Eintak

Eksemplar

Eintak - 28.07.1994, Side 26

Eintak - 28.07.1994, Side 26
ÉQ VEIT PAÐ EKKI HALLGRÍMUR HELGASON Út á landi og í bœinn (með Jóhönnu Sigurðar) Ég veit það ekki. Ég sit í rústum gamla bæjarins á Sjöundá og er að reyna að ná tengslum við „Morðin á Sjöundá“ sem Gunnar Gunnars- son notaði til að matreiða sinn Svartfugl, en kannski er það veðrið, 20 gráðu logn og sól, eða útsýnið, glóandi heitur Rauðasandur út- þreiddur faðmur mót heilu hafi, eða kannski heimsálfan handan þess. Ég næ ekki alveg sambandi við þessa atburði enda hér gróið yfir öll sönnunargögn með grænu. Við stöldrum við í korter. Léttklætt nú- tímalíf á rústum harms og glæpa. Við keyrum Barðaströnd og eyj- um búinn Breiðafjörður liggur hreyfingarlaus suður í Hólm og undir Jökul, en útí Flatey glampar á stuð í kvöldsólinni. Guðmundur Andri og félagar í Spöðum að moka upp íjöri í gamla félagsheimilinu. Maður missir enn einu sinni af hinu árlega Spaðaballi en reynir þó að ná fjöruvotti af stemmningunni og skellir sér í sjóinn undan aftöku- stað Sveins Skotta. hvítur nár að busla í þeim „Gamla Góða“ þegar lögreglu- og sjúkrabílar geysast hjá frá Patró í átt að slysum í Vatns- firði. Sírenurnar bergmála í fjöllun- um og alit í einu líður manni eins og L.A., á Venice Beach að sóla sig og „The Blackbird Gang“ búnir að drepa tvo „at Seventh River Av- enue“ einhvers staðar í bakgrunn- inum. Daginn eftir liggur leið í bæinn, torsótt leið um Dali stútfulla af ætt- armótum og salmonelfa-tilfellum og stjórnmálamönnum á leið í sér- framboð. Maður var reyndar búinn að vara sjálfan sig við áður en mað- ur fór úr bænum: Auðvitað gat maður átt von á því að rekast á Jó- hönnu Sigurðardóttur. Þetta var svo vandræðalegt að sjá hana í fréttum Stöðvar 2 koma aleina í sinni rúmgóðu Toyotu niður á Djúpavog, fyrrverandi ráðherra á jogging-galla að sameina allt „fé- lagshyggjufólk". Fún i bíl. Enginn aðstoðarmaður. Enginn stuðnings- tali.“ Hún gengur á röðina, en satt best að segja missum við þolin- mæðina áður en kemur að okkur og við skjótumst upp hægri kant- inn meðfram rununni, inn á mal- bikaðan Þjóðveg eitt og brunum í bæinn. Ég veit það ekki. Af hvaða völd- um — R-lista eða D — það er. En Reykjavík er aftur orðin „inn.“ Hún er hætt að vera hallærislega, Ijóta og líflausa Svefnborgin við Sundin og er komin með stíl. Mið- bærinn barmettur magi. Meir að segja veðurguðirnir eru á þessu og láta ljósið skína á turnþökin þó rigni í öllum bláfjöllum í kring. Það er gott að koma í bæinn og maður nennir ekki út úr honum aftur um þessa verslunarmannahelgi, alla vega ekki á meðan Jóhanna Sigurð- ardóttir dvelur enn á landsbyggð- inni. Já, það er gott að koma í bæ- inn, þó maður rekist náttúrlega af algerri tilviljun á unnendur Davíðs Oddssonar hér og þar sem byrja að hnýta í mann fyrir síðustu grein og þá er gott að flýja inná Café List við Klapparstfg og setjast að bjór með Óttari Proppé og láta hann peppa mann aftur upp og fræða mann að auki um nýjasta tekn- óséníið frá New York, mjósleginn fölan, born-again-christian og sannarlega hvítan hvalreka á and- og sandlausar Qörur poppsins: Mo- by að nafni (barnabarn Hermanns Melville (no kidding)) sem einn manna hefur komist upp í one tho- usand beats per minute. „Það nálg- ast það svona hérumbil að mynda hljóm...“ segir poppfræðingurinn víðlesni og ég er hæstánægður með það, svona nýkominn í bæinn, ós- lasaður, salmonella-frír og laus úr bílalest „félagshyggjufólks." PS. Ef þið hyggið á ferðir um verslunarmannahelgina, gætið þá vandlega að því hvar Jóhanna Sig- urðardóttir verður á ferð. Upplýs- ingar þar að lútandi fást hjá Um- ferðarráði og Vegaeftirliti.O LeiMistarhátíð áhugafólks Leiklistarhátíð áhugafólks verður haldin í Mosfellsbæ dag- ana 25.