Eintak - 15.08.1994, Síða 1
Par sem sagt er hafa hótað Valgeiri lífláti
leið úr landi
tílla
Lögreglumaður
innan RLR telur
að um morð hafi
verið að ræða.
Lögreglan hefur enn engar vís-
bendingar fengið sem tengst gætu
hinu dularfulla hvarfi Valgeirs
Víðissonar, sem leitað hefur verið í
tæpa tvo mánuði. Máiið er enn
ineðhöndlað eins og hvert annað
mannshvarf, þrátt fyrir marghátt-
aðar upplýsingar um morðhótanir
sem Valgeiri höiðu borist skönnnu
fyrir hvarfið, og ummæli starfs-
manns RLR sem segir allar líkur
benda til að aðilar úr fíkniefna-
heiminum hafi ráðið hann af dög-
um.
Jón H. Snorrason hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins segir ekkert
hafa komið fram sem túlka megi
sem áreiðanlegar ábendingar um
að einhver eða einhverjir beri
ábyrgð á hvarfi hans með glæpsam-
legum hætti. „Við fylgjumst mjög
náið með rannsókn Reykjavíkur-
lögreglunnar og munum taka yfir
rannsóknina ef rökstuddar grun-
semdir um glæp koma fram,“ segir
Jón.
Ættingjar Valgeirs eru orðnir
vonlitlir um að sjá hann aftur á lífi
og telja öruggt að hann væri búinn
að hafa samband ef hann væri á lífi.
EINTAK hefur fengið upplýsing-
ar um hverjir það voru sem eiga að
hafa hótað Valgeiri lífláti skömmu
fyrir hvarfið. Heimildirnar, sem
komnar eru úr fíkniefnaheiminum,
segja að um sé að ræða ákveðið par
hér í bæ og þykir sú staðreynd, að
umrætt par er á leiðinni til Tælands
til langdvalar, renna frekari stoðum
undir þá kenningu. Umræddir að-
ilar lýsa yfir þungum áhyggjum
vegna málsins og segja öruggt að
tíðni glæpa og ofbeldis muni aukast
verulega ef menn fá á tilfinninguna
að hægt sé að komast upp með
glæpi og jafnvel morð. ©
dvalar
Friðrik
I Sophusson
" fjármála-
ráðherra
Varar við launa-
hækkunum
ívetur
10
Breiðamerkurlón
Leit að bandaríska
kafaranum hætt
Tillögur nefndar um
breytta kjördæmaskipan
Landið e'rtt
kjördæmi
Stjóm Reykjavíkurhafnar
Gagnrýnir styrkveit-
ingar samgöngu-
ráðherra
Reyðarfjörður
Miklu af lyfjum stol-
ið úr óvörðu apó-
teki
Harður ísfirðingur
Skallaði rúðuna úr
lögreglubflnum 10
Skoðanakönnun um
sameiginlegt framboð
Ekkiýkja
vísindaleg segja
aðstandendur
Fundur dóms-
málaráðherra
1 íslands og
Noregs
Svalbarðastríðið
ekki rætt segir
Þorsteirm Pálsson 4
Hafnarfjörður