Eintak - 27.01.1994, Blaðsíða 40
Eftir allt sem
Halldór Blöndal
hefur gert fyrir
islenskan
landbúnað
finnt mér
að það eigi
að jarða
hann i
þjóðargraf-
reítnum á
Þingvöllum.
lika.
Og það
strax.
Sá titringur sem skinka og kjúkling-
alæri valda innan ríkisstjórnarinnar
ætlar seint aö hætta. Langt fram á
aðfaranótt laugardagsins sátu valdir
sjálfstæðismenn á fundi heima hjá Davíð
Oddssyni á Lynghaganum og funduöu
hvernig bregðast ætti við dómi
Hæstaréttar og þvermóðsku krata. Davíð
hringdi síðan reglulega heim til Jóns
Baldvins Hannibalssonar á Vestur-
götunni þar sem hann sat einn. Kratar hafa
ekki sömu áhyggjur af þessu máli. Tíminn
og GATT-samningurinn vinnur með þeim á
meðan sjálfstæðismemn virðast hafa gert
það að sáluhjálparatriði að skinka verði
ekki flutt inn...
rátt fyrir prófkjör hafa sjálfstæðis-
menn áhyggjur af kosningunum í
vor. Sú hugmynd hefur komið fram
að bjóða Albert Gudmundssyni
heiðursæti á iistanum. Sérframboð hans
yrði til að gera vonir sjálfstæðismanna um
að halda meirihlutanum að engu. Albert er
hins vegar metorðagjarn og gæti fallið fyrir
boðinu um heiðurssætið...
Eftiiiitsátak skattyfirvalda skilaði 500 milljónum króna
Um 500 miljjóna króna
skattsvik í skjóli húsfélaga
Skattsvik tíðkast í skjóli þremur af hverjum fjórum húsfélögum.
Sérstakt eftirlitsátak skattyfir-
valda á öllu landinu á síðasta ári
skilaði ríkissjóði 500 milljónum
króna í auknum skatttekjum. Eftir-
litið náði til um 1.400 fyrirtækja og
við það störfuðu að jafnaði 35 skatt-
eftirlitsmenn. Að sögn Ragnars M.
Gunnarssonar forstöðumanns
eftirlitsskrifstofu ríkisskattstjóra
hefði örugglega mátt ná meiri ár-
angri ef fleiri eftirlitsmenn hefðu
unnið að verkefninu.
Auk þessa gerði skatteftirlitið
sérstaka könnun á bókhaldi 15
húsfélaga með tilliti til launamiðag-
erðar vegna ársins 1992. Sú könnun
leiðir í ljós að allar líkur eru á að
þau rúmlega 4.000 húsfélög sem
starfandi eru í landinu gefi ekki
upp tekjur og hlunnindi til for-
svarsmanna sinna svo nemur millj-
örðum króna á ári hverju. f könn-
uninni kom í ljós að nánast heyrði
til undantekninga að greiðslur og
hlunnindi til stjórnarmanna, gjald-
kera eða húsvarða væru gefnar upp
til skatts á launamiða.
Þær 500 milljónir króna sem að
framan er getið eru undanskot frá
virðisaukaskatti, vantalinn tekju-
skattur og vantalinn ökutækja-
styrkur. Skipting milli þessara
/
E g h e f þ a ð
f y r i r s a 11.,,
Albert Guðmundsson er að reyna
að sjóða saman lista fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar i vor. Hann
vill ekki lenda í sömu vandræð-
unum og þegar hann sat uppi
með eintóma minniháttar spá-
menn á framboðslistum Borgara-
flokksins. Þess vegna hringdi
hann i Ellert B. Schram, ritstjóra
á DV, og bauð honum annað sæti
á listanum.
Ellert þakkaði gott boð en benti
Albert á augljósa vankanta: „Alli
minn, ég er sjálfstæðismaður, ég
er flokksbundinn í Sjálfstæðis-
flokknum og ég ætla mér að
kjósa hann i vor.“
Albert lét sér hvergi bregða og
svaraði að bragði: „Ellert minn,
það kemur þessu máli ekkert við
hvern þú ætiar að kjósa."
Lalli Jones
þriggja skatta er þannig að undan-
skot frá virðisaukaskatti námu 356
milljónum króna, vantalinn tekju-
skattur nam 61 milljón króna og
vantalinn ökutækjastyrkur nam 89
milljónum króna.
Ragnar segir að þessar tölur
verði að taka með þeim fyrirvara að
ekki liggur fyrir niðurstaða í kæru-
málum þeim sem upp komu við
auknar álögur á nokkurn fjölda fyr-
irtækja en þeim málum var vísað til
yfirskattanefndar.
