Eintak

Útgáva

Eintak - 15.08.1994, Síða 11

Eintak - 15.08.1994, Síða 11
Síundum hefur verið kvartað yfir því að lögin vernduðu leigjendur allt of mikið á kostnað leigusala. Nýlegt út- burðarmál, sem vísað var frá hjá ríkissaksóknara, sýnir að lögvernd leigjenda er stundum minni en engin. Löglaus útburður og skemmdir á eignum Ríkissaksóknaraembættið hefur nýverið ákveðið að fella niður kærumál hjóna á hendur leigusala sínum og tveimur lögreglumönn- um, sem sagðir eru hafa ruðst inn í íbúð hjónanna, hent þeim báðum út og flutt búslóðina í geymsluhús- næði Félagsmálastofnunar. Málið hefur verið tæpt ár í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglunni og nokkr- um dögum eftir að það var sent Ríkissaksóknara, ákvað fulltrúi embættisins að um engar frekari aðgerðir yrði að ræða af háifu rikis- saksóknara. Þessi ákvörðun var tek- in 4. ágúst síðastliðinn, rúmu ári eftir að atburðurinn átti sér stað. Fulltrúi ríkissaksóknara, Jóhann- es Rúnar Jóhannsson, segir að af málsgögnum hefði mátt ráða að ekki væri grundvöllur til að höfða refsimál á hendur þeim kærðu. Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður, sem annast hefur þetta mál fyrir umrædd hjón segist hissa á þessari málsmeðferð og segir skjólstæðinga sína íhuga skaðabótamál á hendur leigusalanum og ríkissjóði, þar sem menn í opinberu starfi kornu að verknaðinum. Hent út og handtek- inn Hjónin, sem ekki vilja koma fram undir nafni, segja í viðtali við EINTAK, að þau haá verið heima við í íbúð sinni að Samtúni 22, föstudaginn 9. júlí á síðasta ári, þegar leigusali þeirra kom, ásamt tveimur lögregluþjónum, ruddist inn í íbúðina, tók ljósmyndir í sí- fellu og rótaði í munum þeirra í íbúðinni. Hjónin voru bæði undir áhrifum áfengis og maðurinn, sem hér er gefið nafnið Jón, lá sofandi í hjónarúminu en konan, sem hér eftir verður kölluð Anna var sof- andi í stól í stofunni. Að sögn hjón- anna komu mennirnir þrír, leigu- salinn og lögregluþjónarnir inn í íbúðina og báru Jón út á tún fyrir utan húsið, en fóru með Önnu í gistiskýlið að Þingholtsstræti, sem er fýrir heimilislausa. Jón var síðan tekinn af lögreglunni í Reykjavík fyrir ölvun á almannafæri, þar sem hann lá sofandi fyrir utan heimili sitt og var fluttur í fangageymslur lögreglunnar, en sleppt urn kvöld- ið. Síðan voru innanstokksmunir fluttir út í sendibíl og búslóðin öll flutt í geymslu Félagsmálastofnun- arinnar í Reykjavík að nokkrum dögum liðnunr. Hjónin Jón og Anna fengu fyrst inni hjá kunningj- um, en síðan þá hefur Félagsmála- stofnun útvegað þeint húsnæði hér í Reykjavík, þar sem þau búa nú. Þau fengu búslóð sína aftur frá Fé- lagsmálastofnun, en þá var hún talsvert skemmd eftir umstangið þegar hún var flutt út úr íbúðinni, auk þess sem talsvert af munum hafði skemmst. Hjónin sendu leigusalanum símskeyti nokkrum dögum síðar, þar sem krafist var skýringa á útburðinum. Svar barst ekki og þá var ákveðið að leggja frarn kæru og skaðabótakröfu. Útburður án dómsúr- skurðar Samkvæmt lögunt þarf dórnsúr- skurð til að flytja fólk út úr íbúð sinni. Lögin leggja ríka áherslu á friðhelgi heimilisins og sem dæmi má nefna að lögregluyfirvöld þurfa úrskurð dórnara til að framkvæma húsleit, standi grunur til ólöglegra verka innán veggja heimilis. Hvorki leigusalinn, né lögreglumennirnir höfðu dómsúrskurð til húsieitar eða útburðar og voru þannig í órétti við þessar meintu aðgerðir. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, sagði í samtali við EIN- TAK, að hann hefði ekki heyrt af þessu máli og viðkomandi lög- reglumenn hefðu ekki hlotið áminningu vegna þess. „Það er hins vegar ætlast til þess að lögreglu- nrenn hagi sér skikkanlega, bæði í og utan vinnu, þannig að það gilda stífari ákvæði unt lögreglumenn en aðra starfshópa í landinu.