð sem í Chicagó, enda farast menn þar á strætum, að
sögn, á hverjum degi, sem Guð gefuryfir. Umferð og keppni á
strætum er hvergi íheimi sögð jafnmikil og hér, einkum í miðhluta
bæjarins; er eins og allt sé íuppnámi og menn og skepnur fari
hamförum; fyrir því verða slys og ófarir þar daglegt brauð. “
nútímalegustu borg síns tíma.
Sporvagnar um traðir og stræti
Bílöld var vitaskuld ekki hafin vestra fremur en annars staðar þegar
síra Matthías átti þarleið um og ferðaðist fólk um í hestvögnum
eða sporvögnum. Sporvagnarnir hjuggu stórskörð í raðir
stórborgarbúa og sáluðust að meðaltali tveir á dag á teinum þeirra.
Á síðasta áratug nítjándu aldar
urðu miklar deilur um það hvort
Island ætti að taka þátt í heimssýn-
ingunni miklu sem halda átti í
Chicagó árið 1993 — hinni svo-
kölluðu Kólumbíu-sýningu. Ljóst
þótti að þetta yrði hin veglegasta
sýning, og mun mörgum íslend-
ingum hafa fundist brýnt að við af-
komendur víkinganna sýndum
hreysti okkar og hugvit til að halda
á lofti nafni Leifs Eiríkssonar á
sýningu sem kennd væri við Kól-
umbíu — holdgerfmgu álfu þeirr-
ar, sem Kólumbus rakst á. Sýningin
var reyndar umtöluð í flestum
löndum, svo mjög að síra Matthí-
as Jochumsson skrifaði: „Síðan
Napóleon 3. var steypt frá völdum,
hefir enginn atburður sett jafn-
marga penna í hreyfingu eins og
sýningin í Chícagó." Hann gekk
reyndar svo langt að hann skrifaði:
„Chicagó-sýningin er svo mikil og
verður svo afleiðingarík, að vart
hefir meiri viðburður orðið í ver-
aldarsögunni síðan Kolumbus fann
Vesturheim — viðburður í menn-
ingarlega stefnu.“
Það varð úr á endanum að Matt-
hías Jochumsson fór til Chicago,
mest fýrir stuðning Vestur-Islend-
inga sem skutu saman 700 dölum
til að kosta skáldið vestur til sín. Yf-
irvöldum á Islandi mun hafa þótt
of dýrt að taka þátt í sýningunni á
nokkurn hátt, og því fór það svo að
víkinganna var aðeins minnst þar
af Norðmönnum sem sigldu opnu
skipi yfir hafið og staðfestu þar með
þá bjargföstu trú Ameríkumanna
að Leifur hafi verið norsari.
Þegar Matthías sneri aftur skrif-
aði hann bók um ferð sína, og ber
hún titilinn Chicagó-för mín. Hún
var gefin út á Akureyri en hefur lík-
lega ekki farið víða, því hún er
orðin næsta sjaldgæf núna. Allar
tilvitnanir í Matthías sem hér birt-
ast eru fengnar úr þessari bók.
Heimssýning í stóru sniði
Columbia-sýningin í Chicago
var að sjálfsögðu ekki fyrsta heims-
sýningin, heldur höfðu þær rekið
hver aðra í París, Barcelona og víð-
ar, og kepptust borgir um að gera
sína sýningu sem veglegasta, líkt og
nú er keppst um að halda glæsileg-
ustu Ólympíuleikana, skákmótin,
listahátíðirnar og heimsmeistara-
mótin í handknattleik.
Chicago var þá þegar orðin næst-
stærsta borg Bandaríkjanna og
hafði á aðeins fáum árum vaxið úr
smáþorpi sem hafði 350 íbúa árið
1833, í helstu iðnaðar- og verslunar-
miðstöð vesturálfú. Chicago-búar
höfðu reist borg skýjakljúfa upp úr
deigum leirjarðvegi og af framsýni,
stórhug og óbilandi trú á mögu-
leika tækninnar. Tólf árum áður —
1871 — hafði stór hluti borgarinnar
brunnið á einum sólarhring. Á
þessum sólarhring brunnu 17.450
hús og tjónið var talið nema 200
milljónum dala, en innan fárra ára
höfðu borgarbúar byggt allt það
svæði upp á nýtt, komið öllum op-
inberum stofnunum sínum og
helstu stórfyrirtækjum í ný og
glæsileg hús, stofnað háskóla sem
enn er virtur um allan heim, og
mótað nýjan stíl í byggingarlist —
Chicago-stílinn — sem þótti túlka
einkar vel karlmannlegan þrótt
þessarar iðnvæddu stórborgar og
hinna nýnumdu bandaríkja allra.
Það er því vart að furða að íbúar
borgarinnar — og þá einkum hinir
nýríku stórborgarar sem oft fundu
til minnimáttarkenndar gagnvart
eldri auðborgunum í austri — hafi
viljað sýna veröldinni styrk sinn og
hugarflug, auð sinn og mátt. Sýn-
ing þeirra skyldi vera veglegust allra
heimssýninga, og í henni átti að
safna saman öllu því helsta sem
væri að finna nokkurs staðar í ver-
öldinni, jafnt því gamla sem því
allra, allra nýjasta.
Undrun skáldsins
Matthías var þegar sigldur og
hafði haldið nokkrum tengslum við
London. Því mætti ætla að hann
gæti sett sig í heimsborgaralegar
stellingar og tekið undrum nýja
heimsins með jafnaðargeði, en eins
og kverið sem hann gaf út við
heimkomuna sýnir, var annað upp
á teningnum. Skáldið varð svo
uppnumið að líklega hefur þurft að
tína til öll upphrópunarmerki í
setjarakössum Akureyringa til að
texta hans yrði komið á prent.
