Eintak

Eksemplar

Eintak - 10.03.1994, Side 22

Eintak - 10.03.1994, Side 22
Upp úr síðustu aldamótum spratt upp hreyfing í Þýskalandi sem hélt því fram að nekt væri holl; hið náttúrulega ástand mannsins. Fram komu kenningarsmiðir sem héldu því fram að steinaldar- maðurinn hefði rifið sig úr hárunum til að öðlast þessa nekt. Fólk flykktist úr borgunum og út í náttúruna nakið. Kafka og Þórbergur Þórðarson hrifust með. Síðar breyttist þessi hreyfing, var bönnuð af nasistum og reis síðan upp á ný. Hjálmar Sveinsson greinir hér frá hreyfingunni og þeim galdri sem fólginn er í að spranga um nakinn. Nektarhreyfingin var í upphafi borgaraleg hreyfing sem hafði þá skoðun að kapítal- isminn og gegndarlaus iðn- væðingin heíðu klofið sál mann- eskjunnar frá líkama hennar. Hreyfingin hafði ekki áhuga á að umbylta þjóðféiaginu, heldur kenndi hún að maður yrði að breyta sjálfum sér og lifnaðarhátt- um sínum. Markmiðið var að sam- eina sál og líkama, að verða „heill maður“. Taóismi og búddismi komust í tísku og auðvitað náttúru- fræði, leikfimi og útivera. Svokall- aðir „Wandernburschen“ fóru á kreik: Ég er hinn frjálsi förusveinn á ferð með staf og mal! Maður átti alltaf að sofa við opinn giugga. Og sjálfskipaðir siðbótarmenn og lík- amsræktarmenn skrifuðu bækur um skaðsamlega fatatísku. Þeim var einkum og sér í lagi illa við kor- settið og töldu það afmynda kven- líkamann. Ef fólk þyrfti á annað borð að vera í fötum þá áttu þau að vera víð og þægileg, rétt eins og föt hippanna löngu, löngu síðar. Einn líkamsræktarmannanna var liðsforinginn H. Muller sem skrif- aði bók um heilbrigt líf og bjó til frægt líkamsræktarkerfi. A meðal þeirra sem stunduðu Múllersæfing- ar voru grasæturnar Franz Kafka í Prag og Þórbergur Þórðarson í Reykjavík. Það eru til myndir af „Þar heldur hantt því fram að steinaldarmað- urinn hafi einn góðan veðurdag rifið hárið af líkama sínum til að öðl- ast meiri sexappíl Nekt! Hvað er nekt? Maður fæðist nakinn og fullyrt er að sálin sé nakin þegar hún að lokum stendur frammi fyrir Guði. Maður er nakinn í sturtu, í rúminu og einstaka sinnum inn í eldhúsi. Best er þó að vera nakinn úti í guðsgrænni náttúrunni því það er svo gott að finna mildan og mjúkan andvarann leika um þá hluta líkamans sem fá sjaldan að vera úti undir beru lofti. Nekt og kuldi eiga ekki vel saman. Nekt er varnarleysi, nekt er skelfileg, nekt er unaðsleg. Kannski er það nektin og aðeins nektin sem skilur mann frá dýri. Dýr eru aldrei nakin. Upp úr síðustu aldamótum spratt upp hreyfing í Þýskalandi sem hélt því fram að nekt væri holl. Það voru borgarbúar sem mynd- uðu þessa hreyfingu og hugmynd þeirra var sú að nekt væri hið nátt- úrurlega ástand mannsins. Þetta fólk kallaði sig „vini ljóssins“ (Lichtfreunde) og talaði um að klæðast „ljósfötum" (Lichtkleider). Mottó hreyfingarinnar hljóðaði svo: Nakinn maður hefur ekkert að fela. „Hiðfúla loft 19. aldar- innar, þrungið blygð og bælingu, lá enn þá eins og mara yfir norðanverðri Evrópu og ungtfólk þráði loft. Það þráði að komast burtfrá hinni kœfandi kyrrstöðu og varpa afsér byrði siðmenningarinnar. Ég vil loft, ég vil loft. Ég þoli ei við í stiknandi gröf!