-26. ágúst næstkomandi. Bandalag íslenskra leikfélaga skipuleggur hátíðina ásamt Leik- félagi Mosfellsbæjar. Búist er við að 12-15 leiksýn- ingar verði settar upp á hátíðinni og verður leikið í Hlégarði sem og Bæjarleikhúsinu. Auk þess verða útisýningar hér og þar um sveitina. Ekki verður einungis boðið upp á hefðbundnar leik- sýningar heldur líka barnasýn- ingar, revíur, tilraunaleikhús og látbragðsleik. Áhugaleikarar minna á að þeir kallast amatörar á alþjóðamáli en það er dregið að sögninni „amo“ sem þýðir „að elska“. Þeir vonast því til að sem flestir kom- ist í Mosfellsbæinn til að sjá leik- list sem einungis er gerð af elsku til listagyðjunnar. © Margrét Einars- dóttir hannar prjóna- föt sem seld hafa verið í versluninni Frikka og dýrinu í sumar. Hún segist alltaf hafa saumað og prjónað mikið í gegn- um tíðina og þá aðallega á sjálfa sig. „Ég sauma aðallega úr náttúru- legum efnum eins og bómull og svo úr prjónaefnum," segir Margrét. Hún viðurkennir að sér finnist dá- lítið furðulegt að rekast á fólk á götum úti í fötum sem hún hafi hannað. Bæði kyn geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Frikka og dýrinu af hönnun Margrétar og skiptir engu hvort falast sé eftir kjól eða prjónavesti. Margrét nemur bókmenntafræði við Háskóla íslands á veturna en hefur hug á að leggja stund á hönnun síðar meir. „Ég hef mikinn áhuga á hönnun fyrir leikhús," segir hún. í næstu viku flytja Frikki og dýrið í húsnæði að Laugavegi 12a þar sem Diva var áður til húsa. Sú verslun flytur í Móanóru, enda eigendurnir hinir sömu. Margrét hyggst bjóða upp á aukið úrval fatnaðar á nýja staðnum og þá úr fjölbreyttari efnum.© u^jögur brúðkaup og jarðarfór maður. En kannski vildi hún hafa nóg pláss í bílnum fyrir allt „félags- hyggjufólkið". Samt var hún búin að fara 600 kílómetra og enn ekki nokkur maður sem vildi einu sinni fá far. Við rekumst á hana í Bröttu- brekku þar sem hún fer löduhægt um brekkurnar, búin að safna tutt- ugu bíla lest fyrir aftan sig, í óðri önn „að sameina allt félagshyggju- fólk“. Og jú, þetta er ekki svo vit- laus aðferð fyrst hún vill á annað borð vera ein í bílnum. Það kæm- ust hvort sem er ekki nema þrír aft- ur í og einn frammí. En hér er hún búin að fanga tuttugu fjölskyldur í þessari sérstæðu atkvæðasmölun. Sumir eru reyndar tregir til og byrj- aðir að flauta en af gamansemi slá- umst við viljug aftast í hópinn til að missa ekki af því þegar hún stoppar bílinn þvert á veginum við gatna- mótin í Norðurárdalnum og kemur út á jogging-gallanum „að taka fólk Mánudagur P O P P Hljómsveitin Out of space spilar á Amsterdam og lýðurinn tryllist. BAKGRtlNNSTÓNLIST Jói Bald frá Búöardal leikur og syngur fyrir gesti Fógetans þeim til mikillar gleði. Þeir allra hressustu taka undir. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Töfraglugginn Endursýndurþáttur. Páta pensillterákostum. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Hvutti Pátturum hund 19.25 Undir Afríkuhimni Nú eru bara20þættir ettir. 20.00 Fréttir og íþróttir Hinn hárbeitti tréttamaður Sigrún Stef- ánsdóttir sviptir hulunni af soravilpum samfé- lagsins eins og venjulega. 20.25 Veður Fram- hatdínæstu viku. 20.30 Gangur lífsins Meint- ur framhaldsþáttur um vangetinn strák og tjöi- skyldu hans. Hann heitir Corky og á óþolandi systur sem er með gleraugu og unglingabólur. 21.20 Bíódagar baksviðs Heimildaþáttur um gerö Bíódaga Friðriks Þórs. Það er enginn ann- ar en hinn heimsfrægi Einar Örn Benediktsson sem sér um gerð þessa þáttar. 