Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 15.08.1994, Qupperneq 20

Eintak - 15.08.1994, Qupperneq 20
íslendingar m Sævar Hreiðarsson skrifar Landslið Eista er ekki mjög þekkt utan heimalandsins enda að- eins rúm tvö ár frá því að það hóf að leika að nýju eftir að hafa fengið inngöngu í FIFA. Það er því vert að kynnast aðeins þeim mönnum sem koma til leiks gegn íslenska lands- liðinu á Akureyrarvelli annað kvöld. Eistar undibúa sig nú fyrir undankeppni Evrópumóts lands- liða þar sem þeir eru í 4. riðli ásamt Itölum, Úkraínu, Króatíu, Litháen og Slóveníu. Fyrsti leikur þeirra er gegn Króatíu í Eistlandi 4. sept- ember en þeir fá síðan Itali í heim- sókn í byrjun október. Liðið hefur tapað nær öllum leikjum sínum frá því að það hóf að leika landsleiki að nýju undir merkjum FIFA. Þeir náðu þó óvæntum sigri gegn Lett- um á síðasta ári, í árlegri keppni um Eystrasaltsbikarinn og sigruðu lið Liechtenstein á útivelli í október síðastliðnum, 2-0 í æfmgaleik. Að- eins einu sinni hafa þeir unnið „al- vöru“ andstæðinga en það var þeg- ar þeir lögðu Rúmena 1937. Eistar eru vanir að tapa stórt en versta út- reið sem þeir hafa hlotið er 10- 2 tap fyrir Finnum. I undankeppni HM ‘94 voru þeir í riðli með ítöl- um, Svisslendingum, Portúgölum, Skotum og Maltverjum og máttu lúta í gras í öllum leikjunum ef undan er skilið markalaust jafntefli á Möltu. Eftir 0-6 tap í fyrsta leikn- um, gegn Svisslendingum náðu þeir að þétta vörnina og sluppu án þess að verða sér til skammar og verður að teljast mjög gott fyrir svona smáþjóð að sleppa með að- eins 2-0 tap frá Ítalíu. Síðastliðið vor heimsótti liðið Bandaríkin þar sem heimamenn voru að undirbúa sig fyrir lokakeppni HM og máttu Eistar þola tap, 0-4, en skömmu áður höfðu íslendingar borið sig- urorð af Bandaríkjunum, 2-1. I landsliðshópi Eista eru fimmtán af sautján leikmönnum frá liði Flora Tallinn en það er eina atvinnu- mannaliðið í Eistlandi. Liðið er þó ekki besta lið Eistlands en það er það eina sem inniheldur eingöngu eistneska leikmenn. Besta lið landsins til fjölda ára eru nágrann- arnir í Norma Tallinn en þar eru nær allir leikmennirnir ættaðir frá Rússlandi og hafa átt í erfiðleikum með að komast í landsliðið. Uno Piir landsliðsþjálfari vill gjarnan hafa þá í liði sínu en áhrifamiklir menn í Eistlandi vilja ekki byggja lið landsins upp á mönnum sem á hvorki kunna að tala né skrifa eist- nesku. Sá sem helst stendur í vegi fýrir því að þessir menn fái tæki- færi er Aivar Pohlak eigandi Flora Tallinn. Hann er einn ríkasti mað- ur landsins og mikill áhugamaður um fótbolta. Hann þjálfaði lið sitt sjálfur um tíma og var sjálfskipað- ur aðstoðarmaður landsliðsþjálfar- ans. Það hefur reynst mikið vanda- mál að velja aðeins hreinræktaða Eista í landsliðið þar sem að mikill meirihluti knattspyrnumanna landsins eru af rússneskum ættum. Eins og í hinum Eystrasaltsríkjun- um er körfuboltinn vinsælasta íþróttagreinin og frjálsar íþrótti, ís- hokkí og hjólreiðar eru einnig ofar í hugum