Eintak

Útgáva

Eintak - 10.03.1994, Síða 12

Eintak - 10.03.1994, Síða 12
EINTAK Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bonni, Davíð Alexander, Einar Örn Benediktsson, Gerður Kristný, Guðbergur Bergsson, Hall- grímur Helgason, Hilmar Örn Hilmarsson, Hjálmar Sveinsson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlí- us Kemp, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfús- dóttir, Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðiaugsson og Þon/aldur Þorsteinsson. Setning og umbrot: Nokkrir islendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði. Stjórnmála- mennirnir glutruðu tækifærinu niður í EINTAKI í dag eru birtar niðurstöður úr skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir blaðið. Samkvæmt þeim eru tæplega 57 prósent þeirra sem tóku afstöðu, þeirrar skoðunar að íslendingar eigi að fara að dæmi Austurríkismanna, Finna, Norðmanna og Svía og hefja viðræður við Evrópubandalagið um hugsanlega inngöngu ís- lendinga. Aldrei áður hafa íslendingar sýnt sig svo jákvæða gagn- vart aðild að Evrópubandalaginu. Skoðun almennings sem birtist í þessum niðurstöðum er þvert á afstöðu allra stjórnmálaflokkanna. Eða það sem er réttara; afstaða allra stjórnmálaflokkanna gengur þvert á þann vilja almennings sem kemur fram í þessari könnun. Frá því að umræðan um Evrópska efnahagssvæðið hófst hafa all- ir stjórnmálaflokkar keppst við að lýsa því yfir að aðild að Evrópu- bandalaginu kæmi aldrei til greina. Það væri einfaldlega skrifað í skýin. Þeir sem hafa leyft sér að halda þeirri skoðun á lofti, að ekki kæmi í ljós fýrr en í viðræðum um aðild hvaða verði íslendingar þyrftu að kaupa hana, hafa nánast verið flokkaðir sem óþjóðhollir. Stjórnmálaflokkarnir breyttu ekki afstöðu sinni þrátt fýrir að ljóst væri að aðrar EFTA-þjóðir ætluðu að sækja um aðild. Þegar þær síðan létu verða að því, sátu íslendingar effir. íslendingar munu því sjálfsagt aldrei komast að því hvaða verð þeir hefðu þurft að greiða fyrir aðild. I raun hefur Evrópusamband- ið engan áhuga á að hleypa íslendingum inn. Það hefði hins vegar ekki verið hægt að sniðganga þá ef þeir hefðu sótt um samhliða öðrum aðildarríkjum EFTA. íslenskir stjórnmálamenn voru sam- stíga um að nýta ekki það tækifæri fyrir komandi kynslóðir íslend- inga. Þess vegna fýlgjast íslendingar nú með öndina í hálsinum með því hvernig Evrópubandalagsþjóðirnar taka á mikilvægi sjávarút- vegs fyrir nyrstu byggðir Noregs. Það má fullyrða að íslendingum hefði aldrei verið boðið verri kjör en þau. Það er hins vegar sorglegt að áhugi íslendinga á niðurstöðum viðræðna Norðmanna við Evr- ópusambandið er ef til vill aðeins sagnfræðilegur í annan stað, það er forvitni fyrir að vita hversu langt fslendingar hefðu náð ef þeir hefðu sótt um þegar þeim stóð það til boða, og í öðru lagi erum við að horfa upp á hvaða stöðu aðalsamkeppnisþjóð okkar á sjávaraf- urðamörkuðum Evrópu fær hinum megin við borðið gegnt okkur. Saga umræðunnar um Evrópumálin á íslandi hefur afhjúpað gagnsleysi stjórnmálaflokkanna. Umræðan var komin á fullt skrið í öllum stofnunum þjóðfélagsins áður en stjórnmálaflokkarnir reyndu að marka sér stefnu í Evrópumálum. Málið var einfaldlega of stórt til að þeir gætu mótað stefnuna. Það var stærra en Rás tvö. Þegar flokkarnir tóku það loks upp voru þeir flestir klofnir í af- stöðu sinni og flestir þeirra skiptu um opinberar skoðanir eftir því hvernig dægurvindar stjórnmálanna blésu. Áður en stjórnmála- flokkarnir komu að málinu var umræðan nokkuð vitræn. Samtök atvinnurekenda, verkalýðshreyfingin, menntastofnanir og