Eintak - 15.09.1994, Page 14
Konur um víða veröld hljóta að
hafa fyllst vonbrigðum yfir
þessari mynd af kyntákninu Mi-
chael Douglas. Hann er greini-
lega ekki eins spengilegur um
sig miðjan og maður hefði mátt
ætla. Satt besta að segja er
hann skreyttur allgóðu vara-
dekki, sem vakandi auga
myndavélarinnar lætur ekki fara
fram hjá sér. Micheal hefur ef-
laust talið sig óhultan fyrir
myndavélum þar sem hann
spókar sig hálfnakinn við sund-
laugina við heimili sitt á eyjunni
Majorka.O
Breski leikstjórinn og leikarinn Kenneth Branagh sem
gerði meðal annars Much Ado About Nothing er nú að
gera kvikmynd um Frankenstein eftir frægri sögu Mary
Shelley. Það er enginn annar en Robert de Niro, sem
fer með hlutverk sköpunarverks vísindamannsins Vic-
tors Frankensteins, en með önnur hlutverk fer eigin-
kona Branagh Emma Thompson, sem fékk Óskarinn
fyrir Howard’s End og Helena Bonham Carter sem lék
i Room with að View.
Branagh segir miklum tíma hafa verið eytt í að hanna
útlit Frankensteins. „Við skoðuðum þær ógeðslegustu
bækur sem ég hef nokkum tíman rekist á. Þær voru
með myndum af alls kyns vansköpun og sjúkdóm-
um. Meðal annars sáum við fólk, sem misst hafði
hluta af andlitinu í slysum,” segir Branagh.
Hann tekur þó fram að myndin eigi ekki að snú-
ast um skrímsli og martraðir eins og tíðkast í
gotneskum bókmenntum heldur fyrirbæri,
sem leynast allt í kringum okkur og ekki síður
hið innra. 0
Útlitið íþyngir jafnt háum sem
lágum og þar eru fegurstu
fyrirsætur engar undantekn-
ingar. Cindy Crawford hefur
löngum verið fyrirmynd ungra
kvenna og hafa líkamsrækt-
armyndbönd hennar selst í
um fimm milljónum eintaka.
Þrátt fyrir það hefur Cindy
áhyggjur af útlitinu og þá sér-
staklega appelsínuhúð sem á
það til að myndast aftan á
lærum hennar. Linda Ev-
angelista er líka talin með fal-
legri konum en samt finnst
henni munnur sinn engin
prýði. „Hann er lítill og skakk-
ur,“ segir hún og ef hún færi í
fegrunaraðgerð vildi hún
helst fá glaðlegan og munúð-
arfullan munn. Hjá Naomi
CampbelI eru það fætumir
sem angra hana. Kennir hún
dansinum um en hún sótti
ballettíma sem bam. ©
Þetta er engin önnur en Liv Tyler,
dóttir hins kjaftstóra Steven Tyler,
söngvara Airosmith, og konu að
nafni Bebe Buell, sem var þekkt
fyrirsæta á áttunda áratugnum.
Þótt Liv sé aðeins 17 ára gömul er
hún þegar farin að feta sig áfram í
kvikmyndaheiminum. Hún lauk ný-
lega við að leika í kvikmyndinni Si-
lent Fall sem er þriller eftir leikstjór-
ann Bruce Beresford. Nú er hún
að leika í mynd sem heitir Heavy.
Mótleikarar hennar eru meðal ann-
arra Deborah Harry úr Blondie og
kærasta Liv leikur ekki ónýtari
maður en Evan Dando söngvari
Lemonhead.
Liv veit alveg hverjum hún á fagurt
útlit sitt að þakka.„Ég hef augun og
rassinn hennar mömmu en nefið,
varirnar, kinnbeinin og fæturnir eru
frá pabba,” fullyrðir hún.
Liv vissi reyndar ekki hver pabbi
hennar var fyrr en hún var orðin níu
ára gömul. Foreldrar hennar höfðu
aldrei búið saman og Buell neitaði
Tyler að fá að umgangast dóttur
sína fyrr en hann segði skilið við
dópið sem fylgdi lífi rokkarans. Það
gerði hann að lokum og nú eru þau
afskaplega samheldin fjölskylda. 0
Halda mætti að hér væri óskars-
verðlaunahafinn Tom Hanks að
fara að leika DavIð Oddsson en
svo er ekki. Þetta er mynd úr
gömlum sjónvarpsþáttum sem
heita Bosom Buddies og fór
Hanks þar með eitt aðalhlutverka.
Nú er verið að endursýna þættina
og segja kunnugir þá fara mjög í
taugarnar á leikaranum og sér-
staklega þáttur þar sem hann fer í
kvenmannsföt. Því hefur Hanks
nú boðið fimm milljónir dala fyrir
sjónvarpsréttinn yfir Bosom
Buddies svo hann geti séð til
þess að þættimir komi aldrei
aftur fyrir almenningssjónir.
Þeir hafa efni á svona pirringi
þessir óskarsverðlauna-
leikarar. O
Kvikmyndaleikarinn Brad Pitt sem brilleraði í Thelmu og Louise
og síðar í myndinni California hefur ekki alltaf verið barnanna
bestur. Einhverju sinni þegar hann var nýfluttur til Los Angeles
og var að rúnta með vinum sínum sá hann mann á útimatsölu-
stað með mikla samloku á diski. Brad bað vini sína um að
hleypa sér út úr bílnum, sem þeir og gerðu. Hann gekk lötur-
hægt að manninum en þreif svo skyndilega það sem eftir var
af samlokunni og þaut aftur inn í bílinn. Það var ekki eins og
Brad hefði verið svona óskaplega hungraður heldur fannst
honum þetta bara svona óskaplega fyndið. 0
Forsetakosningar í Frakklandi
Balladur og
Delors líklegastir
Forseti framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins (ESB),
Jacques Delors hefur mjög sótt í
sig veðrið, sem væntanlegur for-
setaframbjóðandi í Frakklandi.
