Eintak

Tölublað

Eintak - 15.08.1994, Blaðsíða 21

Eintak - 15.08.1994, Blaðsíða 21
Draumurinn um dósina Barátta um mHnónir Verður örugglega og sérstaklega Á miðvikudagskvöldið fara fram tveir gríðarlega mikilvægir leikir á höfuðborgarsvæðinu. Það eru undanúrslitaleikirnir í Mjólkur- bikarkeppni KSÍ, leikirnir sem leiða til lykta hvaða tvö lið leika til úrslita um sjálfan Mjólkurbikar- inn í lok þessa mánaðar. Leikirnir eru ekki aðeins spurn- ing um heiður og keppnisanda, heldur einnig spurning um mikla fjármuni til handa félögunum. Talað er um margar milljónir í því sambandi, svo og mjög dýrmætan rétt til að leika í Evrópukeppni bikarhafa að ári. Þessi réttur skipar æ stærri sess í íslensku knattspyrnulífi. Knatt- spyrnusamband Evrópu, EUFA, Bjarni Sveinbjörnsson í erfiðri gæslu í leiknum við KR. Hann hefur verið iðinn við kolann ísumar naskurá að „fiska" vítaspyrnursem hann hefursíðan sjálfurskorað úr. greiðir háa styrki til félaga sem leika í Evrópukeppnunum og því verður æ mikilvægara að ná góð- um árangri. Talað er um nokkrar milljónir í því sambandi og ljóst er að t.d. íslands- og bikarmeistarar Skagamanna hafa mun meiri íjár- muni úr að spila en flest önnur fé- lög vegna þessa. Þá hefur eins ver- ið sagt að þrátt fyrir meint ríki- dæmi knattspyrnudeildar KR, sé þess ekki langt að bíða að liðið dragist aftur úr öðrum liðum fjár- hagslega sökum titlaleysis. I undanúrslitum að þessu sinni leika lið sem ekki hafa verið að gera neinar rósir í keppni þeirra hestu í sumar. Grindvíkingar eru sem stendur efstir í annari deild, Stjörnumenn eru neðstir í 1. deild og Þórsarar þriðju neðstir. KR- ingar sigla tiltölulega lygnan sjó en hafa ekki sýnt sitt rétta andlit og hafa valdið vonbrigðum. Af þessu má sjá að liðin sem nú berjast um hituna hafa möguleika á að gera tímabilið eftirminnilegt með sigri í leikjum sínum og því verður áreiðanlega allt lagt í sölurnar. I Garðabænum mætast Stjarnan og Grindavík. Grindvíkingar hafa komið nokkuð á óvart í sumar og stefna hraðbyri í 1. deild að ári. Undir stjórn þjálfarans Lúkasar Kostic hefur liðið sýnt stöðug- leika og leikgleðin hefur verið mikil. I bikarkeppninni hefur liðið tvívegis komist áfram á víta- spyrnukeppni og því verður spennandi að sjá hvort heilla- dísirnar verða áfram þeim í hag. Hvað Stjörnumenn varðar virðist fátt geta forðað þeim frá falli í haust og létt- leikann og leik- gleðina hefur sárlega vantað. Reynslan segir okkur þó að bikarkeppnin er allt önnur Ella og stemmningin er allt önnur og oftast meiri. f vesturbæn- um mætast síð- an KR og Þór. Eins og áður sagði hafa KR- ingar valdið nokkrum von- brigðum í sum- ar og hefur vantað mikið upp á stöðug- leikann. Mann- skapurinn er feiknasterkur og á að fara alla leið en það er nú ekki alltaf spurt að því. Nær þriggja áratuga titla- leysi liðsins hefur töluverð sálræn áhrif á leikmenn og í vest- urbænum vita allir að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir félagið. Ef hann vinnst verður árangurinn viðunandi en ef hann tapast verð- ur fróðlegt að fyigjast með fram- haldinu. Þórsarar hafa valdið enn meiri vonbrigðum í sumar og ótrúlegar sveiflur liðsins hafa valdið miklurn heilabrotum. Liðið vinnur annað- hvort stórt eða skíttapar og eins og staðan er nú blasir ekkert við nema hörð og blóðug fallbarátta. Þórsarar eru þó líklega staðráðnir í að standa í KR-ingum og því er vita vonlaust að spá í úrslit leiksins en fullljóst að um mikla skemmt- un verður að ræða.