Eintak - 28.07.1994, Side 4
ÓC/EÐFELLDASTA
FRÉTT
VIKUNNAR
O Sigrútt Ása afskjánum til landsins helga © Hlín með sifjaspell til þúsund vatna landsins
© Body Shop með aura til Rúanda © Áhugafólk með umferðarslys út á vegina
Iréttamaðurinn
I SlGRÚN ÁSA
Markúsdóttir
hverfur af skjánum í
haust þar eð hún
ætlar að bregða sér
í nám til (sraels.
Heitir námið eitthvað á borð við
„Mid-East studies“. Sigrún Ása
kemur eflaust margs fróðari til baka
og getur þá útskýrt ýmislegt fyrir
þjóðinni sem hún vissi ekki áður og
hefur aldrei skilið í þeim atburðum
sem átt hafa sér stað á Gazasvæð-
inu og þar i kring...
Ieðal þess sem íslenskar
konur ætla að færa kyn-
systrum sínum á Nordisk
Forum í Finnlandi er einþáttungur
sem saminn er
um sifjaspell.
Kolbrún Erna
Pétursdóttir
flytur þáttinn og
samdi hann
einnig ásamt
Björgu Gísla-
DÓTTUR. HLÍN
Agnarsdóttir
leikstýrði. Eftir
að Nordisk Forum lýkur verður ein-
þáttungurinn líklega hluti af
fræðslupakka fyrir stofnanir og
skóla. Hann fjallar í stórum dráttum
um uppgjör konu gagnvart föður
sínum og gleymist víst ekki svo
auðveldlega að sýningu lokinni.
Þær konur sem eru á leiðinni til
Finnlands ættu ekki að láta hann
fram hjá sér fara...
w
Amorgun byrjar verslunin
Body Shop á Laugavegi
og í Kringlunni að gefa eitt
prósent af sölu dagsins til hjálp-
ar flóttafólkinu í Rúanda og veitir
ekki af, ef marka má fréttatíma síð-
ustu vikuna. Body Shop-sjóðurinn í
Englandi leggur fram sömu upp-
hæð og fyrirtækjaverslanir í Eng-
landi og Irlandi tekst að safna. Bú-
ist er við að þaðan komi tvær millj-
ónir króna...
w
Ahugahópur um bætta um-
ferðarmenningu er að fara af
stað með mikla auglýsinga-
herferð undir kjörorðinu „Akstur er
dauðans alvara“. Myndir munu birt-
ast í blöðum fyrir verslunarmanna-
helgina og jafnframt munu auglýs-
ingar heyrast í útvarpinu. Eins og
fólk rekur eflaust minni til var hóp-
urinn stofnaður af nokkrum leikur-
um og fjölmiðlafólki sumarið 1988.
Skömmu síðar var auglýsingaherT
ferð hrundið af stað þar sem kvað
við annan og harðari tón í umferð-
aráróðri. Þar var fólki ekki hlíft við
staðreyndum um afleiðingar um-
ferðarslysanna. Herferðin í ár mun
án efa vekja sterk viðbrögð, rétt
eins og sú fyrri. Þess má geta að
VÍS styrkir áhugahópinn að þessu
Smjör-
lausar
brauð-
sneiðar
Frá sjónarhóli bænda, búaliðs og
yfirhöfúð allra framsóknarmanna
íslands fyrr og síðar, hlýtur ógeð-
felldasta frétt vikunnar að vera for-
síðufrétt í bændablaðinu Tíman-
um, sem birtist á föstudaginn síð-
asta.
Þar kemur fram að könnun Fé-
lagsvísindastofnunar fyrir Land-
læknisembættið hafi leitt það í ljós
að sjöunda hver íslensk kona smyrji
ekki brauðið sitt með smjöri. Ekki
nóg með það, heldur skrapar þar að
auki þriðja hver kona viðbitið af, fái
hún brauðsneið með hollu íslensku
smjöri. Hvílík hneisa. Aftast í frétt-
inni kemur síðan fram að átta af
hverjum tíu landsmönnum smyrji
brauðið sitt með þunnu lagi, eða
sleppi því alveg. Þetta er hræðilegt.