landsmanna en fótbolt- inn. Það eru einna helst Rússar sem hafa áhuga á fótboltanum og af fimmtán liðum í 1. deildinni er að- eins eitt lið, Flora Tallinn, sem not- ast við eistnesku til samskipta. Eftir slæma byrjun á forkeppni HM varð Pohlak þó að gefa eftir og ör- fáir af bestu mönnum Norma Tall- inn var hleypt í liðið en nú hefur aftur verið lokað fyrir það. Flora Tallinn hefur verið að bæta sig að undanförnu enda eina atvinnuliðið í Eistlandi. Leikmenn liðsins fá sem svarar 3.500 krónum í mánaðar- laun en það eru tvöföld verka- mannalaun þar í landi. I síðustu viku Iék Flora við Odense í Dan- mörku í Evrópukeppni félagsliða og tapaði af miklu öryggi, 0-3. Þess má geta að einn besti leikmaður rússneska landsliðsins er af eist- nesku bergi brotinn. Það er tengi- liðurinn Valery Karpin sem leikur með Real Sociedad á Spáni og var í landsliðinu í lokakeppni HM. Eist- neska knattspyrnusambandið (Eesti Jalgapalli Liit) hefur átt við fjárhagsörðugleika að stríða og lengi var óljóst hvort þeir hefðu efni á að senda lið sitt í undan- keppni HM. Þó er fjárhagur Eist- lands mun betri en granna þeirra í Lettlandi og Litháen en á meðan landið var hluti af Sovétríkjunum var það nokkurs konar lúxusland stóru kallanna frá Moskvu sem komu þangað til að slappa af. I Eistlandi er veturinn erfiður knatt- spyrnumönnum rétt eins og hér á landi og þar eru engir yfirbyggðir vellir til að leika á yfir háveturinn. Lið Eista er þekkt fýrir að leika varnarleik þar sem leikmenn liðs- ins eru vanir að spila saman og eru því samstíga í aðgerðum sínum. Algengast er að liðið leiki með fimm menn í öftustu vörn, íjóra á miðjunni og aðeins einn framherja en þó má búast við að þeir reyni að auka sóknarþungann í æfmgaleik gegn íslendingum. Þeireru snöggir að koma boltanum fram á fram- herjana og reyna mikið að beita skyndisóknum. Nokkrir af bestu mönnum landsins munu ekki Ieika með liðinu gegn Islandi. Mark- vörðurinn Mart Poom, sem lék með Flora Tallinn er nú í herbúð- um í Portsmouth í Englandi, hefur verið fastamaður í liðinu frá því að landið hlaut sjálfstæði en hann kemst ekki í leikinn. Hann er tal- inn vera besti ieikmaður Eista í dag og markvarsla hans gegn ítölum og Porúgölum í undankeppni HM var oft með ólíkindum og bjargaði lið- inu frá stærri ósigrum. Fríherjinn Urman Hepner er orðinn þrítugur og leikur með Kotkan TP í 2. deild- inni í Finnlandi. Hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin tvö ár en hefur nú vikið fyrir yngri mönnum. Eins og áður sagði eru leikmenn sem ættaðir eru frá Rúss- landi ekki velkomnir í landsliðið athygli er- og þar á meðal eru miðjumennirn- lendra liða. ir Andrei Borissov og Sergei Síðustu tvö ár Bragin frá Norma Tallinn en þeir hafa hins vegar eru taldir vera bestu tengiliðir eist- ekki farið eins nesku deildarinnar. Bragin er mik- vel og búist var ill markaskorari og hefur reynst við og Kristal landsliðinu mjög vel þegar hann náði ekki að hefur fengið að leika og skoraði standa undir eina mark liðsins í