© Lúkas „keisari“ Kostic Þjálfar Grindvíkinga og er að leiða þá inn á nýjar og áður ókunnar brautir. Guðjón og gripurinn gódi Gulldrengurinn Guðjón Þórðarson hefur líklega ekki í hyggju að sleppa tangarhaldi sínu á þessum gæðagrip. Sérstaklega ekki þar sem hinn titillinn virðist þegar kominn hálfa leið upp á Skaga. Keflvíkingar töpuðu gegn Maccabi á fimmtudag Vinnum þessa jólasveina í Tel AvM segir Jóhannes Ellertsson formaður knattspymuráðs ÍBK. Keflvíkingar töpuðu 1 - 2 í fýrri leik sínum í forkeppni Evrópu- keppni bikarhafa gegn ísraelska lið- inu Maccabi Tel-Aviv í Keflavík á fimmtudagskvöld. Keflvíkingarnir byrjuðu leikinn af krafti, en brátt kom í ljós að leik- menn Maccabi voru bæði fljótir og sterkir og spiluðu mjög agaðan fót- bolta. Stuttar og einfaldar sendingar leikmanna ÍBK lentu oft fýrir fótum ísraelsmannanna, sem voru fljótir að spila boltanum upp miðjuna. Fyrsta mark leiksins kom hins vegar ekki fýrr en undir lok fýrri hálfleiks, þegar fyrirliði ísraelska liðsins, Nir Klinger náði að skora í autt markið, eftir misskilning milli varnarmanna MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 ÍBK og markmannsins, Ólafs Gott- skálkssonar. I seinni hálfleik náði síðan Marco Tanasic að jafna fyrir Keflvíkinga með glæsilegu skoti, beint úr auka- spyrnu. En það var síðan undir lok leiksins sem framherji Maccabi komst einn innfýrir vörn ÍBK og skoraði sigurmarkið í leiknum. Sigurinn hefði í raun getað lent hvoru megin, því bæði liðin áttu sín dauðafæri sem ekki nýttust. Ólafur Gottskálksson, markvörður Kefl- víkinga bjargaði nokkrum sinnum á ævintýralegan hátt, enda náðu leik- menn Maccabi nokkrum sinnum að stinga sér í gegnum vörn heima- manna. Besti maður Keflvíkinga var Marco Tanasic. Fyrir utan að skora gott mark, var hann sívinnandi og byggði oft upp gott spil. Ólafur Gottskálksson gerði hluti sem flestir markmenn mættu vera stoltir af og Gunnar Oddsson skilaði hlutverki sínu ágætlega. „Mínir menn áttu lélegan fýrri hálfleik,“ sagði Pétur Pétursson þjálfari IBK. „Við töpuðum alltof mörgum sendingum og náðum ein- faldlega ekki saman. Okkur var refs- að rækilega fýrir mistök okkar í leiknum. Munurinn á þessum lið- um liggur einfaldlega í því að þeir eru atvinnumenn og æfa tvisvar á dag, en við erum áhugamenn. Hins vegar er ég alls ekki sáttur við að tapa þessum leik.“ Nir Klinger, fyrirliði ísraelska liðsins sagði eftir leikinn að aðstæð- ur á Keflavíkurvellinum hefðu verið liðinu erfiðar. „Okkur reyndist erf- itt að venjast kuldanum og við er- um óvanir að leika í svona sterkk- ings vindi. Þar sem þetta var okkar fýrsti leikur á tímabilinu þurftum við nokkrurn tíma til að komast inn í leikinn, enda vissum við að Kefl- vikingar eru með gott lið. Margir leikmanna þeirra eru sterkir og leiknir, sérstaklega Marco Tanasic. En við erum með betra lið og ég er viss um að við vinnum þá í seinni leiknum. En Jóhannes Ellertsson, for- maður knattspyrnuráðs fBK, var ekki aldeilis á sömu skoðun og Klinger. „Það var sárgrætilegt að tapa þessum leik. Mínir menn áttu einfaldlega lélegan leik og ég spái því að við vinnum þessa jólasveina í Tel Aviv.“ ísraelska liðið er skipað fjórum landsliðsmönnum, sem spiluðu með ísraelska landsliðinu, þegar það lagði Frakka að velli, 1 - o, síð- astliðið haust. Fjórir aðrir leikmenn liðsins hafa einnig leikið fjölda leikja með landsliðinu og mark- vörðurinn Alexander Ovarov lék með rússneska landsliðinu í heims- meistarakeppninni á ftalíu 1990. © Marco Tanasic >porf

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.