Eintak

Eksemplar

Eintak - 15.08.1994, Side 17

Eintak - 15.08.1994, Side 17
Heitasti sjónvarpspredikari Bandaríkjanna á íslandi og Benny ivarps- m Einn heitasti sjónvarpspredikari Bandaríkjanna Benny Hinn verður hér á landi um næstu helgi og held- ur samkomu á eigin vegum í íþróttahúsinu Kaplakrika. Sam- koman hefst kl. 20. á sunnudags- kvöld og verður sjónvarpað frá henni út um allan heim. Benny Hinn hefur mest áhorf bandarískra sjónvarpspredikara urn þessar mundir og kristilega sjónvarpstöð- in Omega við Suðurlandsbraut sýn- ir reglulega þætti með honum. 1 þeim rná sjá undur og „kraftaverk" sem gerast á samkomum predikar- ans á risastórum íþróttaleikvöng- urn í Bandaríkjunum. Sjúkir fá lækningu og lamaðir stökkva upp úr hjólastólum sínum. Ekki hefur tekist að sýna fram á að hér sé föls- un á ferðinni en í þætti um óhefð- bundnar lækningar sem nýlega var sýndur á StöS 2 var fjailað um kraftaverk af því tagi sem gerast á samkomum Benny Hinn. Samkoman er öllum opin nema fjölmiðlum og er aðgangur að henni ókeypis. Áhugafólk um kraftaverk og kristna trú er hvatt til að mæta í Fjörðinn á sunnudaginn og vera í stuði með Guði. O Maus 2001 Tónleikar i Rósenberg á miðvikudag. Hilmir Snær Guðnason leikari Ég elska bílinn minn, hann Hamlet „Það eru að koma plötur frá báð- um hljómsveitum eftir rúmlega mánuð og við ætlum að spila lög sem verða á plötunum," segja félag- arnir í Maus en þeir ætla ásamt hljómsveitinni 2001 að halda tón- leika í Rósenbergkjallaranum á mið- vikudagskvöld. Maus sigraði Músík- tilraunir Tónabæjar með glæsibrag síðastliðinn vetur og hefur verið mjög iðin við spilamennsku þá mán- uði sem liðnir eru síðan. Undir lok september ædar hún að senda frá sér breiðskífú, en það verður fyrsta plata sveitarinnar. 2001 er aðeins nokkurra mánaða gömul sveit en hefur náð að marka sér spor í íslenskt tónlistarlíf og þykir ein ef efnilegri sveitum af yngri kyn- slóðinni. 2001 ætlar einnig að senda ffá sér plötu í september, ekki breið- skífu að vísu en stóra smáskífú. Auk hljómsveitanna tveggja munu ýmsir gestir troða upp. Tón- leikarnir hefjast klukkan 23.00 og það kostar 300 krónur inn. © 'w - {t jc J|g§|aHnHÍ^( j 1 lí&fiEssP* v Hljómeyki Bresk kirkjutónlist í Háteigskirkju „Þetta er hópur sem hefur starfað hver stjórnar. „Við höfum gert ford, William H. Harris og Arnold samna mjög lengi og hefur verið að frumflytja nútímatónlist,“ segir Hafsteinn Ingvarsson sem er einn meðlima sönghópsins Hljóm- eyki sem ætlar að halda tónleika í Háteigskirkju í dag. Kórinn hélt sumartónleika í Skálholti á dögun- um og fékk mjög góða dóma fyrir. Nú á að endurflytja dagskrána sem sungin var í Skálholti. Kórmeðlimir eru átján talsins í Hljómeyki en engin regla er á því rnikið af því að vinna með tón- skáldum sem hafa samið fýrir okk- ur sérstaklega og stjórnað okkur sjálf,“ segir Hafsteinn. Að vísu er það nokkrum örðugleikum bundið í þetta sinn því höfundarnir að verkunum sem flutt verða eru allir látnir og sá elsti frá 16. öld. Um er að ræða bresk tónverk frá ýmsum tímabilum. Meðal höfunda eru William Byrd, Thomas Tallis, Henry Purcell, Charles V. Stan- Bax. Stjórnandi kórsins er að þessu sinni Bernharður Wilkinson flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit ísland. Hann er ekki alis ókunnur breskri tónlist enda Breti í húð og hár. Hafsteinn segir að Bernarður hafi alist upp við kórstarf og meðal annars verið kórdrengur í Westm- inister Abbey í Lundúnum. Tón- leikarnir verða sem áður segir í dag í Háteigskirkju og hefjast klukkan 20.30. O utlkroðalög Einar Falur Ingólfsson sem heldur nú sýninguna Ferðalaga- myndir í Gallerí 11 lætur óvenju eiguiegt hefti fylgja sýningunni. Ekki er nóg með að þar gefi á að líta nokkrar Ijósmyndanna á sýning- unni heldur er þar einnig að finna ljóð 10 skálda sem tengjast ferðalög- um á einhvern hátt. Skáldin eru þeir Óskar Ámi Ósk- arsson, Geirlaugur Magnússon, Bragi Ólafsson, Sigfús Bjart- marsson, Þorsteinn Joð, Jón Stefánsson, Bárður R. Jónsson, bræðurnir Sigurlaugur og Gyrðir Elíssynir og meira að segja ljós- myndarinn góðkunni Páll Stefáns- son yrkir ljóð um Síðujökul. © STÖÐ 217.05 Nágrannar Framhaldslepja í allt, allt, allt of mörgum þáttum. 