„Það er þá satt, — hugsaði jeg —
sem mér var kennt í guðsorði þegar
jeg var barn: jeg sé guðs dýrð, því
hún er hér opinberuð í verkum
hans barna! Það er þá satt, sem mig
dreymdi: lífið er meira en æfintýri,
lífið er dýrlegt og þess vert að lifað
sé. Þegar ég fæddist fyrir rúmri
hálfri öld var þessi veröld ekki til:
mannkynið hefir skapað allt þetta á
minni æfi! Og bak við þessi guð-
dómlegu listaverk standa hinar
nýju ódauðlegu hugsjónir frelsis og
mannúðar — hugsjónir, sem öllu
þessu hafa komið í verk. Þetta er
„hið stóra“.“
Undur Chicago-borgar
Það var borgin sjálf, ekki síður en
heimssýningin, sem vakti undrun
og hrifningu Matthíasar — þessi
ólíklega stórborg sem mótuð hafði
verið öll af mannahöndum Iíkt og í
trássi við náttúrulögmálið. Borgin
öll er reist á mýri og mjúkum leir
— svo mjúkum að þegar farið var
að grafa fyrir neðanjarðarlestum,
nokkru éftir heimsókn Matthíasar,
grófu menn tólf fet á nóttu án þess
að hafa til þess nokkur stórvirkari
verkfæri en skóflur. Fyrstu skýja-
kljúfarnir — eða skýskafarnir, eins
og Matthías nefnir þá — voru reist-
ir á plötum sem flutu í jarðveginum
og höfðu hvergi fast undir. Meira
að segja ánni sem gegnum borgina
rann hafði verið grafinn nýr farveg-
ur-til að þóknast vilja borgaryfir-
valda: „Þeir sneru við borgarfljót-
inu, Chicagó, sem rann austur í
Michiganjvatn]; þótti þeim það
spilla vatninu með sorpi og ólyfj-
ani. Þeir tóku því fljótið upp fyrir
ofan ós þess og — köstuðu því vest-
ur f Mississippi!“
Stefnu árinnar hafði reyndar ver-
ið breytt þegar árið 1871, svo þetta
hafa vart verið nýjar fréttir þegar
Akureyringinn bar að garði. I raun
hafði þetta líka verið sáraeinfalt,
þótt vissulega hafi þurft stórhuga
menn til að hrinda verkefninu í
framkvæmd. Skipaskurðir lágu
þegar frá ánni nokkru fyrir ofan ós-
ana niður í Des Plaines-ána, en hún
tæmist all-nokkru sunnar út í Miss-
issippi-fljótið. Þessir skurðir voru
dýpkaðir til muna svo að Chicago
áin rynni um þá en ekki út í vatnið,
og um leið var það tryggt að skurð-
irnir lægju neðar en vatnið svo að
frárennslið frá því tæki með sér úr-
ganginn frá iðnaðarhverfum Chic-
ago-borgar og fleytti honum suður
á bóginn til nágranna sem minna
máttu sín.
ÖIl þessi stóru tækniafrek telur
Matthías til í bók sinni og þykir
greinilega mikið til um þau, en
hann hefur líklega líka viljað að les-
endur sínir í dreifðum byggðum Is-
lands fengju eitthvað til að smjatta
á. Allt hefur þetta virst undarlega
stórt í sniðum og mikilfenglegt —
mikið stórbrotnara en hinar gömlu
borgir Evrópu sem fólk hafði þekkt
lengi af sögnum: Chicago er „opt-
lega nefnd Undra-borgin, og er það
sannnefni, því hún er tákn og und-
ur tímans.“
Hið ógnvænlega
Líkt og paradís geymdi snákinn
átti Chicago auðvitað líka hliðar
sem mönnum þóttu ógnvekjandi,
og hin öra tækniþróun sem var
undirstaða atvinnulífsins þar og
allra afrekanna sem unnin voru við
byggingu borgarinnar gat líka virst
ógnvænleg á stundum. Skýjakljúf-
arnir sem Matthías hreifst af vöktu
stundum með mönnum ugg um
það hvernig framtíð þeir væru að
búa sér.
Árið sem hann kom til Chicago
var gefin þar út skáldsaga eftir
Henry Fuller sem bar titilinn
Klettabúarnir. Þar er lýst lífi ungs
manns í stórhýsi, og sýnt ffam á
það hvernig húsið sjálft færi smátt
og smátt að stjórna lífi þeirra sem í
því búa og starfa — ekki ósvipað
því sem við þekkjum af borgar-
skipulagi í Reykjavík. Borgin öll
iðaði af lífi og þrótti. Vélvæðing var
þar lengra komin en í nokkurri
borg annarri og stundum kann að
hafa virst sem borgin öll væri ein
risavaxin vél, eða einhvers konar
líkami, helgaður framleiðslu,
þenslu og vexti. Max Weber not-
aði einmitt þessa samlíkingu þegar
hann heimsótti Chicago árið 1904:
„Borgin er eins og maður sem
skinnið hefur verið fláð af svo að sjá
má innyfli hans að störfum.“
Umferðin
Matthías dvaldi ekki nógu lengi í
Chicago til að hann færi að velta
fyrir sér slíkum draumórum um
það hvað framtíðin bæri í skauti
sér. Það sem honum fannst einna
óhugnanlegast var umferðin: „Að
ferðast um götur Chicagó er all-
ískyggilegt fyrir ókunnuga, þótt
vanir séu stórborgum. Hefi jeg
hvergi séð eins hrikalega og óða
30
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994=