Eintak - 15.08.1994, Qupperneq 10
Fjárlagafrumvarpið liggur fyrir um næstu mánaðamót
„Megum ekki eyda ávinningnum
að efnahagsbatanum fyrirfram,“
segirFriðrik Sophusson fjármálaráðherra og varar við ofmiklum launahækkunum.
„Við stefnum að því að hallinn
verði minni en á yfirstandandi
fjárlagaári. Jafnframt leggjum við
fram áætlun um ríkisfjárlög kom-
andi ára þar sem stefnt er að því
að eyða hallanum smám saman,“
segir Friðrik Sophusson fjár-
málaráðherra. Að sögn Friðriks
er fjárlagavinnan vel á veg komin
og ætti að liggja fyrir um mán-
aðamótið. Septembermánuður
mun svo fara í að ganga frá texta
frumvarpsins. Samkvæmt upp-
lýsingum úr fjármálaráðuneytinu
má búast við tíu til tóif milljarða
haila í ár en stefnt er að því að
halda honum undir níu milljörð-
um á því næsta. Friðrik segir að
ekki sé von á neinum byltingar-
kenndum tillögum og í því séu
engar áherslubreytingar sem
hann vilji skýra frá nú. Þó er ljóst
að töluverður niðurskurður þarf
að koma til.
Friðrik segist ekki óttast að
frumvarpið fari úr böndunum
vegna yfírvofandi kosninga. „Ég
held að það hafi svo margt breyst
á undanförnum árum. Menn eru
að læra af reynslunni. Ef maður
lítur á síðustu kosningafjárlög
(87 og 91) sér maður að þau hafa
farið alveg úr böndunum. Fjöl-
miðlar eru hins vegar að verða
miklu meira vakandi fyrir þessu.
Það er skýr krafa fólks að hallinn
sé minnkaður og skuldir ekki
látnar hlaðast upp. Ungt fólk vill
ekki að eyðslan nú bitni á þeim í
framtíðinni. Það lýðst ekki lengur
að vera að eyða peningum sem
eru ekki til,“ segir Friðrik.
Vill ná böndum um
ríkisfjármálin
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra lýsti því yfir á blaðamanna-
fundi fyrr í sumar að kreppunni
væri Iokið. Friðrik segir að það sé
mikil hætta þegar menn teiji sig
komna á botn kreppu að þeir
eyði ávinningnum fyrirfram.
„Það er samdóma álit hagfræð-
inga OECD að þetta sé mesta
hættan þegar uppsveifla hefst.
Það sem skiptir mestu máli nú er
að ná böndum um ríkisfjármálin
og borga til baka þá fjármuni sem
voru teknir að láni í kreppnunni.
Því miður sýnir reynslan að
stjórnvöld eru mun sneggri að
eyða ávinningi af efnahagsbata en
að borga upp gamlar skuldir. Ef
við lítum til Islandssögunnar get-
um við jafnvel séð að mestu
skuldum er safnað þegar góðærin
eru best og menn eru í bjartsýnis-
kasti. Ef við reynum ekki að snúa
til baka þeirri þróun sem hefur
verið í ríkisfjármálum að safna
skuldum þá munum við sjá fram
á stórfengleg vandamál í framtíð-
inni. Mun verri en við höfum nú
þurft að takast á við,“ segir Frið-
rik
Varar við of miklum
lanahækkunum
Undanfarið hafa aðilar vinnu-
markaðarins gefið því undir fót-
inn að hugsanlega verði einhverj-
ar launahækkanir í uppahafi
næsta árs. Friðrik segist ekkert
hafa á móti launahækkunum
þegar það á við en segir að það
skjóti skökku við þegar ríkið
standi höllum fæti að fara út í
miklar launahækkanir. „Ég er að
vara við því að menn taki ávinn-
ing að efnahagsbatanum í stað
þess að nota hann til þess að
greiða niður skuldir og efla at-
vinnuvegina. Ef skuldir ríkissjóðs
eru ekki greiddar verður hann
ófær um að standa undir brýn-
ustu nauðsynjum í framtíðinni
svo sem almannatryggingakerfi,
heilbrigðiskerfi og menntakerf-
inu,“ segir Friðrik. ©
Friðrik Sophusson fjár-
MÁLARÁÐHERRA
Óttast ekki að fjárlagafrumvarp-
ið fari út böndunum á kosn-
ingaári. „Við höfum lært af
reynslunni, “ segir hann.
Skipverjar á rússneska vísindaskipinu Adzhariya fengust greinilega við eitthvað allt annað en vísindastörf, á meðan skipið lá í
Reykjavíkurhöfn í síðustu viku. Þegar blaðamaður og Ijósmyndari EINTAKS áttu leið niður á bryggju á föstudaginn síðasta blasti þar við löng röð númerslausra bifreiða, sem
skipverjar höfðu keypt hér á landi og ætluðu að taka með sér til föðurlandsins. Þegar skipið hélt til hafs á laugardaginn var búið að hífa bifreiðarnar um borð og stoltir eig-
endur þeirra munu sennilega geta montað sig af þeim í Murmansk, eða einhverri annarri rússneskri höfn innan fárra vikna.