fleiri könnuðu hvar hagsmunir íslendinga Iágu og mátu málin út frá því. Þegar stjórnmálaflokkarnir loks mættu til leiks fór málið að snúast um þjóðhollustu, iandsölu og guð má vita hvað. Þegar slíkar ásak- anir höfðu gengið flokka á milli kepptust þeir allir við að lýsa því yfir að ekkert gagn væri af umræðu um hugsanlega aðild íslands að Evrópubandalaginu. Hún fór því aldrei fram í þingsölum. Og af- leiðingin varð sú að íslendingar misstu af því að athuga hvort þeir ættu erindi með lest Evrópubandalagsins. Evrópumálin hafa sýnt fram á að stjórnmálaflokkarnir eru í raun ónýtir til ákvarðana um hin stærri mál. Þeir erú ekki nýtir til annars en dægurþrass og til að vernda valdastöðu sína í þjóðfélaginu. Hvert þetta þjóðfélag síðan stefnir kæra þeir sig ekki um. 0 Ritstjórn og skrifstofur Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. LETTVIQT Hvað er þessi í svörtu hempunni eiginlega að gera hérna? Það á að græða í hann tuttugustu öldina HWN SEQIR Að pissa í skóinn sinn HANN SEQIR Það eru ýmis teikn á lofti um það að lokasprettur þessarar ríkis- stjórnar fyrir næstu kosningar sé hafinn, og eins og hlaupari sem veit að hlaupið er tapað og sér sneyptur fyrir sér digrar yfirlýsing- ar sínar í upphafi keppni, gerir ríkisstjórnin sér upp hælsæri og þykist vera með stein í skónum sínum, til að draga athyglina frá því, að orsökin er kunnáttu- og úthaldsleysi. Steinninn í skónum er land- búnaðarmálið og Vestfirðir hæl- særið. Sértækar aðgerðir til bjarg- ar Vestfjörðum eru hlægilegur skrípaleikur, sérstaklega þegar til- lit er tekið til yfirlýsinga forsætis- ráðherra við upphaf stjórnarsam- starfs. Hér er á ferðinni gamla heftiplástursaðferðin. Plásturinn er ekki settur á sárið, þar sem hann gerði takmarkað gagn, held- ur á munninn, til að fá kærkomna, tímabundna þögn um óþægileg mál. Nú má líka spyrja sig hvers vegna Vestfirðir séu dregnir út og farið í sértækar aðgerðir þeim til bjargar. Rökin um það að skerð- ing kvóta sé mest þar dugir skammt, því svipað er ástatt fýrir öðrum byggðarlögum víða um Iand. Maður hlýtur því að spyrja sig hvers vegna ríkisstjórnin sam- þykkti ekki sértækar aðgerðir til styrktar bágstöddum sjávarút- vegsfyrirtækjum annars staðar, fyrst „sjóðasukkið" er orðið stefnumál þessarar stjórnar. Sú skýring er sennilegust, að sértæk aðgerð til styrktar fyrirtæki í einu byggðarlagi skapar ekki atkvæði í öðru, þó í sama kjördæmi sé. Menn eru ekki kosnir í Hafnar- firði vegna þess að þeir redduðu útgerð í Keflavík. Vestfirðir eru á hinn bóginn eitt kjördæmi og það er ekki verra að vægi atkvæða er þar meira en á nokkrum öðrum stað á landinu. Landbúnaðarmál- ið speglar á sama hátt atkvæða- veiðar í fámennum landbúnaðar- kjördæmum, þar sem atkvæðin eru líka verðmæt. Á sama hátt og sjóðir Stein- gríms Hermannssonar leystu eng- an vanda munu þessar aðgerðir ekki gera það. Það er hins vegar farið að bera á vaxandi trú þessar- ar ríkisstjórnar á þekkingu Stein- gríms á efnahagsmálum. Ég held Ragnhildur Vigfúsdóttir samt að hér séu vinnubrögðin enn verri. Fyrir utan þá mis- munun milli landshluta sem felst í sam- þykkt stjórnar- innar, er ekki unnin undir- búningsvinna og gerð úttekt á stöðu grein- arinnar í heild, né skilgreind raunveruleg stefna í málum sjávarútvegs- ‘ fyrirtækja, heldur vaðið áfrarn í aðgerðir sem skila ekki nokkrum sköpuðum hlut þegar upp er stað- ið. Sjálfir viðurkenna Vestfirðing- ar að þessi upphæð sé of lág til að leysa nokkurn vanda. Allt ber að sama brunni. Engin stefna, heldur reddingar í anda kjördæmapotar- anna. Það virðist vera jafn skynsam- legt í