Eintak

Eksemplar

Eintak - 10.03.1994, Side 30

Eintak - 10.03.1994, Side 30
Kristján Viðar Viðarsson Kristján gengur hér út úr sal Hæstaréttar eftir að hafa hlýtt á dóminn. Hann dró játningar sínar til baka eins og allir sakborninga nema einn. Dr. Gísli Guðjónsson yfirréttarsálfræðingur Menn hafa játað til að losna úr gæsluvarðhaldi janúar. Næstu mánuði var fram- burður ungmennanna mjög á reiki og játningar gerðar út og suður og þær dregnar til baka nánast jafnóð- um. Frá því í árslok 1975 til vors 1976 var einkum byggt á vitnisburði Erlu en hún gekk þá laus og bar vitni í báðum málum. En í maí ját- aði hún á sig að hafa ein banað Geirfmni þannig að rannsóknin fór upp í loft enn og aftur. Kristján sagðist hins vegar hafa banað Guð- mundi. Rannsóknarmönnum var vísað á ýmsa staði þar sem líkin höfðu átt að vera grafm og sífellt komu nýjar sögur frá sakborning- unum. Hvorki gekk né rak að finna áþreifanleg sönnunargögn sem studdu einhverjar sagnanna. Um vorið var Klúbbsmönnun- um sleppt úr haldi enda sýnt að þeir höfðu ekki átt neinn þátt í þessum málum. Það hafði þótt styrkja framburð ungmennanna að þeir voru grunaðir um aðild að stórum smyglhring sem Geirfinnur á að hafa tengst. Skaðabótamál spannst út af gæsluvarðhaldsvist þeirra og voru fjórmenningunum dæmdar í kringum 200 þúsund krónur hverjum í bætur auk vaxta. Þessi mistök rannsóknarmann- anna þóttu stórfelld og ófyrirgefan- leg sem varð til þess að þrýstingur á þá jókst til muna. Nú þurftu þeir að bæta fýrir mistökin með því að sýna skjótan árangur. í ágúst 1976 var þýskur rann- sóknarlögregluforingi á eftirlaun- um, Karl Schutz, fenginn til að stjórna rannsókninni. Hans hlut- verk var ekki síst að koma málinu heim og saman, reyna að sjá í gegn- um misvísandi framburð og játn- ingar í allar áttir. Eftir að Schutz tók við stjórnvölinum var Guðjón Skarphéðinsson handtekinn vegna Geirfinnsmálsins. Hann ját- aði aðild sína og lýsti atburðum. í janúar 1977 lauk rannsókn undir stjórn Þjóðverjans eftir sviðsetn- ingu atburða við Dráttarbrautina í Keflavík. f mars nefndi Sævar nýtt vitni til sögunnar í Guðmundar- málinu en tók framburð sinn aftur í heild fyrir dómi undir lok mánað- arins, enda hélt hann því fram að játningarnar hefðu verið knúðar fram með harðræði. Það sama gerðu Tryggvi og Kristján. Erla gekkst heldur ekki við fyrri fram- burði sínum og sagðist ekkert kannast við afdrif Geirfinns og Guðmundar. Guðjón einn dró ekki sinn framburð til baka. Fram fór rannsókn á meintu harðræði við yfirheyrslur að kröfú verjanda Sævars, Jóns Oddsson- ar. Enginn var sakfelldur en í dómi Hæstaréttar er einn af yfirmönnum Síðumúlafangelsisins ávíttur. Þá er talað um í dómnum að ekki hafi alltaf verið beitt réttum rannsókn- araðferðum og sérstaklega tilgreint að stundum hafi yfirheyrslur staðið lengur en lögboðið sex tíma há- mark. Þá hafi verjendur ekki verið tiltækir í öllum tilvikum sem rétt hefði verið að þeir væru viðstaddir. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að játningar lágu fyrir sem voru misvísandi og í flestum tilvikum dregnar til baka. Sögurnar voru margar og lágu í ótal áttir. Rann- sóknarmenn töldu sig hins vegár sjá þráð í gegnum þær allar sem sýndu fram á sekt. Engin áþreifan- leg gögn lágu fyrir til að styðja þá niðurstöðu. Hvorki lík, morðvopn né annað. Blóðblettir höfðu fundist á nokkrum stöðum sem gátu hugs- anlega verið úr hinum látnu án þess að nokkuð hafi verið hægt að full- yrða um það. Hlutverk dómstóla var því að leggja mat á gildi játning- anna og þann þráð sem rannsókn- armennirnir fullyrtu að tengdu þær. Dæmt var í Geirfinns- og Guð- mundarmálunum í sakadómi 19. desember 1977 og voru þá kveðnir upp þyngstu dómar aldarinnar. Niðurstaða dómsins var sú að Sæv- ar og Kristján Viðar skyldu sitja ævilangt í fangelsi, Tryggvi Rúnar í x6 ár, Guðjón Skarphéðinsson í 12 ár, Erla Bolladóttir í 3 ár og Albert Klahn í 15 mánuði. í febrúar 1980 kvað Hæstaréttur svo upp sinn úrskurð. Það kom í hlut hæstaréttardómaranna Björns Sveinbjörnssonar, Ármanns Snævarr, Benedikts Sigurjóns- sonar, Loga EinarssonarogÞórs Vilhjálmssonar að leggja mat á rannsóknarniðurstöðurnar. Þeir milduðu dómana yfir Sævari og Kristjáni Viðari þannig að sá fyrrnefndi fékk 17 ára fangelsi en sá síðarnefndi 16 ára. Dómurinn yfir Tryggva Rúnari var styttur í 13 ár, Guðjóni í 10 ár og Alberti Klahn í 12 mánuði. Hann var hins vegar stað- festur yfir Erlu Bolladóttur. I forsendum dóms Hæstaréttar segir að ekki sé mark takandi á því að sakborningar hafi dregið fram- burð sinn og játningar til baka. Sakborningarnir lýsa yfir sakleysi sínu Þorsteinn Antonsson, rithöf- undur, tók saman yfirgripsmikla bók um Geirfinnsmálið sem gefin var úr árið 1991, Áminntur um sannsögli. Þar lætur hann að því liggja að saklaust fólk hafi verið dæmt fyrir tvö manndráp. Við lest- Dr. Gísli Guðjónsson er yfir- réttarsálfræðingur hjá University of London og hefur kannað fleiri en þrjú hundruð sakamál þar sem ástæða hefur þótt til að kanna sannleiksgildi játninga sakborn- inga. Lögfræðingur, sem var að rannsaka Guildford-málið, fékk hann til að skoða játningarnar sem lágu til grundvallar dóminum yfir sakborningunum. I framhaldi af því að Gísli lagði fram niðurstöður sínar var málið tekið upp að nýju sem síðan leiddi til sakaruppgjafar. Um svipað leyti fékkst hann einnig við annað umtalað mál kennt við sexmenningana í Birmingham en þeir fengu einnig gefnar upp sakir. „Ég byrjaði að vinna í Guildford- málinu 1985,“ sagði Gísli í samtali við eintak. „Helsta vandamálið til að byrja með var að fá sérfræðinga til að vinna í málinu því flestir töldu þetta fólk sekt en síðan vann ég með geðlækni til að komast inn í það. Besta leiðin var að kynna sér játningar Carole Richardson en við töluðum samt við alla sakborn- ingana. í ljós kom að ýmislegt í rannsókn málsins var ekki rétt og við töldum að ekki væri hægt að taka mark á framburði hennar. Innanríkisráðherrann fékk skýrsl- una okkar og þá var málið opnað aftur.“ Er algengt að fólk sé dæmt eftir röngum játningum? „Það eru mál inni á milli þar sem menn eru dæmdir eftir játningum sem geta ekki staðist en þau eru fá í samanburði við allan þann fjölda sakamála sem rannsökuð eru. En það er heldur varla hægt að tala um að játningar séu rannsakaðar neins staðar í heiminum jafix skipulega og hér í Bretlandi, enda þarf mjög sérhæfða þekkingu til að vinna að svona málum. Maður verður að taka hvert mál fyrir sig því þau eru jafn margbreytileg og þau eru mörg. Og það er ekki hægt að segja að það sé neitt mynstur." Verðurðu oft var við að játning- ar séu knúnar fram með harðræði, eins og í Guildford-málinu? í flestum tilfellum vinnur lög- reglan vel og eðlilega að rannsókn mála. En dæmin eru til. í einu máli sem ég rannsakaði játaði maður á sig tvö morð sem hann framdi ekki. Ástæðan fyrir játningunni var sú að lögreglan taldi honum trú um að hann yrði hvort eð er sakfelldur en ef hann játaði þá myndi hann af- plána dóminn á sjúkrahúsi en ekki í fangelsi. Lögreglan hafði spilað á sjúldegan ótta hans við fangelsi.