Isafjörður
SkaJlaði afturrúðuna
úr lögreglubílnum
Reykjavík
Fullur miðbær og
fullar fangageymslur
Ölvaður ólátabelgur á ísafirði af-
rekaði það að skalla afturrúðuna úr
bíl lögreglunnar í bænum, eftir að
lögreglumenn þurftu að hafa afskipti
af slagmálum í miðbæ ísafjarðar á
aðfaranótt laugardagsins síðasta.
Einn áflogaseggjanna var ekki á
þeim buxunum að hætta að slást
þegar lögreglan kom til skjalanna.
Hann var hins vegar yfirbugaður og
lagður upp á skott bílsins, á meðan
verið var að handjárna hann og gerði
vinurinn sér þá lítið fýrir og skallaði í
afturrúðu bílsins, sem fór í mask við
höggið, að sögn lögreglumanns í
bænum.
Nú keyrir lögreglan um bæinn
með svartan plastpoka límdan fyrir
afturgluggann á bílnum, en engum
sögum fer afþví, hvort skallamaður-
inn sé með höfuðverk. Honum var
sleppt í gær, eftir að hann hafði sofið
úr sér í fangageymslu lögreglunn-
ar. 0
Lögreglan í Reykjavík hafði í
nógu að snúast um helgina og þeg-
ar laugardagsmorgun rann upp
sátu 25 manns í fangageymslum
Iögreglunnar.
Flestir gestanna voru að sofa úr
sér ölvunina frá því kvöldinu áður,
en að sögn lögreglunnar voru einn-
ig nokkrir sem voru að sitja af sér
sektir vegna lögbrota. Mikið var
um ölvun í bænum og yfir helgina
voru ellefu bílstjórar teknir vegna
gruns um ölvun við akstur. Einn af
þeim endaði bílferð sína á ljósa-
staur við Vesturlandsveg og var
fluttur á slysadeild með fótbrot.
Talið er að urn 4000 manns hafi
verið í miðbænum á laugardags-
kvöld og aðfaranótt sunnudags.
Allt var þó með kyrrum kjörum að
sögn lögreglunnar, en mestu næt-
urhrafnarnir voru að tínast úr
Kvosinni um sexleytið í gærmorg-
un. ©
Reyðarfjörður
Miklu
aflyQ-
um ^
stolið
úrapó-
tekinu
Ekkert pjófa-
varnarkerfi
til staðar.
Brotist var inn í heilsugæslu-
stöðina á Reyðarfirði í fyrrinótt
og miklu magni af róandi lyfjurn
stolið úr apótekinu þar. Ekki er
vitað hverjir voru þarna að
verki, en málið er nú í rannsókn
hjá lögreglunni og að sögn aðal-
varðstjóra lögreglunnar á Eski-
firði, Þórhalls Árnasonar, er
greinilegt að þarna voru vanir
menn á ferð. „Þeir vissu greini-
lega að hverju þeir voru að leita
og tóku mikið magn af róandi
lyfjurn og deyfilyfjum," sagði
Þórhallur í gær.
Einnig var brotist inn á hár-
greiðslustofu og trésmíðaverk-
stæði sem er í sarna húsi og
heilsugæslustöðin. Á verkstæð-
inu urðu þjófarnir sér úti um
verkfæri til að komast inn í
heilsugæslustöðina og á hár-
greiðslustofunni hvarf nokkuð
af skiptimynt. En það var í apó-
tekinu sem þjófarnir komust í
feitt, því þar tóku þeir nokkra
tugi þúsunda í peningum, auk
þess sem þeir komust yfir mikið
magn af lyfjum.
Á laugardaginn var einnig til-
kynnt um innbrot í Kaupfélagið
á Reyðarfirði, en rannsókn þar
leiddi í ljós að engu var stolið.
Að sögn Þórhalls bendir rnargt
til þess að þar hafi sömu menn
verið á ferðinni. „Sennilega hef-
ur komið styggð að þeim þarna,
því þeir hafa greinilega farið út
aftur án þess að taka nókkuð
með sér,“ sagði Þórhallur.
Samkvæmt upplýsingum EIN-
TAKS hefur innbrot af þessu tagi
ekki áður átt sér stað á Reyðar-
firði. Ekkert þjófavarnarkerfi er í
húsinu og í húsnæði apóteksins
hafa hingað til engar sérstakar
varúðarráðstafanir verið gerðar
til að varna þjófum inngöngu. 0
10
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994