stöðunni að halda 300 millj- óna króna veislu fyrir Vestfirðinga sem stæði meðan birgðir entust og einhver stæði uppi. Skemmtiatrið- in gætu svo verið búktal, þar sem Davíð Oddsson sæti á hnjánum á Steingrimi Hermannssyni og þeir félagarnir sýndu síðan nokk- ur töfrabrögð. Að lokinni slíkri veislu ættu Vestfirðingar þó skemmtilega minningu, í stað tómleikatilfmningar og timbur- manna eins og nú stefnir í. O Afstýrum hruni Vestfjarða Stuðningur við Vestfirði Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að atvinnu- ástandið hér- lendis hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu. Að þessu sinni er bókstaflega hægt að segja að það sé „ekki upp á marga fiska“. Og hvergi á það betur við en á Vestfjörð- 1 um. Undanfarin ár hafa landsmenn sopið seyðið af rugli Steingríms Hermannssonar og hans nóta (sem er á við meðal náttúruham- farir þegar allt er talið), erfiðum ytri skilyrðum og minnkandi afla. I sjálfu sér hafa Vestfirðingar að mörgu leyti sloppið betur en íbúar annarra landshluta, en nú er svo komið að atvinnulífið þar er á heljarþröm. Sumir hafa sagt sem svo, að Vestfirðingar geti alveg jafnt og aðrir landsmenn axlað byrðar kreppunnar, og að öllu jöfnu gæti ég tekið undir það. En það er ekki allt jafnt. Þegar fór að harðna á dalnum í öðrum landshlutum lögðu sum fyrirtæki upp laupana, önnur hertu sultarólina og atvinnuleysi gerði vart við sig. Þrátt fyrir það voru mönnum ekki allar bjargir bannaðar, því ekki voru allar at- *>• . '• .. *<* ' y < gSES >■- - vinnugreinar í járnum, og viðvar- andi atvinnuleysi er ekki landlægt. Atvinna kann að vera stopul og ótrygg með þeim óþægindum og öryggisleysi sem því fylgir, en víð- ast hvar njóta landsmenn nægi- lega íjölbreytts atvinnulífs til þess að ekki fer allt til fjandans í einu. Þessu er ekki að heilsa á Vest- fjörðum. Atvinnulíf þar er mjög einhæft og utan smávægilegs þjónustugeira byggist nær allt á auðlindinni í hafinu. Skyldi held- ur engan undra, því gjöfulustu fiskimið landsins eru skammt undan, en landkostir litlir, sam- göngur á landi erfiðar og byggð- irnar of margar og smáar til þess að landbúnaður, iðnaður eða þjónustugreinar geti dafnað í ein- hverjum mæli. Við þetta bætist að núverandi kvótakerfi hefur reynst Vestfirð- ingum afar óhagstætt og þeir njóta þess í raun furðu lítið að vera með miðin utan við bæjardyrnar. Þegar kvóti á grálúðu var gefinn á Iín- una, burtséð frá því hverjir höfðu veitt hana fram að því, var enn einn spónninn tekinn úr aski þeirra, og nú horfir ekki glæsilega með steinbítinn heldur. Hvaða bjargráð hafa Vestfirðingar? Sá sem þetta ritár, er harður andstæðingur útdeilingar ríkisins á íjármunum skattborgaranna til handa einstakra fyrirtækja eða landshluta í nafni atvinnuþróunar eða byggðasjónarmiða. Atvinnu- lífið á að þróast sjálft og ekkert veldur meiri byggðaröskun en þegar pólitíkusar setja upp góð- mennissvip og gefa annarra manna peninga. Á hinn bóginn er ekkert sjálf- sagðara en að ríkið Iáni fjármuni til þess að bjarga verðmætum og komi í veg fyrir hrun atvinnulífs- ins í heilurn landshluta, nú þegar loks glittir í betri tíð. (En það er ógeðfellt að hlusta á öfundarradd- ir Eyfirðinga, sem sjálfir hafa verið á spenanum um áraraðir með öm- urlegum árangri.) En þessar ráð- stafanir einar og sér nægja ekki og Vestfirðir munu ekki njóta mann- afla síns og náttúrugæða fyrr en fiskveiðikerfinu verður breytt. Þær lausnir sem á borðinu liggja, lofa því miður ekki góðu: útgerð- araðall kvótakerfisins og sósíal- ismi veiðileyfanna.© 12 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.