“ Fyrirframgreidd leiga fæst ekki til baka I málsskjölunt þeim sem EIN- TAK hefur undir höndum kemur fram að hjónin höfðu fengið íbúð- ina að leigu 5. maí á síðasta ári með aðstoð Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Ibúðin var leigð til 5. ágúst sama ár, og var leigan greidd fyrirfram. Leiga fyrir tímann frá út- burðinum og þar til leigusamning- ur rann út hefur ekki fengist endur- greidd. Jón annaðist viðgerðir og endurbætur á íbúðinni og sagði í samtali við blaðamann EINTAKS að hann liefði eytt miklum tíma í þá vinnu. EINTAK hefur einnig undir höndurn vitnisburð ná- granna hjónanna í Samtúni, þar sem kemur fram að aldrei hefði nokkuð ónæði stafað af þeim hjón- urn. „Það er rnikill rnunur á um- gengni við þau heldur en var við núverandi eiganda [leigusala] ogég álít að það megi alveg koma fram að lögreglan í Reykjavík hafði oft á tíðum nóg að gera vegna sam- kvæmishalda hans og hann réðist á mig með offorsi og sakaði mig um að hafa kært sig þegar ég var jafnvel staddur utanbæjar, en þess þurfti ekki, sökum þess að fólk í næstu húsum hafði ekki svefnfrið,“ segir í yfirlýsingu nágrannans. Ekki tókst að ná tali af leigusalanum, en hann er nú staddur erlendis. Tólf mánaða rann- sókn tekur við Lögmaður hjónanna, Jón Odd- son, sendi málið til Rannsóknar- lögreglu ríkisins þann 13. ágúst á síðasta ári. Þar fór það í gegnuni hendur tveggja rannsóknarlög- reglumanna. Það var síðan ekki fyrr en 25. júlí síðastliðinn, tæpu ári eft- ir að atburðurinn átti sér stað, sem RLR lauk rannsókn málsins og sendi það áfram til ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um, hvort af málssókn verði. Ríkissaksóknara- embættið var öllu snarara í snún- ingum, því aðeins liðu níu dagar þar til ákvörðun var tekin, þann 4. ágúst. „Það bar verulega á nrilli í iHl skýrslum þeirra sem hlut áttu að málinu. Þeir kærðu voru samhljóða í skýrslum sínum og bar ekki sam- an við kærendur. Það var niður- staða mín að gögnin nægðu ekki til sakfellingar og þess vegna var sú ákvörðun tekin að Ríkissaksókn- araembættið myndi ekki aðhafast frekar,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannesson, fulltrúi ríkissak- sóknara, sem fjaliaði urn þetta mál hjá embættinu. I lögum er heimild fyrir því að fella mál niður, þyki lík- ur benda til þess að gögn máls nægi ekki til sakfellingar. Þegar þetta ger- ist, verður kæran ekki að opinberu máli. Það hefur hins vegar ekki áhrif á rétt kærenda til að höfða einkaréttarmál á hendur þeim sem kærðir eru. Ríkissaksóknari, Hall- varður Einvarðsson segir þetta mál hafa öll einkenni einkaréttar- máls og þess vegna hafi það verið fellt niður. „Afgreiðsla embættisins á málum sem því berast, byggist á rannsókn þeirra og þeim gögnum sem embættinu berast. Af gögnurn þessa máls mátti ráða að um einka- réttarmál væri að ræða,“ segir Hall- varður. Aðspurður sagði Hallvarð- ur að ekki hefði verið leitað um- sagnar lögreglustjóra vegna ásak- ana á hendur lögreglumönnunum tveimur. © Er undrandi á aff- greiðslu málsins hjá ríkissaksóknara „Þessi afgreiðsla embættis ríkis- saksóknara á málinu kemur ntér vægast sagt á óvart,“ segir Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður hjónanna. „Sú rök- semd að kærðu og kærendum hafi ekki borið saman er auðvitað frá- leit, því það gerist sjaldan að menn vilji gangast við verkum sínum, hafi þau verið ólögleg," segir Jón. „Skjólstæðingar rnínir hafa nú þau úrræði ein að fara í skaðabótamál gagnvart leigusal- anum og ríkissjóði, þar sem lög- reglumennirnir tveir eru opinber- ir starfsmenn og ég er nú þegar búinn að leggja fram beiðni þar að lútandi." Jón Oddsson hæstarétt- ARLÖGMAÐUR „Menn gangast nú sjaldnast við ólöglegum verkum sínum. “ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994 11

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.