Edouard Balladur forsætisráð-
herra hefur þó enn vinninginn, en
mjótt er á munum. Forsetakosn-
ingar verða haldnar í Frakklandi á
næsta ári, en þó kosningabaráttan
sé ekki hafin og enginn hafi lýst yfír
framboði, þykir mönnum einsýnt
hvert stefnir.
í skoðanakönnun, sem birtist í
Le Parisien í gær, voru franskir
kjósendur spurðir hvort þeir bæru
traust til helstu kandídatanna. 53
prósent kváðust treysta Balladur,
sem er íhaldsmaður, en 52 prósent
Delors, sem er sósíalisti. Delors,
sem er fyrrverandi fjármálaráð-
herra, lætur af störfum hjá ESB í
desember. Hvorugur þeirra hefur
Afríka
sagt nokkuð um að hann ásælist
stól Franpois Mitterrand í kosn-
ingunum í maí næstkomandi og
Balladur hyggst ekki einu sinni færa
kosningarnar í tal fyrr en eftir ára-
mót.
Tveir fyrrverandi forsætisráð-
herrar, miðjumaðurinn Raymond
Barre og ný-gaullistinn Jacques
Chirac, sem er borgarstjóri Parísar,
sigldu í kjölfarið með 38 prósent og
37 prósent.
Balladur, sem er samflokksmað-
ur Chiracs, hefur fengið byr í seglin
eftir að efnahagsbati fór að segja til
sín, aðgerðir franskra hermanna í
Rwanda hafa ekki sakað heldur og
handtaka hryðjuverkamannsins
Carlos sömuleiðis. Skoðanakönn-
un í Le Figaro leiddi í ljós að Frakk-
ar voru ekki jafnsvartsýnir á efna-
hagsástandið og þeir voru fyrir
misseri. ©
SÞ sakaðar um
aðgerðaleysi
Afrísk mannréttindasamtök saka
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) um að framfylgja stefnu stór-
veldanna fremur en að koma í veg
fýrir að átök í álfunni breiðist út í
þjóðarmorð. Það var Bibiane Gih-
manyi-Mbaye, fulltrúi Lýðræðis-
og mannréttindanefndar Afríku,
sem notaði tækifærið við setningu
ráðstefnu um friðarumleitanir í
Afríku, sem haldin er í Addis Ab-
aba, til þess að hvetja Öryggisráðið
til þess að starfa með lýðræðislegri
og ábyrgari hætti.
„Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna lítur ekki á það sem hlutverk
sitt að sjá til þess að átök í Afríku
verði ekki að réttum og sléttum
þjóðarmorðum...Það miðar ein-
ungis að því að framfylgja stefnu
hinna öflugustu meðal fastafulltrú-
anna fimm,“ segir hún, en fastafull-
trúa í ráðinu eiga Bandaríkin, Bret-
land, Frakkland, Kína og Rússland.
Mbaye kveður Öryggisráðið hafa
sannað getuleysi sitt í fyrrum Júgó-
slavíu og Rwanda og segir fulltrúa
SÞ, sem sendir voru til Rwanda áð-
ur en blóðbaðið hófst í apríl, ekki
hafa haft vald til þess að stöðva
átökin áður en þau mögnuðust. I
upphafi fjöldamorðanna í apríl var
fækkað í liði SÞ í Rwanda úr 2.500
manns í 450.
Mbaye segir ekkert hafa verið
gert á sérstökum fundi Öryggis-
ráðsins um Rwanda til þess að
stöðva fjöldamorð á um einni
milljón manna og þar hefðu menn
jafnvel skirrst við að nota orðið
„f)öldamorð“.
Mbaye telur að taka verði neit-
unarvald Öryggisráðsins til endur-
skoðunar og jafnframt þjóðir eða
álfur heims hafi þar fulltrúa í sam-
ræmi við fólksfjölda. 0
Rússland
Sjómenn skotnir
í landhelgi
Rússneska landhelgisgæslan
skaut á kínverskan fiskibát á þriðju-
dag með þeim afleiðingum að tveir
rnenn fórust. Þeir eru fyrstu fórnar-
lömbin í vaxandi fiskveiðideilu
umhverfis Kúríleyjar, en sent
kunnugt er standa Rússar víðar í
deilum vegna fiskveiðiréttinda.
„Með þessu erum við að vara all-
ar þjóðir við því að fara um haf-
svæði okkar,“ sagði Míkhaíl Dem-
úrín, talsmaður rússneska utanrík-
isráðuneytisins. „Lanadamæra-
verðir okkar munu grípa til hvaða
aðgerða sem er til þess að verja lög-
sögu okkar.“
Að sögn rússneskra yfirvalda
voru sex skip staðin að veiðum í
landhelgi og urðu skipstjórnar-
menn þeirra ekki við tilmælum um
að stöðva skipin, heldur reyndu
þau að flýja. Þá var skotið yfir skip-
in, en þegar það dugði ekki til var
skotið á skipin.
Báturinn, sem skotið var á, var
frá kínverska alþýðulýðveldinu, en
Rússar deila fyrst og fremst við Jap-
ani um yfirráð yfir Kúríleyjum.
Sovétmenn hernámu þær í Iok
seinni heimsstyrjaldar, en í því fól-
ust einu afskipti þeirra af Kyrra-
hafsstyrjöldinni.
Þeir hafa neitað umleitunum
Japana um að fá þær afhentar á ný,
en Japanir viðurkenna ekki yfirráð
Rússa. ©
14
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994