Meðal þeirra mála sem skatteft-
irlitið hafði afskipti af og eru hluti
fyrrgreindra 500 milljóna króna má
nefna óuppgefin laun, afskrifuð lán
til forráðamanna fyrirtækja, sala á
bifreiðum og hlutabréfum til starfs-
manna á undirverði og mismunur
á innskatt og útskatt vsk. sem ekki
samræmist gildandi lögum og regl-
um.
Skattabókhald húsfélaga
í molum
Á síðustu mánuðum liðins árs
kannaði eftirlitsskrifstofa rikis-
skattstjóra meðal annars bókhald 15
húsfélaga með tilliti til launamiðag-
erðar vegna ársins 1992. Við þá at-
hugun kom í Ijós áð nánast heyrði
til undantekninga að gr'eiðslur og
hlunnindi til stjórnarmanna, gjald-
kera eða húsvarða væru gefnar upp
til skatts á launamiða. Bráðab-
irgðaniðurstaða þessarar könnunar
er sú að þessi 15 húsfélög hafi
vanrækt að gefa upp á launamiða
greiðslur að fjárhæð rúmlega 20
milljónir króna vegna ársins 1992.
Ragnar segir að það sé nánast regla,
að ef menn vita að launagreiðslur
til þeirra komi ekki fram á laun-
amiðum setji þeir þær ekki heldur á
skattframtal sitt.
Meðal þeirra mála sem skatteft-
irlitið hafði afskipti af hjá húsfélög-
unum má nefna launagreiðslur til
gjaldkera hjá stóru húsfélagi í borg-
inni. Viðkomandi gjaldkeri þáði
100.000 króna mánaðarlaun hjá
félaginu sem hvergi voru gefin upp
til skatts.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofunni voru 4.161 húsfélag á
skrá í september á síðasta ári.
Stöðugt bætist við þennan lista og
má áætla að fjöldinn nú sé um
4.250. Ef niðurstaða úr úttekt skatt-
eftirlitsins er yfirfærð á þennan
fjölda má áætla að vantaldar
greiðslur til stjórnarmanna, gjald-
kera eða húsvarða í þessum félög-
um nemi um 4 milljörðum króna.
Miðað við staðgreiðsluhlutfall af
launum til skatts, eins og það er í
dag, má reikna með að tekjutap rík-
issjóðs nemi rúmum 1,5 milljarði
króna.
Ragnar M. Gunnarsson segir að
úttekt skatteftirlitsins á húsfélög-
unum hafi í fyrstu beinst að stærri
félögunum á höfúðborgarsvæðinu
og því beri að fara varlega í að yf-
irfæra ástandið yfir á heildina. Hins
vegar megi reikna með að ef það sé
reglan í stærri félögunum að gefa
ekki upp laun eða hlunnindi for-
svarsmanna þeirra gildi slíkt hið
sama einnig um smærri félögin þar
sem um minni upphæðir sé að
ræða. Þetta verði kannað í þeirri at-
hugun sem skatteftirlitið fram-
kvæmir á launamiðaútgáfunni í ár.
„Það liggur alla vega Ijóst fyrir að
ríkissjóður hefur tapað verulegum
skatttekjum miðað við hvernig ást-
andið virðist vera á þessu sviði,“
segir Ragnar.
Átakið hófst í árslok 1992
Eftirlitsátak það sem hér um
ræðir hófst á síðustu mánuðum
ársins 1992 og náði yfir allt árið í
fyrra. Að sögn Ragnars er átakið
hluti af þeim breytingum sem eru
að verða á skatteftirliti hérlendis og
felast einkum í því að flytja eftirlitið
í vaxandi mæli til skattstofanna
sjálfra um land allt.
„Með þeim mannskap sem við
höfðum yfir að ráða í þessu eftirlit-
sátaki komumst við ekki yfir nema
brot af heildinni og það er öruggt
að ef fleiri hefðu tekið þátt í þessari
vinnu værum við að tala um mun
hærri upphæð en 500 milljónir í
auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð,"
segir Ragnar.
Á þessu ári mun eftirlitsátakið
halda áfram en auk þess mun sé-
rstök áhersla verða lögð á að kanna
útgáfu á launamiðum en eftirlitið á
síðasta ári sýndi að þar er víða pott-
ur brotinn. Fyrirtæki vanrækja í
sumum tilfellum uppgjöf á
greiðslum til verktaka sem hjá þeim
vinna í lengri eða skemmri tíma.
