Eintak

Tölublað

Eintak - 15.08.1994, Blaðsíða 22

Eintak - 15.08.1994, Blaðsíða 22
KR - ÍBV 1 :1 James Bett (31.) - Sigurður Gylfa- son (65.) KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Egilsson, Sig- urður B. Jónsson, Heimir Guðjónsson - James Bett, Salih Heimir Porca (Logi Jónsson 89.), Rúnar Kristinsson, Einar Þór Daníelsson, Hilmar Björnsson - Tóm- as Ingi Tómasson (Tryggvi Guð- mundsson 74.), Izudin Daði Dervic. IBV: Friðrik Friðriksson - Friðrik Saebjörnsson, Magnús Sigurðsson, Jón Bragi Arnarsson, Dragan Manjolovic - Nökkvi Sveinsson, Her- mann Hreiðarsson, Heimir Hallgríms- son, Sigurður Gylfason - Sumarliði Árnason, Steingrímur Jóhannesson. Áminningar: Sigurður B, Tómas Ingi, Dervic og Þormóður hjá KR og Heimir og Friðrik S. hjá IBV. Maður leiksins: Friðrik Friðriksson, IBV. ÞÓR-ÍA 0-3 Mörk ÍA: Theodór Hervarsson á 15. mín. Haraidur Ingólfsson á 23. mfn. og Mihajlo Bibercic á 53. mín. Lið Þórs: Ólafur Pétursson - Júlíus Tryggvason(Hlynur Cs*{fj) Birgisson 46. mín.), Þórir Áskelsson, Birgir Karlsson - Ormarr ÖrlygssonfÖrn Viðar Arnar- son 61. mín.), Páll Gislason, Dragan Vitotovic, Lárus Orri Sigurðsson, Árni Þór Árnason - Guðmundur Bene- diktsson, Bjarni Sveinbjörnsson. Lið ÍA: Árni G. Arason - Sturlaugur Haraldsson, Theodór Hervarsson, Sig- ursteinn Gislason, Ólafur Adolfsson - Sigurður Jónsson, Alex- ander Högnason, Pálmi Haraldsson - Ólafur Þórðarson Haraldur Ingólfs- son, Mihajlo Bibercic. Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson Gul spjöld: Ormarr Örlygsson og Páll Gíslason báðir Þór. Sigurður Jónsson, Alex- ander Högnason og Ólafur Adolfs- son allir ÍA. Maður leiksins: Haraldur Ingólfsson, ÍA. Sanngjarnt jafntefli í vesturbænum Friðtik frábær Bjöm Ingi Hrafnsson skrifar Jafntefli voru líklega sanngjörn úrslit í leik KR og ÍBV á laugardag. Mörkin urðu aðeins tvö, en hefðu hæglega getað orðið miklu fleiri, svo mörg voru færin sem forgörð- Baráttuleysi“ um fóru. I fyrri hálfleik voru heimamenn mun sterkari og áttu flestar sókn- irnar. Salih Heimir Porca og James Bett áttu báðir gullfalleg skot sem Friðrik Friðriksson varði meistaralega, auk þess sem Tómas Ingi Tómasson fór illa með fjölmörg tækifæri. Korteri fyrir leikhlé kom síðan fyrsta mark leiksins og var þar að verki James Bett úr vítaspyrnu, eftir að Izudin Daða Dervic hafði verið brugðið í vítateignum. I seinni hálfleik var sem KR- ingar gæfu eftir og Eyjamenn fóru að komast miklu meira inn í leik- inn. Tómasi Inga voru gjörsam- lega mislagðir fætur upp við mark Eyjamanna og var undarlegt að sjá Tryggva Guðmundsson hita upp mestallan leikinn á meðan að Tómas klúðraði hverju færinu á eftir öðru. Líklega er Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, að geyma púðrið fyrir bikarleikinn á mið- vikudag en í því skyni var varnar- maðurinn Óskar Hrafn Þor- valdsson hvíldur vegna erfiðra meiðsla sem hann á við að stríða. Um miðbik seinni hálfleiks kom síðan jöfnunarmark Eyjamanna og var það sérlega klaufalegt hjá vörn og markverði KR. Sigurður Gylfason