Eintak

Tölublað

Eintak - 15.08.1994, Blaðsíða 18

Eintak - 15.08.1994, Blaðsíða 18
andi borgarmenningu einkum í myndlist, list- iön, hönnun og byggingarlist. Þetta er mjög at- hyglisverð sýning og greinilega mikil vinna á bak viö heimildasöfnunina. Sjáið þessa sýn- ingu. Islandsmerki og súlnaverk Sigurjóns Ólafs- sonar er yfirskrift sýningarinnar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Sýningin stendur út áriö. Felix Eyjólfsson er með sýningu á 22. Þetta eru ógeöslega Ijótar myndir. Heidi Kristiansen sýnir textílmyndteppi ( Perlunni. Verkin eru alls 18 talsins og eru unnin með quilt- og applikasjónstækni. Nýlistasafnið sýnir myndlist (öllum mögulegum vistarverum og á laugardaginn verður opnuö ( setustofu safnsins sýning á verki Lilju Bjarkar Egilsdóttur. Verkið nefnist Miðar, pjötlur, snifsi og er unnið beint á veggi setustofunnar. BÍÓBORGIN Eg elska hasar I Love Trouble ★ Fullkomlega fyrirséður söguþráður um ástir milli blaða- manna á Mogganum og DV. Og álíka spennandi og það hljómar. Hið undurförula plott efnaverk- smiðjunar dugir ekki til aö hressa upp á leiðin- legt ástarlíf þessa fólks. Maverick ★★ Bíómynd byggð á sixtís sjón- varpslöggunni sem skaut allt í tætlur. Blákaldur raunveruleiki Reality Bites ★★★ Góð skemmtun fyrir unglinga. Hvað pirrar Gilbert Grape What's Eating Gilbert Grape ★*★ Ein af þessum myndum sem maður gleymir sér yfir. BÍÓHÖLLIN Maverick ★★ Jody Foster skýtur James Garner og Mel Gibson ref fyrir rass í þessum grínvestra sem er lengri en hann er fyndinn. Steinaldarmennirnir The Flintstone ★ Eftir hina ágætu sendingu frá steinöld í Júragarðin- um kemur hér eín mjög vond. Manni verður nánast illt I veskinu að sjá jafn mörgum milljón- um kastað á glæ. Ace Ventura ★★★ Davíð Alexander, 9 ára gagnrýnandi EINTAKS, segir myndina fyndna. Fullorðnir geta hlegið með góðum vilja. Lögregluskólinn - Leyniför til Moskvu Police Academy - Mission to Moscow. ★ Vfir- þyrmandi vitleysa sem er alltaf sjaldan ramun Plötuútgáfa í haust verður síður en svo / minni í sniðum en á metárinu í fyrra. Nú ' fer að styttast í að aðal vertíð tónlistarmanna bresti á. Mánuðirnir fyrir jól hafa ávallt verið vinsælasti tíminn til plötuútgáfu og næstu mánuðir verða þar engin undantekning. Það er almennt talið að plötuút- gáfa hafi aldrei verið jafn mikil í ís- lenskri tónlistarútaáfu og í fyrra haust, en þótti nokkuð víst að margir bæru skarðan hlut frá út- gáfu það árið. Það kom enda á dag- inn, fjölmargir töpuðu, helst þeir :m gáfu út sjálfir, en fæstir brenndu sig hins vegar illa. Þrátt fyrir rýra uppskeru margra tónlist- irmanna í fyrra eru allt- af til bjartsýnir tónlist- armenn og í ár er útlit fyrir að plötuútgáfa verði síður en svo minni í sniðum en í fyrra. Þegar hefur verið gengið ffá útgáfú á að minnsta kosti tuttugu og fímm nýjum ís- lensku plötum og að auki annað eins af safn- plötum af ýmsu tagi. Töluvert á effir að bætast í þennan hóp af titlum næstu gjí vikur og segja útgefendur að fjölmargir hyggist gefa út á eigin vegum. Hér gefur á að líta upptalningu á flytjendum og plötum sem munu örugglega taka þátt í slagnum þetta árið. Það er við hæfi að hefja leikinn á þeim sem hafa verið söluhæstir undanfarin ár. Þetta eru þeir Bubbi og KK sem báðir verða með nýja plötu í ár. KK verður að venju með bandi sínu, Bubbi hefur aftur á móti fengið Svíann Christian Falk sér til fulltingis en þeir hafa áður unnið saman með góðum árangri. Meðal hljómsveita sem senda frá sér plötu eru, Bong, Tveety, Jet Black Joe, Dos Pilas, Maus, 2001, Kol, Skagfirska söngsveitin, Mannakorn, Bubbleflies, Unun, Kolrassa krókríðandi og Curver. Björn Jörundur Friðbjörnsson hinn Nýdanski verður með sína fyrstu sólóplötu, honum til aðstoð- ar verða til dæmis Eyþór Gunn- arsson og Þorsteinn Magnús- son. Diddú verður á tveimur plöt- um í haust, annars vegar kemur plata með henni og synfóníunni þar sem verða klassísk íslensk og er- lend dægurlög í bland, hins vegar verður Diddú á tónleikaplötu sem tekin var upp fyrr á árinu í Gerðu- bergi en þar koma ýmsir aðrir söngvarar við sögu. Hörður Torfa- son sendir frá sér sólóplötu og einnig kassettu en hún mun hafa að geyma barnalög sem Hörður hefur samið í gegnum tíðina. Fleiri trúba- dorar en Hörður ætla að koma lög- um sínum á plast, þar má til dæmis