Eintak

Útgáva

Eintak - 10.03.1994, Síða 24

Eintak - 10.03.1994, Síða 24
Það þykir dyggð að vera trúr og hollur vinum sínum, félögum, ættingjum og meðbmeðrum. Standa með sínu fólki í gegnum þunnt og þykkt. Þeir sem hlaupast undan merkjum eru ekki álitnirfínir pappírar, hvorki af sínum fyrri félögum né þeim nýju. Þeir gömlu lítilsvirða þá og þeir nýju van- treysta þeim. En er þetta svona í raun? Jón Kaldal fór á stúfana og ræddi við fólk sem hefur skipt um félög, trú, skoðanir og vinnu Flokkar og félög af ýmsu tagi hafa alla tíð ieikið stórt hlutverk í tilveru mannkynsins. Trúarbrögð og stjórnmál hafa löngum skipað mönnum í flokka og orsakað mörg blóðug og langvarandi stríð. En það er ekki eingöngu trú og pólitík sem fær menn til að berjast þar til yfir lýkur. Áhugi á fótbolta getur líka reynst bannvænn eins og áhang- enda Juventus fengu að reyna þegar þeir fóru til Belgíu 1985 að horfa á lið sitt spila við Liverpool um Evr- ópubikar meistaraliða. Skömmu áður en leikurinn hófst varð fjand- inn laus á Heyselleikvanginum í Brussel þegar fótboltabullum frá Bretlandi lenti saman við kollega sína frá Ítalíu. Þegar lögreglunni tókst loks að skakka leikinn lágu í valnum þrjátíu og níu Italir. Flokkadrættir hafa einnig komið í veg fyrir að elskendur hafi fengið að eigast og hafa slík örlög veitt skáldum á öllum tíma innblástur til að semja harmiþrungin verk. Shakespeare skrifaði um Rótneó og Júlíu sem kusu frekar að deyja en að lifa án hvors annars og kvik- myndin West Side Story hefur svip- aða fléttu, nema hvað hún gerist nokkrum öldum síðar og í banda- rískri stórborg. Sjálfur hef ég einungis keppt undir merkjum eins félags um æv- ina, það er Ármanns, en þar sem knattspyrnulið félagsins er núna í íjórðu deild og hefur lengst af verið þar, kom ég mér snemma upp liði í fýrstu deild til að halda með. Og það var að sjálfsögðu Frarn. Á vell- inum síaðist síðan inn í ntann megn KR-andúð. Kannski er betra að orða það sem svo að mér hefur alltaf fundist KR hálf hlægilegt knattspyrnufélag, enda varð það síðast Islandsmeistari sumarið sem ég fæddist. Þegar litli bróðir minn fór síðan að keppa undir merkjum KR í körfubolta leist mér vægast sagt illa á blikuna í fyrstu. Síðan gerðist það að ég varð með tíman- um, mér þvert um geð, eindreginn stuðningsmaður KR. Vil ég taka það skýrt fram, til að forðast mis- skilning, að sá stuðningur nær ein- göngu til körfuknattleiksdeildar fé- lagsins. Þetta er kannski ekki svo slæmt þegar litið er til þess að Fram er ekki með körfuboltalið, svo hefði litli bróðir getað farið í Val, sem hefði jafnvel verið verra. Eiríkur Smith Hanrt hætti að mála abstrakt og tók að mála fígúratíft. „Sumir afþeim sem máluðu abstrakt litu þetta síður en svo hýru auga. “ Félagsskítar Þeir sem hafa tekið nýja trú, skipt um skoðun á pólitík, gengið til liðs við þá sem áður voru andstæðing- ar, eða breytt á einhvern annan rót- tækan hátt um afstöðu til hinna ýmsu mála hafa stundum kallað yf- ir sig ómælda reiði fyrrverandi fé- lagi sinna. Og þá hefur orðið félags- skítur jafnvel heyrst. Félagaskipti íþróttamanna hafa oft verið orsök mikils æsings og sárinda. Sumir leikmenn virðast hvergi geta fest rætur og virðist sem þeim sé nokk sama undir hvers merkjum þeir leika. Hans Guðmundsson og Guð- mundur Albertsson eru ókrýndir félagaskiptakóngar í íslenskum handbolta. Báðir hafa leikið með fjölmörgum félögum og hafa skipti þeirra milli liða gjarnan verið fram og til baka og þvers og kruss. Hans hóf feril sinn hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar en hefur