Eintak - 15.08.1994, Síða 4
Dómsmálaráðherra Noregs væntanlegur í dag
Stendur ekki til að
ræða Svalbarðadeiluna
segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra en er
tilbúinn til viðræðna sé óskað eftirþví. Norskirfjölmiðlarsegja að norski
dómsmálaráðherrann hafi meðferðis minnispunkta um Svalbarðadeiluna
og viljiræða við Þorstein.
Dómsmálaráherra Noregs Grete
Faremo kemur til landsins í hádeg-
inu í dag. Tilefni komu hennar er
árlegur samráðsfundur dómsmál-
aráðherra Norðurlandanna. Hún
fer aftur til Noregs á þriðjudag.
„Það hefur ekki staðið til af okk-
ar hálfu að taka þetta upp við
norska dómsmálaráðuneytið," seg-
ir Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegs- og dómsmálaráðherra. „En ef
dómsmálaráðherrann óskar eftir
því að raeða þetta mál óformlega
mun ég að sjálfsögðu verða við
því.“ Þorsteinn segist þó ekki ætla
að hafa frumkvæði að því sjálfur. I
fjölmiðlum £ Noregi hefur verið
sagt að norski dómsmálaráðherr-
ann hafi áhuga á því að ræða Sval-
barðadeiluna við Þorstein og hafi
meðal annars í farteskinu minnis-
punkta frá Jan-Henry T. Olsen
sjávarútvegsráðherra Noregs. Þor-
steinn segist ekkert hafa heyrt um
þetta annað en komið hefur fram í
fjölmiðlum.
Að sögn Þorsteins eru engin
áform uppi um að nota þetta tæki-
færi og koma skilaboðum til
norsku ríkisstjórnarinnar en ís-
lenska ríkisstjórnin hefur engin
skilaboð sent til norsku ríkisstjórn-
arinnar í kjölfar hertra aðgerða
þeirra við Svalbarða. „Við höfum
ekki sett fram nein formleg mót-
mæli. Málið er enn til skoðunar í
ríkisstjórninni," segir Þorsteinn.
„Málshöfðun fyrir Alþjóðadóm-
stólnum í Haag er eitt af því sem
þarf að ræða ítarlega.“ í síðustu
viku fékk ríkisstjórnin skýrslu um
réttarstöðu Isiands á Svalbarða sem
hún lét gera af þekktum breskum
þjóðréttarfræðingi. Samkvæmt
heimildum EINTAKS kemur fram í
henni að réttarstaða Norðmanna á
Svalbarða sé mjög veik en réttar-
staða Islendinga að sama skapi litlu
skárri.
Ákvörðun á þriðjudag
um aðstoðarskip
Umræða hefur verið um það
undanfarið að senda varðskip á
Svalbarðasvæðið til að aðstoða ís-
lensku sjómennina. „Ég vona að á
það verði fallist að senda aðstoðar-
skip frá Landhelgisgæslunni," segir
Þorsteinn. Hann segir að ákvörðun
verði tekin um það á ríkisstjórnar-
fundi á þriðjudaginn. Fram hefur
komið að Landhelgisgæslan telur
sig geta gert skip reiðubúið til
brottferðar á innan við viku. I
norskum fjölmiðlum hefur þetta
verið túlkað þannig að íslenska rík-
isstjórnin „búist við blóðbaði við
Svalbarða.“
Þorsteinn segir það vera fásinnu.
Ekki sé verið að senda herskip á
staðinn heldur aðstoðarskip. „Það
er alvanalegt að aðstoðarskip séu
send á fjarlæg mið. Norðmenn
senda til dæmis oft aðstoðarskip
með sínum fiskiskipum, meðal
annars eru gjarnan skip með
loðnuflotanum.“ Þorsteinn segir að
ekki sé ráðgert að aðstoða útgerðar-
menn eitthvað sérstaklega að öðru
leyti. „Það hefúr alltaf legið fyrir að
útgerðarmenninir taki ákvörðun
um það hvert þeir senda sín skip en
ekki ríkisstjórnin." Hann segir ekki
vera búið að taka ákvörðun um
hvort ríkið taki þátt í kostnaði með
útgerðarmönnum verði einhver
skip færð til hafnar í Noregi og rétt-
að í máli þeirra. ©
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
hefur engin áform um að nýta komu dómsmálaráðherra Noregs til
að ræða Svalbarðadeiluna. Dómsmálaráðherra Noregs kemuríhá-
deginu í dag ítilefni árlegs samráðsfundar dómsmálaráðherra
Norðurlandanna.
Slysið við Breiða-
merkurlón
Leit að
kafar-
anum
hætt
Bandaríski kafarinn sem sakn-
að er við Breiðamerkurlón er nú
talinn af og leit að honum hefur
verið hætt í bili. Um fjörtíu
manns frá björgunarsveitum og
Landhelgisgæslu tóku þátt í leit-
inni um hclgina og leitað var
fram til klukkan sex í gærkvöld.
Kafað var í lóninu, ásamt því að
það var slætt í von um að finna
manninn. Einnig voru fjörur
gengnar í nágrenninu en jökul-
lónið er opið fram í sjó. Ákvörð-
un um framhald leitarinnar er
nú í höndum lögreglunnar á
Keflavíkurflugvelli.
