Eintak - 15.09.1994, Page 23
Japönsk matargerðarlist í Ingólfsstræti
Unnusta kokksins, barns-
móðir og hjálparhönd
hans í eldhúsinu enda
matreiðslumeistari eins og
hann.
Ragnar Baldursson
Hann dvaldi íátta ár í Asíu
að nema heimspeki, vann
um tíma sem blaðamaður
og fréttamaður á
Ríkisútvarpinu en hefur nú
stofnað japanskan
veitingastað í Reykjavík í
félagi með kínversku
fyrirtæki.
Makoto Nagayama
Matreiðslumaður frá
Japan er sestur að í
eldhúsi Samurai í
Ingólfsstræti þar sem áður
var hannyrðaversiunin
Hof.
í næstu viku opnar japanskur
veitingastaður sern keniur til með
að heita, Samurai, í Ingólfsstræti ta,
beint á móti íslensku óperunni. Að
sögn Ragnars Baldurssonar eig-
anda Samurai, verður staðurinn
blandaður.
„Við munum ekki eingöngu
bjóða upp á hráa fiskrétti eins og
sushi og sashimi heldur einnig
ýmsa djúpsteikta rétti, til dæmis
tempura og grillaða kjúklingapinna
sem kallaðir eru yakitori. Það er út-
breiddur misskilningur að japansk-
ur matur sé eingöngu hrár fiskur.
Japanskur matur er miklu fjöl-
breyttari og við ætlumaö reyna að
hafa tiltölulega breiða línu í matar-
gerðinni, ekki bara hráan fisk.“
Matseðillinn verður byggður
upp á smáréttum, en í Japan setjast
menn yfirleitt niður og borða
marga smáa rétti og drekka með
japönsk vín, bjór eða sake.
„Við verðum með japanskt sake
og ætlunin er í framtíðinni að auka
úrvalið af japönskum drykkjum.
Matreiðslumeistari staðarins kem-
ur að sjálfsögðu frá Japan og heitir
Makoto Nagayama. Það er dálítið
sniðugt að Makoto þessi er gömul
hafnaboltastjarna í Japan og var
auk þess í popphljómsveit áður en
hann lagði fyrir sig matargerð.
Honum til aðstoðar í eldhúsinu
verður unnusta hans, sem einnig er
matreiðslumeistari og heitir Reiko
Yokoyama. Þeim til halds og
trausts verða svo íslenskir kokkar."
Ragnar segir að hægt verði að
koma á Samurai og fá sér einn
smárétt og eitthvað að drekka, eða
þá sitja í rólegheitunum og borða
fulla máltíð, allt eftir hentisemi
hvers og eins.
Ragnar segist hafa kynnst jap-
anskri matargerðarlist þegar hann
dvaldist í átta ár í Asíu og nam
heimspeki. Fyrst fjögur ár í háskól-
anuni í Tokyo og svo önnur fjögur
ár í háskólanum í Peking.
Hann segist hafa verið orðinn
úrkula vonar um að einhver opnaði
svona stað og því ákveðið að gera
það sjálfur. Hann sé þó ekki einn
með staðinn því á bak við hann
standi kínverskt fyrirtæki, og um
daglegan rekstur sjái Jóhannes
Jóhannesson sem sé menntaður í
hótel- og veitingarekstri. ©
Stórtónleikar á Skaganum
Hljómsveitirnar Lipstick Lovers, Silfurtónar, 13, Jógúrt,
Olympía og Bubbi Morthens koma frarn á Skagarokki ‘94 á
föstudagskvöld. Tónleikarnir verða haldnir í Bíóhöllinni á
Akranesi og hefjast þeir kl. 21.00. Þeir sem eiga veg og virðingu
af skipulagningu þessara stórtónleika á Skaganum eru Bjarki
Kaikumo söngvari Lipstick Lovers, og Óli Páll, tæknimaður á
Rás 2, en tónleikunum verður útvarpað beint á rásinni um allt
land.