síðan haft viðkomu í ýmsum liðum og í sum- um þeirra oftar en einu sinni. Hans hefur til dæmis leikið með KR, KA, HK, og Stjörnunni hér á Islandi, og einhverjum útlendum liðum að auki. Dvöl hans hefur ekki allaf ver- ið mjög löng og félagaskiptin hafa stundum farið fram með látum. Hann hóf til að mynda keppnis- tímabilið sem stendur núna yfir hjá Stjörnunni, en var óánægður með hvað hann fékk lítið að spila að eig- in mati, og skipti yfir í sitt gamla fé- lag FH. Áðrir skipta aðeins einu sinni um félag og halda upp frá því tryggð við það. Þannig er það með Gísla Felix Bjarnason. Hann er núverandi markvörður Selfossliðsins í hand- knattleik en er af góðum og gegn- um KR-ættum. Eins og flestir vita sem eitthvað fylgjast með íþróttum er faðir hans Bjarni Felixson, íþróttafréttamaðurinn góðkunni og bakvörður knattspyrnuliðs KR á árum áður. Gísli er uppalinn hjá KR frá blautu barnsbeini og lék lengi með meistaraflokki félagsins. Hann spilaði í Danmörku um tíma en gekk til liðs við Selfyssinga fyrir nokkrum árum. Hvernig skyldi fjölskylda hans og félagar í KR hafa tekið því þegar hann skipti um fé- lag? „Ég veit ekki alveg hvað á að segja um viðbrögð fjölskyldunnar í byrjun, en ég get að minnsta kosti sagt að faðir minn sætti sig við þetta með tíð og tíma. Það skipti líka mjög miklu máli að ég fór í annað bæjarfélag að spila. Skiptin hefðu verið litin mun alvarlegri augum ef ég hefði farið til dæmis í Val. Ég veit að garnli maðurinn gæti aldrei sagt áfram Valur!, en ég hef hins vegar heyrt hann áegja áfram Selfoss! Félagar mínir í KR tóku þessu líka ljómandi vel. Ég var búinn að þjóna félaginu vel og lengi. Annars held ég að flestir KR- ingar líti svo á sem þetta sé nokkurs konar byggðastefna hjá félaginu og ég sé bara í láni þarna fyrir austan fjall. Þótt Selfoss eigi sífellt meiri Nína Björk Árnadóttir Nína Björk snerist til kaþólsku. „Fólki fannst á þessum árum afskaplega hallærislegt að maður væri trúaður. “ ■(& ítök í mér verð ég alltaf KR-ingur inn við beinið. Mitt félag í fótbolta og körfubolta er KR og þegar ég lít yfir úrslitin á íþróttasíðunum at- huga ég alltaf gengi KR, sama hvaða íþróttagrein um er að ræða, og ég held að það breytist seint.“ -“—•-wtHii Flokkaflakkarar Dramatískar breytingar á skoð- unum manna í stjórnmálum hafa alltaf vakið mikla athygli. Það trúa því sjálfsagt fáir, en Birna Þórðar- dóttir, alþýðubandalagskona og einn róttækasti herstöðvarand- stæðingur landsins, aðhylltist stefnu Sjálfstæðisflokksins þegar hún var i menntaskóla. Þegar Birna er spurð að því hvað það hafi verið sem olli umpólun hennar, svarar hún því að skoðanirnar hafi ein- faldlega ekki passað við raunveru- leikann. „Víetnamstríðið og at- vinnuleysið sem var ríkjandi á þess- urn tíma átti líka stóran hlut að máli,“ bætir hún við. Það hefur gjarnan verið haft á orði að vinstri- mennska eldist af mönnum en Birna er aldeilis ekki sammála því að það sé einhver þumalputtaregla. „Fólk eldist að vísu misvel, það síær í suma og aðra ekki. En grínlaust, þetta vill gerast þegar menn vilja fara að meika það. Þá verða þeir að vera á hægri vængnum og fara eftir leikreglum þeirra sem hafa völdin.“ Þessi orð Birnu gætu hæglega átt við um Guðmund Magnússon, settan þjóðminjavörð. Hann var vinstrimaður á yngri árum en gekk til liðs við Sjálfstæðiflokkinn þegar fram liðu stundir. Það var einmitt Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra og flokksfélagi Guð- mundar, sem setti hann í embætti þjóðminjavarðar við litla hrifningu 24 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.