Eintak

Eksemplar

Eintak - 10.03.1994, Side 16

Eintak - 10.03.1994, Side 16
© JÓN ÓSKAR Um leið og menn missa sveindóminn hverfur æskan. í skrokknum þar sem áður bjó ungur drengur býr nú einhver mannsmynd, einhver hálfókunnugur maður sem er hálfókunnugur í heimi fullorðinna. Eða svo segir sagan. Loftur Atli Eiríksson kannaði hvað gerðist þegar sveinar yrðu að mönnum, hvernig þeim fannst það og við hvaða aðstæður helst er hætt við að missa sveindóminn. , 5vein aoms Fyrsta kynlifsreynslan rennur fæstum úr minni og þá kannski helst sökum þess að hún verður yfirleitt allt öðruvísi en búist er við þegar afstað var farið. Börn eru vart skriðin úr móðurkviði þegar þau fara að velta því fyrir sér hvernig þau hafa þangað komist og þegar sannleikurinn kemur í Ijós horfa þau með vanþóknun á þá sem koma úr stórum fjölskyldum, þvi fjölskyldu- stærðin er helsta sönnun þeirra fyrir hversu foreldr- arnir hafi „gert það“ oft. Fljótlega verður forvitnin þó fordæmingunni yf- irsterkari og læknisleikirnir taka við. Einhverjar eftirlegukindur þeirrar trúar að konur eigi að ganga i hjóna- band sem hreinar meyjar er líklega helsta ástæða þess að flestu kvenfólki er í nöp við að rifja upp hvenær kyn- hvötin kvaddi fyrst að dyrum. Um karl- menn erþessu allt öðruvísi farið og uppgötvun kynhvatarinnar er viðfangsefni margra þekktra kvikmynda og bókmennta- verka. Sagan um syndafallið í Bibliunni er fyrsta dæmisagan um hvernig kynlífið tengist syndinni og eplið sem hin forboðni ávöxtur er táknmynd kynlífsins og um leið fórnar Adams. Þetta minni hefur gengið aftur í bók- menntum í gegnum aldirnar í margs konar frásögnum um persónur sem fórna sakleysinu á altari viskunnar. Nób- elsskáldið skrifaði fallega lýsingu um fyrstu kynlífsreynslu Ólafs Kárasonar í Höll sum- arlandsins en lýsingin á aðförum ofvitans og mellunnar við líkhúsið i verki Þórbergs Þórðarsonar er i senn raunsæ og hlaðin íróníu um samspil ástar og kynlífs. Fjölmargar kvikmyndir eru innblásnar afþessari nostalgíu og skemmst er að minnast myndar Hrafns Gunniaugssonar „Hin helgu vé“ sem byggð er á æskuminningum hans, en kynhvötin spilar þar stórt hlutverk í uppvaxtarsögu aðal sögupersónunnar. Það þekkingarleysi og skömm, sem fylgdi í kjöl- far sveindómsmissisins hjá svo mörgum vekur ýfirleitt aðeins upp grátbroslegar minningar þeg- ar fram i sækir og sú var raunin með viðmælendur eintaks sem hér rifja upp fórn sveindómsins. 16 Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður á Stöð 2 lét nýverið hafa eftir sér á neytendasíðu DV að hann stundaðýkynlíf sér til heilsu- bótar. Hann segist eiga erfitt með að segja hvenær þetta byrjaði af einhverju viti því það sé sitthvað að vera skotinn eða að langa. „Ég ætla það hafi verið einhvern tímann á tólfta aldursári sem ég var á leið heim úr barnaskóla og með mér í för var stúlka sem ég taldi mig hafa sterkar tilfmningar til. Við höfðum verið saman í föstu sambandi í nokkra mánuði og við héldumst í hendur þegar enginn sá til. Leið okkar lá upp Brekkuna og þá ákváðum við að gera hlé á göngu okkar og settumst bak við vinnuskúr. I nágrenninu var verið að malbika bílastæði og hópur verkamanna var þar við vinnu sína. Þetta var mestan part án orða en greinilegt var að báða aðila langaði til að snerta hinn. Við föðmuðumst og kysstumst um stund og pínulítið var þuklað, eins og mátti í stöðunni, en þessi fyrsta merka kynlífsreynsla mín nánast lognaðist út af vegna þess að valtari sem var að slétta malbikið nálgað- ist okkur æ meir eftir því sem meira fjör færðist í leikinn. Útlitið var orðið skuggalegt á tíma- bili og við máttum þakka fyrir að sleppa undan hinni stóru vígvél bæj- arfélagsins lifandi. Könnunar- leiðangurinn um unað- semdir ástarinnar var því stuttur í þetta sinnið og ég náði ekki einu sinni að koma höndinni inn á bringu vinkonu minnar. Samband okkar flosnaði upp eft- ir þetta og voru ástæður þess vænt- anlega að við skömmuðumst okkar svo fyrir þetta. Síðan liðu nokkur ár þangað til ég komst alla leið inn á bringu kvenna. Mér finnst þetta dæmigert fyrir hvað þetta voru vonlausar tilraunir, að við skyldum endilega velja okkur stað þar sent malbikunarframkvæmdir voru í gangi um miðjan dag. Engu að síð- ur hafði ég um skeið veitt skúrnum athygli á leiðinni í skólann, því þarna lágu leiðir okkar í sundur á heimleiðinni. Þetta var útpælt en því miður var byrjað að malbika loksins þegar ég hafði mig í þetta. Ég lærði að sjálfsögðu af þessari reynslu og í framhaldinu var hitt kynið nálgast upp í dívönum inn- andyra. Einnig var mikið sótt í áveituskurði fyrir aftan hús þar sem haldin voru sveitaböll. Eg held einmitt að ég hafi misst sveindóminn í slíkum skurði út með firði. Ég var 13 ára og man varla eftir hvernig stúlkan lt þetta var stóð ósköp stutt yfir. Maður var svo hræddur um að einhver kæmi að okkur, að sem minnstum tíma var eytt í verknaðinn. Ég man lítið eftir athöfninni sjálfri en versta málið var að gaddavírsgirðing hafði fallið ofan í skurðinn þar sem við lágum og hafði ég töluverðar áhyggjur af því að hún gæti reynst skeinuhætt. Þegar upp var staðið reyndist hún hins vegar vel, því það var svo hentugt að spyrna sér í vírinn. Það má því segja sem svo að ég hafi verið fórnarlamb staðhátta við vinnuskúrinn en'í áveitu- skurðinum tókst mér aftur á móti að nýta mér þá til fulls." O FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.