Eins og margtuggið hefur verið í
fjölmiðlum undanfarin ár, hefur
sala landbúnaðarafurða dregist
saman og ríkissjóður hefúr þurft að
punga út stórum upphæðum til að
fá bændur til að bregða búi, skipta
um búgreinar, eða redda þeim fyrir
horn þegar loðdýrin, fiskeldið eða
ferðaþjónustan klikkaði. Nú er
ástæðan komin. Nú vitum við
hvers vegna íslenskur landbúnaður
hefur átt í svo miklum erfiðleikum
sem raun ber vitni.
Nútímamaðurinn er hættur að
smyrja brauðið sitt með meinhollu
íslensku smjöri. Hins vegar halda
bændur (að sjálfsögðu), sjómenn
og iðnaðarmenn fast í gamlar og
þjóðlegar hefðir og klína viðbitinu
vel á brauðsneiðarnar sínar. En nú-
tímakonur sem trúa á mátt nýald-
arinnar, næpunnar og njóla-
grautarins, hafa látið telja sér trú
um að kolvetnin, sem þjóðin lifði á
í hundruðir ára, setjist innan á æð-
arnar þeirra og valdi þeim hjarta-
áfalli langt fyrir aldur fram. Nú má
ekki lengur fá sér smjör á brauðið
eða rjóma á skyrið og heilbrigð-
ismafían reynir líka að banna land-
anum að borða slátur, á þeim for-
sendum að hjartaáföll fylgi í kjöl-
farið. Þessi innræting hefur þannig
haft þær afleiðingar að sjöunda
hver kona smyr ekki brauðið sitt.
Hins vegar hefur karlkynið, að
minnsta kosti þeir sem ekki vinna í
skjóli skrifborðsins, betur staðist
áróðurinn og notar sitt smjör hvað
sem tautar og raular. Það eru sem-
sagt íslenskar húsmæður sem hafa
svikið bændurna. Nú er Bleik
brugðið. ©
Lögreglustöðin í
Garðabæ verður
opnuð aftur
segir sýslumaðurinn í Hafharfirði. Ástæða lokunarínnar óánægja
lögreglumanna með kaup ogkjör.
Óánægja lögreglumanna í
Garðabæ með kjaramál sín urðu
til þess að lögreglustöðinni sem
nýlega var opnuð þar í bæ var
lokað.
Guðmundur Sophusson,
sýslumaður í Hafnarfirði, vonast
til að hægt verði að opna stöðina
aftur eftir um það bil fjórar vikur.
Bæjaryfirvöld í Garðabæ telja
þörf á að löggæsla verði aukin í
bænum og benda til dæmis á
aukin tilfelli skemmdar-
verka af völdum unglinga.
EINTAK sagði frá því á
mánudag að lögreglustöð-
inni, sem nýlega var tekin
í notkun, hefði verið
lokað fyrir rúmlega
mánuði síðan. Þrír lögreglumenn
frá Hafnarfirði voru fluttir yfir til
Garðabæjar til að sinna þar lög-
gæslu.
Samkvæmt ákvörðun dóms-
málaráðuneytisins átti stöðin ein-
göngu að vera opin milli klukkan
átta til fimm á daginn. Lögreglu-
mennirnir sem störfuðu á stöð-
inni voru ósáttir við að missa
vaktaálag sitt við flutningana sem
ieiddi óhjákvæmilega til lækkun-
ar í launum. Kjaradeila þeirra
leiddi til þess að stöðinni var
lokað og þeir
fluttir
aftur til fyrri starfa hjá Hafnar-
fjarðarlögreglunni. Ástæðan sem
Garðbæingar fengu fyrir lokun-
inni var hins vegar sumarfrí lög-
reglumanna.