21.50 Sterkasti maöur heims Mynd trá keppninni sem tór fram síðasta haust. Hinn útbtásni kra/taköggull Magnús Ver Magnússon er meðai keppenda. 22.50 Blásýran freyðir Bandarisk sakamáia- mynd gerð eltir sögu Agöthu Christie. Þaö þarf mikið til að klúðra mynd sem gerð er ettir sög- um hennar og það er óþarti að vera að saka Bandaríkjamenn um það áður en myndin er sýnd. 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok STÖÐ 214.00 Pabbi Vælumyndumstrák sem vill ekki að stelpa sem hann sefur hjá eign- ist barn sem hann gat með henni en hún vill hins vegar ekki eyða því og eignast barnið þótt hann viiji annað og þegar hún er búin að eign- ast það vill hann taka ásig aukna ábyrgð en þá vill hún það ekki þó að hann vilji það og þá bla blabla, grenj, gráturog væl. 15.30 Bingó Fjöiskyidumund um strák sem langar í hund og forpldra sem vilja ekki leyfa honum það. Guð má vita hvað það kemurbingói við. 17.00 Spé- koppar 17.20 Andinn í flöskunni Hlægilega lé- legur þáttur fyrir börn. 17.45 Táningarnir í Hæðargarði Gröluroggelgjugums. 18.45 Kalli kanína fimmtíu ára Hálfrar aldar afmæli kanín- unnar síhressu haldið hátíðiega. 19.1919:19 20.00 Neyðarlfnan Það má hlæja að þessu. 20.50 Gott á grilliö 21.25 Seinfeld 21.50 Lit- ið um öxl Gamlar barnastjörnur króaðaraf og látnarskvelta úrkoppum viskunnar. 22.40 Piparsveinninn Sheriok Holmes ieysir saka- mál afaikunnri snilld i óbeinni útsendingu. 00.25 Dagskrárlok M Y N D L I S T Anna María Osipow frá Finnlandi sýnir myndverk I leir I Gallerí Úmbru. Á laugardaginn var opnaði Þorfinnur Sigur- geirsson sýningu á verkum sínum í Hafnar- borg. Hann sýnir olíumálverk og blýantsteikn- ingar. Þorfinnur nam í Myndlista- og handíða- skólanum og í Kanada. Hann hefur sýnt víða bæði heima og erlendis síðastliðin tiu ár. Sýn- ing hans stendur yfir til 8. ágúst. f kaffistofu Hafnarborgar sýnir Einar IVIár Guðvarðarson steina og Ijósmyndir af stein- um, þ.e. marmara frá Grikklandi, undir yfirskrift- inni Steinalíf. Sýningin stendur til 3. ágúst. í Sverrissal eru sýnd verk úr eigu safnsins til 8. ágúst. Jón Óskar er með athyglisverða sýningu á pappírsverkum sinum í Birgi Andréssyni-Galler- íi. Hið nýja gallerí er staðsett að Vesturgötu 20 og er sýningin opin eftir hádegi á fimmtudögum og eftir nánara samkomulagi. Ingibjörg Eyþórsdóttir hefur opnað af- ar.. tja... athyglisverða sýningu í Galleríi Sæv- ars Karls við Bankastræti. Þetta er þriðja einka- sýning Ingibjargar en á henni eru fjögur mál- verk, unnin með olíu, módellakki og blýanti á striga. Ingibjörg hefur myndskreytt fjölmargar bókakápur í gegnum tíðina. Sýningu Ólafs Benedikts Guðbjartssonar lýkur á anatómískum myndum í Galleríi 11 á fímmtudaginn. Hlynur Hallsson hefur opnað sýningu i Café Karólínu á Akureyri. Hlynur stundar nú fram- haldsnám í Hannover. Sýningin stendur til 26. ágúst. Þýska listakonan Reinhild Patzelf-Luders hefur opnað sýningu á málverkum í Gallerí Úm- 'bru. Þorri Hringsson er með sýningu á málverkum í gullsmíðaverkstæði Ófeigs. Mjög skemmtileg verk öll unnin á þessu ári. Þorri nam IMHÍ og í Jan Van Eyck akademíunni I Maastricht. Sýn- ingin stendur fram í ágúst. Sigurður Kristjánsson hefur opnað sýningu í Gallerí Greip. Sigurður er elsti núlifandi mynd- listarmaður landsins og jafnvel Erró státar ekki að slíkum titli. Sigurður sem er fæddur 1897 sigldi til náms út til Kaupmannahafnar árið 1918.1 Gallerí Greip verða jafnframt sýnd verk eftir Kristján Fr. Guðmundsson en hann 26 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1994

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.