“ Það er þarflaust að táka það fram að sveitafólki myndi aldrei detta annað eins í hug. Með því er ég ekki að segja að nektarhreyfingin beri vott um firringu borgarbúans. Þvert á móti, á bak við þessa hreyf- ingu leyndist ósköp eðlileg þrá eftir frelsi og þrá eftir birtu og yl. Þetta var á þeim tímum þegar iðnvæddar stórborgir urðu til með slömmum sínum og dimmum, kolakyntum íbúðum í Hinterhof nr. 3. Fólkið hafði þyrpst úr sveitunum í borg- irnar og algengt að tvær bamafjöl- skyldur yrðu að deila með sér öm- urlegri íbúðarholu. Lífið var enda- laust strit, þrengsli, óhreinindi, berklar og barnadauði. Ofan á þessa eymd öreiganna bættist svo einhvers konar siðmenningar- þreyta borgarastéttanna og köfn- unartilfinning. Hið fúla loft 19. ald- arinnar, þrungið blygð og bælingu, lá enn þá eins og mara yfir norðan- verðri Evrópu og ungt fólk þráði loff. Það þráði að komast burt frá hinni kæfandi kyrrstöðu og varpa af sér byrði siðmenningarinnar. Eg vil loft, ég vil loft. Ég þoli ei við í stiknandi gröf! Þegar heimsstyrj- öldin fyrri skall á haustið 1914 fögn- uðu ungmennin og skráðu sig sjálf- viljug í herinn. Þau héldu að þetta yrði stórkostlegt ævintýri sem yrði búið fýrir jól. Þórbergi þar sem hann stendur nakinn í flæðarmálinu út á Sel- tjarnarnesi og gerir Múllersæfingar. Þórbergur er líklega eini íslenski núdistinn, að minnsta kosti sá eini sem náði háum aldri. Áhrifamesti nektarpostulinn í Þýskalandi á árunum fýrir fyrra stríð var rithöfundurinn Richard Ungewitter. Hann samdi bókar- kver með titlinum, „Nektin í þró- unarsögulegu, heilsufræðilegu, sið- fræðilegu og listrænu ljósi", þar sem hann heldur því fram að stein- aldarmaðurinn hafi einn góðan veðurdag rifið hárið af líkama sín- um til að öðlast meiri sexappíl. Upp frá þeim degi hafi aðeins hinir hárlausu, og þar með nöktu, átt séns í hitt kynið og af þeim sökum náð að fjölga sér. Það er því hreinn öfugsnúningur, segir Ungewitter, „að hinn svokallaði nútímamaður skuli hreiðra um sig kappklæddur í steinahrúgum er nefnast borgir". Kenning Ungewitters um nekt og sexappíl virðist í fýrstu benda til „Kannski erþað nektin og aðeins nektin sem skil- ur mannfrá dýri. Dýr eru aldrei nakin.“ víðsýnis og frjálslyndis í kynferðis- málum. Lesandanum verður þó fljótlega ljóst að höfundurinn vill vera hreinlífari en munkur. Hann skrifar nefnilega að ungdómur sem sé alinn upp við nekt „samkvæmt strangri áætlun“ muni aldrei detta neitt „ósiðlegt" í hug. „Hinn nakti veruleiki útmáir allar hugmyndir af því tagi.“ Richard Ungewitter er með réttu löngu gleymdur rithöfundur en þversagnakennd lífsskoðun hans er dæmigerð fyrir hina borgaralegu nektarhreyfingu eins og hún var fýrir stríð. Hún einkennist fremur af meinlæti en lífsnautn. Og hún er gegnsýrð af tvöföldu siðgæði, því annars vegar er nektin og hið „nátt- úrulega líf‘ dásamað og hins vegar er kynlífið gert útlægt. Það kemur ekki á óvart að þegar þar að kom gerðist Ungewitter hallur undir kynþáttastefnu nasistanna og fannst að hugnyndin um hreina kynþætti væri náskyld kenningu sinni um hreina sál í nöktum lík- ama. Nasistarnir voru aftur á móti tortryggnir gagnvart forsendunni sem Ungewitter og flest allir núd- istar ganga út frá, að manneskjan verði betri þegar hún er nakin og stundar útiveru. Þeim fannst að með þessu væri of lítið gert úr erfðalögmálinu, því voru þeir sann- færðir um að óumbreytanlegar erfðir og eðli kynþáttanna réðu öllu sem máli skiptir í fari einstaklinga og þjóða. — 22 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.