Eintak

Eksemplar

Eintak - 27.01.1994, Side 39

Eintak - 27.01.1994, Side 39
Værirþútilíað taka nokkrar lot- urviðHjatta Úrsus í hnefa- leikahringnum? Bubbi Mort- hens hnefaleikaá- hugamaður „Ég myndi treysta mér í að mæta Hjalta í hringnum og boxa við eina eða tvær lotur án þess að bíða varanlegan skaða af. Það yrði þó að gerast i tólf feta hring (stærsti leyfilegur boxhringur) þannig að ég hefði svigrúm til að dansa og hlaupa um íkringum hann. Ég er ekki jafn viss um að ég væri til í þetta eftir átta mánuði þegar Hjalti er búinn að æfa vel. “ Jóhannes Sveinbjörnsson HSK glímukóngur íslands „Ég hefengan áhuga á hnefaleik- um, en ég er tilbúinn að glíma við Hjalta hvenær sem ívar Hauks- son svartabeltis- hafi í karate og vaxt- arræktarmaður „Ég myndi alveg þora það. Ég veit að Hjalti hefur kraftinn, það vantar ekki, en ég held að hann sé ekki maður til að standa íþessu. Hann hefur ekki þessa geðveiki í sér, eins og Tyson og þessir kappar, sem til þarf. Hjalti er bara alltofgóður maður. “ Magnús Ver Magnússon aflraunamaður „Já, já ég væri til i það og hefði gaman af. Við Hjalti erum vanirað taka á hvor öðrum. Ég myndi kannski hugsa mig tvisvar um þegar hann verður aðæfa i eitt 0 Engir syngjandi kokkar að Búðum © Árna Sigfússon ífyrsta sœtil Kokkarnir HafþÓR ÓLAFSSON og GllNNAR ÖRN JÓnsson sem mynda dúettinn Súkkat hafa verið iðnir við að skemmta hótelgestum á Búðum á Snæfellsnesi á undan- förnum árum, þar sem samstarf þeirra byrjaði, milli þess sem þeir hafa fengið bragðlauka gestanna til að syngja. Hafþór hefur á und- anförnum árum verið á sumrin á Búðum og Gunnar Örn gjarnan haldið til þar í fríum frá elda- mennskunni á veitingahúsinu Við Tjörnina. Nú er hins vegar frá- gengið að Hafþór komi í eldhúsið til Gunnars Arnar innan fárra vikna. Nýjum eigendum Hótels Búða, Ingvari Þórðarsyni og VlKTORI H. SVEINSSYNI er mikil eftirsjá að Hafþóri enda hafa vax- andi vinsældir og frægð Súkkats verið mikil auglýsing fyrir hótelið. Nú er það bara spurningin hvort þeir félagar taki lagið á Tjöminni... r Iprófkjörsbaráttu reyna menn ekki siður að koma höggstað á andstæðinga sína en að láta sitt eigið Ijós skína. Þetta eru gömul sannindi. Eitt þekktasta trixið er að láta líta út fyrir að helsti andstæðingur sé að ofmetn- ast og stefni í raun hærra á listann en hann vill láta uppi. Þá eru gjarnan send út nafnlaus bréf þar sem menn eru kvattir til að kjósa umræddan fjanda í toppsæti list- ans. Fyrsta slíka bréfið í próf- kjörsslag sjálfstæðismanna barst okkur í hendur um helgina. Þar voru menn hvattir til að kjósa ÁRNA SiGFÚSSON í fyrsta sætið. Tilgangurinn er sjálfsagt sá að gera Markús Örn Antonsson og hans stuðningsmenn fúla út í gorgeirinn í Árna. Hver sendi bréfið vitum við ekki... G«rua hanr. issrgarstjóra Áraí Stgfáffiwt KJósið Áraa númer 1. í prófkjöri Hann mun ckki bregðast vkkur. Super- beirrt á Hard Islensk-ameríska félagið ætlar að munstra inn nýja félagsmenn með beinni útsendingu á úrslitaleik banda- riska fótboltans. Næsta sunnudagskvöld stendur Islensk-ameríska félagið fyrir sérstöku úrslitakvöldi á Hard Rock Café þegar sýnt verður beint frá Super-Bowl, úrslitaleik bandaríska fótboltans. Liðin sem leika til úrslita í ár eru Dallas Cowboys og Buffalo Bills og fer leikurinn fram í