Eintak

Issue

Eintak - 14.04.1994, Page 10

Eintak - 14.04.1994, Page 10
Þingmannafrumvarp um frjálsar fiskveiðar á fjórum tegundum Ávísun á 15.000 tonn af þorski Þingmannafrumvarp það sem nú liggur fyrir Alþingi og kveður á um að veiðar á nokkrum fisktegundum verði gefnar frjálsar það sem eftir er fiskveiðiársins hefur vakið hörð viðbrögð meðal ýmissa hagsmuna- aðila í sjávarútvegi. 1 raun má segja að frumvarpið sé ávisun á tæplega 15.000 tonna viðbótarafla í þorski þar sem það gerir ráð fyrir að skip megi koma með 15% af afla sínum í þorski á land án þess að sá afli teljist til kvóta. Hér er miðað við slægðan fisk. Af afla upp úr sjó væri verið að ræða um ríflega 20.000 tonn. Þær fisktegundir sem flutnings- menn frumvarpsins vilja leyfa frjálsa sókn í eru ýsa, ufsi, skarkoli og rækja. Röksemdir fýrir frum- varpinu eru einkum þær að fýrir- sjáanlega náist ekki að veiða upp- gefinn kvóta á þessum tegundum það sem eftir er fiskveiðiársins. Þeir sem EINTAK ræddi við sökum þessa máls eru einhuga um að að- eins sé spurning hvort ýsukvótinn náist eða ekki af þessum tegundum. Benda megi á hvað rækjuna varðar að fjölmörg loðnuskipanna séu með rækjukvóta og hafi farið á þær veiðar nú í lok loðnuvertíðarinnar. Hvað skarkolann varðar megi benda á að sumarið sé besti veiði- tíminn á skarkola og raunar sé illskiljanlegur tvískinnungur í gangi hjá flutningsmönnum frumvarps- ins hvað skarkolann varðar því þeir vilja banna veiðar á kolnum í drag- nót á Faxaflóa og Breiðafirði en stór hluti af aflanum næst þannig. Um 69% af ýsukvótanum eftir Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu eru 69% af ýsukvótanum eftir nú þegar fimm mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu. Af ufsa eru 65% eftir, af skarkola 69% og af rækju 56%. Ýsukvótinn, allar tölur miða við slægðan fisk, nemur 59.800 tonnum á árinu en búið er að veiða 18.600 tonn, ufsakvótinn nemur 79.400 tonnum en búið er að veiða 28.200 tonn, skarkolakvót- inn nemur 13.600 tonn en búið er að veiða 4.200 tonn og rækjukvót- inn er 49.300 tonn en búið er að veiða 21.800 tonn. Sem fyrr segir gerir frumvarpið ráð fyrir að skip megi koma með 15% af afla sínum á land í þorski án þess að slíkt teljist til kvóta og auð- velt er að reikna út að verði frum- varpið að lögum sé það ávísun á tæplega 15.000 tonna viðbótarkvóta í þorski miðað við slægðan fisk. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra gagnrýnir frumvarpið harðlega og segir að verði það að lögum sé grundvellinum kippt undan núverandi fiskveiðistjórnun. Guðjón A. Kristjánsson vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins og einn af flutningsmönnum frum- varpsins hefur hins vegar látið hafa eftir sér að sjávarútvegsráðherra sé ekki í takt við það sem er að gerast á fiskimiðum Islendinga. Hringavitleysa Björn Jónsson, fúlltrúi hjá LÍÚ, segir að frumvarpið sé hringavit- leysa og það feli einugis í sér að ver- ið sé að auka aflaheimildir í þorski. „Menn geta veitt ýsu eins og þeir vilja í dag þar sem leigukvótinn á henni nú er aðeins 7 krónur á kíló- ið,“ segir Björn. „Það þarf því ekki sérstakt frumvarp til þessa enda er framboðið á ýsukvótum nú meir en markaðurinn tekur við.“ Einar Jónsson fiskifræðingur á Hafrannsóknarstofnun segir að dræma ýsuveiði það sem af er fisk- veiðiárinu megi að stórum hluta rekja til annarra þátta en að of stór kvóti hafi verið gefinn út í upphafi ársins. Hann nefnir tíðar skyndi- lokanir sökum smáýsu í afla sem einn slíkan þátt. „Þá vaknar spurn- ingin hvort viðmiðunarmörk okkar í sambandi við skyndilokanir séu of ströng en við höfum tekið þá ákvörðun að breyta þeim ekki,“ segir Einar. „Ýsuveiðin nú byggir á tveimur sterkum árgöngum frá 1989 og 1990 en það má nefna að fimm ára ýsan hefur ekki skilað sér í því magni sem við bjuggumst við af einhverjum ástæðum þannig að aflinn nú byggir að stórum hluta á fjögurra ára fi'ski. Eftir sem áður er nóg af ýsu á miðunum nú og skip- stjórar hafa látið okkur vita af mik- illi ýsugengd allt frá Vestmannaeyj- um og norður að Látrabjargi. Afla- brögðin undanfarnar tvær vikur hafa verið mjög góð og ef heldur sem horfir tel ég raunhæít að áætla að ýsukvótinn náist í ár.