Eintak

Issue

Eintak - 28.07.1994, Page 8

Eintak - 28.07.1994, Page 8
Af hvevju var þetta ekki rannsakað á meðan þeir stjómuðu félaginu? SegirJóhann J. Ólafsson, fyrrverandi stjómarformaður íslenska útvarpsfélagsins um ásakanir minnihlutans. Þann 24. ágúst verður haldinn hluthafafundur í Islenska útvarps- félaginu að kröfu minnihluta fé- lagsins. Einar S. Hálfdánarson, fulltrúi minnihlutans í stjórn fé- lagsins, hefur lagt fram fjórar tillög- ur um að höfðað verði mál á hend- ur Jóni Ólafssyni, sem á um 12 prósent í félaginu, vegna meintra ólöglegra viðskipta hans við ís- lenska útvarpsfélagið. Einnig hefur Einar lagt fram tillögu um að mál verði höfðað á hendur Fjórmenn- ingum sf., þeim Haraldi Haralds- syni, Jóhanni J. Ólafssyni, Guð- jóni Oddssyni og Jóni Ólafssyni vegna þóknunar sem þeir þáðu fyr- ir að gangast í lánaábyrgðir fyrir ís- lenska útvarpsfélagið. I tillögunum er jafnframt óskað eftir því að hlut- hafafundurinn samþykki að fram fari rannsókn Árna Tómassonar löggilts endurskoðanda og Sigur- björns Magnússonar hdl. til öfl- unar gagna vegna ofangreindra mála. Tillögurnar fimm leggur Einar fram fyrir hönd Hjarðarholts hf., fyrirtækis Jóhanns Óla Guð- mundssonar, Hans Petersen hf., Prentsmiðjunnar Odda hf. og Ól- afs Njáls Sigurðssonar, en þetta eru allt stórir hluthafar í Islenska útvarpsfélaginu. Þau viðskipti sem tillögurnar snúast um eru tveggja ára gömul eða eldri, og á sínum tíma, um mitt ár 1992, skipaði stjórn Islenska út- varpsfélagsins sérstaka rannsóknar- nefnd sem meðal annars gerði út- tekt á þessum málum. I framhaldi þeirrar rannsóknar var tekin ákvörðun um að ekki væri ástæða til sérstakra aðgerða. Áttuðu sig ekki á að um lögbrot var að ræða Einar S. Hálfdánarson segir að góð ástæða sé fyrir því að þessi mál Jón Óiafsson Fjórar tillögur affimm semfulltrúar minni- hlutans hafa farið fram á að verði lagðarfyrir hluthafafundinn 24. ágúst snúast um að höfðað verðið mál á hendur Jóni og við- skipti hans við íslenska útvarpsfélagið rann- sökuð. eru tekin upp aftur, tveimur árum eftir að sérstök rannsóknarnefnd ákvað að aðhafast ekkert. „Þetta þótti aðfinnsluvert á sín- um tíma. En það verður að athuga að þeir sem voru fengnir til að rannsaka þetta fyrir hönd félagsins voru Stefán Gunnarsson múrara- meistari, Bolli Kristinsson versl- unarmaður og Jóhann J. Ólafsson heildsali og enginn þessara manna er til dæmis lögmaður. Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þeirra að þeir sjái hvað er lögbrot og hvað ekki.“ Þeir hljóta að hafa fengið sér bók- halds- og lögfróða menn til aðstoðar? „Jú, það er rétt. Endurskoðandi félagsins, Gunnar Sigurðsson fór í gegnum þetta með þeim.“ Og núna eftir að þú hefur tekið sceti í stjórn félagsins ogfarið í gegn- um mál þess hefur þú komist að þeirri niðurstöðu að lögbrot hafi ver- iðframin? „Já, það hefúr komið í ljós að þessir gjörningar voru ekki aðeins aðfinnlsuverðir heldur beinlínis ólöglegir.“ Ertu ekki þar með að segja að Gunnar Sigurðsson, endurskoðandi félagsins, sé ekki starf sínu vaxinn? „Ég ætla ekki að leggja dóm á það. Það eru engar kröfur á hendur endurskoðandanum. En hann verður að svara því sjálfur af hverju hann gerði ekki athugasemdir við þetta.