Atlanta. Íslensk-ameríska félagið var stofnað árið 1940 og hefur síðustu ár aðallega verið félagsskap- ur fólks komið á miðjan aldur og eldra. Hugmyndin að baki þessu fótboltakvöldi á Hard Rock hjá Láru Margréti Ragnarsdóttur, formanni félagsins og öðrum stjórnarmönnum, er sú að munstra nýja og yngri meðlimi inn í félagið með því að veita þeim ein- um aðgang að dýrðinni sem gerast meðlimir. Þetta ætti að ganga ágætlega upp því Super-Bowl leikurinn er geysivinsælt sjónvarpsefni og hingað til hafa áhuga- samir orðið að röfla sig inn á herstöðina á Keflavíkur- flugvelli ár hvert til að geta fylgst með leiknum. I- slensk-ameríska félagið samdi hins vegar í ár við NFL- deildina og AFRS, sjónvarpsstöð hersins, um tak- markaðan sýningarrétt, og verður leikurinn sýndur með ljósleiðara Pósts og síma frá herstöðinni til Hard Rock. Leikur- inn hefst klukkan 23.00 og er reiknað með að hann standi yfir í þrjár eða fjórar klukkustundir. Á Hard Rock er starfsfólkið í viðbragðsstöðu af þessu tilefni. Sérstakur matseðill hefur verið settur saman, bandarískur bjór verður seldur á vægu verði og í bígerð er að klappstýrur skemmti gestum í auglýsingahléum. Að lokum má geta þess að flestir veðja á að Troy Aikman, leikstjórnandi Dallas Cowboys, leiði sína menn til sigurs og Buffalo Bills komist þar með á spjöld sögunnar sem fýrsta liðið til að tapa fjórum úrslitaleikjum í röð. Lára Margrét Ragnarsdóttir Sér um beina útsendingu frá úrslitaleik bandaríska fótboltans. ...táningspilturinn sem gekk að sáttatilboði MICHAEL JACKSON vildi eyða þremur milljörðunum sínum í íslend- inga, gæti hann til dæmis tekið að sér að greiða helm- inginn af kreditkortaskuldum þeirra eftir jólamánuðinn og haldið samt eftir 800 milljón- um. ...PICK SZEGED hefði ekki unnið Selfossliðið með 30 mörkum gegn 18 hefði leik- mönnum ungverska liðsins ef til vill hlaupið meira kapp i kinn og lamið og sparkað fastar í SIGURJÓN BJARNASON þar sem hann lá sigraður á gólfinu tíu sekúndum fyrir leikslok. ...það væri beint samband á milli þess hvernig íslenski bókmenntaheimurinn tekur rithöfundum og hvernig þeim vegnar að fá bækur sínar útgefnar erlendis, ættu ungir höfundar að biðja þess að hlegið verði á bak við þá og skáldvængirnir rægðir af þeim. Þannig var tekið á móti ÓLAFI JÓHANNI ÓLAFSSYNI og hann uppsker nú hvern stór-útgáfusamninginn ytra. TÆKI VIKUNNAR MEIRI KRITIK „Það er ekkert grín að gera gamanmynd og þegar það tekst eiga menn heiður skilinn. Það er vegna svona mynda sem við getum þokkað Guði fyrir Holly- wood.“ Gaman í bíó Mrs. Doubtfire SambIóin * * * * Ég held að ég hafi ekki hlegið eins mikið í bíó í niörg ár og ég var ekki sá eini sem hló. Bandaríska myndin Mrs. Doubtfire með Robin Willi- ams í tvöföldu aðalhlutverki er mjög sönn lýsing á ósköp venju- legri fjölskyldu sem býr í venjulegu úthverfi í venjulegu húsi með sín venjulegu vandamál. Sagan er mjög trúverðug og það er hvergi skotið yfir niarkið sem er stór kostur í mynd sem framleidd er í Holly- wood og á að vera fyndin. Bak- grunnur sögunnar er skilnaður hjóna, sem leikin eru af Robin Williams og Sally Field, og barátt- an um yfirráðarétt yfir börnunum þeirra þremur. Robin leikur hæfi- leikaríkan, atvinnulausan leikara og Sally leikur innanhússhönnuð sem á velgengni