undankeppni væntingum. HM, í 1-3 tapi gegn Skotum. Þá fá Hann er þó framherjarnir Aleksandr Glerski enn lykilmaður og Aleksandr Pustov ekki tæki- í landsliðinu færi af sömu ástæðu. I markinu þar sem hann stendur nú Toomas Tohver sem leikur vanalega er varamarkvörður Flora Tallin og á hægri kanti landsliðsins þar til fyrir skömmu en með Flora og hefur hann aðeins leikið einn Tallinn er hann landsleik. Bakvörðurinn Rissto í fremstu víg- Kallaste á eflaust eftir að vekja línu. Hann mikla athygli í leiknum. Hann er þykir hafa góða auðþekkjanlegur með mikið ljóst tækni, er dug- hár og er einna helst þekktur fyrir legur og þefar að taka skemmtileg innköst. Hann uppi mark- notast við kraftstökk áður en hann tækifærin. Til kastar inn og nær oft ótrúlega gamans má löngum innköstum. Hann reyndi geta þess að fyrir sér sem atvinnumaður með varamarkvörð- Gunnilse Gautaborg í Svíþjóð en ur liðsins, Rain snéri aftur þeim til að leika með Vesenberg Flora. Martin Reim getur bæði ieikur með spilað á miðjunni og í fremstu víg- Tulevik Vilj- línu og þykir hafa góða boltatækni. andi. Hann er mjög hreyfanlegur og get- ur tekið við löngum boltum frá Líklegt byrj- vörninni oghaldiðþar til að aðstoð unarlið Eista: berst. Urmas Kirs er helsti marka- Tohver - An- skorari Flora en honum hefur onen, Kaljend, gengið illa að koma tuðrunni í net- Kallaste, Lem- ið með landsliðinu. Eistar bundu salu - Klavan, miklar vonir við framherjann R a t n i k o v , Marko Kristal en þegar h^nn var L i n n u m a e , aðeins átján ára var hann talinn Kristal - Reim, besti leikmaður landsins og vakti Kirs. © Lið Eista: Þjálfari: Uno Piir Markverðir: Toomas Tohver24.04.73 1 Flora Tallinn fíain Vessenberg 27.11.75 0 Tulevik Viljandi Varnarmenn: Viktor Alonen 21.03.69 7 Flora Tallinn Urmas Kaljend 24.07.64 16 Lohjan Pallo Finnlandi fíisto Kallaste 10.03.71 23 Flora Tallinn Marek Lemsalu 24.11.73 13 Flora Tallinn Gert Olesk 08.08.73 3 Flora Tallinn Tengiliðir; Dzintar Klavan 16.08.61 14 Flora Tallinn Tarmo Linnumae 11.11.71 11 Flora Tallinn Sergei Ratnikov 03.02.59 13 Flora Tallinn Mati Pari 04.09.74 5 Flora Tallinn Tarmo Saks 06.11.75 2 Ftora Tallinn Sóknarmenn: Urmas Kirs 05.11.66 6 Flora Tallinn Marko Kristal 02.06.73 21 Flora Tallinn Martin Reim 14.05.71 21 Flora Tallinn Toomas Kröm 22.09.71 1 Flora Tallinn Indrek Zelinski 13.11.74 Flora Tallinn Nokkrar staðreyndir um Eistland: *Eistland er 45.100 km2. *í Eistlandi búa u.þ.b. 1.574.000 manns. * Höfuðborgin er Tallinn með 480.000 ibúa. * Eistland hlaut sjálfsæði 1918 en var innlimað i Sov- étrikin 1940. * Fékk sjálfstæði á ný I ágúst 1991. * Léku sinn fyrsta landsleik gegn Finnlandi 20. októb- er 1920 og töpuðu þá 6-0. * Knattspyrnusambandið var stofnað 14. desember 1921. * Fékk inngöngu i FIFA 20. mai 1923. * Innlimað i Knattspyrnusamband Sovétrikjanna 1943 en þeir fengu aftur ingöngu i FIFA 8. desember 1991. MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 \port

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.