„Þetta er í annað sinn sem við höldum Skagarokkið en við
gerðum það líka í fyrra,“ segir Bjarki. „Hljómsveitirnar sem
komu fram þá voru ekki eins þekktar en-engu að síður var
meiriháttar stemmning.” Að sögn Bjarka eru þetta allt bönd
sem eru að gera eitthvað skemmtilegt og skapandi, og inörg
þeirra eru að vinna að efni sem gefið verður út fljótlega.
I fyrra var fullt hús á Skagarokki en Bíóhöllin tekur um 400
áhorfendur. „Ég reikna með að það verði troðfullt hús en það er
frábært að spila þarna,“ segir Bjarki. „Þetta er hús í eldri kantin-
um og sviðið er stórt og hljómburðurinn góður. Það hafa verið
uppi hugmyndir um að halda svona tónleika víðar urn landið
en engar ákvarðanir verið teknar um það ennþá."
Tónleikarnir standa til miðnættis og kostar 1200 kall inn. ©
Óli Páll
TÆKNIMAÐUR OG
Bjarki Kaikumo
SÖNGVARI.
Þeir standa fyrir
stórum tónleikum á
Skaganum. É
POPP_
Fimmtudagur
I Rósenberg spilar hljómsveitin
Froskar og fiðrildi með Ólaf Ól-
afsson TURBO í fararbroddi. Ólafur
er sagður hafa allt að bera til að
höndla heimsfrægðina. Röddinni í
honum er líkt við hávaðann sem
kemur úr þotuhreyfli og hann sagð-
ur geta látið blokkir hrynja með einu
öskri.
Á Feita dvergnum verður Blústríó
Geira Ólafs að spila. Þeir spila
djassblús og segjast vera þeir bestu
i bransanum.
Haraldur Reynisson stórtrúbador
verðurá Fógetanum íkvöld. Halli er
Ijúfmenni sem fær alla i gott skap
með undurblíðum söng sinum og
gitarspili.
i kvöld spilar 1000 Andlit á Gauki
á Stöng. Þetta er sætasta hljóm-
sveit landsins og tónlistin enn sæt-
ari.
Á tveimur vinum verður glimrandi
Karaoke ikvöld. Smellið, skellið,
fellið, rellið og sláið svo í gegn.
Föstudagur
Tveir vinir ætla að bjóða upp á
Snigiabandið íkvöld. Þessi
skemmtilega hljómsveit hefur ekki
spilað lengi í Reykjavík og því upp-
lagt fyrir aðdáendur þessarar sveitar
að skella sér og htusta á þá félaga.
Feiti dvergurinn býður gestum sin-
um upþ á dúndrandi gleði. Þar
verða engir aðrir en Goodfellas að
spila. Þessi súpergrúppa er að hluta
til gamla Centaur og spilar keyrslu
rokk og ról.
Á Gauknum spilar hljómsveitin Sól-
dögg með Bergsvein rosarödd i
fararbroddi. Hljómsveitin spilar so-
ulskotna popptónlist og mun vera
einkar lagið að fá fólk iham.
I Turnhúsinu spila Skytturnar.
Skytturnar eru þeir feðgar Gunnar
og Jón. Þeir búa til ekta sixties
stemmningu með þviað syngja,
sþila á gítar og þianó. Kikið á þá
sixties-feðga.
Á veitingastaðnum 22 spilar Reynir
löðrandi fina diskódans músik. Inn í
þessa dilltónlist er skotið rokksmell-
um og öðrum meiriháttar brellum.
Fógetinn býður upp á gleði og
skemmtisveitina Snæfríði og
stubbana. Farið og skemmtið ykk-
ur við að taka þátt ígleðinni.
Útlagar spila fjöruga kántrý tónlist
á Púlsinum.
Laugardagur
Á Feita dvergnum spilar hljómsveit-
in Goodfellas. Bandið er þræl-
þrusu gott og eflaust eitthvað fyrir
þig ef þrælþrusugóð tónlist höfðar
til þín.
Á Púlsinum spilar Mannakorn.
Þessi löngu landskunna hljómsveit
spilar gamla smelli. Þeir félagar
Magnús og Pálmi eru þekktir fyrir
vandaða og góða tónlist og fara
varla að breyta þvi íkvöld.