lék þá upp hægri kant- inn upp að vítateig og skaut lausu skoti sem á einhvern óskiljanlegan hátt lak inn. KR-ingar vildu meina að Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson hefði verið rang- stæður og mótmæltu harðlega en markið stóð og því urðu úrslitin jafntefli, þrátt fyrir „bommertur" Sæmundar Vfglundssonar dómara á lokakaflanum er hann sleppti tveimur augljósum víta- spyrnum, einni á hvort lið. KR-ingar verða að taka sig sam- an í andlitinu fyrir hinn mikilvæga leik á miðvikudagskvöld gegn Þór. Sá leikur er gríðarlega mikilvægur og getur ráðið úrslitum um það hvort sumarsins verði minnst sem enn eitt KR klúðrið eða sumarið sem bikarinn vannst. Eyjamenn spila á köflum ágæta knattspyrnu og alltaf er baráttan aðall liðsins. Þeir væru líklega á allt öðrum slóðum ef ekki kæmi til hinn frábæri Friðrik í markinu. © Öruggt hjá Skagamönnum Þórsarar í vondum málum Sævar Hreiðarsson skrifar Islandsmeistarar lA heim- ^Wjjr sóttu Þór á Akureyri á i laugardag og áttu ekki í erf- iðleikum með að næla í öll stigin. Sigur þeirra virtist aldrei í hættu og virðist nú fátt geta komið í veg fyrir að þeir verði meistarar þriðja árið í röð. Leikurinn byrjaði rólega en augljóst var frá upphafi í hvað stefndi og gestirnir voru mun ákveðnari í sóknaraðgerðum sín- um, en Þórsarar reyndu að koma boltanum sem fyrst á Guðmund Benediktsson í von um að hann næði að koma meisturunum úr jafnvægi. Það lifnaði yfir leiknum effir tæpan stundarfjórðung þegar Mihajlo Bibercic stýrði boltanum rétt framhjá stönginni eftir fyrirgjöf frá Pálma Haraldssyni. ! næstu sókn gestanna á 15. mínútu kom fyrsta markið. Ólafur Þórðarson tók þá aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn sem Þórir Áskelsson skallaði frá en boltinn féll fyrir Theodór Hervarsson sem skoraði með glæsilegu skoti utarlega úr teignum. Þórsarar færðu sig nú framar á völlinn í von um að jafna leikinn og skömmu seinna átti Or- marr Örlygsson skot af löngu færi sem fór yfir markið. Við þetta opn- aðist vörn Þórs enn frekar og það nýttu gestirnir sér á 23. mínútu þeg- ar Haraldur Ingólfsson bætti við öðru marki eftir glæsilega sókn. Bi- bercic fleytti boltanum fram vinstri kantinn á Harald sem átti greiða leið langt inn á vallarhelming Þórs- ara. Hann sendi yfir til hægri á Ólaf Þórðarson sem skilaði boltanum rakleitt til baka á Harald sem þá var einn og óvaldaður vinstra megin í teignum. Hann kláraði dæmið með fallegu skoti sem Ólafur Péturs- son réð ekkert við. Þórsarar voru nálægt því að minnka muninn þremur mínútum síðar þegar að Lárus Orri Sigurðsson náði að skalla boltanum innfyrir Skaga- vörnina á Guðmund Benedikts- son, en skot hans fór naumlega framhjá. Þeir félagar voru svo aftur á ferðinni á síðustu mínútu fyrri hálfleiks þegar að Guðmundur lék á tvo varnarmenn út við hliðarlínu og átti góða fyrirgjöf en skot Lárusar Orra af stuttu færi sleikti þverslána ofanverða. Síðari hálfleikur byrjaði með svipuðum hætti og sá fyrri. Skagamenn voru meira með bolt- ann en Þórsarar reyndu að beita