Eintak

Tölublað

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 10

Eintak - 10.03.1994, Blaðsíða 10
Skoðanakönnun Skáls fyrir eintak Mikill meirihluti krata og sjálfstæðismanna vill viðræður um inn- göngu og meira að segja meirihluti framsóknarmanna. Fylgis- menn Alþýðubandalagsins eru klofnir í tvennt en tveir þriðju Kvennalistakvenna eru andvígir viðræðum. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Skáís gerði um síðustu helgi fyrir EINTAK er meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að íslensk stjórnvöld ættu að óska eftir viðræðum við Evrópu- sambandið með hugsanlega aðild í huga. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 56,6 prósent fylgjandi við- ræðum um aðild en 43,4 prósent voru þeim andvígir. í könnuninni var fólk spurt hvort það teldi rétt að íslendingar færu að dæmi Austurríkismanna, Finna, Norðmanna og Svía og hefðu viðræður við Evrópusam- bandið um hugsanlega inngöngu. í úrtakinu voru sex hundruð manns af landinu öllu, karlar og konur. 39,3 prósent sögðu já en 30,2 pró- sent nei. 27,4 prósent voru óákveðnir en 3,2 prósent neituðu að svara. Sú afstaða sem kemur fram í þessari könnun gengur þvert á stefnu allra stjórnmálaflokka á Is- Þórarinn V. Þórarinsson, FRAMKVÆMDASTJÓRI VlNNU- VEITENDASAMBANDSINS „Ég fagna þessari niðurstöðu og finnst hún lýsa mjög raun- sæju mati á aðstæðum okkar. Það hefði verið skynsamlegt að kanna til hlítarþá kosti sem okkur hefðu staðið til boða með aðild að Evrópusambandinu ásamt hinum Norðurlandaþjóð- unum. “ landi. Hún er líka mun róttækari en fyrri kannanir hafa sýnt. Samn- ingaumleitanir ríkjanna fjögurra virðast því hafa haft umtalsverð áhrif á afstöðu íslendinga til Evr- ópusambandsins. Mismunandi afstaða fylgismanna flokkanna Þegar niðurstaða könnunarinnar eru bornar saman við svör þátttak- enda við þvi hvaða flokka þeir styðja kemur í ljós að afstaða fylgis- manna flokkanna er mjög mis- munandi. Þannig segja 73 prósent stuðn- ingsmanna Alþýðuflokksins, sem tóku afstöðu, að þeir vildu viðræð- ur. 72 prósent sjálfstæðismanna var sama sinnis. Það sem kemur sjálfsagt flestum á óvart er að meirihluti framsókn- armanna var fýlgjandi viðræðum, eða 56 prósent. Og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins skiptust í tvo hópa, 49 prósent sögðust fylgjandi aðild en 51 prósent vildu engar við- ræður. Kvennalistinn skar sig nokkuð úr. Af þeim fylgismönnum hans sem tóku afstöðu sögðust 61 pró- sent vera andvígt viðræðum. Þeir sem ekki gerðu upp hug sinn gagnvart flokkunum vildu fremur viðræður. 55 prósent þeirra voru fylgjandi viðræðum. Eins og fram kemur í viðbrögð- um stjórnmálamannanna hér á eft- ir er þessi afstaða almennings al- gjörlega á skjön við flokkana. Eða öllu heldur; flokkarnir eru algjör- lega á skjön við vilja almennings. Minn flokkur framúr- stefnuflokkur á undan sinni samtíð Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, dregur í efa að niður- stöður þessarar könnunar endur- spegli í raun vilja þjóðarinnar. „Áreiðanleiki skoðanakannana ræðst af ýmsu. Framsetningu spurningar, hvernig svarendur skilja spurninguna og hvernig fréttaflutningur að undanförnu hefur haft áhrif á svarendur. Af fréttaflutningi síðustu daga hefði JÓN BALDVIN Hannibalsson, UTANRÍKISRÁÐHERRA „Ég held að andstaðan við inn- göngu í Evrópubandalagið, þegar spurt er konkret um ákveðin mál, sé í raun miklu djúpstæðari hér á landi en þessar tölur gefa til kynna. “ PÁLL PÉTURSSON, ÞINGFLOKKSFORMAÐUR Framsóknar „Það er að fara eins og köttur í kringum heitan graut að sækja um til að sjá.hvað kæmi út-úr því. Menn biðja sér ekkert konu nema þá langi íhana." mátt skilja að við inngöngu fjög- urra EFTA ríkja í EB, ef af verður, sé EES samningurinn fyrir bí. Margur hefur þess vegna skilið tal um að taka upp tvíhliða samning við Evrópubandalagið á þann veg að nú þyrftum við að byrja upp á nýtt. Ég er ansi hræddur um að svip- aður misskilningur hafi áhrif á þetta og minni á að þegar spurt hef- ur verið beint um afstöðu manna til einstakra þátta sem upp koma við aðildarumsókn, eins og til dæmis hvort menn vilji samþykkja framsal fiskimiðanna úr 200 í 12 mílur, fall- ast á að hleypa erlendum skipum inn í íslenska lögsögu, eða sam- þykkja auðlinda-pólitík EB, þá fjölgi nú þeim sem segja nei. Mín fýrstu viðbrögð eru því efa- semdir um að fólk geri sér grein fyrir hvað hér er á ferðinni. Hins vegar kemur það mér ekkert á óvart ef þessar tölur endurspegluðu svör- in hjá þeim sem vilja ná einhverjum samningum við Evrópubandalagið. Þannig að ég legg satt að segja ekki mikið upp úr þessu. Ég held að andstaðan við inngöngu í Evrópu- bandalagið, þegar spurt er konkret um ákveðin mál, .sé í raun miklu djúpstæðari hér á landi en þessar tölur gefa til kynna.