Nokkuð er einnig um að ekki sé
gerð grein fyrir fríðindum og
hlunnindum ýmiss konar svo sem
bifreiðahlunnindum, húsnæðis-
hlunnindum, fæðishlunnindum og
öðrum hiunnindum á launamiða.
„Verkefni okkar í eftirlitinu eru
nánast óþrjótandi og þvi verðum
við að raða þeim upp í for-
gangsröð", segir Ragnar. „Með
þessum hætti reynum við að gæta
sanngirnis- og jafnræðissjón-
armiða.“0
Fréttir
6 Stjórar blankra lífeyrissjóða
læra á erlend verðbréf aðeins
nokkrum dögum eftir svarta
skýrslu Verslunarráðs
9 Tollstjórinn og gjaldheimtan
sameinuð
9 Halldór Blöndal leyfir útlent
kjöt ofan í hunda eri ekki menn
12 Slegist um fegurðardraum
ungra stúlkna
Allt niður í fjögurra ára börn /_
Módelskólum
Greinar
14 Karlímyndin
Guðmundur Andri Thorsson
skrifar um vandamál karla með
ímynd sína
16-17 Neðanjarðarkúltúr í
Reykjavík
Hringar í augabrúnum, geirvört-
um og kynfærum
22 Veröldin versnar stöðugt
Gunnar Smárí Egilsson skrífar
um versnandi blöð og daprari
heim
25 Aðfangadagur á Hrauninu
Hallgrímur Helgason fer í fylgd
með Bubba Morthens, KK, Ein-
ari Kára og fleiri listamönnum að
heimsækja fangana á Litla
Hrauni um jól
28 Ég og gæludýrið mitt
Nokkrir stoltir gæludýraeigendur
útskýra ást sína á kvikindunum
30 „Þetta er hið stóra“
Jón Proppé skrifar um för Matt-
híasar Jochumssonar á heims-
sýninguna i Chicago árið 1893
Viðtöl
4 Falleg, kynþokkafull og
frábær kokkur
Indverska prinsessan Leoncie
20 Alltaf í útláni
Bragi Úlafsson ræðir við Ragga
Bjarna, sem lenti í þreföldum
veikindum og slysum en reis aft-
ur upp raulandi sem fyrr
Fólk
33 Popparar sem eru svo töff
að þeir geta varla talað
34 Maggi Legó
35 Þorsteinn J. um áfengi,
trúmál og kynlíf
36 Hártíska sumarsins frá
Elsu í Salon Veh
íslensk endurtryqginq
Hagnaðurinn 1992 skilaði
sér ekki til ríkissjóðs
Hagnaður íslenskrar endur-
tryggingar af rekstri ársins 1992
skilaði sér ekki til ríkissjóðs. Sem
kunnugt er af frétt EINTAKS í
síðustu viku var 40 prósenta hlut-
ur ríkissjóðs í fyrirtækinu seldur
tryggingarfélögunum í árslok 1992
með fyrirvara um samþykki Al-
þingis sem fékkst í mars á síðasta
ári. Hagnaður ríkissjóðs af árinu
1992 hefði numið 64 milljónum
króna.
Ríkisendurskoðun hefur ák-
veðið að rannsaka þessa sölu á hlut
ríkissjóðs í íslenskri endurtrygg-
ingu sem framkvæmd var af eink-
avæðingarnefnd forsætisráðherra
og var eitt fyrsta verkefni nefndar-
innar. Sú rannsókn mun verða
hluti af úttekt Ríkisendurskoðunar
á fleiri sölum einkavæðingar-
nefndar. í EINTAKI var sagt að
hluti af rannsókn Ríkisend-
urskoðunar myndi beinast að því
hvort hagnaður ríkissjóðs af árinu
1992 hefði skilað sér en nú er ljóst
að slíkt gerðist ekki og ríkissjóður
missti því af fyrrgreindum tekjum.
Hagnaður af rekstri fyrirtækisins
nam samtals 164 milljónum króna
árið 1992 en til samanburðar má
geta að kaupverð tryggingarfélag-
anna á hlut ríkissjóðs nam 164
milljónum króna. O
37 Hver er Hafdís Jónsdóttir?
39 Eru Bubbi, Magnús Ver
eða ívar Hauksson tilbúnir að
mæta Hjalta Úrsus í hringn-
um?
KRITIK
KARLAFRÆÐARINN
* * *
MOTORHEAD
' * * *
SPK
>F
INGALÓ
§
PET SHOP BOYS
* *
„Aldrei hlegiðjafn-
mikið í bíó. “
JÚLIUS kemp um mrs.
DOUBTFIRE