skyndisóknum. Á 50. mínútu fengu Þórsarar gott færi þegar að Guð- mundur einlék vinstra megin og renndi á hárréttum tíma inn á Árna Þór Árnason sem var í dauðafæri en skot hans fór rétt yfir markið. Skagamenn höfðu þetta allt saman í hendi sér og gerðu endanlega út um leikinn á 53. mínútu. Haraldur gaf frá vinstri á Bibercic en varnarmenn Þórs komust fyrir skot hans. Bolt- inn datt aftur fyrir fætur Bibercic sem gerði engin mistök og skoraði fallegt mark 3-0. Bjarni Svein- björnsson, fyrirliði Þórs, skallaði yfir mark Skagamanna úr ágætu færi á 60. mínútu og fjórum mínút- um síðar munaði minnstu að Árni Þór næði að minnka muninn eftir góðan undirbúning ar Viðars Arn- arsonar. Eftir þetta féll allt í dúna- logn á vellinum og það sem eftir lifði leiks var sem leikmenn væru hættir að nenna að spila fótbolta. Skagamenn höfðu öll tök á vellin- um en gerðu sig ekki líklega til að skora fleiri mörk og Þórsarar virtust sætta sig við orðinn hlut. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútum leiksins að Haraldur var nálægt því að skora en skot hans af löngu færi fór rétt framhjá stönginni. Sigur gestanna var aldrei í hættu þrátt fyr- ir að Þórsarar hafi fengið einstaka góð tækifæri. I liðið vantaði varnar- manninn Zoran Miljkovic og tók Sigursteinn Gíslason stöðu hans sem aftasti maður og skilaði því hlutverki vel. Sigurður Jónsson og Pálmi Haraldsson voru sterkir á miðjunni og Ólafur og Haraldur mjög líflegir á köntunum. Haraldur var besti maður vallarins að þessu sinni og skapaði mikil vandræði fyrir varnarmenn Þórs. í markinu stóð nítján ára piltur, Árni Gautur Arason en Þórður Þórðarson sat á bekknum. Árni stóð fyllilega fýrir sínu í leiknum og er greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Leikur Þórsara var ekki upp á marga fiska. Algert áhugaleysi einkenndi flesta leikmenn liðsins og Guðmundur Benediktsson eini leikmaður liðsins sem á hrós skilið. Mesta hættan skapaðist þegar hann fékk boltann og lék hann varnarmenn gestanna oft grátt. Páll Gíslason og Ormarr örlygsson voru sérstaklega slakir í leiknum og varnarleikur liðsins var heldur ekki burðugur. Ljóst er að Sigurður Lárusson á erfitt verk fyrir höndum ef hann ætlar að halda liði sínu í hópi þeirra bestu. © Sjóðheit, ögrandi, kostuleg, litrík, hrífandi, erótísk og stranglega bönnuð innan 16 ára. Nýjasta mynd Almodóvars, leikstjóra myndanna Konur á barmi taugaáfalls, Bittu mig elskaðu mig og Háir hælar. SÝND KL. 5, 7,9 og 11. „Þetta var bara baráttuleysi hjá okkur,“ sagði Þormóður Egils- son fyrirliði KR eftir leikinn. „Við áttum að gera meira af mörkum og ekki er hægt að halda 1:0 stöðu, mörkin verða að vera fleiri. Eyjamenn börðust hetjulega og það skipti sköpum,“ sagði Þórmóður. Sigurður Gylfason marka- skorari Eyjamanna var skiljan- lega hress í leikslok. „Þetta var mjög mikil- vægt stig í bar- áttunni og sér- lega gaman að skora. Stein- grímur ætlaði að skalla bolt- ann en hitti hann ekki og því lak hann inn.“ © 22^ port MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.