“ 0 Fyrirtækið Þjóðráð sem hefur sérhæft sig í auglýsingasöfn- un virðist vera að missa marga af sínum föstu viðskiptavin- um. Þjóðráð hefur sætt gagnrýni fyrir að fara helst til of geyst í aug- lýsingasöfnuninni og hefur verið kvartað yfir því að stór hluti af styrktarlínum og auglýsingatekjum skili sér aldrei. Svo virðist sem samkeppnisaðili Þjóðráðs, Hænir í Kópavogi, sé aftur á móti óðum að auka markaðshlutdeild sína á þessu sviði. Heyrst hefur að lög- reglan, sem gefur út nokkur blöð og skiþt hefur við Þjóðráð, íhugi nú að færa viðskipti sín yfir til Hænis. Þess má geta að þeir sem safna auglýsingum taka að meðaltali 25 prósent af öllum innkomnum lof- orðum frá styrktaraðilum og gildir þá einu hvort sú upphæð innheimt- ist nokkurn tíma... Ragnheiður Davíðsdóttir hefur verið ráðinn forvarnar- fulltrúi hjá Vátryggingafélagi (slands og er hér um nýtt starf að ræða innan tryggingafélaganna. Það felst í því að sinna forvarna- og áróðursmálum hvað umferðina varðar. Eins og mönnum er kunn- ugt hafa umferðarmál löngum verið ær og kýr Ragnheiðar og hefur hún fjölþætta reynslu á því sviði. Hún hefur starfað í Lögreglunni í fjöl- mörg ár, situr í Umferðarráði og var einn af stofnendum Áhugahóps um bætta umferðarmenningu... 'wmiA'í Hagkaup i Kjörgarði „Það eru allir svekktir yfir þessu, “ segir einn af trunaðarmönnum starfsmanna Hagkaups um sfmsvarann sem i Oskar MagnússonA setti til höfuðs Æ búðarþjófum m&m starfsmannanmmM hagkaup Ríkisendurskoðun Bíður með tilbúna skýrslu um SR- mjöl þar til dómur fellur Ríkisendurskoðun hefúr lokið könnun á sölu ríkisvaldsins á SR- mjöli en skýrsla Ríkisendur- skoðunar mun ekki verða birt opinberlega íyrr en dómur hefur gengið í málinu í héraði. Sem kunnugt er af fréttum ákvað héraðsdómur að vísa frá frávísunarkröfu og leyfa dóms- meðferð á kæru Haraldar A. Haraldssonar vegna sölunnar á SR-mjöli. Ef málinu hefði verið vísað frá var Ríkisendurskoðun tilbúin að senda Alþingi skýrslu sína í þessari viku. Nú er hins vegar talið að birting hennar gæti haft áhrif á meðferð málsins fyrirdómi. Samkvæmt heimildum EIN- TAKS eru gerðar töluverðar at- hugasemdir við það í skýrslunni hvernig staðið var að sölu SR- mjöls á sínum tíma. 0 Trúnaðarmönnum starfsfólks hjá Hagkaupi tilkynnt að símsvarinn verði til frambúðar. Sigurður Gísli svarar engu um afstöðu eigendanna. Lítið á starfsmenn sem grunaða glæpamenn seg/r einn trúnaðarmannanna. Þrátt fyrir harða gagnrýni er enn fyrirhugað að tengja símsvara við sérstakan síma hjá Hagkaupi í því skyni að fá starfsfólk fýrirtækisins til að uppljóstra um samstarfsmenn sína sem þeir gruna um að vera valda að rýrnun á lager. Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, lét tilkynna starfsfólk- inu um þessar fyrirætlanir í innan- hússblaði fýrirtækisins með þeim rökum að vinna þyrfti bug á mikilli rýrnun á lager Hagkaupsverslan- anna. Greinilegt er á samtölum við starfsfólk Hagkaups að það er æfa- reitt og finnst eins og verið sé að njósna um það í vinnunni. „Þetta virkaði þannig á okkur þegar við lásum um símsvarann að stjórn- endur fýrirtækisins litu á alla starfs- menn sem grunaða glæpamenn," sagði einn af trúnaðarmönnum starfsmanna sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann segir að starfsandinn hafi versnað til muna. „Það eru allir svekktir yfir þessu.“ Stjórnendur fyrirtækisins héldu fund með trúnaðarmönnum þar sem þeim var gerð grein fýrir því að hvað sem hver segði þá yrði sím- svarinn tengdur til frambúðar. „Þetta er náttúrlega viðkvæmt mál innan fyrirtækisins," sagði trúnað- armaðurinn, „og við höfum ekki fundað með starfsfólkinu ennþá, enda vitum við ekki hvort við get- um gert eitthvað í þessu.“ Hagkaup hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og Sigurður Gísli, sonur stofnandans Pálma heitins Jónssonar, er starfandi stjórnarformaður. Mörgum, ekki síst starfsmönnum, leikur forvitni á að vita hvort eigendur fyrirtækisins séu hlynntir þessu framtaki for- stjórans. Sigurður Gísli vildi engu um það svara hvort verið væri að taka upp nýja stefnu við starfs- mannastjórnun hjá fyrirtækinu með símsvaranum og vísaði á for- stjóra fyrirtækisins. „Ég hef ekki af- skipti af daglegum rekstri, forstjór- inn ber ábyrgð á honum." Ertu hlynntur því að sítnsvarinn verði tengdur? „Ég gef ekkert upp um það. Ég hef ekki ennþá séð ástæðu til að grípa inn í það. Þetta fellur undir daglegan rekstur.“ 0 10 FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.