17.30 Halli Palli 17.50 Tao Tao 18.20 Ævintýraheimur NINTENDU 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19.19.50 Víkingalottó Tölur kvöld- isins eru: 1,4,33,32,2 og 3 20.15 Melrose Place 21.10 Matglaði spaejarinn 22.05 Tíska 22.30 Hale og Pace Útþynnt vella. 23.00 Lögregluforinginn Jack Frost VI Löggu og bófahasar. 01.05 Dagskrárlok M Y N D L I S T I kjallara Norræna hússins sýnir Jóhanna Þórðardóttir lágmyndir unnar (tré. Verkin eru öll unnin á þessu ári og því síðasta. Sýningin stendur til 28. ágúst og er opin daglega milli kl. 14.00 og 19.00. Hafnarborg í Hafnarfirði hefur haslað sér völl sem öflugt gallerí á höfuðborgarsvæðinu og um þessar mundir eru fjórar sýningar opnar þar. f aðalsal er spáð í samband afstraktlistar og landslags og í Sverrissal eru sýndar Kjarvals- myndir úr salni Þorvaldar Guðmundsson- ar. (kaffistofu safnsins sýnir bandaríska listak- onan Olivia Petrides kola og pastelmyndir og í kaffiskálanum má virða fyrir sér nýstárlega bolla eftir meðlimi i Leirlistafélaginu. Stöllurnar Arngunnur Ýr Gylfadóttir og Kristín María Ingimarsdóttir leggja undir sig sýningarsali Nýlistasafnsins um þessar mundir. Arngunnur sýnir ný og eldri málverk og verk unnin með Ijósmyndataskni og Kristín Mar- ía sýnir málverk. Rhony Alhalel hefur opnað sýningu á Sólon fslandus. Hann er frá Perú en hefur verið ge- stakennari við MHÍ í ár. Þetta er önnur einka- sýning hans hér á landi. Rösanna Ingólfsdóttir opnar sýningu á leir- list í listmunahúsi Óleigs að Skólavörðustíg 5. Þetta er fyrsta einkasýning Rósönnu á fslandi en hún hefur búið í Noregi og Svíþjóð að undan- förnu. Sýningunni lýkur 19. ágúst. Sýning Sigurðar Árna Sigurðssonar er f Vestursal Kjarvalsstaða. Sigurður er einn af þeim sem landinn bindur sínar stærstu vonir við í myndlistinni. Hann hefur stundað nám í París undanfarin ár. Sýning á verkum Kristins G. Harðarsonar stendur yfir í Miðsal Kjarvalsstaða. Hann hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin ár og sinnt þar list sinni. Enn ein Ijóðasýningin var opnuð á Kjarvalsstöð- um í gær, en listamaðurinn gat hins vegar ekki skálað við opnunargesti. Nú eru það ódauðleg Ijóð hetjunnar Egils Skallagrímssonar sem hanga uppi (húsinu á Klambratúni. Sennilega hefði verið við hæfi að bera fram bjór og blóð- möráopnuninni. í Austursal Kjarvalsstaða hanga verk Kjarvals, æ, þið vitið kall sem er með hatt á öllum myndum og málaði hraun. Jón Óskar sýnir Vini og elskendur í galleríinu hans Birgis Andréssonar við Vesturgötu. Ýkt góð sýning með veggfóðri, mannamyndum og svo má kaupa bók. Egill Eðvarðsson hefur opnað málverkasýn- ingu í Gallerfi Regnbogans. Ekkert verkanna er af Hemma Gunn. Kristrún Gunnarsdóttir og Monika Lar- sen-Denis opna sýningu í Gallerí 11. Bæði er hér um að ræða verk sem þær hafa unnið sam- an sem og sitt í hvoru lagi. Ritva Puotila frá Finnlandi sýnir pappírsgólf- teppi í Galleri Úmbru. Carolee Schneemann sýnir silkiprent, Ijós-. myndir og myndbönd á Mokka. Carolee er margt til lista lagt eins og sjá má á þessari sýn- ingu. Hiynur Hallsson hefur opnað sýningu í Café Karólínu á Akureyri. Hlynur stundar nú fram- haldsnám í Hannover. Sýningin stendur til 26. ágúst. Sýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream stendur yfir í Norræna húsinu. Verkin eru fengin að láni hjá listasöfnum og einkaaðil- um. í deiglunni heitir sýningin í Listasafni íslands. Þar eru sýnd verk frá árunum 1930-1944 og er reynt að varpa Ijósi á þau umbrot sem urðu þegar gamalgróið bændasamfélagið mætti vax- MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 17

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.