Slysið átti sér stað á föstudags-
kvöldið, þegar þrír bandarískir
hermenn voru við köfun í lón-
inu. Hermennirnir eru kafarar í
björgunarsveit á Keflavíkurflug-
velli, en voru þarna staddir í
sumarfríi. Tilkynning um slysið
barst lögreglunni á Hornafirði
um hálfátta leytið á föstudags-
kvöldið og einum og hálfum
tíma síðar var björgunarsveitin á
Hornafirði komin á staðinn. Þá
höfðu félagar mannsins leitað
hans í rúman klukkutíma.
Skömmu síðar kom þyrla frá
Landhelgisgæslunni með þrjá
kafara sem tóku þátt í leitinni og
björgunarsveitir af Suðurnesjum
bættust í hópinn þegar leið á
helgina. Að sögn lögreglu voru
aðstæður þarna erfiðar. Sjórinn í
lóninu er mjög kaidur og grugg-
ugur. Einnig eru miklir straumar
í lóninu og jakar því á mikilli
hreyfingu.
Nú hefur leit verið hætt og að
sögn lögreglunnar á Hornafirði
er talið ólíklegt að leitað verði á
morgun. Ekki tókst að ná í lög-
regluyfirvöld á Keflavíkurflug-
velli í gærkvöldi, en að sögn lög-
reglunnar á Hornafirði munu
þau taka ákvörðun um fram-
haldið. ©
Kveikt í kaþólsku
kirkjunni í Hafnarfirði
Lögregla hefur ekki haft upp á brennuvörgunum.
Reynt var að kveikja í Jófríðar-
staðarkirkju kaþólska safnaðarins í
Hafnarfirði í laugardagskvöldið.
Tilraunin heppnaðist ekki og urðu
skemmdir litlar. Messað var í kirkj-
unni í gær eftir rækileg þrif.
Brennuvargarnir fóru um hurð
sem gleymst hafði að læsa og
skvettu eldfimum vökva yfir kórdyr
sem liggur upp á söngloft kirkjunn-
ar. „Hér er augljóslega um íkveikju-
tilraun að ræða,“ segir Halldór
Harðarsson lögregluþjónn í Hafn-
arfirði. „Við fundum brunnar eld-
spítur á vettvangi svo enginn þarf
að velkjast í vafa um ásetninginn.“
Að sögn Halldórs var ætlunin
augljóslega að kveikja í kirkjunni
allri. „Hurðin sem kveikt var í er í
kirkjunni miðri svo staðsetning
brunans bendir til þess að ætlunin
hafi verið að brenna kirkjuna til
grunna." Minnstu munaði að
þorpurunum hefði tekist ætlunar-
verk sitt að sögn Halldórs. Sem fyrr
segir urðu þó skemmdir litlar. Aðeins
þarf að skipta um hurð og mottu sem
lá fyrir frarnan hana. Nokkurt sót og
reykur var í kirkjunni þegar að var
komið en búið er að hreinsa það
mesta.
Kirkjan var yfirgefin um kvöld-
matarleytið á laugardag. Bæði
gleymdist að læsa og einnig láðist að
kveikja á þjófavamarkerfi kirkjunnar.
Bmninn var svo uppgötvaður klukk-
an hálf níu í gærmorgun þegar
nunna úr Karmelklaustrinu kom á
vettvang. Þá var slokknað í eldin-
um.
Lögreglan segist engan hafa grun-
aðan um verknaðinn og ekki hefúr
verið tilkynnt um neinar dularfúllar
mannaferðir. Nunnurnar segjast
heldur ekki hafa hugmynd um hver
hafi áhuga á að kveikja í guðshúsi.
Málið er nú til rannsóknar hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. ©
Dóra Einars fatahönnuður og
drottning næturlífsins í
Reykjavík til margra ára hélt
upp á fertugsafmælið sitt í gær
með garðveislu að heimili sínu við
Hringbrautina. Mikið af þekktum
andlitum úr skemmtanalífinu og
fjölmiðlum sótti veisluna sem var
hin fjörugasta að sögn gesta. Af-
mælisdagur Dóru er samt í rauninni
í dag því hún er fædd 15. ágúst
1954 og óskar eintak henni til
hamingju með áfangann í trausti
þess að áfram verði víða farið og
hratt lifað...
kendiherrafrúin í London
|Ragnhildur GIsladóttir
*hefur lokið námi sínu við
i London Aca-
demy of
Music and
Dramatic
I Arts en þar
hefur hún
numið leiklist
undanfarin
tvö ár. Hún
segist vera
opin fyrir að
koma fram
en hefur ekk-
' ert verið að
banka á dyr, eins og hún orðar
það. í haust er stefnan hjá Röggu
að leggjast í stúdíó og semja músik
fyrir plötu en ekki hefur verið
ákveðið hvenær hún kemur út.
Þetta verður væntanlega sólóplata
hjá Röggu en Kobbi er of upptek-
inn við að sendiherrast til að poppa
mikið í augnablikinu...
Stundum fara hlutirnir ekki eins
og þeim er ætlað að fara. í
Pressunni á fimmtudaginn var
eilftið dæmi um það. Þar birtist
nefnilega lítil frétt sem fjallaði um
það að Margrét Vilhjálmsdóttir
væri að hætta í Hárinu til að fara að
æfa Kaldaloft sem sýna á í Borgar-
leikhúsinu í vor. Margur kann að
hafa spurt sig hvaða verk það nú
væri og fátt orðið um svör. Hér skal
því upplýst að þetta hefur eflaust
átt að vera leikritið Galdra-Loftur
eftir Jóhann Sigurjónsson sem
löngum hefur verið talin ein perla
íslenskrar leikritaskrifunar...
4
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994