að fagna. Þau eru andstæður í einu og öllu og það eina sem hefur haldið þeim saman síðustu árin eru börnin. Ástæða sem margir ættu að kannast við. Það er ekkert ofbeldi í Mrs. Doubtfire, engar vélbyssur og engar sprengjur, nokkuð sem er mjög sjaldgæft í bíómyndum í dag. Leik- ur í myndinni er mjög góður og Robin Williams er alveg ofboðslega góður, hvort sem hann er í karl- eða kvenhlutverkinu. Ég held að Sally Field hafi aldrei grátið eins lítið í nokkurri bíómynd. Krakk- arnir eru óaðfinnanlegir. Það er ekkert grín að gera gam- anmynd og þegar það tekst eiga menn heiður skilinn. Það er vegna svona mynda sem við getum þakkað Guði fyrir Hollywood. Helgarpabbar og helgarmömm- ur, hér er mjög fín mynd fyrir ykk- ur og börnin að sjá saman. Alþýðufólk Snapper HAskólabIói * * I fyrrakvöld fór ég á myndina THE SNAPPER í Háskólabíói. I auglýsingu frá bíóinu stendur: „Ný stórskemmtileg grínmynd um írsku Curley-fjölskylduna. Það kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar elsta dóttirin Sharon tilkynn- ir að hún sé ófrísk. Fjölskyldan og nágrannarnir eiga bágt með að trúa henni að faðirinn sé spænskur sjó- ari. [Hann hefði verið grænlenskur og örugglega með lekanda ef myndin hefði gerst á íslandi!! innsk. J.K.] Það vekur upp miklar grunsemdir þegar faðir vinkonu hennar flytur skyndilega að heim- an“. Punktur. Ég fór á myndina og hélt að hér hefði verið Iýst fyrstu 15-20 mínútunum. Svo var ekki. Hér var lýst söguþræði myndarinnar frá upphafi til enda og það eina sem gleymdist að taka fram var hvort hún eignast strák eða stelpu. Þetta á náttúrlega ekki að gerast. Til hvers að fara á myndina ef búið er að segja söguna í auglýsingunni? Fyrir minn smekk er THE SNAPPER einum of mikið byggð upp á samtölum. Myndræn útfærsla sem kvikmyndir ættu að þjóna er ekki til staðar. Það er hægt að setja þetta verk upp í leikhúsi. Heimilið vinstra megin og pöbbinn hægra megin á sviðinu. Það sem mælir með þessari mynd í kvik- myndaformi er að hún er góður samtímaspegill. Hún lýsir mjög nákvæmlega fiölskyldulífi neðri- millistéttar á Irlandi þar sem at- vinnuleysi, fátækt og almennt von- leysi er ráðandi. Hverfispöbbinn er fastur punktur í tilveru þeirra sem hafa aldur til að drekka og ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei séð ólétta konu drekka eins mikið á- fengi og í þessari mynd. Þeir sem hafa gaman af breskum húmor, sem að vísu kemst ekki alltaf til skila því mállýskan er óskiljanleg, ættu að finna eithvað við sitt hæfi. Stjórnmálamenn og allir þeir sem loka augunum fyrir þeirri stéttaskiptingu sem er að myndast í íslensku þjóðfélagi ættu að sjá þessa mynd og verða vitni að því þjóðfélagi sem koma skal. Því miður. eyrnarakvél Undratæki þessarar viku er afar sérhæfð rakvél sem sneiðir hárbrúska í eyrum og nefi á fljótlegan og sársauka- lausan hátt. Hárvöxtur þessi, sem ágerist meö árunum, einstaklega ólekker og eng- um til prýði. Hins vegar hefur vafist fyrir fólki að stemma stigu viö honum, því hár- hreinsun úr nefi og eyrum er vitaskuld mjög sársaukafull. Þarfaþingið, sem nefnist EasyTrim fundum við í Svenson heilsuvörulistanum og kostar aðeins 892 krónur. FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1994 39

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.