“ Getur löng gæsluvarðhaldsvist orðið til þess að menn játi á sig sakir til að losna? „Já, í sumum tilfellum hefur komið fram að menn hafa játað á sig glæpi til að losna úr gæsluvarð- haldi og stundum er það eina ástæðan.“ Værirðu tilbúinn til að skoða Geirfinns- og Guðmundarmálin ef til þín yrði leitað? „Ég myndi engu lofa og veit ekki hvort ég hefði áhuga á því. Svona mál eru flókin og geta tekið marga mánuði og það er enn erfiðara að taka upp tuttugu ára gömul mál.“ 0 Dr. Gísli Guðjónsson „/sumum tilfellum hefur komið fram að menn hafa játað á sig glæpi til að losna úr gæsluvarðhaldi og stundum er það eina ástæðan. “ Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmaður Opin und í þjóðarvitundinni Viðar Víkingsson, kvikmynda- gerðarmaður, hefur unnið að kvik- myndahandriti sem hann byggir á Geirfinnsmálinu og hefur því kynnnt sér málsgögnin ítarlega. Finnst þér einhver samsvörun milli Guildford-málsins og Geir- finns- og Guðmundarmálanna eftir að hafa séð kvikmyndina í nafni föðurins? „Já, fyrsta hálftíma myndarinnar svipar málunum mjög saman en eftir það er farið að fjalla meira um ástandið í Bretlandi. I London ger- ist mjög óhugnanlegur atburður og almenningur krefst þess að lögregl- an finni sökudólga með hraði. Lög- reglan telur sig finna þá í hópi smákrimma og heldur þeim I ströngum yfirheyrslum án lög- fræðiaðstoðar. Þannig tekst að knýja fram játningu sem er algengt undir svona miklu álagi. Þetta er mjög svipað Geirfinnsmálinu. Svo er athyglisvert að löggan var ekki dæmd fyrir harðræði hér frekar en í Bretlandi. Frænka Gerrys Conlon, Annie McGuire, er hliðstæða við að furðulegasta fólk var dregið inn í Geirfinnsmálið hér á landi, eins og dæmin um Klúbbsmennina sýnir. Paranoian var slík að fólk tók allt trúanlegt. I báðum tilvikum voru engin áþreifanleg sönnunargögn en rann- sóknarmennirnir hjökkuðu á játn- ingunum." Var réttlætanlegt að dæma eftir þessum játningum að þínu mati? „Nei, en á þessum tíma var rétt- arkerfið á íslandi mjög vanþróað. í flestum fylkjum Bandaríkjanna er sönnunarbyrðin mjög þung til að hægt sé að dæma fólk fyrir svona alvarlega glæpi og það er óhugsandi að þau hefðu verið dæmd í Banda- ríkjunum. „ Var saklaust fólk dæmt? „Nú veit ég ekki meira en aðrir. En ég á mjög erfitt með að trúa að rannsóknarmennirnir hafi fundið VlÐAR VÍKINGSSON „Ég á mjög erfitt með að trúa að rannsóknarmennirnir hafi fundið sökudólgana í Geirfinns- málinu og tel næstum útilokað að sakborningarnir hafi komið nálægt því. “ sökudólgana í Geirfinnsmálinu og tel næstum útilokað að sakborn- ingarnir hafi komið nálægt því. Það voru fleiri vísbendingar í Guð- mundarmálinu sem gáfu tilefni til rannsóknar en það var líka rnargt undarlegt í því, eins og Geirfmns- málinu. Margt misvísandi í fram- burðinum eins og með bílana sem notaðir voru. Rannsóknarnxenn- irnir töldu þetta fólk sekt um eitt- hvað og því alveg eins líklegt að það hefði gert eitthvað annað og spyrtu málin saman.