“ Hvað fmnst þér um þú niðurstöðu að I þínum flokki er mest fylgni við að hefja viðrœður við Evrópusam- handið? „Hún kemur mér ekki á óvart. Ég hef löngum vitað að Alþýðuflokk- urinn er framúrstefnuflokkur á undan sinni samtið." Þetta eru ekki þeir framsóknarmenn sem . ég þekki Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknar, átti líka bágt með að kyngja þessum niðurstöð- um. „Mér kemur niðurstaðan úr þessari skoðanakönnun nokkuð á óvart. Ég lít svo á að svörin hafi ekki verið vel grunduð hjá öllum sem svöruðu. Ég held að aðild okk- ar að Evrópubandalaginu sé fjar- stæða, og það sem við eigum að gera ef EES-samningurinn verður úr sögunni með inngöngu þessara fjögurra þjóða í Evrópubandalagið, ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, FORMAÐUR Alþýðubandalagsins „Menn ÍBrussel hafa lýstyfir þeirri skoðun við mig að þeir telji ísland alltof litla einingu og innganga þess gæfi fordæmi fyrir að alls kyns smáríki fylgdu í kjölfarið. “ er að fá þeim samningi breytt í við- skiptasamning við EB. Það kann að vera dálítil fyrirhöfn að breyta stofnunarsamningnum, en ástæðu- laust að vera að sækja um aðild nema við höfum ákveðið að reyna að komast inn. Það er að fara eins og köttur í kringum heitan graut að sækja um til að sjá hvað kæmi út úr því. Menn biðja sér ekkert konu nema þá langi í hana. Ég er sammála niðurstöðu Al- þingis frá því í fyrra að við eigum að leita eftir tvíhliða samningi og með þeirn samningi eigum við að reyna að endurheimta eitthvað af því fullveldi sem við afsöluðum okkur með samningnum um evr- ópskt efnahagssvæði. Ég held að einhverjir af þeim sem svöruðu skoðanakönnuninni jákvætt, hafi verið með tvíhliða samning í huga en ekki aðildarsamning. Ég vil ekki trúa öðru. Við getum með engu móti und- irgengist fiskveiðistjórn Evrópu- bandalagsins, með því afsölum við okkur lífsbjargarmöguleikum hér á landi og fullveldinu í leiðinni. Þannig myndum við færa okkur öld aftur í tímann. Reynslan hefur kennt okkur að það ferst okkur best að stjórna okkur sjálf úr stjórnar- ráðinu, jafnvel þótt stundum sitji þar vesælar stjórnir eins og núna.“ / skoðanakönnuninni ketnur fram að 56prósentflokksbrœðra þinna eru fylgjatidi því að hefja viðrœður við Efnahagsbandalagið um hugsanlega inngöngu. „Já, þeir hafa ekki verið í Norð- urlandi vestra. Þetta eru ekki þeir framsóknarmenn sem ég þekki.“ Menn í Brussel telja ísland of litla einingu Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, taldi að ástæðan fyrir þessum niðurstöð- um væri þríþætt. „I fyrsta lagi er það almennt álit- ið jákvætt á íslandi að leita við- ræðna til að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu. I öðru lagi hefur verið í gangi blekkingar- leikur um að við getum ekki komist að skilmálum Evrópusambandsins fyrir inngöngu nema með því að heíja viðræður. Þingmenn, ráð- herrar og forystumenn vinnuveit- enda hafa verið með yfirlýsingar þess efnis. Það hefur hins vegar allt- af legið ljóst fyrir hverjir þessir skil- málar eru og þessir menn ættu að svara því til hvort þeir séu reiðu- búnir að fallast á að íslendingar af- sali sér yfirráðum yfir landhelgi sinni í skiptum fyrir aðild. í þriðja lagi verður að skýra þessar niður- stöður að hluta með því að vina- þjóðir okkar eru þessa dagana að ganga frá sinni inngöngu." Hver eru rétt viðbrögð við þeirri stöðu? „Allir þingmenn samþykktu samhljóma á síðasta þingi tillögu utanríkismálanefndar að íslending- ar skyldu leita tvíhliðaviðræðna við Evrópusambandið ef aðrar þjóðir í EFTA sæktu þar um inngöngu. Ég hef ekki skipt um skoðun." Telur þú að Evrópusatnbandið kceri sig utn að ísland sceki um? „Menn í Brussel hafa lýst yfir Íæirri skoðun við mig að þeir telji sland alltof litla einingu og inn- ganga þess gæfi fordæmi fyrir að alls kyns smáriki íýlgdu í kjölfarið." 10 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.