Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 15.09.1994, Qupperneq 10

Eintak - 15.09.1994, Qupperneq 10
-E INJAK Gefið út af Nokkrum ísiendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Árni Benediktsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson Dreifingarstjóri: Trausti Hafsteinsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Alda Lóa Leifsdóttir, Andrés Magnússon, Björn Ingi Hrafnsson, Bonni, Davíð Alexander, Glúmur Baldvinsson, Gerður Kristný, Hannes Lárusson, Huldar Breiðfjörð, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Jón Proppé, Loftur Atli Eiríksson, Ragnar Óskarsson, Sigurjón Kjartansson, Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson, Sævar Hreiðarsson og Þórarinn Leifsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 10 prósenta afslátt. ----------------------o---------------------------1 Fylgismenn Jóhönnu fundnir Loksins er komin niðurstaða í það hvað Jóhanna Sigurðar- dóttir hyggst fyrir. Margir höfðu velt því fyrir sér hvað dvæli orminn langa, en nú er hann sumsé að koma í ljós. Þó fyrr hefði verið. Þegar Jóhanna féll í formannskosningu fyrir Jóni Baldvini kvað hún upp úr um það að sinn tími myndi koma. Sam- kvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fyrir EINTAK og liirt- ist í síðasta tölublaði, kom fram að framboð hennar, sem þá var þó ekJd ljóst að af yrði, fengi tæplega n prósent atkvæða og sjö þingmenn kjörna. Skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar bar að sama brunni. Hennar tími virðist vera kom- inn. Það er öllu óljósara hvers vegna hennar tími er kominn, því Jóhanna hefur lítið haft sig í frammi að undanförnu. Nema þá að það sé ástæðan. Það verður nefnilega að segjast eins og er að þrátt fyrir að Jóhanna hafi vissulega átt sín pólitísku baráttumál þá hefur pólitísk sannfæring hennar og grund- vallarhugsun aldrei legið ljós fyrir. Það er helst að hægt hafi verið að toga það upp úr henni að hún aðhylltist félags- hyggju, en það er enginn neinu nær. Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Svavar Gestsson aðhyllast öll félagshyggju, en það myndi enginn halda því fram að þau væru pólitískir samherjar. Menn vita það um félagshyggju Jóhönnu að hún vill vera góð við lítilmagnann, en hún eða félagshyggjufólk almennt hafa tæpast einkaleyfi á því. Svarið við því í hverju félags- hyggja Jóhönnu felist er að finna hér að ofan í orðum hennar á flolcksþingi Alþýðuflokksins, þegar hún sagði að sinn tími myndi koma en ekki „oJckar". Jóhanna hefur alla tíð verið lóner í pólitík og það verður hún áfram þrátt fyrir fylgið. Eftir fyrrnefndar skoðanakannanir hefur það hins vegar gerst að stuðningsmenn Jóhönnu eru að koma út úr skápn- um í stað þess að opinbera sig aðeins í skoðanakönnunum. Og hverjir eru það þá helstir? Nöfn Láru V. Júlíusdóttur, Ólínu Þorvarðardóttur, Ragnheiðar Davíðsdóttur, Þorláks Helgasonar og Ögmundar Jónassonar hafa verið nefnd í því sambandi og sum þeirra jafnvel sem hugsanlegra frambjóð- enda. Hvað á þetta fólk sameiginlegt fyrir utan það að geta talist félagshyggjufólk? Jú, það er þekkt fyrir það að vera jafn- miklir lónerar í pólitík og Jóhanna, en því verr gefast lónera ráð sem þeir koma fleiri saman. Galli framboðs Jóhönnu verður nákvæmlega sá hinn sami og í ljós kom þegar Vilmundur heitinn Gylfason stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og Albert heitinn Guðmundsson stofnaði Borgaraflolckinn. Þeir voru vissulega stórbrotnir ka- rakterar, en hugmyndafræðin var ekki beysnari en svo að flolckarnir lifðu ekki stofnendur sína. StjórnmálaflokJca verð- ur að stofna um hugmyndir en ekJci menn. O Ritstjórn og skrifstofur Vesturgata 2, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. Þetta blað var unnið undir lifandi píanóglamri og skarkala af neðri hæðinni, 24 fílakaramellum, sex pökkum af meðalbrenndu Gevalia kaffi, (átta skeiðar á móti einum lítra af vatni) og fersku haustlofti utan af Vesturgötu. LESENDUR Látið börnin leggja hjólunum Björg Andrésdóttir hringdi Mig langar bara til að minna for- eldra á að það er kominn tími til að börnin leggi hjólunum fyrir vetur- inn. Það fer að styttast í næturfrost- ið og þá verður mikil hálka á göt- unum á morgnana, einmitt á þeim tíma sem börnin eru á leið úr skól- anum. Eins er orðið það dimmt að það er kominn tími til að börnin fari að ganga með endurskinsmerki. Þetta eru náttúrlega atriði sem allir foreldrar ættu