Guðmundur segir að nú sé bú-
ið að semja við nýja lögreglu-
menn frá Hafnarfirði um að flytja
sig yfir á Garðabæjarstöðina. Þeir
menn sem koma yfir munu vera í
eldri kantinum, lögreglumenn
sem þreyttir eru orðnir á miklu
vaktaálagi og tilbúnir eru í ró-
legra líf í Garðabænum. Ekki er
nákvæmlega búið að ákveða hve-
nær þeir geti tekið til starfa þar
sem þeir eru nú í fríum. Sýslu-
maður í Haínarfirði hefur
þó lofað Garð-
b
NAFNSPJALD VIKUNNAR
Nafnspjaldseigandi vikunnar að þessu sinni er iands-
þekktur maður. Þetta er leikarinn Pálmi Gestsson sem
er sjálfsagt einna þekktastur fyrir framfag sitt í sprelli
Spaugstofunnar og síðar Gysbræðra. Þó Pálmi sé
þekktastur fyrir spaugið getur hann líka brugðið sér
f alvarleg og dramatísk hlutverk eíns og hann sýndi
á liðnum vetri þegar hann lék aðalhlutverkið í upp-
færslu Þjóðleikhússins á Gaukshreiðrinu. Pálmi held-
ur sig hins vegar víð grínið á nafnspjaldi sínu, enda varla ann-
að við hæfi því fyrirtækið sem hann er í forsvari fyrir heitir Kómedía hf.
Það var stofnað snemma árs 1993 og hlutverk þess er meðal annars leikhús-
rekstur. Ekki fer miklum fréttum af umsvifum Kómedíu enn sem komíð er. Alþjóðlegt
merki fyrir leikhús eru tvær grímur, önnur brosandi, hin með skeifu. Pálmi hefur eins og skiljanlegt
er valið að nota á nafnspjald sitt aðeins grímuna sem er kát í framan. Ef nafnspjaldið prentast vel
geta lesendur séð að það er gríma Pálma sjálfs sem er á spjaldinu.
ingum að stöðin verði aftur kom-
in í gagnið áður en skólarnir heíja
starfsemi sína í haust.
Hlutverk lögreglunnar í
Garðabæ er samkvæmt stefnu
dómsmálaráðuneytisins að vera
svokölluð grenndarlögregla, það
er að koma á góðum kynnum við
íbúa bæjarins, kynna þeim starf-
semi sína og skapa trúnaðartraust
milli lögreglu og bæjarbúa.
Fulltrúi bæjarstjóra í Garðabæ
segist hafa orðið var við mikla
ánægju íbúa Garðabæjar með
opnun lögreglustöðvarinnar
enda væri sjálfsagt að þar væri
stöð líkt og á Seltjarnarnesi og í
Mosfellsbæ, svo dæmi séu nefnd.
Full þörf sé á löggæslu í bænum.
Sér í lagi til að sinna umferð og
einkum í kringum barna- og
gagnfræðiskólana að vetrarlagi.
Enn fremur hafa tilfelli skemmd-
arverka aukist mikið að undan-
förnu. Sem dæmi má nefna að
bifreiðar starfsfólks Flugleiða sem
það leggur gjarnan á planinu við
Bitabæ áður en það heldur til
Keflavíkur með rútu, hafi æði oft
orðið fyrir barðinu á skemmdar-
fýsn bæjarbúa og beinist þá grun-
ur helst að unglingum. Flugleiðir
hafa oft kvartað við bæjaryfirvöld
að starfsfólk þar á bæ komi oft að
bílum sínum rispuðum og
speglalausum. Svipaða sögu er að
segja af strætisvögnum Garða-
bæjar en seturnar í þeim eru iðu-
lega rifnar af sætunum. ©
Fimmtudagurinn 21. júlí
Ég er að hugsa um að hætta afskiptum af
stjórnmálum. Ef til vill vegna þess að það er
sjálthætt. Það hefur enginn lengur áhuga á
stjórnmálaskoðunum mínum. Mér líður eins og
Sigmari B. Haukssyni sem sífellt er að
lýsa skoöunum sínum á mat og drykk þrátt fyrir
að öllum mönnum sé hjartanlega sama um
hvaða bragð hann finnur. Eða Ólafur M. Jó-
hannesson sem hefur haldið úti fjölmiðla-
gagnrýni í mörg ár í Mogganum án þess að
nokkur maður taki mark á henni. Ég ætla ekki
að lenda í því sama og þessir menn. Þess í stað
ætla ég aö finna mér nýjan vettvang. Ég ætla að
Föstudagurinn 22. júií
fara að yrkja.