nefna Halla Reynis og Braga Hlíðberg. Sigtryggur Baldursson, er margklofmn persónuleiki og það kemur því ekki á óvart að honum nægir ekki að senda frá sér eina plötu, enn hefur ekki verið ákveðið hvað plöturnar verða margar en þær verða aldrei færri en tvær og önnur örugglega með hinum glað- hlakkalega Bogomil Font. Fyrrum samstarfskona Sigtryggs úr Sykur- molunum, Margrét Órnólfsdóttir er urn þessar mundir að undirbúa plötu með safni gamalla íslenskra dægurlaga. Þau eru ekki einu fyrr- verandi Molarnir sem verða á ferð í haust því í bígerð er að gefa út á plötu upptöku frá eftirminnilegum tónleikum Bjarkar Guðmunds- dóttur sem voru haldnir á Listahá- tíð í sumar. Safnplötur af ýmsu tagi verða fjölmargar. Dægurlagasöngvarinn góðkunni Björgvin Halldórsson á tuttugu og fimm ára útgáfu afmæli í ár og af því tilefni kemur út vegleg tvöföld safnplata með þekktustu lögum hans. Safnplötur fleiri lands- kunnra söngvara kemur út í haust, þar á meðal með Vilhjálmi Vil- hjálmssyni, Eilý Vilhjáms, Ragga Bjarna, Stefán íslandi og Guðrúnu Á Símonar. Auk þessa koma út safnplötur eins og Heyrðu 5, Trans dans 3 og fleiri í þeim dúr. Þá er komið að endurútgáfun- um, en þar kennir ýmissa grasa. Fyrst skal telja tvær plötur (ekki hefur enn verið ákveðið hvaða tvær það verða) Megasar sem koma út á geisladisk og á það að vera byrj- unin á endurútgáfu allra platna hans á því formi. BIús fýrir Rikka Northens kemur út á geisladiski í fyrsta sinn, sem og sögufrægir tón- leikar Þursaflokksins í Þjóðleikhús- inu og Þeysaraplatan Mjötviður mær. Þá kemur út safn laga með Fræbblunum og safn með Hljóm- um þegar þeir ætluðu að meika það í útlöndum undir nafninu Thors- hammer. Hér eru ótaldar hefðbundnar jólaplötur sem koma út ár hvert en útgefendur telja að árið í ár verði metár í plötuútgáfu og það er ljóst að geysi harður slagur er framund- an. O skemmtileg. Járnvilji Iron Will ★★ Ævintýramynd Irá Walt Disney sem fær mann til að velta fyrir sér hvers vegna leiknu myndirnar trá fyrritækinu eru svona miklu verri en teiknimyndirnar. Ef til vill eru þær búnar til allt annarri deild. HÁSKÓLABÍÓ Fjögur brúðkaup og jarðaför Four Wedd- ings and a Funeral ★★ Hlýleg mynd í gaman- sömum tón um ástir og heibindingar. Þrátt fyrir nokkuð ertiði nær hún aldrei að verða mjög skemmileg. Steinaldarmennirnir The Flintstone ★ Mis- lukkuö skemmtun sem verður nánast óbærilega leiðinleg þegar á líður. Flest barnanna hefðu frekar kosið teiknimyndirnar. Veröld Waynes 2 Wayne’s World 2 ★★★ Sannkölluð gleðimynd. Löggan í Beverly Hills 3 Beverly Hills Cop3 ★ Það er löngu komið í Ijós að Eddie Murphy er einnar hliðar maður. Ef maður snýr honum við þá er sama lagið binum megin. Brúðkaupsveislan The Wedding Banquet ★★ Gamanmynd um homma í lelum. LAUGARÁSBÍÓ Krákan The Crow ★★ Mynd fyrir áhugamenn um rokk, dulrænu, teiknimyndir og annað þess- legt. Serial Mom ★★★ Fyndin og bara rétt mátu- lega geggjuð svo ýmsir aðrir en einlægir John Waters-aðdáendur geta haft gaman af. Ögrun Sirens ★★ Innihaldslaus og snubbótt saga sem befði mátt klára fyrir hlé. Þótt sumar konurnar séu full jussulegar geta karlar skemmt sér við að horfa á prestsfrúna. Og konurnar á Hugh Grant. Þessi tvö eiga stjörnurnar. REGNBOGINN Flóttinn The Getaway ★ Þeir sem sáu Steve MacQuinn á slnum tlma munu fussa ytir Alec Baldwin þrátt fyrir að hann keyri hraðar, skjóti meira og að Kim Basinger sé kyssilegri en Ali McGraw. Svínin þagna The Silence of the Ham 0 Gestirnír Les Visiteurs ★★★ Frönsk della sem má hafa mikið gaman at. Hraður og hlað- inn farsi. Píanó ★★★ Óskarsverðlaunaður leikur í að- al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga. Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol- ate ★★★ Ástir undir mexíkóskum mána. STJÖRNIIBÍÓ Bíódagar I raun er atriðiö þar sem bóndinn fer í sagnakeþpni við Kanann nægt tiletni til að sjá myndina. Stúlkan mín 2 My Girl 2 ★ ★ ★ Mynd sem er um og fyrir gelgjur — og ágæl sem slík. Þeir sem eru komnir ytir hana eða hafa aldrei orðið Syndið 200 metrana! fyrir henni geta meira að segja haft nokkuö gaman af. Dreggjar dagsins Remains of the Day ★★★★ Magnað verk. S Ö G U B í Ó Eg elska hasar I Love Trouble ★★ Voðalega vel frágengin mynd en einhvern vegin steidauð hið innra.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.