“ Eru þessar ásakanir ekki hluti af áróðursstríðinu í baráttunni um Stöð 2? „Ef tillögurnar eru skoðaðar og rökstuðningurinn að baki þeim getur hver maður gert upp sinn hug og séð að þetta er ekki áróður. Þegar um áróður er að ræða er sannleikanum með einhverjum hætti hagrætt. Það er engum hlut- um breytt, þetta er bara svona. Það eru til dæmis tiltekin atriði í viðskiptum Skífunnar, fyrirtækis Jóhann J. Ólafsson „Efþessum mönnum finnst þessi mál vera í svona miklum ólestri er óskiljanlegt af hverju þeir rannsökuðu þetta ekki á meðan þeir stjórnuðu félaginu. “ Jóns Ólafssonar, sem standast ekki. Ef ég tek eitt dæmi um þetta þá voru felldir niður dráttarvextir af viðskiptareikningi Skífunnar hjá Is- lenska útvarpsfélaginu með ólög- mætum hætti.“ Hver tók ákvörðun um að fella þessa dráttarvexti niður? „Starfsmenn íslenska útvarpsfé- lagsins, undirmenn Jóns á þessum tíma því þá sat hann í stjórn félags- ins. Eg vil ekki nefna nöfn þeirra sem tóku ákvörðun um að fella niður dráttarvextina því í sjálfu sér skiptir ekki máli hver það var. En með þessari ákvörðun voru hags- munir Skífunnar settir ofar hags- munum Islenska útvarpsfélagsins. Jón átti ekki að geta aflað sér ann- arra kjara hjá félaginu en aðrir nutu.“ Ertu að segja að Jón haf beitt starfsmcnn fyrirtœkisins þrýstingi til þess að sleppa við að borga þessa dráttarvexti? „Starfsmenn báru að hann hefði haft afskipti af þessum málum þó hann hefði ekki undirritað plöggin þegar gengið var frá þessum mál- um.“ Er þessi vitnisburður til skjalfest- ur? „Já, það er til á blaði að Jón Ól- afsson hafi beitt þrýstingi." Ogþú getur lagtþetta fram? „Eg á þetta ekki en ég veit að þetta er til.“ Hvar sástþú þennan vitnisburð? „Ég sagðist ekki hafa séð hann, ég sagðist vita að hann væri til.“ Umdeildar ábyrgðaþóknanir Eins og áður hefur komið fram hefur Einar lagt fram tillögu um að mál verði höfðað á hendur Haraldi Haraldssyni, Jóhanni J. Ólafssyni, Guðjóni Oddssyni og Jóni Ólafs- syni vegna þóknunar sem þeir þáðu fyrir að gangast í lánaábyrgðir fyrir íslenska útvarpsfélagið. I tillögu hans segir að fjórmenningarnir hafi haft af félaginu tæplega 14 milljónir á árunum 1991 til 1992 „með því að misnota aðstöðu sína“. Ábyrgðir þessar hafa áður verið umdeildar innan Islenska útvarps- félagsins og langt 'virðist vera í land með að menn geti orðið sammála um þær. Jóhann J. Ólafsson segir að þegar þeir fjórmenningar hafi á sín- um tíma gengist undir þessar ábyrgðir hafi þeir verið þeir einu innan félagsins sem voru tilbúnir að axla áhættuna. Einar S. Hálfdán- arson segir hins vegar að hver ein- asti maður í landinu hefði verið til- búinn til þess að taka þetta að sér fyrir þau kjör sem voru í boði. Jóhann segir að staða félagsins hafi verið svo slæm að enginn banki í landinu hafi verið tilbúinn að veita því fyrirgreiðslu nema per- sónulegar ábyrgðir kæmu til. „Ég lýsti því yfir í útvarpsviðtali á þessum tíma að öllum landsmönn- um væri velkomið að gangast í ábyrgðir. Staða félagsins var hins vegar þannig að það vildi það eng- inn. Við sem tókum að okkur að gangast í ábyrgðir fyrir þessum lán- um lögðum allt okkar undir og sú áhætta sem við tókum varðaði fjöl- skyldur okkar og heimili. Það var enginn annar möguleiki í stöðunni. Ef þessir peningar hefðu ekki kom- ið inn í reksturinn hefði hann stöðvast og félagið hefði orðið gjaldþrota. Skuldirnar voru gríðar- legar og við þær bættust dráttar- vextir og uppboðskostnaður. Þann- Sigurður G. Guðjónsson „Það virðist nú sem svo aðfölmiðlum hafi ver- ið kynntar þessar til- lögur á undan stjórn- armönnum þannigað það er í sjálfu sér auð- velt að sjá að tilgangur- inn er ekki að leiða ein- hvern sannleika í Ijós heldur halda á lofti einhverjum áróðri.