“ Finnst þér ástæða til að taka málið upp að nýju? „Nú skortir mig lögfræðilega þekkingu en ég tel rétt að það fari fram umræða. Þetta er óleyst mál sem er eins og opin und í þjóðarvit- undinni á sama hátt og morðið á Kennedy í Bandaríkjunum. Menn vildu gleyma Geirfinnsmálinu eftir að dómur féll en það er kominn tími til að ræða það aftur. Það er kannski erfitt fýrir aðstandendur hér í fámenninu en í Bandaríkjun- um búa flestir í borgum á stærð við Reykjavík og þar er ekki þessi við- kvæmni.“ 0 Þorsteinn Antonsson rithöfundur Dæmt af fuílkomnum vanefnum Þorsteinn Antonsson, rithöf- undur, skrifaði bók um Geirfinns- og Guðmundarmálin sem gefm var úr árið 1991, Áminntur um sannsögli. Þar gagnrýnir hann málatilbúnað ákæruvaldsins harkalega. Er að þínu mati samsvörun milli málatilbúnaðar í Guild- fordmálinu og Geirfinns- og Guðmundarmálunum? „Já, það er ótvírætt í báðum til- vikum að játningar fengust með vafasömum hætti. I báðum mál- unum er um reynslulítið fólk að ræða sem er mikið til utangátta gagnvart öllu því sem fýrir það er lagt nxeðan á rannsókninni stend- ur. Ég tel ekki nokkurn vafa leika á því að réttarsálfræðingar kæm- ust að sömu niðurstöðu í Geir- finnsmálinu og Guildford-mál- inu. Það er nánast eins og kennslubókardæmi um hvernig fólk getur játað á sig nánast hvað sem er.“ Var réttlætanlegt að dæma eft- ir þessum játningum að þínu mati? „Ég er leikmaður í fræðunum en eftir að hafa skoðað málsskjöl og annað það sem komið hefur fram opinberlega í þessum mál- um tel ég að dæmt hafi verið af fullkomnum vanefnum og lítil ástæða til að leggja á sakborninga þunga dóma.“ Var saklaust fólk dæmt? „Ég get ekki svarað því af eða á og get ekki fullkomlega hreinsað þessa menn. En það er mitt per- ónulega álit að líkindin séu afar lítil á því að nokkur þeirra sem dæmdir voru í Geirfinns- og Guð- mundarmálunum hafi gerst sekir um mannsmorð. Auðvitað get ég ekki fullyrt það fullkomlega. En hvað sem segja má um sekt þeirra eða sakleysi er málatilbúnaðurinn alls óhæfur og öll meðferð máls- ins í það heila tekið.“ Finnst þér ástæða til að taka Þorsteinn Antonsson „Ég tel að bæði sakborning- arnir sem einstaklingar og þjóðfélagið sjálft eigi það inni að þessi mál verði endurskoð- uð og ekkert til sparað til þess að komast að þvíhvað raun- verulega gerðist. málið upp að nýju? „Ég tel að bæði sakborningarnir sem einstaklingar og þjóðfélagið sjálft eigi það inni að þessi mál verði endurskoðuð og ekkert til sparað til þess að komast að því hvað raunverulega gerðist. Þá er ég enn að tala um sjálfa málsrann- sóknina og þær aðferðir sem not- aðar voru. Ég varð var við það þegar ég var að vinna að bók minni að það er grunnt á blygð- unartilfinningu vegna þessa tíma- bils og þessara mála enn í dag. Ég ræddi við marga formlega og óformlega og varð var við að miklu fleiri voru á því að þarna hafi saklaust fólk verið dæmt en jafnframt að það hefði ekkert ver- ið hægt að gera annað eins og á stóð en að dæma það - sópa burtu ruslinu og þeim lökustu með. Þetta hafi verið úrhrök en að öll- um h'kindum ekki verið sek. Það er heldur lélegt fyrir eina þjóð að búa við þetta þegar tímar líða. Ég vona því að þetta mál verði tekið upp aftur en ég veit ekki hvort af því verður." O 30 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.