Dos Pilas spilar á Tveimur vinum í
kvöld. Það eru margir búnir að bíða
eftir þessu lengi og þeir hinir sömu
skella sér líklega ikvöld. það er frítt
inn.
Turnhúsið býður upp á live sixties
stemmningu. Skytturnar spila og
fá hvern sem er í stuð.
Á Gauknum treður upp hljómsveitin
Sóldögg. Þeirsem ekki komust i
gær, ættu að nota tækifærið og fara
i kvöld og láta gleðina taka öll völd.
Kántrýbær á Skagaströnd bjóða
upp á hljómsveitina Útlaga. Tilvalið
að smella sérirútuna með pelann i
strengnum, taka stefnuna á Kántrý-
bæ og stiga sveitadansa.
Snæfríður og stubbarnir endur-
tekur g/eðina frá ígærá Fógetan-
um.
Hólmgeir spilar diskórokk á 22 og
fær ótrúlegasta fólk til að renna sér
fótskriðu á gólfinu eða taka búkbylt-
ur.
Hljómsveitirnar Fánar og Brimkló
ásamt Björgvini Halldórssyni
munu leika á siðsumardansleik á
Hótel Selfossi. Þessir heiðursmenn
hafa undanfarnar helgar leikið á
Hótel íslandi við mikla lukku gesta.
Nú hefur hins vegar verið ákveðið
að bregða sér aðeins út fyrir bæjar-
mörkin og búa til stemmningu á
Selfossi.
SUNNUDAGUR
Á Gauki á
Stöng spila
hinar nostal-
gíuskotnu
Borgar-
dætur
.Tónlist
þeirra er svo
Ijúf að hún
nær alla leið
upp í hárs-
rætur.
Tveir vinir bjóða upp á Karaoke.
Skellið ykkur, drekkið ykkur full.
Gleymið ykkur. ímyndið ykkur að
þið séuð eitthvað og syngið. Verðið
enn fyllri, endið allsber. Farið svo
heim að sofa og mætið afslöppuð í
vinnuna morguninn eftir. Alveg eins
og i siðustu viku.
Fógetinn er duglegur við að kynna
nýja trúbadora og klikkar ekki í
kvöld frekar en vanalega. Kynntur
verður maður að nafni Kolbeinn
Þorsteinsson og gitarinn hans.
POPP_
Fimmtudagur
Sinfóníuhljómsveit fslands hefur
starfsárið með sérstökum viðhafn-
artónleikum íkvöld. Er hljómsveitin
með þeim að gefa til kynna að sjálft
tónleikahaldið sé hafið. Efnisskrá
tónleikanna er samansett afað-
gengilegri og glæsilegrí tónlist sem
öllum ætti að hugnast. Tónleikarnir
hefjast kl.20.00 í Háskólabiói.
Fimmtudagur
Sinfóníuhljómsveit íslands er
með tónleika i Háskólabíói ikvöld.
Efnisskráin er samsett úr hinum og
þessum verkum. Tónleikarnir hefj-
ast kl.20.00.
Fimmtudagur
Sinfónían spilar í Háskólabíói. Efn-
isskráin er samsett úr hinum og
þessum verkum. Tónleikarnir hefj-
ast kl.14.30.
StefnumíMnðn
„Hœ! Ertþú sá settt ég er leita
að, tuttugu ogfjögurra til þrjá-
tíu ára gamall, heiðarlegur á
alla vísu? Þá rnáttu gjarnan
svara mér. Ég veit ekki hvað ég
á að segja, en aldrei að vita
hvernig okkur kemur saman.
Ókey, bœ, bce.
ó n I i s t
G a u k s
n
n
s t u
u
FIMMTUDAGUR 15. september FÖSTUDAGUR 16. september LAUGARDAGUR 17. september SUNNUDAGUR 18. september MÁNUDAGUR 19. september ÞRIÐJUDAGUR 20. september MIÐVIKUDAGUR 21
RASK AGGISLÆ & TAMLASVEITIN AGGISLÆ & TAMLASVEITIN AGGI SLÆ & TAMLASVEITIN SPOON SP00N ALVARA
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
23