“ ig að þrátt fyrir að félagið greiddi okkur ábyrgðaþóknun græddi það á því, þar sem með peningunum sem komu inn í reksturinn var hægt að lækka fjármagnskostnað- inn verulega. Það var síðan fýrst þegar félagið var komið á traustan ís sem aðrir hluthafar voru reiðu- búnir að ganga í viðlíka ábyrgðir. Þá var reyndar kominn hagnaður hjá félaginu og reksturinn það góð- ur að þóknanirnar voru eitthvað lægri. Eins og ég hef sagt áður eru þess- ar ásakanir ekkert annað en gamlar dylgjur og þvættingur. Þetta eru til- raunir.manna sem treysta sér ekki til að standa fyrir máli sínu en reyna þess í stað að sverta þá sem vilja gæta hagsmuna félagsins. Ef þessum mönnum finnst þessi mál vera í svona miklum ólestri er óskiljaniegt af hverju þeir rannsök- uðu þetta ekki á meðan þeir stjórn- uðu félaginu,“ segir Jóhann. Áróðursbragð Tillögur Einars sýna að ekki er mikill sáttahugur í mönnum. En hafa ber í huga að þegar fyrrverandi meirihluti fór frá völdum lýstu menn innan hans því yfir að þeir hygðust ekki taka sjálfir sæti í stjórn félagsins heldur skipa í sinn stað sérfræðinga sem myndu fylgjast ná- ið með gjörðum hins nýja meiri- hluta og gera athugasemdir ef eitt- hvað væri ekki i lagi að þeirra mati. Hluthafafundurinn sem er fram- undan sýnir svo ekki verði um villst að fyrrverandi minnihluti ætlar að standa við gefin fyrirheit. Sigurður G. Guðjónsson, nýkjörinn stjórn- arformaður, segir að það sé réttur hluthafa að óska eftir hluthafa- fundum og bera upp tillögur en honum finnst aðdragandi þessa fundar ekki vera með eðlilegum hætti. „Það virðist nú sem svo að fjöl- miðlum hafi verið kynntar þessar tillögur á undan stjórnarmönnum þannig að það er í sjálfu sér auðvelt að sjá að tilgangurinn er ekki að leiða einhvern sannleika í ljós held- ur halda á lofti einhverjum áróðri. Þessar ásakanir eru tilraunir til að eyðileggja mannorð manna. Að halda því fram að Jón Ólafsson hafi látið fella niður einhverja dráttar- vexti er bara vitleysa. Þeir sem gerðu umræddan samning voru Páll Magnússon þáverandi út- varpsstjóri og Kristinn Sigtryggs- son framkvæmdastjóri Skífunnar." Sigurður vill ekkert gefa uppi um hvernig þessar tillögur verða með- höndlaðar og segir að það muni korna í ljós á hluthafafundinum. Allt frá því að vaidahlutföllin breyttust í Islenska útvarpsfélaginu hefur verið í bígerð að stofna sér- stakt félag um hlutabréf hins nýja meirihluta. Sigurjón Sighvatsson er staddur á landinu um þessar mundir og unnið er af kappi að því máli. Einar S. Hálfdánarson er hins vegar ekki í neinum vafa um að hluthafafundurinn muni að minnsta kosti samþykkja málsóknir á hendur Jóni Ólafssyni og bendir á að Jón megi ekki greiða atkvæði í málum þar sem viðskipti hans við félagið eru tekin fyrir. Þar sem Jón á 12 prósent í fyrirtækinu mun meirihlutinn án hans aðeins ráða yfir 40 prósenta atkvæða gegn 48 prósenta atkvæðum minnihlut- ans.O Sigurjón Sighvatsson er staddur hér á landi um þessar mundir. Hann ogfélagar hans í hinum nýja meirihluta vinna hörðum höndum að því að stofna félag um hlutabréf sín í ís- lenska útvarpsfélaginu. Sigurjón ætlar þó einn- ig að gefa sér tíma til að rennafyrir lax í Norðurá ásamtgóðvini sínum, Jónasi R. Jóns- syni, og bandarískum viðskiptafélögum. 8 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.