Stend ég einn á regnvotu stræti
og deiii hugsunum mínum með sjálfum mér
eins og hállur maður að tala við hállan mann
hrekk svo upp og legg í langferð
í leit að hinum helmingnum
dregst að Lynghaga
banka upp á
Laugardagurinn 2f. júlí
en það erenginn heima
Maðurinn er alltaf einn
Sunnudagurinn 24. júlí
sérstaklega efhann heitir Hannes
Ólmstríðufullt náttmyrkrið umlykur herbergið
og hvolfist inn í huga mannsins sem liggur
máttvana við gaflinn á rúminu og heldur dauða-
haldi í gulnaða Ijósmynd. Starir. Tveirfélagará
sólbjörtum degi halda utan um axlir hvor ann-
ars og hvessa augun á móti framtiðinni.
Óhræddir. Augu þeirra mætast. Hins unga
drengs með hátt enni og vatnsblá augu og hins
svarteygða manns sem liggur kjur eins og hann
óttist að minnsta hreyfing geti ýft upp sár tap-
aðrar vináttu. Um stund flýgur sú hugsun um
huga hans að eitthvert svar leynist íþessum
björtu augum. En þegar hann telursig vera að
finna það hristir ungi maðurinn hausinn og
saman ganga vinirnirinn í eitthvert allt annað
myndasafn. Eftir liggur maðurinn og starir
brostnum augum á mynd af grasstráum og
Mánudagurinn 2f>. júlí
moldarbarði sem er fyrir löngu fokið burt.
Eins og Ijóðin hafa streymt út úr penna mínum
undanfarna daga þá er allt frosiö í dag. Eftir að
hafa setið við skriftir fram eftir öllu kvöldi er á
blaðinu upphaf að tveimur kvæðum. „Hvar hafa
orð mín mætti sínum glatað" og „Enginn grætur
heimspeking“. Ég erorðinn helsttil djarftækur
til annarra manna verka. Til aö áminna mig setti
ég saman þessa vísu:
Hann Hannes er lítill
Hann er tæplega fertugur trítill
Með augun svo falleg og skær
En spurningum Hansa
Þriðjudagurinn 26. júlí
Enginn nennir að ansa...
Eftir að hafa verið skáld í fjóra daga nenni ég
því ekki lengur. Alveg eins og Solshenítsin
Hann hefur fundiö fyrir kalli fólksins. Hann get-
ur ekki setið einn í fjallakofa sinum í Bandaríkj-
unum og skrifað á meðan fólkið hans kallar á
leiðsögn. Alveg eins og ég. Ég get ekki fengið af
mér að sitja hér einn með hugsunum mínum.
Ég þarf út á þjóðvegina að taia við fólkið. Finna
langanir þeirra og þrár. Leita lausna á meinum
þjóðar minnar og leiða hana aftur á rétta braut.
Eg mun hins vegar ekki sækjast eftir pólitiskum
embættum eða pólitískum metorðum. Mín
Miðvikudagurinn 2/. júlí
staða verður ekki pólitísk heldur þjóðfélagsleg.
Ég ók í einum rykk norður á Melrakkasléttu í
nótt, sofnaði í bílnum á einhverjum vegi úti í
hundsrassi en hrökk uppvið að bíll þaut fram
hjá mér í morgunsárið. Út um svefndrukkin
augun sá ég að þetta var Jóhanna Sigurð-
ardóttir á leið að hitta fólkiö. Mitt fólkl Ég sló
mig fimm sinnum í framan, startaöi og gaf
bensínið í botn. Ég ætla ekki að láta helvítið
. hana Jóhönnu stela frá mér þjóðinni.
4
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994