að gera sér grein fyrir, en maður veit aldrei. í blaðinu hjá ykkur hefur mikið verið fjallað um Krossgötumálið svokallaða. Þó að ég hallist að því að átakið sé af hinu góða hefur um- fjöllunin fengið mig til að velta dá- lítið fyrir mér hverja eigi að styrkja og hverja ekki. Auðvitað standa líknarféiög og ýmis samtök sig mis- vel í að vinna úr þeim peningum sem þeim er látin í té. Til að vinna Bœtum umferðina Mér finnst orðið tímabært að Is- lendingar fari að læra að aka eins og menn. Það gerist trekk í trekk að það er svínað fyrir mann á götum borgarinnar. Eins virðist mér að menn séu farnir að aka oftar yfir á rauðu ljósi en áður. Það skapar auðvitað stórhættu í umferðinni og er í raun ekkert annað en morðtil- raun eða þá sjálfsmorðstilraun. úr því fjármagni sem berst í svona söfnunum eru auðvitað fengnir fjármálamenn og þeir hljóta að standa sig misvel. Og þar sem fjár- málamenn eru mis snjallir ætti maður að kynna sér hvernig er staðið að fjármálum líknarfélaga áður en maður styrkir þau, allavega ef um stóran styrk er að ræða. Sölvi Magnússon, Reykjavík Annað sem mér finnst vera að aukast er hreinn og beinn dóna- skapur í umferðinni. Ef maður svo mikið sem flautar á bíl er mjög lík- legt að manni sé sýnd löngutöng, þetta er vissulega mjög ógeðslegt. Því miður virðist mér það vera yngstu ökumennirnir sem eru hvað hættulegastir í umferðinni og mað- ur veltir því fyrir sér hvort það sé ástæða til að hækka bílprófsaldur- inn. Ég er ekki að segja að allir ung- ir ökumenn séu slæmir, margir eru nokkuð góðir ökumenn. Ég vil einnig benda leigubílstjór- um og strætisvagnabílstjórum á að þeir eiga ekki göturnar en af öku- lagi þeirra að dæma mætti ætla svo. Það eru einmitt atvinnubílstjórarn- ir sem ættu að vera til fyrirmyndar. Óskar Axelsson, Reykjavík Hver er ábyrgð btlasala? Fyrir nokkrum dögum stóð bíll- inn minn á plani bílasölu nokkurr- ar hér í bæ, og ætiunin var að selja bílinn. Eina nóttina var koppunum stolið af bílnum. Þegar ég ætlaði svo að fá koppana greidda hjá eig- anda bílasölunnar, sagði hann að bílasalan ábyrgðist ekki bílana sem stæðu á planinu. Og benti mér á, að þó það væri framið morð í garðin- um hjá mér, bæri ég ekki ábyrgð- ina. Þetta fmnst mér nú full hæpin samlíking, þar sem bílasölueigand- inn hefur ákveðið að taka bílinn inn á sína einkalóð og selja hann, hefði maður haldið að hann bæri ábyrgð á honum. Það er allt annað ef einhver fremur morð í garðinum hjá mér. Við því er ekkert að gera og rnorðið hefði getað verið framið annars staðar. Hjólkoppunum mínum hefði ekki verið hægt að stela annars staðar en einmitt á við- komandi bílasölu. Því varpa ég fram spurningunni um hver sé ábyrgð bílasala á bíl sem stendur á plani fyrirtækis hans? Með von utn svar Guðmundur Harðarson, Reykjavík Líknarfélög og fjársafnanir Kvikmyndaleikstjórinn Niels Gaup átti að vera fulltrúi Norðmanna í dómnefnd kvikmyndahátíðarinnar Nordisk Pa- norama sem hefst hér á landi í næstu viku. Gaup gerði myndina Leiðsögumanninn, sem skartaði meðal annars Helga Skúlassyni í stóru hlutverki, en sú mynd sló rækilega í gegn og var til dæmis til- nefnd til Óskarsverðlaunanna árið 1988. Nú hefur Gaup hins vegar af- boðað komu sína á hátíðina og sent í sinn stað annan norskan kvikmyndagerðarmann sem er svo til óþekktur. Þetta þykir fremur bagalegt því Gaup var lang þekkt- asti dómnefndarmaðurinn og má segja að hann hafi átt að vera skrautfjöður nefndarinnar. í janúar á næsta ári er fyrirhugað að Gaup hefji tökur á bíómynd sem Christ- opher Lambert á að leika aðalhlut- verk í. Var sagt að Gaup væri önn- um kafinn við undirbúning þessarar myndar og gæti því ekki sinnt fyrir- huguðum dómnefndarstörfum. Hér heima hafa menn haft á orði að þetta sé tómur fyrirsláttur og fjar- vera Gaup sé liður í aðgerðum Norðmanna vegna þorskveiða ls- lendinga í Smugunni... Ríkissjónvarpið leitar nú log- andi Ijósi að einhverjum til að taka við þætti þeirra Ingó og Völu. En eins og kunnugt er ákváðu þau síðasta vor að vera ekki með þáttinn í vetur. Þátturinn var geysivinsæll og vill Sjónvarpið ekki missa hann út af vetr- ardagskránni. Heyrst hefur að lík- legasti kandítatinn til að taka að sér þáttinn sé Sigríður Arnarsdóttir þula. Sigríður hefur starfað við þátt- argerð hjá Plús-film og veit því hvað málið snýst um. Og ekki þykir skemma að vissulega hefur hún út- litið með sér... 10 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.